Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2002, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 Fréttir Ráðherra fór offari þegar hann rak framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs: Þorfinnur fer að líkindum fram á bætur - formaður Kvikmyndasjóðs segir traust enn fyrir hendi Þorfinnur Ómarsson er aftur kominn til starfa sem framkvæmda- stjóri Kvikmynda- sjóðs, eftir að menntamálciráð- herra vék honum frá störfum í sum- ar vegna meintrar bókhaldsóreiðu. Sérstök nefnd sem skipuð var til að fjalla um mál Þorfinns hefur komist að þeirri niðurstöðu að brottvikn- ingin hafi verið tilhæfulaus og mun Þorfmnur að líkindum fara fram á bætur. Ýmis orð, og sum óvægin, féllu í kjölfar brottvikningar Þorfinns í sumar og héldu ýmsir því fram að pólitískur óþefur væri af málinu. Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs, sagði þeg- ar DV náði tali af honum í gær, að hann væri búinn að hringja í Þor- fmn og bjóða hann velkominn til starfa. „Ég sagði þegar þetta gekk yfir í sumar að ég vonaðist til að hann kæmi aftur til starfa og það hefur orðið. Nú er það helsta ósk mín að við getum átt góðan sprett saman til áramóta," segir Vilhjálmur. Nefndin átelur vinnubrögð ráð- herra í málinu og segir m.a. að Þor- fmnur hafi ekki notið andmælarétt- ar. Aðspurður hvort niðurstaðan sé ekki áfellisdómur yfir stjómvöldum segist Vilhjálmur ekki vilja taka af- stöðu til þess heldur horfa fram og leitast við að ná árangri. Spurður hvort traust ríki enn milli hans og Þorfinns játar Vil- hjálmur því. „Mér er í grundvallarat- riðum vel við Þorf- inn og treysti mér vel til að vinna með honum áfram. Vilhjálmur vill ekki svara þeirri spumingu hvort menntamálaráð- herra hafi ekki verið of bráður á sér þegar hann rak Þor-fmn. „Ég vil bara fá að vera í friði og vinna með Þorfinni," segir Vilhjálmur. Ekki langrækinn maður Þorfinniu- Ómarsson segir að síð- ustu tveir mánuðir hafi verið erfiðir en hann fagnar niðurstöðu nefndar- innar mjög. „Ég er mjög ánægður yf- ir að þetta mál skuli vera að baki og ég geti snúið mér aftur að því sem ég hef mestan áhuga á, þ.e.a.s. vinn- unni minni.“ Spurður um eftirmál segir Þor- finnur að ekki hafi gefist tími tU að ræða þau en hann hafi aðeins þegið hálf laun síðustu mánuði og eigi eft- ir að ræða málið betur við lögmann sinn. í kjölfarið muni hann eiga fund með menntamálaráðherra eftir helgi. Þorfinnur er sammála Vilhjálmi Egilssyni um nauðsyn þess að horfa fram en ekki aftur. „Ég er ekki lang- rækinn maður.“ Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra vill ekki leggja mat á nið- urstööu nefndarinnar að svo komnu máli en segist hafa brugðist við með því að setja Þorfmn aftur inn í starfið. Hann sagði óljóst hvort ríkið hefði hugsanlega skapað sér bótaskyldu eða hvort hann hefði breytt ranglega. -BÞ REYKJAVÍK AKUREYRl Sólarlag í kvöld 19.33 19.18 Sólarupprás á morgun 07.10 06.55 Síödegisflóö 18.38 23.11 Árdegisflóö á morgun 06.52 11.25 Súld eða rigning Suölæg eða breytileg átt, víöa 3 til 8 metrar á sekúndu og súld eða dálítil rigning af og til, en úrkomulítið í kvöld og nótt. Þorfinnur Ómarsson. Tómas Ingi Olrich. Bátar varaðir viö „Ég var alveg hissa hve mikið þetta fannst því bátarnir voru 20-30 kílómetra frá upptökunum. Þeir sögðu mér, sjómennimir, að þetta hefði fund- ist eins og snögg- Stefánsson ir hnykkir - eins og bátarnir hefðu fengið sjó á sig eða eitthvað i skrúf- una. Bátarnir titruðu," sagði Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sem hafði samband við rækjubáta út af Norðurlandi í gegnum Til- kynningaskylduna í vikunni til að kanna hvort menn hefðu fundið fyr- ir stóra skjálftanum, 5,5 á Richter, á mánudag. Upptökin voru um 100 km frá landi. Ragnar kvaðst hafa sett sig í sam- band við Tilkynningaskylduna þeg- ar jarðskjálftahrinan hófst, en hún hefur staðið yfir meira og minna alla vikuna. „Ég benti þeim á að fara varlega," sagði Ragnar. -Ótt Hótelnýting batnar Ánægja er með nýtingu á hótel- herbergjum norðanlands