Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Guðamaskínan tætir og tryllir DV-MYND HARI Aöstandendur Hrafnagaldurs Óöins í sveitasælu Ofan í hörpuna rann mótmelódía strokleikara svo úr varö ægifögur heild. Enn mögnuöust leikar þegar slagverks- leikar sinfóníunnar brettu upp ermar oggáfu í og enn síöar tók kórinn viö sér og ah-ahaöi meö. I rokkheimum virðast fáar hljóm- sveitir eiga jafn auðvelt með að laða fram sterkar tilfmningar hjá áheyr- endum sínum og Sigur Rós. Það eru ekki þessar venjulegu tilfinningar tengdar rokktónlist sem Sigur Rós vekur, heldur tiifinningar sem marg- ir myndu kalla „göfugri". Úti um all- an heim er fólk sem á varla orð yfir bandinu, en segist annaðhvort tárast, líða um í draumkenndu móki eða fyll- ast trú á mannkynið þegar það hlust- ar á fógur lög strákanna. Á næsta bæ í dal tiifinninganna býr Hilmar Öm Hilmarsson og hefur með kvikmynda- tónlist sinni grætt fjölda bíógesta. Samstarf þessara tilfinningavera virt- ist þvi sjálfsagt og útkoman reyndist spennandi. Hrafnagaldur Óðins er rúmlega klukkutíma langt tónverk samið að pöntun Listahátíðar. Hugmyndin hafði þó kviknað áður hjá Hilmari að tónsetja Hrafnagaldurs-bálkinn, sem er 26 erinda langur og ku hafa verið saminn á 14. eða 15. öld. Verandi firrt nútímabam með lítinn skilning á fomíslensku var gott að hafa enska þýðingu textans í höndunum, en eftir þvi sem ég kemst næst fjallar hann um veislu guðanna í Valhöll og dularfulla atburði þar um kring. Það var fjöldi manns á sviði Laugardalshall- ar. Mjög frambærileg strengjasveit auk homa og slagverks, að mestu skipuð liðsmönnum í Sinfóníuhljómsveit íslands, hafði komið sér fyr- ir ásamt blandaða kómum Schola cantorum, Sigur Rós og Hilmar vomuðu yfir hinni umtöl- uðu steinahörpu Páls á Húsafelli og kvæðamað- urinn Steindór Andersen stóð við púlt. Svo taldi hinn röggsami stjómandi Ámi Harðarson í og guðamaskínan rann úr hlaði, velsmurö og vold- ug. Verkið er í nokkrum köflum og ég taldi mig heyra í meginatriðum hvar Hilmar hafði verið að verki og hvar Sigur Rós. Fyrst liðu langir tregafullir tónar um höllina, týpískar rjómafiðl- ur úr sarpi Hilmars, sem römbuðu á barmi þess að verða væmnar. Þær risu og féllu og minntu mig á brimöldur sem höfðu fágað grjótið í aldir áður en flóttamenn náðu á eyjuna grænu. Næsti kafli var kynntur með dmnum og vindnauð, en svo hóf stjama sýningarinnar, Steindór Ander- sen, upp magnaða raust sína og var studdur af kór og hljómsveit. Steinaharpan kom sterk inn í þriðja kafla þegar meðlimir Sigur Rósar hófu að berja einfalda og barnalega melódíu á hana. Ofan í hörpuna rann mótmelódía strokleikara svo úr varð ægifögur heild. Enn mögnuðust leik- ar þegar slagverksleikar sinfóniunnar brettu upp ermar og gáfu í og enn síðar tók kórinn við sér og ah-ahaði með. Nú var nánast á ferðinni frísklegt sumarpopp, en samt í anda Sigur Rós- ar, sem smaug inn að innstu rótum hlustenda og gældi við taugaendana. Tónlist Næsti kafli hófst á magnþrungnum rafmagns- óhljóðum, sem þróaðist út í takt sem sinfónían og steinaharpan blönduðu sér í. Svo tók meist- ari Steindór við sér og Jónsi i Sigur Rós raddaði með. Útkoman var svo flott að ég er ekki frá því að tónlistarleg raðfullnæging hafi farið um sæt- araðimar. Þegar hér var komið sögu í verkinu var sem töframaðurinn væri búinn meö allar kaníumar í hattinum. Hann tók því það ráð að endurtaka sömu brögð og áður með lítilsháttar afbrigðum. Það var ekki laust við að endurtekningamar gerðu verkið langdregið og maður fór aö fá á til- ftnninguna að þetta væri svona af því Listahátíð haföi pantað ákveðna lengd á verkið. Verkið reis og féll nokkrum sinnum í viðbót, steina- harpan var lamin, kórin ah-ahaði, sinfónínan hamaðist og Steindór fór með bálkinn af sönn- um glæsibrag. Tilraunakvikmynd Sigur Rósar var varpað á tjald fyrir aftan herlegheitin og gekk aðallega út á hrafna og rafmagnsmöstur. Óneitanlega flottur stuðningur. Verkið fór í hring og endaði á sama stefi og það byrjaði á að viðbættum hálfgerðum „ruslatunnuendi", sem færði heim sanninn um að sinfónían rokkar feitar en flestar aðrar hljómsveitir. Þetta lofs- verða framtak heppnaðist glæsilega og áheyr- endur trylltust eðlilega að verkinu loknu, enda hafði það gert mann hálf meðvitundarlausan af tónlistarunaði þegar það náði hæstu hæðum - þó lægðimar hefðu reyndar ert í manni geispið. Vonandi verður upptaka af verkinu gefin út á geisladiski því bankastjóralegt miðaverðið fældi fjölmarga áhugasama hlustendur frá Höllinni. Dr. Gunni Að segja sögur er lífið sjálft - viðamikil sagnahátíð fyrir lærða sem leika fram undan í Reykholti Helgina 1.