Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2002, Blaðsíða 12
12 __________________________MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 Skoðun i>V Hefurðu farið í gönguferð nýlega? Sigtryggur Kristinsson: Ég gekk dálítiö um svæðiö meö fram Hvítá í Árnessýslu í sumar. ^_____Hr Siguröur Árni Gunnarsson: Ja, ég skrepp stundum upp á Esju. Magnús Á. Magnússon: Nei, ekki nýlega en Esjan er vin- sælust hjá mér ef ég fer í fjallgöngu. Bjarney Rlchard: Ég er nýkomin frá Spáni og þar gekk ég af mér allar tær. Steinunn Benediktsdóttlr: Já, ég er nýbúin aö ganga á Esjuna. S Ovarin milljarða- mannvirki? Einar Gíslason skrifar: Ég hef komið nokkrum sinnum að og farið framhjá hinum gríðar- legu verðmætu orkumannvirkjum okkar sem eru í námunda hvert við annað, Búrfellsvirkjun, Sultartanga- stöð og Hrauneyjarfoss. Þetta eru glæsileg minnismerki hjá fámennri þjóð, sem leggur kapp á að búa að sinni orku sem annars kæmi engum að notum. Við höfum að vísu tekið fé að láni til að fjármagna þessi verðmæti, en fáir myndu nú vilja vera án þessara miklu virkjana sem eru í raun löngu búin að borga sig, miðað við það sem við fáum út úr framkvæmdunum á allan hugsan- legan hátt. Ég kom í heimsókn í þessi mann- virki fyrir stuttu ásamt hópi ferða- langa í skoðunarferð sem skipulögð var af einu hverfafélagi sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Þetta var fróð- leg ferð og einstaklega vel heppnuð, þar sem menn fengu ýmsar upplýs- ingar um þessi stórkostlegu orku- ver. Það sem kom manni kannski mest á óvart var tvennt; hve fáa starfsmenn þarf til að halda þessum báknum gangandi og fylgjast með daglegri keyrslu - og hitt, að ekki skuli vera þama virkara lifandi eft- irlit með verðmætunum en raun ber vitai. Ég ýjaði aö þessu við einn starfs- mann sem var á staðnum til að sýna okkur undan og ofan af daglegum rekstri. Hann fullvissaði mig um að þama væri virkt eftirlit og allt tengt stjómstöð sem gæti gripið í „Raunar hélt ég að við þessi mannvirki væri lokað hlið sem vœri vaktað allan sólarhringinn, svo að þar fœri enginn inn nema und- ir ströngu eftirliti. “ taumana ef eitthvað færi úrskeiðis. Þetta fannst mér ekki alls kostar nægilegt og spurði hvað gerast myndi ef einn eða fleiri hryðju- verkamenn bæri að sem hikuðu ekki við að leggja mannvirkið í rúst. Það varð lítið um svör sem eðlilegt er. En hugsum okkur að einn morguninn kæmi frétt sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: í nótt ruddust tveir menn inn í... orkuver- ið og köstuðu sprengju að hverflun- um innan dyra. - Hvemig skyldi mönnum verða við? Ég hefði haldið að svona mann- virki krefðist virkrar, lifandi gæslu utan dyra, líkt og maður sér svo víða erlendis við verðmætar eða dýrar byggingar eða starfsemi. Raunar hélt ég að við þessi mann- virki væri lokað hlið sem væri vaktað allan sólarhringinn, svo að þar færi enginn inn nema undir ströngu eftirliti. - En kannski erum við raunsærri en flestar aðrar þjóð- ir, teljum fullvíst að hér komi ekk- ert þessu líkt upp á. - Samkeppnisstofnun - afkvæmi Alþingis Rögnvaldur skrifar: ■ Mér þótti Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, sýna mikla rögg þegar hann sté úr forsetastóli og gekk i pontu almennra þingmanna til að tjá undrun sína á að- gerðarleysi Samkeppnisstofnunar í því að láta undir höfuð leggjast að