Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2002, Page 52
56 Hie lc) CJ rb lct ö I>V LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 Bilar Reynsluakstur Njáll GuAlaugsson & > 'U •3 c >•« S > Q S NT9546 Sportleg sjálfskipting Kostir: Innrétting, sjólfskipting Gallar: Útsýni aftur Viö höfum áður prófað Boxster með beinskiptingu en á dögunum bauðst okkur að reyna hann með Tiptronic-valskiptingu í stýri. Prófunarbíllinn sem við fengum í hendur var þar að auki sérlega vel búinn og ailur klæddur leðri. í raun og veru vissum við það fyr- ir fram að það er fátt sem hægt er að setja út á Porsche, hvaða nafni sem hann nefnist, og því lítið annað að gera en að njóta upplifuninnar á meðan hún gafst. Smekkleg innrétting Innréttingin í bílnum er sérlega falleg og það liggur við að maður segi að hún fari aðeins yfir strikið; alla vega kostar hún ein og sér næstum verö á litlum smá- bíl. Hún er í flesta staði óaöfinnanleg en hægt væri að tína til athugasemdir eins og þá að lítið er af geymslu- hólfum og enginn er glasahaldarinn. Búið er að koma fyrir leðri nánast alls staðar í innréttingunni - meira að segja útblástursop á miðstöð hafa ekki sloppið - og er frágangurinn hnökralaus. Hljómtækin eru, eins og alltaf í Porsche, af Bose-gerð og hefur allt laust pláss í innréttingunni liklega farið í að koma fyrir hátölurun- um sem eru fimm talsins, fjórir Bose-hátalarar og eitt bassabox. Þar sem vélin er fyrir framan afturöxulinn eru farangursrými bæði í skotti og trjónu og eru þau samtals 260 lítrar sem er allgott fyrir bU í þessum stærðarflokki. Sætin gefa sérstaklega góðan stuðning og þar sem maður situr mjög neðarlega í bílnum er að- eins aðdráttur á stýrinu sem er nóg tU að finna kjör- stöðu fyrir ökumann en það er mikUvægt atriði í sportbU. Góð blæja en lítið útsýni BíUinn sem við prófuðum var með rafdrifinni blæju sem virkar Qjótt og vel og er einfold í meðfórum. Með hana uppi er útsýnið frekar lítið aftur enda afturglugg- inn úr plasti sem lætur Qjótt á sjá, auk þess sem auka- plexiglerhlif er fyrir aftan sætin sem bætir ekki úr skák. TUgangurinn með henni er hins vegar að koma í veg fyr- ir vindsveipi í bakið þegar blæjan er niðri og skilar hún því hlutverki sínu með sóma. Með hitann í sætunum á og hitastýrða miðstöðina í 22 gráðum var ekki vitund kalt í stjómklefanum þrátt fyrir lágt hitastig utan dyra. Með hattinn á var frekar lítið vindhljóð í bilnum, enda hljóðeinangrandi lag innst sem minnkar það. Góð sjálfskipting Vélin í hefðbundnum Boxster er 220 hestar sem sum- um kann að Qnnast lítið þegar horft er á aðra slíka bUa. Þrátt fyrir sjálfskiptingu komast þessir hestar samt að- dáunarlega vel tU skUa og er það ekki síst að þakka Qjót- virkri skiptingunni sem hægt er að stUla handvirka meö einu handtaki. Er þá einnig hægt að skipta með tökkum í stýri og er það Qjótt að venjast. Að mati undirritaðs er sportbUl ekki sportbUl nema hann sé beinskiptur en sjálfskiptingin í þessum bU komst ansi nálægt því að breyta þvi áliti. Rúsínan í pylsuendanum er svo hljóðið en vélin malar eins og köttur í hægagangi en öskrar eins og ljón þegar hún stekkur af stað. Fjöðrunin er auðvitað stíf og ekki er hátt undir bUinn. Auk þess eru lágbarða- dekkin eins þunn og hægt er að hafa þau en rásfestan ör- ugg og fjöðrunin samt laus við óþægileg högg. Dýrastur en bestur Verðið á bílnum er hærra en hjá helstu keppinautum, 5.281.000 krónur, sem er nokkru meira en tU dæmis ámóta Honda S2000 á 4.945.000 kr. Auk þess er vönduð innréttingin dýr og fyrir hana mætti fá eins og einn Mat- iz frá Bílabúð Benna. í þessum Qokki kemst þó enginn með tæmar þar sem Porsche er með hælana og er því í lagi að borga aðeins meira. PORSCHE BOXSTER Vél: 2,7 lítra, 6 strokka bensínvél Rúmtak: 2687 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 11:1 Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan:_____________Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan:______________Sjálfstaeð MacPherson Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, PSM Dekkjastærð:_____________205/55 ZR16, 225/50 ZR16 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4315/1780/1290 mm Hjólahaf: 2415 mm Beygjuradíus: 10,9 metrar INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 2 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 2/4 Farangursrými: 260 lítrar 1 HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 10,9 lítrar ! Eldsneytisgeymir: 64 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 2/12 ár Grunnverð: 5.281.000 kr. j Verð prófunarbíls: 6.150.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, rafstýrðir og upp- hitaðir speglar, fjarstýrðar samlæsingar með þjófa- vörn, 4 öryggispúðar, aðdráttarstýri, spól- vörn/skrikvörn, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, upphituð framsæti, útvarp og geislaspilari, 16 tomma álfelgur, þokuljós, leðurinnrétting, rafstýrð blæja, aksturstölva. SAMANBURÐARTÖLUR; Hestöfl/sn.: 220/6400 j Snúningsvægi/sn.:____________________260 Nm/4750 Hröðun 0-100 km:__________________________7,4 sek. Hámarkshraði:_________________________245 km/klst. : Eigin þyngd:______________________________1310 kg o Farangursrýini franimi í er þokkalegt en auk þess er farangursrýnii fyrir aftan vélina. © Innréttingin er leðurklædd í bak og f)rrir og fyrir aftan sætin eru veltibogar. © Hægt er að stjórna hljónitækjuni, miðstöð og aksturstölvu frá skjá í miðjustokki. © Þægilegt er að stjórna sjálfskiptingu með töklt- um í stýrishjóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.