-3. júní veróa haldnir Sagnodag- ar í Reykholti i Borgarfiröi d vegum Snorra- stofu, fyrirtœkisins Rannsóknir og rdögjöf feröaþjónustunnar og fleiri aöila meö styrk frá Menningarborgarsjóöi. Hátíöin hefst á sagnakvöldi laugardagskvöldiö 1. júní kl. 20 og lýkur á sagnanámskeiöi síödegis á mánu- degi. Líklega er um áratugur síðan endurvakn- ing sagnalistarinnar hófst fyrir alvöru í Evr- ópu, og undanfarin ár hafa verið sagnahátíð- ir víða um Norður-Evrópu, m.a. á Hjaltlandi, í Orkneyjum og Danmörku. Nú er verið að undirbúa sagnahátíð í haust á Stiklastöðum í Noregi og árið 2003 á að halda Sagnahátið Snorra í Reykholti. Gamlar sögur og nýjar „Á þessum hátíöum em sagðar og fjallað um sögur af öllu tagi, sumar era helgaðar ákveðnum þemum, aðrar fara út um viðan völl, þar eru gamlar sögur, nýjar sögur, þjóð- sögur, sögur af nýbúum, nánast hvað sem er,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Hann hefur stýrt tveimur Leonardo-verkefn- um og tengdist annað þeirra sagnalistinni, Storytelling Renaissance sem var unnið með Grikkjum, Skotum og Þjóðverjum. Scottish Storytelling Centre í Edinborg kom inn i þaö verkefni en fulltrúar þess koma einmitt tals- vert við sögu á þinginu. „Verkefnið sem núna tekur á sig mynd Sagnadaga var í fyrstu einkum ætlað tU að efla menningarferðaþjónustu, meðal annars með þvi að hvetja leiðsögumenn, safnafólk og fleiri til að nýta sögur í auknum mæli í sínu starfi, og það er enn þá gildur hluti af verkefn- inu,“ segir Rögnvaldur. „En það hefur líka þró- ast í tvær aörar áttir. Annars vegar er þjálfun á tjáningu í skólum, hins vegar hafa orðið til al- þýðleg sagnakvöld og vinsæl sagnanámskeið eins og nú era fram undan í Reykholti. Þetta starf hefur veriö unniö á Vesturlandi með stuðningi samtaka sveitarfélaga þar og Símennt- DV-MYND ÞÓK Rögnvaldur Guðmundsson Þjálfun teiösögumanna i aö segja sögur þróaöist óvænt í þrjár ólíkar áttir. unarstöðvar Vesturlands en á þinginu verður safnað saman fólki víðs vegar að af landinu. Auk Vestlendinga kemur Hákon Aöalsteinsson að austan, Bjami Harðarson frá Suðurlandi, Ragnar Guðmundsson er kunnur sagnamaður af Vestfjörðum og svo koma þrir sagnamenn frá Skotlandi. Ámastofnun ætlar að taka upp á band allt sem fram fer og verður Rósa Þorsteins- dóttir fulltrúi hennar, og frá Kennaraháskól- anum kemur Baldur Hafstað. Þama leiða því alþýðan og akademían saman hesta sína.“ Dagskráin Á laugardagskvöldið stíga sagnamenn af Vesturlandi á svið, Gísli Einarsson í Borgar- nesi, Sigriður Hrefna Jónsdóttir á Klepp- jámsreykjum, Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti, Bjartmar Hannesson, Norður-Reykjum og Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal. Auk þess munu Hákon Aðalsteinsson frá Egilsstöðum og David Campbell sagnamaður frá Skotlandi skemmta gestum. Sagnastjóri verður Flosi Ólafsson leikari. Sunnudagskvöldið 3. júní skemmta Bjami Harðarson á Selfossi, Duncan Williamson frá Skotlandi, Ragnar Guðmundsson, Brjánslæk, Hákon Aðalsteinsson, Claire Mulholland og David Campbell frá Skotlandi og Grundfirð- ingurinn Ingi Hans Jónsson. Sagnastjóri þá er Jósef H. Þorgeirsson frá Akranesi. Á sagnaþinginu sem hefst kl. 15 á sunnu- daginn verður fjallað um mikilvægi sagna- arfsins í nútíö og framtíð. Aðalfyrirlesari er Donald Smith frá Sagnamiðstöð Skotlands í Edinborg en auk hans tala Rósa Þorsteins- dóttir, Baldur Hafstaö, Bjami Harðarson, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, Bergur