kanna ástæður fyrir hinu háa matvöruverði hér á landi. Benti þingforseti sérstak- lega á þá staðreynd að einn verslunar- hringur á íslandi hefur „ofurvald á mat- vörumarkaðnum" eins og hann komst að orði. Staðreyndin er hins vegar sú, og það veit Halldór þingforseti ofúr vel, að Samkeppnisstofnun er afkvæmi Al- þingis og það era þvi hæg heimatökin fyrir Alþingi að rita Samkeppnisstofh- Iþingi á að mynda sam- stöðu um kröfuna að Sam- keppnisstofnun gefi út álit sitt á óbærilegu verðlagi hér á landi, en vera ekki að leggja til nýja nefnd á nefnd ofan til að skoða það sem augljóst er öllum íslendingum.“ un skipunarbréf þess efhis að hún láti það hafa forgang að kveða upp úr með niðurstöðu sína um orsakir hins háa matvörverðs. Framlag hins opinbera til Samkeppn- isstofhunar hefur nú verið hækkað um heil 13% og verður því 154 milljónir króna, auk þess sem stofnunin mun ráða til sín tvo viðbótarstarfsmenn. Það er því ekkert Samkeppnisstofnun að vanbúnaði að leggja tH atlögu við rannsókn á þessu einstæða okri hér á landi í matvælageiranum, og auðvitað á verðlagi á Islandi í það heila tekið. Hér eiga allir alþingismenn að sameinast. Alþingi á að mynda samstöðu um kröf- una að Samkeppnisstofnun gefi út álit sitt á óbærilegu verðlagi hér á landi, en vera ekki að leggja til nýja nefnd á nefnd ofan til að skoða það sem augljóst er öllum íslendingum. Garri ✓ Utvárp sumra landsmanna Garri hefur ávallt hrifist af slagorði Ríkisút- varpsins um útvarp allra landsmanna. Að eitt- hvað sé allra landsmanna ber með sér þægilegt boðorð um jöfnuð og bræðralag sem víst veitir ekki af á þessum síðustu og verstu tímum. Það er dáldið smart að beitaingamaðurinn á Patreks- firði, bóndinn í Þistilflrði og fasteignasalinn í Reykjavík skuli allir fá sömu upplýsingar í æð í einu og það má færa rök fyrir að Ríkisútvarpið sé fyrir vikið eitt af sameiningartáknum þjóðar- innar. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir er örugglega heimsfrægasti útvarpsmaður íslands. Þótt allt sé í heimi nútímans hverfult býður röddin hennar Ragnheiöar Ástu manni góðan dag með svo stóísku yfírbragði að áhyggjur heitaingamanns- ins, bóndans og fasteignasalans hverfa eins og dögg fyrir sólu. Væri ekki þjóðráð að láta þessa mætu konu lesa tan á slökunarspólur? Og væri ekki þjóðráð að láta reisa styttu af henni ein- hvers staðar í grennd við Efstaleitið? Ragnheiður Ásta hefur meiri áhrif á fleiri stöðum en menn órar fyrir. En útvarpið verður ekki útvarp allra lands- manna nema allir landsmenn eigi kost á að hlusta á það. Nú hefur komið á daginn að mörg þúsund íslendingar ná ekki útsendingum Rikis- útvarpsins og því er þetta annars huggulega slagorð orðið marklaust og þarfnast endurskoð- unar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja mót- tökuskilyrði landsmanna víða svo slæm í dreifð- um byggðum að landsmenn fái ekki notið Ragn- heiðar Ástu og co. Þá eru sjómenn á fiski- og far- skipum í vondum málum og hljóta aukinheldur að vera-í rokna fýlu yflr því að þurfa að greiða afnotagjöld fyrir gloppótt afnot. Dreifikerfið er einfaldlega ekki nógu gott. Verður að segja satt Gervitungl geta leyst þennan vanda, að mati þingmanna Sjálfstæðisflokksins, en kostaaður við slíka framkvæmd hlýtur að vera skelfilega mikill og óar Garra fyrir fram við slíkri um- ræðu. Halli Ríkisútvarpsins