Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 Fréttir Z>V DV-MYND NH Þprvaldur Guömundsson og Ásmundur Sverrir Pálsson ganga frá meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar og Framsóknar- flokks i Árborg. Árborg: Samfylking og Framsókn í samstarf - auglýst eftir bæjarstjóra Skrifaö var undir samkomulag í meirihlutasamstarfi Samfylkingar og Framsóknarflokks í Sveitarfé- laginu Árborg i gærmorgun. Staða bæjarstjóra verður auglýst og ljóst er að Karl Björnsson bæjarstjóri sækir ekki um. Hann hefur verið bæjarstjóri á Selfossi og síðar Árborg í 16 ár. í málefnasamningi er lögð sérstök áhersla á uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og málefni aldraðra. Þorvaldur Guðmundsson, Fram- sóknarflokki, verður forseti bæjar- stjómar og Ásmundur Sverrir Páls- son, Samfylkingu, verður formaöur bæjarráðs fyrsta árið, en sam- kvæmt málefnasamningi listanna munu þeir skipta embættunum sín á milli árlega. -NH Lagt til að Lúðvík Geirsson verði bæjarstjóri í Hafnarfirði: Stendur við launalækkun „Við töluðum um það í kosningabaráttunni að ann- aðhvort yrði ráðinn bæjar- stjóri eða hann yrði pólitísk- ur og þá oddviti listans. En við buðum ekki fram bæjar- stjóraefni til að skyggja ekki á málefnaumræðuna. Niður- staða kosninganna er afdrátt- arlaus þar sem kallað er eftir pólitiskri forystu okkar í bænum. Á þeim grunni hefur verið lagt til að ég verði bæjarstjóri og ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð," sagði Lúðvik Geirsson, oddviti Samfylkingarinnar, við DV í morgun. Bæjarfulltrúar og varabæjarfull- trúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og stjórn Sam- fylkingarfélagsins hafa sam- þykkt einum rómi að leggja til við félagsfund Samfylking- arinnar á mánudag að Lúð- vík Geirsson taki við störfum bæjarstjóra. Lúðvík segir töluverða eft- irvæntingu í huga sér vegna starfsins. „Ég veit að þetta er mikiö starf og erfitt. Staðan í Hafnarfirði er erfið en þetta er gott sveitarfélag með mikla möguleika." - Þú boðaðir launalækkun bæjar- stjóra. Hver verður hún? „Laun bæjarstjóra munu lækka og launakerfi bæjarins verður breytt. Það er verið að vinna í þeim málum og þau verða kynnt þegar að því kemur.“ Lúðvik hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Blaðamannafélags ís- lands um langt skeið og var áður formaður. Hann segist hafa gert for- manni og stjórnarmönnum í félag- inu grein fyrir þróun mála og aö gott samkomulag sé um starfslok hans hjá félaginu verði hann bæjar- stjóri. Mörg mál séu þó uppi á boröinu þar á bæ en hann hafi gengið svo frá málum að hægt verði að halda þeim áfram. „Ég mun síðan verða mönnum innan handar ef þörf verð- ur á,“ sagði Lúðvík. -hlh Lúðvík Geirsson. Styttist í tvíbreiða brú yfir Þjórsá sem kostar 580 milljónir: Einbreiðum brúm fækkar um sjö í ár - rúmlega 100 km af nýju slitlagi í sumar Nýr meirihluti í Skagafirði Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir hafa myndað nýjan meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sveitar- stjóri verður Ársæll Guðmundsson, oddviti Vinstri grænna, en Gísli Gunnarsson, efsti maður á lista sjálf- stæðismanna, verður forseti bæjar- stjórnar. Enn er óvíst hvort saman gengur með sjálfstæðismönnum og fram- sóknarmönnum í Kópavogi. Þeir hafa rætt saman síðan á mánudag og hyggjast nýta helgina áfram til við- ræðna. Ekki er búist við tíðindum úr Kópavogi fyrr en