Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2002, Blaðsíða 22
42 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára_________________________ Ármann Brynjólfsson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík. Theódór Laxdal, Melasíöu 2c, Akureyri. Magnús Gíslason, fjaröarbraut 54, Stöðvarfirði. 80 ára_________________________ Jón Sæmundsson, Kirkjubraut 17, Njarövík. 75 ára_________________________ Guöjón Inglmundarson, Tunguseli 4, Reykjavík. 70 ára_________________________ Kristín Stelnsdóttir, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Krlstín Guömundsdóttlr, Noröurvör 9, Grindavík. Bergþóra Guöjónsdóttir, Garðarsbraut 38c, Húsavík. 60 ára_________________________ Steinvör Siguröardóttlr, Kaplaskjólsvegi 58, Reykjavík. Guöfríöur Guömundsdóttir, Dalshrauni 5, Hafnarfirði. Ásdís Tryggvadóttir, Hafnargötu 67, Keflavík. Jónas Valgeir Torfason, Sólvöllum 17, Akureyri. Þröstur Brynjólfsson, Álftarima 32, Selfossi. 50 ára_________________________ Pétur Einarsson, Fellsmúla 17, Reykjavík. Erna Jónsdóttir, Ljósalandi 18, Reykjavík. Lýöur Slgurösson, Tungubakka 10, Reykjavík. Jón Hrólfur Gunnarsson, Vallartúni 5, Keflavík. Pétur Virgar Hansson, Sandabraut 12, Akranesi. Matthildur 0. Bjarnadóttir, Rein 1, Akureyri. Magnús Árnason, Móasíðu 3c, Akureyri. Einar Sveinbjörnsson, íragerði 6, Stokkseyri. 40. ára________________________ Margrét Valsdóttir, Efstasundi 88, Reykjavík. Anna Frlörikka Gunnarsdóttlr, Seljabraut 30, Reykjavík. Jón Tryggvason, Gyðufelli 4, Reykjavík. Davíö Gunnar Jónsson, Krummahólum 6, Reykjavík. Bryndis Halla Guömundsdóttir, Suðurhólum 28, Reykjavík. Þóröur Óiafur Traustason, Álfaborgum 17, Reykjavík. Sigurlaug Slguröardóttir, Hellubraut 1, Grindavik. Jóhannes Haukur Hauksson, Bakkahvammi 9, Búöardal. Drífa Friögeirsdóttlr, Hróðnýjarstööum, Búðardal. Eygló Sesselja Aradóttlr, Hafnarstræti 18, Akureyri. Magnús Magnússon, Múlasíöu 40, Akureyri. Guðmundur Pálsson, Svarfaðarbraut 24, Dalvík. Magnús Gunnar Eggertsson, Ásgerði 8, Reyðarfirði. Anna Guömundsdóttir frá Mjóabóli í Haukadal, Höfðabraut 16, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriöjud. 21.5. Magdalena Valdís Meyvantsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eirfimmtud. 23.5. Krlstín Snorradóttir, Bergþórugötu 19, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut miövikud. 22.5. Axel Ingólfsson, Bláhömrum 2, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikud. 15.5. Útförin hefur farið fram. Guörún Jónsdóttir, Freyjugötu 9, Reykjavík, sem lést sunnud. 12.5. sl., var jarðsungin í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Jarðarfarir Unnur Jónsdóttlr Bjarklind, Laugarnesvegi 58, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans viö Hringbraut fimmtud. 16.5., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánud. 27.5. kl. 15. Slgríöur Skarphéöinsdóttir, frá Hlíðarfossi í Miöfirði, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugard. 18.5. Jarðsett veröur á Melstað mánud. 