Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Blaðsíða 52
56 Hie lc) CJ rb lct ö I>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Bilar Reynsluakstur Njáll GuAlaugsson & > 'U •3 c >•« S > Q S NT9546 Sportleg sjálfskipting Kostir: Innrétting, sjólfskipting Gallar: Útsýni aftur Viö höfum áður prófað Boxster með beinskiptingu en á dögunum bauðst okkur að reyna hann með Tiptronic-valskiptingu í stýri. Prófunarbíllinn sem við fengum í hendur var þar að auki sérlega vel búinn og ailur klæddur leðri. í raun og veru vissum við það fyr- ir fram að það er fátt sem hægt er að setja út á Porsche, hvaða nafni sem hann nefnist, og því lítið annað að gera en að njóta upplifuninnar á meðan hún gafst. Smekkleg innrétting Innréttingin í bílnum er sérlega falleg og það liggur við að maður segi að hún fari aðeins yfir strikið; alla vega kostar hún ein og sér næstum verö á litlum smá- bíl. Hún er í flesta staði óaöfinnanleg en hægt væri að tína til athugasemdir eins og þá að lítið er af geymslu- hólfum og enginn er glasahaldarinn. Búið er að koma fyrir leðri nánast alls staðar í innréttingunni - meira að segja útblástursop á miðstöð hafa ekki sloppið - og er frágangurinn hnökralaus. Hljómtækin eru, eins og alltaf í Porsche, af Bose-gerð og hefur allt laust pláss í innréttingunni liklega farið í að koma fyrir hátölurun- um sem eru fimm talsins, fjórir Bose-hátalarar og eitt bassabox. Þar sem vélin er fyrir framan afturöxulinn eru farangursrými bæði í skotti og trjónu og eru þau samtals 260 lítrar sem er allgott fyrir bU í þessum stærðarflokki. Sætin gefa sérstaklega góðan stuðning og þar sem maður situr mjög neðarlega í bílnum er að- eins aðdráttur á stýrinu sem er nóg tU að finna kjör- stöðu fyrir ökumann en það er mikUvægt atriði í sportbU. Góð blæja en lítið útsýni BíUinn sem við prófuðum var með rafdrifinni blæju sem virkar Qjótt og vel og er einfold í meðfórum. Með hana uppi er útsýnið frekar lítið aftur enda afturglugg- inn úr plasti sem lætur Qjótt á sjá, auk þess sem auka- plexiglerhlif er fyrir aftan sætin sem bætir ekki úr skák. TUgangurinn með henni er hins vegar að koma í veg fyr- ir vindsveipi í bakið þegar blæjan er niðri og skilar hún því hlutverki sínu með sóma. Með hitann í sætunum á og hitastýrða miðstöðina í 22 gráðum var ekki vitund kalt í stjómklefanum þrátt fyrir lágt hitastig utan dyra. Með hattinn á var frekar lítið vindhljóð í bilnum, enda hljóðeinangrandi lag innst sem minnkar það. Góð sjálfskipting Vélin í hefðbundnum Boxster er 220 hestar sem sum- um kann að Qnnast lítið þegar horft er á aðra slíka bUa. Þrátt fyrir sjálfskiptingu komast þessir hestar samt að- dáunarlega vel tU skUa og er það ekki síst að þakka Qjót- virkri skiptingunni sem hægt er að stUla handvirka meö einu handtaki. Er þá einnig hægt að skipta með tökkum í stýri og er það Qjótt að venjast. Að mati undirritaðs er sportbUl ekki sportbUl nema hann sé beinskiptur en sjálfskiptingin í þessum bU komst ansi nálægt því að breyta þvi áliti. Rúsínan í pylsuendanum er svo hljóðið en vélin malar eins og köttur í hægagangi en öskrar eins og ljón þegar hún stekkur af stað. Fjöðrunin er auðvitað stíf og ekki er hátt undir bUinn. Auk þess eru lágbarða- dekkin eins þunn og hægt er að hafa þau en rásfestan ör- ugg og fjöðrunin samt laus við óþægileg högg. Dýrastur en bestur Verðið á bílnum er hærra en hjá helstu keppinautum, 5.281.000 krónur, sem er nokkru meira en tU dæmis ámóta Honda S2000 á 4.945.000 kr. Auk þess er vönduð innréttingin dýr og fyrir hana mætti fá eins og einn Mat- iz frá Bílabúð Benna. í þessum Qokki kemst þó enginn með tæmar þar sem Porsche er með hælana og er því í lagi að borga aðeins meira. PORSCHE BOXSTER Vél: 2,7 lítra, 6 strokka bensínvél Rúmtak: 2687 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 11:1 Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan:_____________Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan:______________Sjálfstaeð MacPherson Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, PSM Dekkjastærð:_____________205/55 ZR16, 225/50 ZR16 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4315/1780/1290 mm Hjólahaf: 2415 mm Beygjuradíus: 10,9 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 2 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 2/4 Farangursrými: 260 lítrar 1 HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 10,9 lítrar ! Eldsneytisgeymir: 64 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 2/12 ár Grunnverð: 5.281.000 kr. j Verð prófunarbíls: 6.150.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, rafstýrðir og upp- hitaðir speglar, fjarstýrðar samlæsingar með þjófa- vörn, 4 öryggispúðar, aðdráttarstýri, spól- vörn/skrikvörn, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, upphituð framsæti, útvarp og geislaspilari, 16 tomma álfelgur, þokuljós, leðurinnrétting, rafstýrð blæja, aksturstölva. SAMANBURÐARTÖLUR; Hestöfl/sn.: 220/6400 j Snúningsvægi/sn.:____________________260 Nm/4750 Hröðun 0-100 km:__________________________7,4 sek. Hámarkshraði:_________________________245 km/klst. : Eigin þyngd:______________________________1310 kg o Farangursrýini franimi í er þokkalegt en auk þess er farangursrýnii fyrir aftan vélina. © Innréttingin er leðurklædd í bak og f)rrir og fyrir aftan sætin eru veltibogar. © Hægt er að stjórna hljónitækjuni, miðstöð og aksturstölvu frá skjá í miðjustokki. © Þægilegt er að stjórna sjálfskiptingu með töklt- um í stýrishjóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.