Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2002, Blaðsíða 15
MIÐVKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 15 DV Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Kvikmyndir, olífur og ostur - opnunarmynd spænskrar kvikmyndahátíöar er ný kvikmynd eftir Pedro Almodóvar Spœnsk kvikmyndahátíö, hin fyrsta í Reykjavík, hefst á morgun í Regnboganum og stendur í tíu daga. Á dagskrá eru 12 kvik- myndir, og nokkrar heimildarmyndir og stuttmyndir. Hátíöin er fyrsta verkefni Menn- ingarfelags áhugamanna um hinn spœnsku- mœlandi heim sem á aö endurvekja formlega á morgun kl. 17 í Alþjóöahúsinu viö Hverfis- götu, en þaö hefur legiö í dvala í mörg ár. Margrét Hlöðversdóttir sem búsett er á Spáni og Hrönn Marínósdóttir blaöamaöur sjá um skipulagningu og framkvœmd. Að þeirra mati er mikill áhugi á Spáni hér á landi, til dœmis hafa vinsœldir spœnskunnar aldrei veriö meiri, en þessi áhugi endurspeglast ekki í vali kvikmyndahúsanna. Þetta er skaöi því margar spœnskar myndir eru stórgóöar og eiga fullt erindi til íslendinga. Samhliða hátíðinni verður haldið málþing um spænska kvikmyndagerð með þátttöku ís- lenskra kvikmyndagerðarmanna og spænska rithöfundarins Manuel Rivas. Málþingið hefst kl. 15 fóstudaginn 20. september í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Verðlaunamyndir Ræddu málin eða Hable con ella, nýjasta mynd Pedros Almodóvars, er opnunarmynd hátíðarinnar, og af því tilefni koma til landsins aðalleikari mynd- arinnar, Javier Camára, sem er bæði frægur og vin- ildanna) eftir José Luis Cuerda, byggð á sam- nefndu bókmenntaverki eftir Manuel Rivas sem hingað kemur á málþing eins og áður sagði, Juana la loca (Jóhanna brjálaða), eftir Vicente Aranda, um ævi og ástir þessarar ógæfusömu Kastilíudrottningar og fjöl- skyldudramað Cuando vuelvas a mi lado (Þegar þú kemur aftur til mín) um drama- tískan endurfund þriggja systra eftir eina af athyglisverðustu leikstýrum Spánar, Graciu Querejeta. Þessi mynd hlaut þrenn Goya- verðlaun spænsku akademíunnar árið 2000, sem besta myndin, íyrir bestu leikstjórn og besta leik. Einnig verður sýnd rómantíska gamanmyndin Lluvia en los zapatos (Það rignir i skóna mína) eftir Mariu RipoO, með Penélope Cruz i aðalhlutverki, og lokamynd hátíðarinnar er spænsk-argentínska kvik- myndin E1 Hijo de la novia (Gifstu mér loks- ins), eftir Juan José Campanella, en hún var verðlaunuð sem besta mynd Rómönsku-Am- eríku 2002 á Montréal- hátíðinni og tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd- in 2002. Að auki verða sýndar nokkrar leiknar heimilda- myndir og stuttmyndir sem sumar hafa verið verð- launaðar í bak og fyrir. Vert er að geta þess að hægt er að kaupa kort sem gildir á sex bíómyndir tyrir að- eins 3000 kr. eða kr. 500 á mynd. Á undan sýningum er gestum boðið að smakka á spænskum olífum og geitaosti. Spænskir taktar Pedro Almodóvar stýrir Rosario Flores, flamenco-rokksöngkonunni sem leikur nautabana í Ræddu málin. sæll í heimalandi sinu, og umboðsmaður Almodóvars, Paz Sufrategi. Meðal annarra mynda má nefna spennu- og hryll- ingsmyndina Tesis (Lokaverkefnið) eftir hinn fræga Alejandro Amenábar og melódramað Solas (Ein- mana) eftir Benito Zambrano sem fékk áhorfenda- verðlaunin í Berlín 1999 auk sérstakra verðlauna dómnefndar, La lengua de las mariposas (Tunga fiðr- Leiklist Gaman í bólinu með Bjarna Því var einu sinni haldið fram við mig að hlátur væri betri en kynlíf: hægt væri að hlæja oftar, hlæja mætti með mörgum í einu, það væri í lagi að hlæja á abnannafæri, til dæmis í vinnunni, og síð- ast en ekki síst væri ekkert stress með að þurfa að halda hlátrinum áfram út í hið óendanlega. Þessi skoðun er ekki verri en hvað annað. Það var hlegið í Loftkastalanum á laugardags- kvöldið þegar Leikfélagið Þrándur frumsýndi fars- ann Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon, manninn