Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 11 DV Fréttir Helstu áfangar í baráttunni við hryðjuverkamenn 11. september - World Trade Cent- er í New York eyöilagt þegar tveim- ur farþegaþotum er flogiö á turnana tvo. Þriöju vélinni er flogið á Penta- gon og sú fjóröa á valdi flugræn- ingja hrapar í Pennsylvaníu. Rúm- lega þrjú þúsund manns fórust. 15. september - George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsir yfir stríöi viö hryðjuverkamenn. Osama bin Laden efstur á lista grunaöra. 7. október - Bandaríkin og Bret- land hefja hernaöinn gegn hryðju- verkamönnum með loftárásum á Afganistan þar sem talíbanar fara meö stjórn. Bin Laden og al-Qaeda samtök hans héldu þar til. 20. október - Rúmlega 100 banda- rískir sérsveitarmenn gera fyrstu árásina á landi. Talíbanar segja að árásinni hafi verið hrundiö. 13. nóvember - Vígamenn stjórn- arandstööunnar halda inn f Kabúl, í trássi við tilmæli alþjóöa samfélags- ins, eftir aö talíbanar hörfa þaöan. 25. nóvember - Á sjötta hundraö fanga úr rööum al-Qaeda gerir upp- reisn í fangelsi í Mazar-i-Sharif. Hundruö falla, þar á meðal foringi úr leyniþjónustunni CIA. 5. desember - Afganskir hópar stjórnarandstæöinga ná samkomu- lagi í Bonn, fyrir milligöngu SÞ, um stofnun bráöabirgöastjórnar undir forystu pastúnans Hamids Karzais. 6. desember - Hersveitir andstæö- inga talíbana ná helsta vígi Osama bin Ladens í Tora Bora í austan- veröu Afganistan, en ekki honum. 13. desember - Bandaríkjamenn gera opinbera myndbandsupptöku meö bin Laden sem þeir segja aö sanni aö hann hafi skipulagt hryðju- verkaárásirnar. 22. desember - Hamid Karzai tek- ur við sem leiðtogi Afganistans. 2. janúar 2002 - Zacarias Moussa- oui, franskur borgari sem var fyrstur manna ákæröur fyrir aöild aö hryöjuverkunum 11. september, kemur fyrir dómara vestan hafs. 29. janúar - í fyrstu ræöu sinni um ástand og horfur í þjóðarbúskapn- um lýsir Bush því yfir aö írak, íran og Noröur-Kórea myndi „öxulveldi hins illa“ og segir aö þau reyna aö ná sér í gjöreyðingarvopn. 22. febrúar - Pakistönsk yfirvöld til- kynna aö bandaríski blaöamaðurinn Daniel Pearl, sem var rænt í janúar þegar hann reyndi aö setja sig í samband viö róttæka múslíma, hafi veriö myrtur. 18. mars - Bandaríkjamenn greina frá því aö mestu landorrustu í stríö- inu í Afganistan sé lokið. 11. apríl - Flutningabíll springur nærri bænahúsi gyöinga Í Túnis og grandar 21 manni, þar á meðal fjórt- án þýskum ferðamönnum. Al-Qa- eda lýsir ábyrgðinni síöar á hendur sér. 30. maí - Hreinsunarstarfi viö World Trade Center lýkur formlega. 1. júní - Bush segir tilvonandi liös- foringjum aö Bandaríkin veröi aö grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til varnar frelsinu þar sem þarf. 19. júní - Hamid Karzai tekur viö embætti forseta Afganistans til næstu átján mánaða. 5. júlí - írak og SÞ tekst ekki aö koma sér saman um aö vopnaeftir- litsmenn SÞ fari aftur til íraks. 8. ágúst - Saddam Hussein íraks- forseti segir í Bagdad aö hann sé ekki hræddir viö hótanir Bandaríkja- manna um hernaðaraðgerðir. Hann segir íraka í stakk búna til að hrinda öllum árásum. 5. september - Hamid Karzai, for- seti Afganistans, sleppur lifandi frá banatilræði í Kandhar. Þessi dagur leggst vel í mig - segir Tómas Dagur Helgason, flugstjóri einnar af fjórum Flugleiðavélum sem fljúga til Ameríku í dag Skömmu eftir nónbil í dag hefja fjórar þotur Flugleiða sig til flugs og stefna til vesturs. Ákvörðunarstaðir þennan örlagadag, 11. september, eru New York, Boston, Minneapolis og Baltimore sem er í næsta ná- grenni við höfuðborgina Wash- ington. Þoturnar munu lenda í bandariskum borgum skömmu eftir að kvöldmyrkur skellur á. Tómas Dagur Helgason er flug- stjóri þotunnar sem flýgur