27.5. kl. 14. MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2002 I>V Sjötugur Sigfús Kristinsson byggingameistari á Selfossi Sigfús Kristinsson byggingar- meistari, Bankavegi 5, Selfossi, er sjötugur í dag. Starfsferill Sigfús fæddist að Litlu-Sandvík en flutti á fyrsta ári á Selfoss þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1950, lærði húsasmíði hjá fóður sínum og tók sveinspróf í árslok 1954. Fljótlega eftir sveinsprófið eða 1961 hóf Sigfús sjálfstæðan atvinnu- rekstur við byggingarstarfsemi á Selfossi og nágrenni. Heitir fyrir- tækið byggingarfyrirtækið Árborg ehf. Hefur hann reist mörg íbúðar- og fjölbýlishús, og fjömargar iðnað- ar og opinberar nýbyggingar, svo sem Vöruhús KÁ, Sjúkrahús Suður- lands, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugardælakirkju. Enn fremur má nefna Póst- og Símahús á Sel- fossi, Hveragerði og Flúðum, lög- reglustöð á Selfossi, verkstæði Kaupfélags Ámesinga, fiskvinnslu- hús í Þorlákshöfn og Eyrarbakka, byggingar S.S. á Selfossi og Hvols- velli og byggingu Kjörís í Hvera- gerði og í Reykjavík. Sigfús hefur kennt 33 nemum húsasmíði. Fjölskylda Sigfús kvæntist 24.10. 1959 Sól- veigu Vigdísi Þórðardóttur, f. 18.2. 1935, húsmóður. Hún er dóttir Þórð- ar Jónssonar, bónda í Sölvholti, og Þórhildar Vigfúsdóttur frá Þor- leifskoti. Böm Sigfúsar og Sólveigar eru Aldís, f. 18.3. 1960, byggingarverk- fræðingm- í Bandarikjunum en son- ur hennar er Benedikt Fadel Farag, f. 22.12. 2000; Guðjón Þórir, f. 2.1. 1962, byggingarverkfræðingur á Sel- fossi, kvæntur Guðrúnu Guðbjarts- dóttur efnafræðingi en þeirra dætur era Þórhildur Helga, f. 15.5.1992, og Sólveig Helga, f. 4.3. 1996; Kristinn Hafliði, f. 21.9. 1963, húsasmíða- meistari á Selfossi; Þórður, f. 2.8. 1972, byggingarverkfræðingur í Reykjavík; Sigriður, f. 31.3. 1974, húsmóðir en sambýlismaður henn- ar er Baldur Guðmundsson, f. 3.11. 1975, og eru böm þeirra Vigdís Þóra, f. 30.5. 2000, og óskirð dóttir, f. 24.2. 2002. Bræður Sigfúsar: Guðmundur, f. 31.12. 1930, fjrrv. féhirðir útibús Landsbanka íslands á Selfossi og rithöfundur, kvæntur Ásdísi Ingv- arsdóttur frá Skipum; Hafsteinn, f. 11.8. 1933, d. 18.4. 1993, fram- kvæmdastjóri Kjöríss hf. í Hvera- gerði, kvæntur Laufeyju S. Valdi- marsdóttur frá Hreiðri í Holtum. Foreldrar Sigfúsar voru Kristinn Vigfússon, f. 7.1. 1893, d. 5.1. 1982, formaður á Eyrarbakka og í Þor- lákshöfn og síðan húsasmíðameist- ari á Selfossi og viðar um land, og Aldís Guðmundsdóttir frá Litlu- Sandvík, f. 24.2. 1902, d. 9.8. 1966, húsfreyja í Ámesi á Selfossi. Ætt Faðir Kristins, Vigfús í Frambæj- arhúsi á Eyrarbakka, var sonur Halldórs, b. á Ósabakka á Skeiðum Vigfússonar. Móðir HaUdórs var Ingibjörg, systir Helgu, ömmu Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Bróðir Ingibjargar var Snorri, langafi Ásgríms Jónssonar listmál- ara og Sigurðar Hlíðar, alþm. og yf- irdýralæknis. Bróðir Halldórs var Guðmundur, b. í Seljatungu, faðir Guðmundar Eliasar sem fór til Ameríku með fjölskyldu sína nema dótturina Sigrúnu. Hún giftist Kjartani, syni Ólafs, ferjumanns á Sandhólaferju, og var sonur þeirra Magnús Kjartansson, ritstjóri og ráðherra. Systir Kristins var Sigríður, kona Sighvats Einarssonar pípulagning- armeistara í Reykjavík. Systir Vig- fúsar, Sigríður í Dalbæ, var móðir Halldórs, foður Gísla leikara. Bróð- ursonur Halldórs er Pálmi Eyjólfs- son, fyrrv. sýslufulltrúi á Hvolsvell- ir, faðir Ingibjargar, fyrrv. ráð- herra. Önnur systir Vigfúsar var Ragnheiður í Hólmahjáleigu, móðir Katrínar Jónasdóttur á Núpi í Fljótshlíð, móður Sigurðar Guð- mundssonar húsasmíðameistara og stofnanda SG Einingarhúsa. Þriðja