Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 22
22 /7 e! c) a r b f ci ö DV LAUCAIiDAOUR 2. NÓVEMBER 2002 Snilldarkrein „Þetta er snilldarkrem og heitir Blue Lagoon - balance. Ég nota kremiö alltaf undir faröa og svo er það líka gott þeg- W ar maður hvílir sig á farðanum. Það er líka gott að blanda Jp , smávegis af lituðu andlitskremi við. Þessi týpa er kjörin 7í* 9 fyrir veturinn en það eru líka til léttari tegundir.‘ Pressað púður „Þetta púður er frá Clarins. Það gefur góðan lit og er þægilegt að bera á - annaðhvort með bursta eða púða. Ég nota afar sjaldan meik - er lítið fyrir að vera mikið máluö. Púðrið dugir flestum tilvikum." Lengir og þykltir „Maskarinn minn er frá Lancome og á að lengja, þykkja og næra. Mér er nokkuð sama hvort hann þykkir eða ekki auk þess sem ég held að næringargildið sé ekki mikið. Mér finnst meira um vert að maskari lengi og þessi gerir það ágætlega." Rosalegur góður „Þetta er rosalegur góður varasalvi - nettur og finn. Hann er frá SpaLine en það fyrirtæki er einkum með hárgreiðsluvörur. Hann fæst á hárgreiðslustof- unum Mojo og Monroe." Glans á kinnbein „Þetta er glansstautur frá Face - kallast „highlight- ‘ Það getur verið gott að setja smáveg- is á kinnbein og höku til að fá glans í ! andlitið. Ég geri þetta nú ekki nema ' eitthvað mikið standi til.“ Get eltki lifað án hans „Augnhárabrettarinn er ómissandi í snyrtibudd- unni. Ég get ekki lifað án hans. Þessi er frá Face og hentar mér mjög vel - hef prófað marga aðra í gegn- um tíðina en þessi er eins og sniðinn fyrir mig.“ V-amour er nafnið á nýrri tegund af kvennasmokki sem innan skamms verður fáanlegur hér á landi. Annar hönnuður hans, Dr. Ravi Alla Reddg, var ng- lega á landinu og upplgsti blaðamann DV um þessa ngju getnaðarvörn. Ravi Alla Reddy er annar hönnuður kvennasmokksins sem hefur verið 15 ár í þróun. íslenskar konur geta innan skamms prófað gripinn. „Ef karlmaður- inn neitar að nota smokk er þetta eina val konunnar vilji hún vernda sig gegn kynsjúkdómum. Ég held að með tímanum átti konur sig á kostum kvennasmokksins,“ segir Ravi. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir málarsig alla jafna lítið - kgs einfalda förðun frá degi til dags. Þessi fgrrum fegurðardrottning var að Ijúka námi ímarkaðsfræðum við Við- skipta- og tölvuskólann. Hún er farin að spá í framtíðarstarf en segir að sér Hggi ekki lífið á. Þessa dagana ngtur hún þess að annast soninn sem er ngorðinn 10 mánaða. Ragn- heiður er jafnframt ráðgjafi á femin.is og seg- ist ætla að halda áfram að sinna þvístarfi. Ný kynslóð af kvennasmokki V-amour kvennasmokkurinn kemur frá Medtech Products en það fyrirtæki er t.d. þekkt fyrir inSpiral- smokkinn sem hefur verið til sölu hér á íslandi frá því í júlí 2000. Kvennasmokkur þessi hefur verið 15 ár i þróun en það er Indverjinn Dr. Alla Venkata Krishna Reddy, þá starfandi skurðlæknir í Bandaríkjunum, sem átti hugmyndina að honum. í dag er Dr. Reddy hættur öllum skurðlækningum og hefur algjörlega helgað sig smokkunum. Forsaga þess að hann hvarf frá skurðlækningunum og yfir í smokkana er sú að hann komst að þeirri niðurstöðu að smokkar væri eini mátinn til þess að hefta útbreiðslu alnæmis en ástæðan fyrir því að fólk væri tregt við að nota smokka væri sú að næmi karlmannsins við kynmök minnkar við smokkanotkun. Dr. Ravi ákvað því ásamt syni sínum Ravi Alla Reddy, verkfræðingi og efna- fræðingi, að hanna smokk sem aukið gæti unað kyn- lífsins og þar myndi fólk frekar nota smokka. Nýlega var Ravi staddur hér á landi til að kynna V-amour smokkinn, m.a. fyrir blaöamanni DV. Hæfir sköpunum betur Helsti munurinn á V-amour kvennasmokknum og venjulegum smokk er sá að hann er mun víðari en venjulegur smokkur. Einnig er hann þríhyrndur í lög- un, með svamppúða á þeim enda sem fer inn í leggöngin en þríhyrndum járnhring á hinum endan- um. Hægt er aö koma smokknum fyrir í leggöngunum klukkustund fyrir samfarir. Smokkurinn er settur þannig í að konan ýtir svampnum með höndunum eins langt upp i leggöngin og hægt er á meðan þrí- hyrningurinn leggst yfir sköpin. Eftir samfarir þarf aðeins að toga létt í smokkinn og þá er hægt að draga hann út. Á íslandi er nú þegar einn kvennasmokkur á markaöinum, Femidom frá Female health, en hver er eiginlega munurinn á honum og hinum nýja V-amour- smokki? „Það er mikill munur á þessum tveimur smokkum. Efnisnotkunin er önnur og á Femidom smokknum er hringur á enda smokksins til að halda honum á sínum stað i leggöngunum á meðan V-amour smokkurinn er með svampi. Femidom smokkurinn er einnig með stóran hringlóttan hring á hinum endanum sem fer yfir sköpin en við notum þríhyrnt lag á okkar smokk sem hæfir sköpum kvenna betur,“ segir Ravi. Aö hans sögn hafa margar konur kvartað yfir því að Femidom smokkurinn sé ekki nógu þægilegur í notkun og kon- ur hafi jafnvel sagt að innri hringurinn hafi meitt þær, en horft hafi verið til þessara kvartana við hönn- un á V-amour. Eina val konunnar Það er greinilegt að Ravi hefur fulla trú á vörunni og hann telur að vel sé hægt að venja konur á það að nota slíka smokka. „Ef karlmaðurinn neitar að nota smokk er þetta eina val konunnar vilji hún vernda sig gegn kynsjúkdómum. Ég held að meö timanum átti konur sig á kostum kvennasmokksins. Smokkurinn hefur verið prófaður af konum víða um heim og við höfum ekki fengið nema jákvæð viðbrögð frá þeim konum sem hafa prófað hann,“ segir Ravi og heldur áfram. „Ég held einnig að karlmenn sem yfirhöfuð eru ekki hrifnir af því að nota smokka ættu að kunna að meta kvennasmokkinn, enda fer ábyrgðin af þeirra herðum yfir á konurnar." -snæ Kvennasmokkurinn er íneð svamphring á þeim enda sem fer inn í leggöngin en hinn þríhyrndi járnhring- ur fer yfir sköpin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.