Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 DV Grace Metalious. Metsölubók hennar Peyton Place hlaut yflrleitt lélega dóma. Grace kippti ser ekkl upp viö þaö og sagöi: „Ef ég er lélegur rithöfundur þá eru ansl margir lesendur sem hafa slæman smekk.“ Ris Og fall Grace Metalious er þaö sem kalla má einnar bókar höf- undur. Skáldsaga hennar Peyton Place varö metsölubók en Grace tókst aldrei aö fylgja henni eftir. Grace fæddist árið 1924 og ólst upp hjá móður sinni i verkamannahveríi í New Hampshire. Faðir hennar yfirgaf íjölskylduna þegar Grace var tíu ára gömul en hafði ailt frá byijun verið henni fjarlægur faðir. „Ég man varla eftir foður mínum og átti aldrei á ævi minni samtal við hann,“ sagði hún seinna. Grace var mikill lestrarhestur og byrjaði snemma að skrifa fyr- ir skúffuna. Hún giftist átján ára gömul George Metalious en þau voru æskuvinir. Þau eignuðust þrjú börn. 1 heimabæ sínum vakti Grace athygli vegna óhefðbundins lífsstíls. Meðan aðrar konur elduðu og þrifu skrifaði Grace ljóð og smásögur á gamla ritvél. Hún kvartaði undan því að matseld tæki tíma frá skriftunum svo fjölskyldan nærðist aðallega á spa- gettí. Eiginmaðurinn sá að mestu um bömin. Grace sagði sjálf að það væri rétt sem hafði eitt sinn verið sagt um hana í æsku; að hún þyrfti bara að vera inni í herbergi í fimm mínútur og þá væri það orð- ið að svínastíu. Þegar Grace var ekki heima var hún á kránni þar sem hún var sögð geta drukkið alla Ljóð vikunnar Vaxmynd - eftir Lindu Vilhjálmsdóttur Á leið minni um róngala vaxmyndasafnsins rek ég augun í mynd sem við fystu sýn er aðeins endurspegiun augna minna rauðra rýnandi í rykið í hltanum og óvœrunni. Ndkvœmiega séð er þetta að degi tll sólln er hótt ó iofti og fjörðurlnn í klakaböndum skjanndhvítar vaxmyndirnar alsettar maígrœnum og íslandsbióum marblettum og svartar skellurnar ó sjóndelldarhríngnum hljóta oð vera fjöll. Undir myndlnnl stendur: Meðan allt lék í lyndi. Eins og seglr í grasgrónum sögum um menn sem þoldu ekki vosbúð. undir borðið. Hún lagði lítið upp úr útliti sínu, var þybbin og gekk yfirleitt í gaUabuxum og peysum. Umdeild metsölubók Grace vildi koma verkum sínum á framfæri og skrifaði umboðsmanni eftir að hafa fundið nafn hans í símaskrá. Hann tók á móti skáldsögu hennar The Quiet Place sem sex útgáfustjórar hööiuðu. Þá hafði hún lokið við skáldsögu sem henni fannst enn betri, Peyton Place. Fimm útgáfustjórar höfnuðu henni en sá sjötti ákvað að gefa hana út. Útgáfustjór- inn sem keypti réttinn á bókinni sagði við yfirmann sinn; „Ég er með handrit sem ég vil kaupa en ég vil ekki að þú lesir það.“ Seinna spurði yfirmaðurinn hann af hverju hann hefði ekki viljað leyfa honum að lesa handritið. „Af því ég vissi að þá hefðirðu ekki leyft mér að kaupa það,“ var svarið. Peyton Place kom út þegar Grace var þrjátíu og eins árs gömul. Bókin opinberaði smábæjarsamfélag sem var eitrað af hræsni og grimmd. Þama var að frnna nauðganir, fóstureyðingar og morð. Óhætt er að segja að bókin hafi valdið fjaðrafoki. Bókasöfn neituðu að kaupa hana. í Kanada, írlandi og Suður- „Ferðabækur eru fyrst og fremst mínar bækur - ég hef alltaf heillast af Sarlægum löndum og framandi menningu og elska að ferðast í huganum gegnum slíkar bækur. Að sitja á sama stað og samt að vera að ferðast. - Þannig fer ég aftur og aftur á staði sem ég hef ferðast um og einnig til staða sem ég hef aldrei komið til en dreymir um að sjá. En af íslenskum höfundum er Þórbergur