systir Vigfúsar var Ingibjörg, móðir Guðbjargar Sigríðar, móður Eiríks Smith listmálara. Bróðir Vigfúsar var Kári, b. á Ósabakka, faðir Auð- bjargar, móður Guðmundar Sveins- sonar, byggingarmeistara á Selfossi. Móðir Kristins var Sigurbjörg, saumakona Hafliðadóttir, b. í Brúnavallakoti á Skeiðum Þor- steinssonar, b. þar Jörundssonar, b. á Laug Blugasonar, staðarsmiðs í Skálholti á dögum Finns biskups. Illugi var nafntogaður smiður og fékk hann smíðaverðlaun frá kon- ungi. Móðir Sigurbjargar var Guð- björg Guðmundsdóttir, á Núpum í ölfusi, dótturdóttir Jóns silfursmiðs Sigurðssonar á Bíldsfelli. Sonur Guðbjargar með Bjama snikkara Jónssyni, áður en hún giftist Haf- liða, var Guðjón, trésmiður á Eyrar- bakka, faðir Þorgeirs verkamanns i Reykjavík, foður Guðmundu, móður Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Aldís var dóttir Guðmundar, hreppstjóra í Litlu-Sandvík Þor- varðarsonar, hreppstjóra í Litlu- Sandvík Guðmundssonar, b. þar Brynjólfssonar, í Litlu-Sandvík Björnssonar, og Sigríðar, systur Svanborgar, ömmu Sigurðar Sig- urðarsonar dýralæknis. Sigríður var dóttir Lýðs, hreppstjóra í Hlíð Guðmundssonar og Aldísar Páls- dóttur frá Brúnastöðum. Bróðir Al- dísar var Lýður, hreppstjóri í Litlu- Sandvík, faðir Páls, fræðimanns í Litlu-Sandvík. Elísabet, systir Guð- mundar í Sandvík, var móðir Þqr- varðar, aðalféhirðis Seðlabanka ís- lands, Kristjáns læknis og Jóns, pr. Háteigssafnaðar. Móðir Aldísar, Sigríður frá Hlíð Eystrihreppi, var systir Páls, hreppstjóra í Hlíð, fóður Einars, útibússtjóra á Selfossi, og Bjama, skólastjóra þar, og Aldísar, konu Lýðs Guðmundssonar, í Litlu- Sandvík. Níræöur wtmá - Jón Jens Guðmundsson bóndi og refaskytta frá Munaðarnesi Jón Jens Guðmundsson, bóndi og refaskytta frá Munaðamesi, Hrafn- istu í Hafnarfirði, er niræður í dag. Starfsferill Jón Jens fæddist á Munaðamesi, ólst þar upp og bjó þar allan sinn búskap á árunum 1936-99. Hann var landpóstur í mörg ár á leiðinni frá Ófeigsfirði að Dröngum en þá var farið með póstinn hálfsmánaðarlega þessa leið, árið um kring. Fjölskylda Eiginkona Jóns Jens er Pálína Sigurrós Guðjónsdóttir frá Þaralát- ursfirði, f. 13.11. 1919. Hún er dóttir Guðjóns Kristjánssonar, bónda í Þaralátursfirði og í Skjaldbjamar- vík, og Önnu Jónasdóttur húsfreyju. Böm Jóns Jens og Pálínu Sigur- rósar era Guðlaug, búsett í Reykja- vík; Guðmundur Gísli, bóndi á Munaðamesi; Guðjón, búsettur í Mosfellsbæ; Samúel Vilberg, búsett- ur í Hafharfirði; Þorgerður Erla, bú- sett í Borgarnesi; Ragnar Sólmimd- ur, búsettur i Hafnarfirði; Anna Sig- ríður, búsett í Hafnarfirði; Jón Elí- as, búsettur á Akranesi; Ólöf Brynja, búsett í Hafnardal i Noröur- ísafjarðarsýslu. Bamabömin era 34 og bama- bamabömin 23. Foreldrar Jóns Jens voru Guðmundur Gísli Jónsson, f. 28.10. 1871, d. 9.11. 1939, bóndi á Munaðamesi, og k.h., Guðlaug Jónsdóttir, d. 25.2. 