hefur verið talinn ærinn fyrir þannig að mönnum er mikill vandi á höndum en tvennt kemur til greina varðandi lausn þessa máls. Annaðhvort verður að hækka fjárframlög til ríkisins (sem kannski væri ekki svo vitlaust svo að stofnunin geti ráðiö til sín fleiri Ragnheiðar Ástur) en hin lausnin felst í að skipta um slagorð. Útvarp sumra landsmanna ber óneitanlega með sér annan blæ en Útvarp allra landsmanna en Ríkisútvarpið verður að segja satt. Ef ekki það, hver þá? Ci&fri Örvandi Hjörvar Friðrik FriSriksson skrifar: Helgi Hjörvar, fyrrv. borgarfull- trúi, má eiga það að hann liggur ekki á skoðunum sínum og réttir ávallt fram örvandi hönd þegar ræddar era hugmyndir um framtíðina í stjóm- málunum. Þetta sannaðist hjá Agh í þætti hans sl. sunnudag. Helgi heldur sig við sínn steðja og gagnrýnir Davíð formann eins og fyrri daginn, og lék fyrir okkur hvemig Davíð tuktaði ódæla nemendur í Versló í „den“. Margir furða sig á hvers vegna samfylkingarmenn fá ekki Helga Hjörvar til að leiða listann hér í Reykjavík. Hann myndi sópa inn vinstra fylginu. Þar sem Alþýðuflokkur- inn hefur nú farið halloka í Samfylking- unni og á þar næstum enga aðkomu lengur, eins og dæmin sanna, bæði hér í borginni og í Hafharfirði, með alla- balla í forystu á báðum stöðum - og í forystukreppu í Reykjavík - myndi Helgi auðvitað reka endahnútinn á yfir- tökuna. Rándýrar ferðir Svanhildur skrifar: Um sl helgina fylgdi ferðabæklingur einn með Morgunblaðinu minu. Emblu- ferð - öðravísi ferð, heitir þessi auglýs- ingapési. Það má nú með sanni segja að þama séu auglýstar „öðruvísi" ferðir. Það er sameiginlegt með þessum ferðum að þær era svo yfirgengilega dýrar að annað því líkt hef ég ekki séð auglýst. Ódýrastar voru Lundúna- og Kaup- mannáhafnarferðir á tæpar 70 þúsund (til London) og rúmar 66 þúsund (til Kaupmannahafnar) í 3 nætur í desem- ber. Síðan komu ferðir til fjarlægari staða og þar var verðið mismunandi - allt upp í 330 þúsund sú dýrasta. Ég segi bara; fólk hér á landi er ekki á flæðiskeri statt kokgleypi það þessa beitu. - En kannski finnst þetta engum mikið? Hætt við framboð Jón Bjömsson skrifar: í þætti Silfur Eg- ils um helgina var rætt við famsókn- arflokkskonuna Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur sem segist hætt við að bjóða sig fram hér í Reykjavík. Segist ekki geta samþykkt stefnu flokksins í virkjun- ar- eða umhverfis- málum. Og „ofurá- herslu á efnahags- málin“ þolir hún auðheyrilega ekki heldur. I sömu andrá segir hún mikil- vægt að gera meira fyrir þá sem ánetj- ast fíkniefnum, þeir verði að mæta „sér- stakri móttöku þjóðfélagsins“. Heldur hún að það verði gert án þess að leggja enn meiri áherslu á efhahagsmál? Þessi manneskja á ekki mikið erindi i stjóm- mál. Hún hefur því reiknað dæmið rétt að því leyti og ekki þorað í framboðið. Og það átti hún einfaldlega að játa í þættinum. Þingmaður úr Eyjum \festamannaeyingur hringdi: Það kemur hreinlega ekki til greina að við hér í Eyjum höldum ekki þing- manni úr Sjálfstæðisflokki. Það hefur ekki gerst í langan tíma og væri okkur til eilífðar hneisu. Þetta mál verður að skoða og það strax því tíminn er naum- ur og ekki viljum við glíma við illan eft- irleik.. Olöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt Þolir ekki efria- hagsmálin? DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.