til Baltimore. Hann sagði í gær að hann mundi mæta til þessa flugs eins og annarra, öruggur um sinn hag, sjö manna áhafnar og farþega félagsins um borð. „Þessi dagur leggst vel í mig, jafn vel og allir aðr- ir dagar. Ellefti september var sorg- ardagur um allan heim i fyrra en engin ástæða til að óttast svipaðar aðgerðir þennan dag enda hafa ör- yggismál verið hert mjög síðan þess- ir válegu atburðir urðu,“ sagði Tómas Dagur í samtali við DV. „Áhafnir okkar verða varar við að sífellt lengri tíma þarf til að kom- ast gegnum öryggiseftirlitið. Sum- um finnst þetta óþægilegt og of langt gengið. En raunin er sú að allt er þetta í okkar þágu og farþega okkar og tíminn og fyrirhöfnin sem í þetta fer er þess virði,“ sagði Tómas Dagur. Um borð í þotum Flugleiða er búið að bæta við öryggistæki, slag- bröndum sem settir eru fyrir hurð ina á flugstjómarklefanum. Ávarp DV-MYND TEITUR Tómas Dagur Helgason flugstjóri Þessi dagur leggst vel í mig, jafn vel og allir aörir dagar. Ellefti september var sorgardagur um allan heim í fyrra en engin ástæöa til aö óttast svipaöar aö- geröir þennan dag. flugstjóranna verður með hefð- bundnum hætti, almennar upplýs- ingar um flugið en ekki vikið einu orði að atburðunum sem urðu í Bandaríkjunum ári áður. Rætt hef- ur verið um vopnaburð flugmanna í farþegaflugi til varnar flugræningj- um. Tómas Dagur segir að persónu- lega lítist sér miður á þá hugmynd, Tómas segir að vissulega sé það óskandi að flugið verði aftur eins áhyggjulaust og forðum þegar ekki var svo mikið lagt upp úr vopnaleit og öðrum öryggisþáttum. „Ég held að öryggismál eins þau eru núna séu komin til með að vera. Alltaf kemur eitthvað upp á sem styður við kröfur um fullkomið eftirlit, núna síðast í Svíþjóð þegar farþegi reyndi að komast um borð í flugvél og virtist ætla að ræna henni og beina henni að bandarísku sendi- ráði,“ sagði Tómas Dagur. Hann segist þó alltaf fljúga fullviss um að allt gangi vel, og það geri raunar líka aðrir í heimi flugsins, og ef- laust nær allir farþegar líka. Flugstjórinn segir að allir muni hvar þeir voru staddir þegar váfrétt- imar bárust í beinni sjónvarpsút- sendingu frá Ameríku 11. september 2001. „Ég var staddur á golfvellinum við Hellu ásamt ellefu starfsbræðr- um mínum og hugðumst við eiga þar góðan dag í fallegu veðri. Sá dagur fór út um þúfur,“ sagði Tómas Dagur Helgason. „Þetta var mikill sorgardagur.“ -JBP Spennuástand Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur segir tímabært aö umræöunni um árásirnar linni. „Ég hlustaði í gær á meira en hálf- tíma-sjónvarpsviðtal við Dick Cheney, varaforseta og nágranna minn. Vara- forsetinn er sá maður innan ríkis- stjórnarinnar sem taiar skýrast og harðast fyrir nauðsyn þess að Banda- ríkin losi veröldina við Saddam Hussein. Hann var spurður þeirrar spurningar hvað hefði breyst. Svar hans var skýrt en einfalt: „í fyrsta sinn í sögunni var ráðist á meginland Bandaríkjanna og þrjú þúsund amer- ískir og erlendir ríkisborgarar myrtir fyrir augum okkar.“ Hann spurði í sjónvarpsþættinum þeirrar spumingar hvort Bandaríkja- menn hefðu komið í veg fyrir árásina ef þeir hefðu getað séð hana fyrir. „Þú getur hengt þig upp á það,“ var svar hans við eigin spurningu. Þetta er það sem hefur breyst. Það var ráðist á Bandaríkin sem eru í stríði og það mun taka langan tíma. „En forseti Bandaríkjanna er eini maðurinn í heiminum sem ber skylda til að koma í veg fyrir að árás á Bandaríkin verði endurtekin." Þetta sagði varaforset- inn að væri kjarni málsins. Hann bætti við að Jacques Chirac Frakk- landsforseti bæri ekki þessa ábyrgð fremur en Gerald Schröder, kanslari Þýskalands, eða Vladimir Pútín Rúss- landsforseti - því að það var ekki ráð- ist á þá. Bush ber þessa ábyrgð