nú þegar sumri hallar. Nýting hefur batnað um 5% frá árinu í fyrra hjá Hótel- veitingum ehf. en fyrirtækið rekur 5 hótel á Norðurlandi. Páll Lárus Sig- urjónsson hótelstjóri segir að mark- aðurinn sé búinn að rétta úr kútn- um eftir áfóllin í fyrra. Hótelveitingar ehf. eru með Hótel KEA, Hótel Hörpu, Hótel Björk, Hót- el Norðurland og Hótel Gíg við Mý- vatn á sínum snærum og segir Páll að menn séu bjartsýnir á framtíð- ina. Á kaupstefnu VestNorden hafi komið fram mikill áhugi hjá aðilum í ferðaþjónustu á Norðurlöndum að auka sókn til norðurhluta íslands utan háannatímans. Norðurlanda- búunum hafi litist mjög vel á svæð- ið og þá möguleika sem þaö hafi upp á að bjóða. Einnig þyki orðið erfitt að fá inni í Reykjavík á jaðarmán- uðum fyrir og eftir háönn. -BÞ DV-MYND TCITUR Busar i Rensborg Það þykir viö hæfi í framhaldsskólum landsins aö taka nýnema inn í skóiann með formlegum hætti. Busar eru þeir þá kailaðir og þeir sem nema viö Flensborgarskóla í Hafnarfiröi fengu ekki beinltnis blíöa meöhöndlun þegar böðlar úr hópi eldri nemenda tóku til óspilltra málanna í gær og tóku nýnemana inn í skólasamfélagiö sem veröur þeim væntanlega betra úr því sem komið er. Verðbólga hérlendis 3,5% - neysluverðsvísitala lækkaði um 0,5% Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,2 stig í ágúst sl. (miðað við 100 stig árið 1996) og hækkaði um 0,1% frá júlí. Á sama tima lækkaði samræmda vísitalan fyrir ísland um 0,5%, samkvæmt tölum Hagstofu ís- lands. Frá ágúst 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neyslu- verðs, 1,9% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 3,5% á íslandi. Mesta verðbólga á Evr- ópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á írlandi 4,5% og í Portúgal 3,9%. Verð- bólgan var minnst í Þýsklandi og í Bretlandi, 1%. Hagstofan hefur einnig reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan septem- ber. Visitalan er 277,4 stig (var 100 i júní 1987) og lækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir október. Samsvarandi vísitala, miðuð við eldri grunn (desember 1982=100), er 887 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%. -HKr. Veröbólga í nokkrum ríkjum Þýskaland Brctland Belgia Svlþjóð Frakkland Rnnland Lúxemborg Austurrtki Danmörk halta Spánn Grikkland Holland PortOgal trtand Meðaltal evrusvæðis Meðaltal ESB Noregur fsland Meðaltal EES Bandartkin Viðskiptalðnd Verðbólga í nokkrum ríkjum. Þokusúld Sunnan 5 til 10 metrar á sekúndu á morgun allra vestast en annars hægari. Skýjað með köflum og hætt við lítils háttar þokusúld við suður- og vesturströndina. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hiti 8° Hiti 8° Hiti 8° til 1S" til 15” til 15” Viitdur: 3-8”/« Vindur: 3-8 "Va Vindur: 3-8 <r Skýjað að mestu og dá- lítll súld vlð suður- og Skýjað að mestu og dá- lítll súld vlð suður- og Væta norðan og vestan tll en úrkomul'it- Ið austan tll. vesturströnd- vesturströnd- Ina. Ina. j Vindhraöi ^ m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI skýjaö 10 BERGSSTAÐiR skýjaö 13 BOLUNGARVÍK skýjað 12 EGILSSTAÐIR skýjað 13 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 12 KEFLAVÍK úrkoma í gr. 10 RAUFARHÖFN alskýjaö 11 REYKJAVÍK rigning 12 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN léttskýjaö 13 HELSINKI skýjaö 8 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 18 ÓSLÓ skýjað 13 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN rigning 11 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 11 ALGARVE hálfskýjaö 24 AMSTERDAM skýjaö 17 BARCELONA skýjaö 27 BERLÍN skýjaö 18 CHICAGO alskýjað 22 DUBUN skýjaö 16 HAUFAX skýjað 15 FRANKFURT skýjaö 18 HAMBORG skúr 14 JAN MAYEN úrkoma í gr. 3 LONDON skýjað 18 LÚXEMBORG skýjaö 17 MALLORCA léttskýjaö 29 MONTREAL heiðskírt 20 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEW YORK skýjaö 21 ORLANDO heiöskírt 25 PARÍS skýjaö 19 Vl'N skýjaö 18 WASHINGTON hálfskýjaö 18 WINNIPEG heiöskírt ufsnxnMiSj 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.