Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2002, Blaðsíða 22
22 Helgarblað H>V LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 ...kíkt í snvrtibudduna V Einkaþjálfarinn oq þolfimikennarinn Unnur Pálmarsdóttir, sem starfar íSporthúsinu og Þrekhúsinu, er afskapleqa hrifin af líkams- oq snqrtivörunum frá Bodq Shop oq notar helst ekki aðrar vörur, enda seqir hún Bodq Shop- vörurnar vera bæði ódýrar oq qóðar. Þeqar DV fékk að kíkja ísnyrtibuddu Unnar var hún að taka á móti útlendinqum sem voru að mæta í þjálfun til hennar en Unnur starfar einnig sem þjálfari fyrir Les Mills líkamsræktarkerfin sem hún þjálfar bæði íslenska oq erlenda þolfimileiðbeinendur eftir. Líkamsskrúbbur í anda Jennifer Lopez „Ég hef lengi notað Shea Body Scrub frá Body Shop enda er það alveg ótrúlega gott. Það bæði örvar blóð- rásina, hreinsar dauðar húðfrumur og kemur i veg fyr- ir appelsínuhúð. Ekki spillir heldur að vita að Jennifer Lopez notar einmitt líka þessa gerð af líkams- skrúbbi.“ White Musk Body Spray „Ég nota þetta body spray á allan líkamann, sérstaklega ef ég er að fara út að skemmta mér en það er svona smá glimmer í því sem gefur húðinni fallegri áferð. Lyktin af þessu spreyi er mjög góð og því finnst mér einnig gott að spreyja því á mig ef ég er þreytt og þarf að hressa mig upp. Annars nota ég ilmvatnið Angel frá Therry Mugler svona á . kvöldin." p Gloss í stað varalitar „Ég er aldrei með varaliti, bara gloss. Glossið sem ég nota núna er að sjálfsögðu frá Body Shop og í því eru tvö gloss í einu. Annað er alveg glært en hitt er sanserað. Með glossinu nota ég varablýant, þeim mun dekkri sem ég vil vera finni." Fjórir augnskuggar „Augnskuggarnir frá Body Shop þekja vel og eru ekki farnir af eftir tvo tíma. Ég er með fjóra ljósa liti saman i boxi en það er hægt að skipta þeim út fyrir aðra sem er mjög sniðugt og praktískt.“ Verslunin „Allt í blóma'" á Laugaveginum selur tvær gerðir af tískuplöntunni „Luckv Bamboo". Hér er eigandinn Áslaug með dýrari gerðina sem snýr upp á sig. „Lucky Bamboo“ er heitið á plöntu sem um þessar mundir þykir ómissandi á hverju heimili. Tískublóm þetta er ekki bara auðvelt íumhirðu heldur veitir það einniq haminqju og velqenqni samkvæmt kínverskri þjóðtrú. Hamingjublóm á heimilið Sólarpúður á líkamann „Ég hef notað þetta sólarpúð- ur frá Body Shop í þrjú ár en það er kjörið að nota það bæði á handleggi og bringu eða bara á allan líkamann." „Lucky Bamboo er kjörin planta fyrir þá sem eru ekki með sérlega græna fingur. Það þarf afskaplega lítið að hafa fyrir henni og hún dafnar vel hvar sem er og getur orðið margra ára gömul,“ segir Áslaug Hlíf Jensdóttir, eigandi blómabúðarinnar „Allt í blóma“ á Laugaveginum sem er ein þeirra blómabúða sem selja Lucky Bamboo, nýjasta tískublómið á ís- landi. I útliti minnir plantan á bambus, en er þó ekki bambus heldur er hún sömu ættar og drekatré. Það er þó ekki bara útlitið á plöntunni sem þykir skemmti- legt heldur á Lucky Bamboo einnig að boða hamingju og velgengni samkvæmt kínverskri þjóðtrú. Það er því ekki óalgengt að sjá Bamboo á kínverskum veit- ingastöðum og ekki síður á kínverskum heimilum þar sem oftast finnst fleiri en einn bamboo á hverju heimili. Kjörinn á baðherbergið Lucky Bamboo á upprunalega rætur sínar að rekja til Suður-Kína og Tawain. Plantan lifir i vatni og þarf alltaf að vera vatn yfir rótum hennar. Það er reyndar hægt að koma bamboo fyrir í mold en þá þarf hún alltaf að vera mjög blaut en hann lifir alveg eins góðu lífi i vasa með vatni. „Lucky bam- boo minnir á afskorin blóm af því leyti að hann lif- ir í vatni en aftur á móti getur hann lifað í vasa í mörg ár, nokkuð sem afskorin blóm gera ekki,“ seg- ir Áslaug. Skipta þarf um vatn í vasanum 2-3 sinn- um í mánuði en að sögn Áslaugar drekkur Bamboo ekki mjög mikið. Plöntunni liður vel i birtu, þó ekki í beinni sól, en hún þrifst einnig vel í skugga. „Bamboo þrífst einnig vel á baðherbergjum, mörg- um finnst einmitt oft vanta líf á baðherbergið hjá sér. Það getur oft verið erfitt að finna blóm sem þrífst á baðinu en Bamboo þolir baðherbergisraka mjög vel,“ segir Áslaug. Frábær gjöf Lucky Bamboo hefur mikið verið keyptur í gjafir enda gam- an að gefa eitthvað sem er talið veita hamingju. Einnig er mikið um að fólk hafi keypt plöntuna fyrir sjálft sig til að fylla upp í vasa sem það hefur átt. Kínverjar gefa gjarnan 6 til 8 bamboo saman með rauðri slaufu utan um á kín- verska nýjárinu en annars er vin- sælt að gefa þrjá saman sem tákn um langlífi, auðæfi og hamingju. Að sögn Áslaugar var reynt að selja Bamboo á íslandi fyrir nokkrum árum en þá fékk hann ekki eins góðar undirtektir og nú. Að hennar sögn eru íslendingar lík- lega opnari fyrir Bamboo núna vegna þessa að mínimalisminn hefur alveg tekið yfirhöndina á heimilum fólks og svo er líka verðið á plöntunni betra. „Svo á líka Feng shui-heimspekin betur upp á pallborðiö hjá Is- lendingum núna en samkvæmt henni dregur Bamboo að sér já- kvæða orku,“ segir Áslaug að lokum. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.