Þórðarson einn sá allra frumlegasti og skemmtilegasti - Islenskur aðall, Ofvitinn, Bréf til Láru og í Unuhúsi eru bækur sem ég get endalaust kíkt í og lesið. Innansveit- arkrónika Laxness er um karaktera sem ég kannast við úr bemsku minni í Mosfellssveitinni og af afspum. Hún finnst mér með skemmtilegri bókum hans en ég er einmitt að byrja að lesa bækur hans aö nýju eftir nokk- urt hlé. Steinunn Sigurðardóttir er leiftrandi fyndin, með fjörlegan stíl. Verk hennar em mér mjög að skapi enda Steinunn sérlega skemmtilegmanneskja. Vigdís Gríms- dóttir höfðar líka til mín - dulúðin, mystíkin, hún er oft torráðin og næstum súrrealísk. Vigdís er heillandi höf- undur og ég á erfltt með aö gera upp á milli bóka henn- ar en Grandaveginn, Z ástarsögu og Ég heiti ísbjörg, ég er ljón nefni ég sérstaklega. Afríku var bannað að selja hana. Bókin fékk yfir- leitt afleita dóma, misharða þó. „Það hefði hvorki átt að skrifa hana né gefa hana út,“ sagði gagnrýn- andi nokkur. Einn gagnrýnandi var þó stórhrifinn og bar bókina saman við verk Sherwoods Ander- sens, John O’Hara og Sinclairs Lewis. í heimabæ Grace brugðust menn hart við bók- inni. Grace fékk hatursbréf og börn hennar fóru að verða fyrir aðkasti en hún bar sig vel opinberlega. „Ef ég er lélegur rithöfundur þá eru ansi margir les- endur sem hafa slæman smekk," sagði hún. Peyton Place rokseldist og var þýdd á niu tungumál. Bókin færði Grace meiri peninga en hún hafði nokkru sinni látið sig dreyma um. Hún keypti sér nýtt hús og nýjan bíl og skildi við eiginmanninn. Hún hélt til Hollywood með nýjum elskhuga og börnunum sin- um. Hún hafði verið ráðin sem listrænn ráðunautur við gerö kvikmyndar eftir sögu hennar. Kjötmarkaðurinn Hollywood í Hollywood var komið fram við hana eins og stjömu, hún ferðaðist um í limósínum og borðaði á dýrustu veitingastöðum. Hún hitti Jayne Mansfield, Cary Grant og Frank Sinatra. En þrátt fyrir alla at- hyglina sem Grace fékk höfðu áhrifamenn í HoOywood engan áhuga á að fá hana til að skrifa kvikmyndahandritið að myndinni. Grace fannst fljótlega eins og verið væri að nota hana í auglýs- ingaskyni. Hún kallaði Hollywood kjötmarkað sem væri stjómað af fólki sem lifði í stöðugum ótta við að missa vinnuna sína. Hún lýsti andrúmsloftinu sem hræðilega en það sem olli henni mestum óróa var ótti við að Hollywood myndi misþyrma bókinni á hvíta tjaldinu. John Michael Hayes var fenginn til að skrifa kvikmyndahandritið en hann hafði unnið með Al- fred Hitchcock og meðal annars gert handritið að Rear Window. Þegar Hayes hitti Grace spurði hann hana hvort Peyton Place væri ævisaga hennar. Hún reiddist svo að hún hellti úr glasi sínu yfir hann. Þegar stungið var upp á því að Pat Boone léki hlut- verk í myndinni tók Grace því sem brandara en komst að því sér til hrellingar að mönnum var al- vara. Hún lagði á flótta frá Hollywood þegar hún gerði sér grein fyrir að bók hennar yrði breytt í syk- ursæta froðu. Þegar hún loks sá myndina sagði hún að hún gæti ekkert gert annað en að gráta. Myndin státaði af Lönu Tumer i aðalhlutverki og hlaut nokkrar tilnefningar til óskarsverðlauna en það nægði ekki til að róa Grace. Hallar undan fæti Grace hafði gift sig í annað sinn en það hjóna- band var ekki farsælt og hún skildi og giftist á ný fyrri eiginmanni sínum. Hún skrifaði nokkrar bæk- ur í viðbót, þar á meðal framhald af Peyton Place en þær bækur vöktu litla athygli og hlutu vonda dóma. Grace skildi í þriðja sinn og fékk sér nýjan