sem gerði leikgerðina að Sex í sveit sem gekk lengi fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu fyrir fáum misserum. Þetta er alvöru farsi með misskiln- ingi, framhjáhaldi og hlaupum út og inn úr her- bergjum. í viðbót við hinn hefðbundna farsa hafa verið samin söngatriði sem ramma inn þættina. Fullkomið brúðkaup fjallar um ungan mann, Bjama, sem er að fara að gifta sig en í steggjapart- íinu, sem er haldið kvöldið fyrir brúðkaupið á Hótel Valhöll, fær Bjami sér aðeins of mikið að drekka. Fyrir röð óheppilegra tilviljana vaknar hann með ókunnri konu í brúðarsvítunni sem hann hafði ætlað sér og brúði sinni nóttina eftir. Þetta er ekki gott. Og hefst nú hröð atburðarás þar sem Bjami reynir að bjarga sér úr klipunni. Verkefni Magnúsar Geirs Þórðarsonar leik- stjóra var langt frá því að vera auðvelt. Farsar hafa oft reynst áhugafólki í leiklist þungir í skauti, enda hraðinn mikUl og allar tímasetningar þurfa að vera fullkomnar. En verkið og húmorinn skilar sér að þessu sinni fullkomlega til áhorfenda Tónlist Brúðhjónin Hilmar og Ástrós Þaö veröur ekki hjá því komist aö benda á þátt Magnúsar Geirs og leikhúsa honum tengd í því aö draga mikinn fjölda af ungu fólki í leikhús og stuöla þannig aö nýliöun í hópi íslenskra leikhúsáhorf- enda. Þaö kom berlega í Ijós á laugardaginn þegar Loftkastalinn var stappfullur af ungu fólki. sem voru oft við það að rifna úr hlátri. Mest mæddi á Hilmari Guðjónssyni sem fór með hlutverk brúðgumans Bjama. Hilmar stóð sig vel, leikur hans var mjög líkamlegur og náði að spila á hláturtaugar áhorfenda. Stjömur sýningar- innar eru þó Marta Goðadóttir, sem leikur hina innskeifu þernu, Nönnu, og Kristín Þóra Haralds- dóttir, sem fer með hlutverk Ninu, konunnar sem Bjami vaknar hjá í brúðarsvítunni. Báðar eru þær svo fyndnar að undirritaður er enn með verki í þindinni eftir hláturinn. Hannes Þórður Þor- valdsson leikur Trausta, besta vin Bjama, og stóð sig feikivel. Ástrós Elíasdóttir lék verðandi brúði af yfirvegun og Helga Lára Haarde móður hennar með skemmtilegum skvettugangi. Þá eru ótaldir söngvaramir Lydía Grétarsdóttir og Sólmundur Hólm sem áttu salinn inn á milli atriða og sýndi Sólmundur einstaka takta. Fullkomið brúðkaup er sýning sem allir að- standendur geta verið stoltir af. Hún er spreng- hlægileg og gæti til dæmis nýst vel í endurhæf- ingu síbrotafólks í flokki fýlupúka. Og kannski er hlátur næstum því jafngóður og kynlíf. Sigtryggur Magnason Leikfélagiö Þrándur sýnir I Loftkastalanum: Fullkomiö Brúðkaup. Höfundur: Robin Hawdon. Þýöandi: Örn Árna- son. Leikmynd: Frosti Friöriksson. Búnlngar: Ragna Þor- björg Úlfarsdóttir. Ljósahönnuöur: Jón Þorgeir Kristjáns- son. Tónllst: Hljómsveitin Hanz. Leikstjóri: Magnús Geir Þóröarson. mm Heimilisleg kammertónlist Nýtt starfsár hófst hjá Tríói Reykja- vikur með tónleikum í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Á efnisskránni voru lítið þekkt verk frá öldinni sem leið og lék Nina Flyer sellóleikari með Tríóinu en sellóleikari hópsins, Gunnar Kvaran, sat hjá. Gunnar var þó á tónleikunum og kynnti öll verkin með sinni þægilegu rödd, sem er hefð hjá Tríóinu. Það skap- ar ávallt ljúfa, heimilislega stemningu sem hentar einkar vel kammertónlist- inni en eins og kunnugt er var hún aðal- lega leikin á heimOum heldra fólksins í gamla daga. Tónleikamir hófust á tríói í d-moll eft- ir Bohuslav Martinu (1890-1959). Var leikur þremenninganna, þeirra Guðnýj- ar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Pet- er Máté píanóleikara, auk fyrmefnds gestaseUóleikara, einstaklega frísklegur og grípandi. Tónverk Martinus er óvana- legt, hljómagangurinn er sérkennUegur og aUs kyns hendingar koma fyrir sem maður á ekki von á og var það ákaflega skemmtUegt í markvissri túlkun Tríós- ins. SamspUið var fullkomið og var verk- ið frábær byrjun á tónleikunum. Nina Ryer, Peter