á mánudag. -BÞ S j álf stæðisf lokkurinn: „Haukarnir" fóru gegn Árna Sigfússyni í viðtali sem birtist I Helgar- blaði DV á morg- un segir Ámi Sig- fússon að fyrir kosningarnar 1998 hafi komið upp mikil gagnrýni á störf hans. „Þá kom upp gagnrýni frá haukunum í Sjálfstæðisflokkn- um um að ég sýndi óþarfa mýkt og linkind að geta ekki snúist til and- stöðu í öllum málum,“ segir Ámi. „Ég get ekki verið á móti því sem ég er sammála; þess vegna er ég ekki góður í stjómarandstöðu ef verkefn- ið er að vera á móti öllu sem meiri- hlutinn gerir.“ Ámi segir að hann hafi átt fleiri andstæðinga inni í flokknum en menn heföu gert sér grein fyrir. „[...] þeir voru tilbúnir að fara gegn mér bak við tjöldin þegar flokkur- inn tapaði í kosningunum. Það er ekkert óeðlilegt og það er engin kergja í mér gagnvart þeim. Ég er bara að lýsa staðreyndum. Svona er lífið. Ég er ekki að tala um forystu Sjálfstæðisflokksins því þegar ákvörðunin um framboð mitt var tekin þá stóð hún heilshugar með mér.“ -sm Árnl Sigfússon. 79 einbreiðar brýr era á hringveginum sem stendur og er fyrirhugað að fækka þeim um sjö í ár. Stærsta verkefnið er 170 metra brúargerð yfir Þjórsá við Þjórsártún sem áætlað er að kosti 580 milljónir króna samhliða 4 km bundnu slitlagi. Því verki lýkur þó ekki fyrr en árið 2003 en þær ein- breiðu brýr sem Vega- gerðin klárar í sumar eru tvær í Skaftafellssýslu í Fljótshverfi, Þverá vestan Hvolsvallar, Norðurá við Holtavörðuheiði, Reykja- dalsá fyrir neðan Mý- vatnsheiði, Skálá í Berufirði og Hólmsá á Mýrum í Hornafirði. Ekki segir í vegaáætlun hvenær stefnt sé að al- gjörri útrýmingu einbreiðra brúa á hringveginum en Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, Segir aö langflestar þeirra séu á Austurlandi. Þannig megi næsta ár telja einbreiðar brýr á fmgram ann- arrar handar á akstursleiöinni Ak- ureyri-Reykjavík. Enn eru 79 einbreiðar bryr eftir á hringveginum um ístand. Stærstu verkefnin sem fyrirhug- uð eru hjá Vegagerðinni eru jarð- göngin á Norður- og Austurlandi ásamt tvöfoldun Reykjanesbrautar. Hvað varðar umferðartafir vegfar- enda vegna nýs bundins slitlags á helstu akstursleiðum í sumar má benda á Biskupstungnabraut frá Geysi að Gullfossi, Bröttubrekku á Vesturlandi, Klettsháls á Vestfjörð- um, Mývatnssheiði og 12 km kafla á Jökuldai. Áætlað er að Vegagerðin muni aiis leggja 120-140 km af bundnu slitlagi á landinu í sumar en að auki munu landsmenn verða fyrir um- ferðartruflunum vegna yfirlagna. -BÞ Blendin viðbrögö við yfirlýsingu ráðherra um virkjanir og umhverfisvernd: Dapurleg afstaða - segir Árni Finnsson - ekkert gert ef bara á að rannsaka, segir Landsvirkjun „Yfirlýsing iðnaðarráðherra í gær á ársfundi RÁRIK er til marks um afar dapurlega afstöðu stjóm- valda til umhverfisrannsókna," seg- ir Ámi Finnsson, formaður Nátt- úravemdarsamtaka íslands. í DV í gær sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra að kröfur sem geröar væru til rannsókna vegna umhverfisvinnu hefðu stór- aukist og rannsóknarkostnaðurinn væri orðinn veruiega íþyngjandi fyrir framkvæmdaaðila. „í raun era þessar rannsóknir komnar langt umfram eðliiegar kröfur sem gera verður tii að komast að raun um hvort viðkomandi mannvirki hafi óásættanleg áhrif á umhverfi sitt,“ sagði ráðherra. Ámi segir æskilegt að umhverfis- Áml Þorsteinn Flnnsson. Hllmarsson. ráðherra geri grein fyrir afstöðu sinni til yfirlýsinga iðnaðarráð- herra um umhverfisrannsóknir og Rammaáætlun. „Iðnaðarráðherra telur greinilega að umhverfisrann- sóknir vegna virKjanaframkvæmda séu að töluverðu leyti óþarfar. Er umhverfisráðherra sammála því áliti?