1915, 39 ára. Merkír Islendíngar — ■H Jón Helgason ritstjóri fæddist á Akranesi 27. maí 1914. Hann var sonur Helga Jónssonar, bónda í Stóra-Botni í Botnsdal í Borgarfirði, og k.h., Oddnýjar Sigurðar- dóttur húsfreyju. Meðal barna Jóns, og k.h., Margrétar Pétursdóttur, er Helgi, fréttastjóri á ríkissjónvarpinu. Jón stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Laugum í einn vetur og síðan við Samvinnuskólann í þrjá mánuði. Hann var blaðamaður, ritstjóri og rit- höfundur allan sinn starfsferil, fyrst blaðamaður við Nýja dagblaðið 1937-1938, blaðamaður við Tímann 1938-1947, fréttaritstjóri þar frá 1947-1953, gerðist þá fyrsti ritstjóri Frjálsar þjóðar, málgagns Þjóðvamarflokksins og sinnti því Jón Helgason starfi til 1960. Hann varð ritstjóri Tímans 1961 og ritstýrði síðan sunnudagsblaði Tlm- ans frá 1962. Þá ritstýrði hann tímaritinu Dvöl 1942. Jón var afkastamikill rithöfundur, einkum um persónu- og þjóðlífsþætti. Hann sendi frá sér fimm bindi í ritröð- inni íslenskt mannlíf, þrjú bindi af rit- röðinni Vér tslands börn, tók saman fimm bindi af Öldinni sextándu, sautj- ándu og átjándu og samdi m.a. ritin Tyrkjarániö; Orö skulu standa; Þrettán rifur ofan í hvatt; Steinar í brauöinu, Oröspor á Götu, Rautt í sárið og Stóra bomban. Þá þýddi hann nokkur rit, m.a. eftir Peter Freuchen, Vilhelm Moberg og Thor Heyerdahl. Jón lést 4. júlí 1981. mmmm Joseph Fiennes 32 ára Kappi þessi kem- ur úr mikilli leikara- íjölskyldu en bróðir hans, Ralph, er þekktur leikari sem hefur meðal annars leikið í The English Patient, þeirri miklu óskarsverðlaunamynd. Joseph er kannski best þekktur fyrir tvær myndir sem báðar gerast á tímum Elísabetar fyrstu Englandsdrottn- ingar, Elizabeth og Shakespeare in Love sem em báðar frá árinu 1998. Merkilegt nokk voru báðar þær per- sónur sem hann lék í þeim myndum að halda fram hjá konum sínum. Stjörnuspá Gildir fyrir þriöjudaginn 28. maí Vatnsberinn 170, ian.-18. fehr.F Það er mikið um að vera í fjölskyldunni um þessar mundir og þú átt stóran þátt í því. Varaðu þig á að lofa meira en þú getur staðið við. Flskarnir (19. febr.-20. mars); Þú ert utan við þig á ákveðnum vettvangi í dag og það kann að _________ koma verulega niður á afköstum þínum. Hrúturinn I21. mars-19. aprill: Þú ferð á gamlar slóðir og það rifjast upp fyrir þér atvik sem átti sér stað fyrir langalöngu. Ekki sökkva þér í dagdrauma um það sem liðið er. Nautlð (20. anril-?0. mail: Mikilvægt er að ljúka þeim verkefnum sem á þér hvíla strax. Ann- ars er hætta á að þau vindi stöðugt upp á sig. Tvíburarnir (21. mai-21. iúníi: V Þú þarft að sýna ákveðnum aðila að þú / treystir honum þvi að annars er hætt við að hann missi traust sitt á þér. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi: Verðu deginum með fjölskyldunni eins mik- ið og þú getur. Það má bæta samskipti þin og annama í fjölskyldunni. Uónlð (23. iúli- 22. ágústl: Endurskoðaðu skoðun þina í sambandi við vin þinn. Þú gætir haft rangt fyrir þér um hann. Mevian (23. áaúst-22. sept.l: í dag gæti orðið á vegi þínum óheiðarleg .manneskja sem þú skalt um fram allt forðast að ganga í lið með. Vogln (23. sept-23. okt.l: J Skipuleggðu næstu Oy daga, sérstaklega það V X sem við kemur fritíma r Æ þínum. Þú afkastar miklu í vinnunni í dag. Sporðdrekl (24. okt.-2l. nóv.l: Þú gætir kynnst nýju fólki í dag og hitt láhugaverðar persónur. Mpawwai Happatölur þínar em 3, 15 og 35. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): .Óvæntur atburður á sér stað í vinnunni. Einhver kemur þér verulega á óvart með framkomu sinni. Stelngeltln.j22, t!e?,-3.9. ian.): ^ Fólk í kringum þig gæti leiðst í dag en það * Jr\ er ekki þín sök. Ekki draga ályktanir fyrr en þú ert búinn að líta vel í kring- um þig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.