elsk- huga, John Rees. Hún lést fertug að aldri árið 1964 af liffarsjúkdómi sem stafaði af mikilli áfengis- drykkju. Á dánarbeði breytti hún erfðaskrá sinni og arfleiddi Rees að öllum eigum sínum. Rees reyndist vera giftur og fimm barna faðir. Börn Grace ve- fengdu erfðaskrána og fóru með málið fyrir dóm en töpuðu því. Fjárhagstap þeirra reyndist ekki mikið því í ljós kom að Grace hafði verið skuldum vafm og það var ekkert eftir til að erfa. Árið 1964 varð Peyton Place að framhaldsþætti í sjónvarpi sem gekk í fimm ár við gífurlegar vinsældir og gerði Ryan O’Neal og Miu Farrow að stjörnum. Ævisögur leiðast mér oftast en það gildir þó ekki um frábærar bækur Guðjóns Frið- rikssonar um Einar Ben. og Jónas frá Hriflu, svo og Dags B. Eggertssonar um Steingrím Hermannsson. Suður-ameríska töfraraunsæið er líka dá- samlegt að lesa. Þar fer fremstur Gabriel Garcia Marquez, svo sem Hundrað ára ein- semd, Liðsforingjanum berst aldrei bréf og bækur Isabel Allende og svo bókin Kryddleg- in hjörtu sem ég man ekki hver skrifaði. Bækumar hennar Amy Tan eins og Kona eldhúsguðsins verð ég líka að nefria og bókina Villtir svanir - algerlega ógleymanleg bók um ótrúlegar þjáningar kínversku þjóðarinnar á öldinni sem leið, Maó, menningarbylting- una og einræði kommúnista i Kina. Spennubækur eru svo alltaf á náttborðinu mínu og nefni ég bækur Amaldar Indriðasonar og Áma Þórar- inssonar. Svo má ég til með að geta þess að ég er nýfarin að notfæra mér að láta höfunda og leikara lesa fyrir mig, með þvi að ná mér í hljóðbækur, og þannig upplifi ég að nýju tímana þegar ég var litil með ömmu minni að hlusta á útvarpssögumar eða hún að lesa fyrir mig - maður kemur líka ýmsu í verk á meðan!” Samt að vera að ferðast Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segir frá uppáhaldsbókunum sínum Bók sem skiptir máli 1984 eftir George Orwell Gagnrýnandi nokkur sagði eitt sinn að ef maður vildi skilja 20. öld- ina þyrfti maður að lesa 1984. Þessi ógleymanlega bók segir frá Winston Smith, mannin- um sem getur ekki gleymt því að hann er mennskur, og vonlausri baráttu hans í þjóðfélagi þar sem Flokkur- inn fylgist með orðum, gjörðum, hreyfingum og jafnvel hugsunum þegnanna. Þama er að finna hina frægu setningu: „Stóri bróðir fylgist með þér.“ Þetta er bók sem mun alltaf skipta máli - skrifuð af miklu hugrekki. Kvótið Besti vinur þinn er sá sem kallar fram það besta í sjálfum þér. Henry Ford Allar bækur 1. Geitunqurinn 1. Árni oq Halldór 2. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 3. Kortabók (slands. Örn Siqurðsson ritst. 4. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir 5. (slenskur jarðfræðilykill. Ari Trausti oq Raqnar Th. 6. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 7. Geitunqurinn 4. Árni oq Halldór 8. Ferðakortabók. Landmælinqar islands 9. Mýrin. Arnaldur Indriðason 10. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason Skáldverk 1. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir 2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 5. Lokavitni. Patricia Cornwell 6. Réttarkrufninq. Patricia Cornwell 7. Ævintýri góða dátans Svejk. Jaroslav Hasek 8. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 9. Kona fluqmannsins. Anita Shrive 10. Hringadrottinssaga l-lll. J.R.R. Tolkien Metsðlulisti Eymundssonar 1.8.-7.8. Kiljur 1. SUMMER PLEASURES. Nora Roberts 2. MERCY. Julie Garwood 3. ENVY. Sandra Brown Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.