“spyr Ámi. DV náði ekki tali af umhverfís- ráðherra þar sem Siv Friðleifsdóttir er stödd í Kína en Þorsteinn Hilm- arsson, aðstoðarforstjóri Lands- virkjunar, segist sammála því að endurskoða verði lögin. „Almennt hlýtur alltar að verða togstreita milli þess að taka ákvörðun eða rannsaka betur og þessi umræða núna endurspeglar það. Ef alltaf á að rannsaka betur gera menn aldrei neitt en á hinn bóginn verða hlut- imir ekki gerðir rétt nema með rannsóknum. Hinn gullni meðalveg- ur er galdurinn og ég held að endur- skoðun á lögum um mat á umhverf- isáhrifum geti verið mjög af hinu góða til að fmna hann,“ segir Þor- steinn. BÞ mssmmm: Styrkir 13 gæðaverkefni Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, styrkir í ár þrettán gæðaverk- efni í heilbrigðis- þjónustunni fyrir tæplega 2,7 milijón- ir króna. Heilbrigð- isstarfsmenn sækja um styrkina og var að þessu sinni leitað eftir því að ráðherra styrkti 35 gæðaverkefni. Styrkirnir eru 100 til 300 þúsund krónur hver. í gæðaáætlun heil- brigðisráðuneytisins, sem sam- þykkt var árið 1999, er kveðið á um að ráðuneytið auglýsi styrki til gæðaverkefna einu sinni á ári. Styrkirnir eru ætlaðir til að örva frumkvæði starfsmanna á þessu sviði heilbrigðisþjónustunnar. Afhenti trúnaðarbréf Bjöm Dagbjartsson sendiherra af- henti miðvikudaginn 29. maí sl. dr. Bakili Muluzi, forseta Malawi, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Malawi, með aðsetur í Maputo. Prestsembætti laust Biskup íslands hefur auglýst laust til umsóknar emb- ætti prests í Nes- prestakalli, Reykja- vikurprófastsdæmi vestra, frá 1. októ- ber 2002. Sr. Hall- dór Reynisson, sem gegnt hefur embættinu, er verkefna- stjóri á Biskupsstofu en var í árs- leyfi frá Nesprestakalli. Sr. Öm Bárður Jónsson hefur gegnt starf- inu á meðan. Sóknarprestur Nes- prestakalls er sr. Frank M. Hall- dórsson. Slasaðist á Spáni Stúdent í 200 manna útskriftar- ferð frá Verslunarskólanum slasað- ist alvarlega á Costa Del Sol á Spáni á miðvikudagskvöld. Honum er haldið sofandi á sjúkrahúsi en hann slasaðist mikið á höfði. Hlutabréfakaup skattskyld Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavikur sem sýkn- aði íslenska ríkið af kröfum starfs- manna Landsbanka íslands sem stefnu ríkinu fyrir þá ákvörðun skattyfirvalda að færa þeim til tekna rúmlega 153 þúsund krónur vegna kaupa á hlutabréfum í bank- anum á starfsmannakjöram, þ.e. á genginu 1,25 í stað 1,90 sem almenn- ingi bauðst. Með 2 ára barn í innbrot Innbrotsþjófar sem létu greipar sópa um kaffihús og verslun í Smáralind í marsmánuði sl. notuðu til þess innkaupakerra sem 2 ára dóttir annars þeirra sat í. Faöirinn var dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi. EFTA-úrskurður EFTA-dóm- stóllinn telur að einkarétt- ur islenska rikisins á innflutningi á áfengi, sem var allt til ársloka 1995, hafi verið andstæöur 16. gr. EES- samningsins og þannig geti rikið hugsanlega verið skaðabótaskylt gagnvart mögulegum innflytjanda áfengis vegna tjóns sem bannið kann að hafa bakað honum. Álit dómstóisins er látiö í ljós vegna máls milli Karls K. Karlssonar og ís- lenska ríkisins. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.