Þorgeirs- son, Guðrún Halldórsdóttir, Ingi Hans Jóns- son, Páll Guðbjartsson og Rögnvaldur Guð- mundsson. Á sagnanámskeiði sunnudag og mánudag er markmiðið að vekja athygli á sögum og þjálfa fólk í aö nota sögur í ferðaþjónustu, skólum og víðar. Það hæfir því vel kennuram á ýmsum skólastigum, leiðsögumönnum og áhugafólki um lifandi frásagnarhefð. Leið- beinendur verða David Ccimpbell og Claire Mul- holland frá Skotlandi og Baldur Hafstað. Allt er opið almenningi og menn geta keypt sér aðgang aö öllu saman eða einstökum liðum. Skráning og upplýsingar í símum 437 2390 og 863 0862. Góð tilboð eru á gistingu og veitingum á Hótel Reykholti. ps Mann beinlínis verkjar í Evrópuútgáfu tímaritsins Time er ítarleg yfirferð yfir listahátíðir og aðrar listrænar uppákom- ur í álfunni á þessu sumri og þar er Listahátíð í Reykja- vik á blaði með öðr- um „mest spenn- andi, rafmögnuðum og sérkennilegum skemmtunum og við- burðum", eins og þar segir. Hún er talin fyrst norrænna hátíða og fær lengri frétt um sig en listahátíðin í Bergen sem þó heldur upp á fimmtugsafmælið í ár. Listahátíðin okkar fær þá umsögn í Time að þar sé blandaö skemmtilega saman hámenningarlegum og alþýðleg- um atriðum. „Þar er klassík eins og Wagner og Kronos kvartettinn, þjóðleg atriði eins og sígaunahljómsveitin Taraf de Haidouks, japanskar bambusflautur og tangó, en „top of the pops“ er sam- starf óháða bandsins Sigur Rósar og Hilmars Amar tónskálds um norræna fomkvæðið Hrafnagaldur Óðins sem er svo rækilega með fingurinn á púlsinum að mann verkjar." Hvað ætli þeir segðu hjá Time ef þeir vissu að þriðji hver kjósandi í Reykjavík sækti at- burði á hátíðinni eins og fram kom í könnun DV á dögun- um, það er áreiðan- lega heimsmet! Og þó era bömin ekki þar með sem sátu á herðum foreldra sinna og horfðu hrifm á Mobile Homme á Austurvelli um daginn. Dætradætur mínar steinhættu við að verða drottn- ingar og skákmeistarar eftir þá uppá- komu og ætla nú að verða „rólustelpur" og leika listir sínar fyrir ofan trommu- leikarana! íslenski dansflokk- urinn til Beirút? Áhugi á Listahátíð í Reykjavík eykst jafnt og þétt, bæði hér á landi og erlend- is, og ekki síst skemmtilegt að sjá hve margir erlendir gestir sækja viðburðina. Fjárhagslega stendur hún vel og allt ýtir því undir þann vilja borgaryfirvalda að hafa hana árlega. Erlendir listahátíðarstjórar sýna líka vaxandi áhuga á að fá íslensk atriði á sinar hátíðir, til dæmis er Rose Park- ingsson frá Galway Festival, stærstu írsku listahátíðinni, að skipuleggja stóra íslenska viðburði hjá sér árið 2003. Hún hefur sýnt sérstakan áhuga á íslenska dansflokknum og hann verður væntan- lega líka framlag Listahátíðar í Reykja- vík á afmælishátíð Bustani Festival i Beirút 2003. Bustani-hátíðin er afar stór og glæsileg listahátíð og heiður fyrir listahátíðina okkar að vera ein af 10 há- tíðum sem stjómendur Bustani hafa val- ið til að kynna sérstaklega á afmælishá- tíðinni; meðal hinna níu era ýmsar stærstu evrópsku listahátíðimar. Konur yrkja um konur Ljóðalestur landsliðs íslenskra skáld- kvenna í Sigurjónssafni á fimmtudags- kvöldið var falleg uppákoma og hug- myndin snjöll. Safnað var á einn stað ell- efu höggmyndum Sigurjóns Ólafssonar af konum, ellefu skáldkonur kynntar hver fyrir sinni höggmynd og pöntuð um þær ljóð. Þegar gestir komu á staðinn voru höggmyndimar huldar slæðum eins og hæfir kvenmyndum og afhjúpaði skáldkonan höggmyndina áður en hún las ljóðið sitt. Fjölmenni var á ljóðalestrinum eins og alls staðar þar sem Listahátíð hefur boðið upp á ókeypis atriði. Þröng hefur verið víða á hádegistónleikum í lista- söfnum borgarinnar og mikill áhugi á örleikritunum. Það er kannski mest gaman þegar listahátíð setur svip sinn á daglegt líf í borginni þannig að fólk hreinlega rambi inn í dagskráratriði án þess að vita hvaðan á þaö stendur veðr- ið; ætli jafnvel á kvennaklóið á Núllinu og þá eru bara karlar þar ... Af því það er verið að leika leikrit! Lifandi Listahátíö. Svoleiðis viljum við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.