Máté og Guðný Guðmundsdóttir Leikurþeirra var einstaklega frísklegur oggrípandi. Næst á dagskrá var tónsmíð sem Sjosta- kóvitsj samdi þegar hann var sextán ára, tríó ópus 8. Gunnar Kvaran fræddi áheyr- endur um að verkið hefði verið innblásið af ástarævintýri tónskáldsins, sem pen- ingamál og ströng móðir þurftu endilega að eyðUeggja, og heyrðist það greinUega á tónlistinni, sem var aUt að þvi rómantísk á köfium. Var ekki laust við að maður sæi fyrir sér turtUdúfur í sokkabuxum og tjuUpUsi svífa um í hápunktum verksins, enda var leikur hljóðfæraleikaranna afar tilfmningaþrunginn, kraftmikill þegar við átti en annars ljúfur og dreymandi, án þess að það væri á kostnað nákvæmninn- ar. Sama má segja um atriðin á efnis- skránni eftir hlé, hina ofurfógru Elegíu eftir Josef Suk (1874-1935) og Tríó í g-moU eftir Debussy. Bæði verkin léku í höndum hljóðfæraleikaranna og var túlkunin hnit- miðuð og glæsUeg, sérstaklega var flutn- ingurinn á síðarnefnda verkinu sannfær- andi og komst þar hin litríka náttúru- stemning, sem einkennir þessa tónlist, sérlega vel tU skUa. Jónas Sen Tolkien, Laxness, Undset Stofnun Sig- urðar Nordals og Norræna húsið gangast fyrir al- þjóðlegri ráð- stefnu um Hringadróttins sögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsl hennar við norrænan menningar- arf í tUefni af því að gerðar hafa verið þrjár kvikmyndir eftir sög- unni. Ráðstefnan fer fram í Nor- ræna húsinu í Reykjavík núna í vikulokin, 13.-14. september. Þátt- töku þarf að tilkynna Stofnun Sig- urðar Nordals, sími 562 6050. Viðfangsefhi ráðstefnunnar verða: a) Hringa- dróttins saga og helstu mýtur hennar; b) tengsl hennar við nor- rænan menning- ararf; c) saman- burður á úr- vinnslu Tolkiens og nóbelsverð- launahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þessum arfi; d) skírskotim verka þeirra tU ritunar- tímans og e) sið- fræði skáldverk- anna. Ráðstefnan hefst kl. 9 árdegis á föstudaginn. Fyrsti iyrirlesar- inn er prófessor Tom Shippey frá Saint Louis há- skólanum í Missouri i Bandaríkj- unum sem hefur m.a. skrifað bók- ina „J.R.R. Tolkien: Author of the Century". Hann er einn helsti Tolkienfræðingur samtímans. Aðrir fyrirlesarar verða Armann Jakobsson, Liv Bliksrud, Terry GunneU, Helga Kress, Lars Huldén, Jón Karl Helgason, Gun- hild Kværness, Olav Solberg, Sveinn Haraldsson, Andrew Wawn og Matthew Whelpton. Frekari upplýsingar fást á skrif- stofu Stofnunar Sigurðar Nordals og á heimasíðu hennar: http://www.nordals.hi.is Á heima- síðunni er einnig að finna dagskrá þingsins og útdrætti úr erindum. Gershwin og Cole Porter Sinfóníuhljóm- sveit íslands hef- ur starfsárið á tvennum tónleik- um, fimmtudags- og föstudags- kvöld, í Háskóla- bíói, með léttum og skemmtUegum tónleikum sem helgaðir eru söngleikjatónUst eftir George Gershwin og Cole Porter. Það eru söngvararnir Kim CrisweU og George Dvorsky sem ætla að túlka helstu söngperlur landa sinna og David Charles AbeU stýrir hljóm- sveitinni. Kim CrisweU er íslendingum að góðu kunn og kemur nú i þriðja sinn tU að syngja með hljómsveit- inni. Hún söng lög Richards Rogers á tónleikum SÍ vorið 1997 og kom svo aftur í mars ‘98 og fór á kostum á skemmtilegum tónleik- um byggðum á West-End söng- leikjatónlist. George Dvorsky sæk- ir okkur heim i fyrsta sinn og verð- ur gaman að sjá þennan sjarmer- andi söngvara hér á sviði. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. Forleikurinn og Wunderbar úr Kysstu mig Kata, Another Openin’, Another Show og Night and Day eftir Porter og Somebody Love Me, I Got Rythm, Embracable You, Nice Work if You can get it og Sweet and Low Down eftir Gers- hwin. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 bæði kvöldin. AUar upplýs- ingar um miðasölu og áskriftar- leiðir er að finna á sinfonia.is eða í síma 545 2500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.