einn og þess vegna erum við reiðubúnir til að aðhafast einir ef þörf krefur, sagði Cheney. Hér með hefur heimsveldið talað,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son. -rt Ólafur Jóhann Ólafsson um áhrifin af árásunum 11. september: Hversdagsleikinn er svo eftirsóknarverður - heimsveldið hefur talað, segir Jón Baldvin Hannibalsson „Þessi atburður er áminning um aö þetta blessaða mannkyn er hættuleg- ast sjáifu sér,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslu- maður, þegar ár er liðið frá hryðju- verkaárásunum á New York þann 11. september í fyrra sem kostuðu yfir þrjú þúsund manns lífið. Ólafur Jó- hann hefur í 15 ár búið á austanverðri Manhattaneyju ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum. Hann segir að fjölmiðlar ýki lang- tímaáhrif atburðarins á efnahag New Yorkborgar. Þvi hefur verið lýst að efnahagslægð hafi komið í kjölfarið með fyrirtækjaflótta og atvinnuleysi. „Þáttur 11. september er ýktur hvað þetta varðar. Þegar hryðjuverkaárás- imar áttu sér stað var þegar kominn brestur í efnahagslífið og sjá mátti hvert stefndi. Árásimar kunna að hafa flýtt þeirri þróun,“ segir Ólafur Jóhann. Slökkt á sjónvarpinu Þann 11. september í fyrra var fyrsti skóladagur sona Ólafs Jóhanns. Hann segist á endanum hafa fengið nóg af síbyljunni í sjónvarpsfréttum þar sem ógnaratburðimir þegar far- þegaþotunum var flogið á Tvíburat- umana voru sýndir aftur og aftur. Þessi stöðuga upprifjun hafi ekki ver- ið drengjunum holl og því hafi þau hjónin gripið til þess ráðs að slökkva á sjónvarpinu. „Fyrsti skóladagurinn er einmitt í dag og þá vorum við að riija þetta upp. Það er ekki hollt fyrir börn að endurlifa hryllinginn stöðugt. Það er drungaleg framtíðarsýn fólgin i því að lifa stöðugt í minningum um tjón og mannskaða," segir hann. Ólafur Jóhann segir að það veki að- dáun sína hversu vel því fólki sem missti ættingja og vini í árásunum hafi gengið að vinna úr sorg sinni. „Fjölmiðlar hafa haldið lengur í þessa umræðu en þörf krefur. Nokkr- ir þeirra sem misstu ættingja sína hafa komið fram í fjölmiðlum og það Heimsveldlð talar Jón Baldvin Hannibalsson segir ræðu varaforseta Bandaríkjanna í fyrradag undirstrika hvaöa breytingar fylgja í kjölfar árásanna á turnana. fólk virðist alveg vera með sjáifu sér og takast á við sorg sina á eðlilegan hátt. Það liggur í mannlegu eðli að læra af því sem gerist. íbúar í New York eru margir harðgert fóik sem hefur verið fljótt að koma undir sig fótunum andlega," segir Ólafur Jó- hann. Stöðugar viðvaranir Hann segir að auðvitað hafi ýmis- legt breyst við árásimar sem séu þær fyrstu sem gerðar eru á meginland Bandaríkjanna. „Það hafa verið stöðugar viðvaranir um yfirvofandi hryðjuverk og spenna hefur fylgt því ástandi. Maður fann það best við að fara heim til íslands í sumar hve mik- il slökun var í því. En ég held að at- burðinum muni ekki fylgja nein lang- tímaáhrif. Lærdómurinn sem fólk get- ur dregið af þessu er að þetta blessaða mannkyn er sjálfu sér hættulegast," segir hann. Hann segir að nú sé tímabært að umræðunni um þetta linni og fólk fari að lifa án þess að óttast „þennan óræða óvín sem enginn veit hvenær kemur eða fer“. „Þetta hefur um margt verið skrýt- in tilvist. Hversdagsleikinn er svo eft- irsóknarverður eftir að fólk gengur í gegnum svona atburði,“ segir Ólafur Jóhann sem hefur engin áform um annað en búa áfram á Manhattan. Cheney gefur tóninn Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra íslands í Bandaríkjunum, segir að ýmislegt hafi breyst í heimspólitík- inni við árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Afleiðingarnar séu fyrst og fremst harðari stefna banda- riskra stjómvalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.