Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 55
 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helcjorblaö J3V 59 Volkswagen Touareg sigrar hjá Car and Driver Nýlega hlaut nýi jeppinn frá Volkswagen, Volkswagen Touareg, gullna stýrið í flokki jeppa. Athygl- isvert var að í valinu hlaut jeppinn um þriðjungi fleiri atkvæði en nýi jeppinn frá Porsche sem hannaður var samhliða Touareg. Nú hefur Touareg bætt annarri fjöður í hatt sinn en bandaríska bílablaðið Car and Driver tók sig til á dögunum og bar saman helstu keppinautana í hópi lúxusjeppa á Bandaríkjamark- aði. Eftirfarandi bifreiðir voru bornar saman í þessum samanburði blaðsins: GMC Envoy SLT, Land Rover Discovery SE, Lincoln Avi- ator, nýr Volvo XC90 T6, BMW X5 3.0i, Acura MDX (Honda), Lexus GX470 (nýr Land Cruiser 90) og Volkswagen Touareg. Tilgangurinn var að bera saman allar lúxustor- færubifreiðir í efri miðflokki á verð- bilinu 40.000 til 50.000 dollarar, og þar með voru jeppar á borð við Ford Explorer, Jeep Grand Cherokee og Mitsubishi Pajero ekki með vegna þess að þeir lenda neðan við þennan flokk í verði. Kom á óvart Niðurstöðurnar komu blaða- mönnum Car and Driver greinilega nokkuð á óvart. Volkswagen Tou- areg sigraði með nokkrum yfirburð- um, í öðru sæti varð Lexus GX470, þriðja varð Acura MDX, í fjórða var BMW X5 3.0i, í fnnmta voru tveir bilar, þ.e. Lincoln Aviator og Volvo XC90 T6, sjöundi varð Land Rover Discovery SE og í áttunda sæti GMC Envoy SLT. Að mati eins blaðamannanna voru eiginleikar Touareg helst mýktin, en bifreiðin gerir ailt á mjúkan og yfirvegaðan hátt og kemur með nýja skilgrein- ingu á því hugtaki sem þeir höfðu áður haft um jeppa. Til galla töldu þeir erfitt nafn í framburði og ef til vill of margþætt mælaborð. Touareg var í essinu sínu í skóglendi, með driflæsingar á miðmismunadrifi og Jepparnir samankoninir í prófun Car & Driver. drifum, ásamt sjálfvirkri afllæsingu til allra hjóla. Loftfjöðrunin, sem getur gefið allt að 30 sentímetra veg- hæð með einni skipun og hraðstill- ingu í akstri niður brekku, gerði það að verkum að Volkswagen kom hér út sem ótvíræður sigurvegari. - Heimild: Car & Driver CLK með rafdrifnum tuskutoppi Þessi mynd náðist nýlega af fjög- urra sæta CLK-Benzinum við prófanir í Þýskalandi, og það á flugvellinum í Múnchen af öUum stöðum, og því greinilegt að bíllinn er ekkert leyndarmál lengur. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í vor og fer í sýningarsali í maí. Líklega verður þessi útgáfa með rafdrifnum tuskutoppi og örlítið stærri en fyrir- rennarinn. Hægt verður að fá bílinn með loftfjöðrun og fjórhjóladrifi. Vél- ar og annar búnaður verður sá sami og í coupé-bílnum. -NG Bílasýningunni í Bella Center aflýst Fimm fræknir í árekstrar- prófi IIHS Audi A4 stóð sig, líkt og liinir fjórir, vel í prófun- um IIHS. Tryggingastofnun í Bandaríkjunum (IIHS) framkvæmir svipuð árekstrar- próf og EuroNCAP í Evrópu þótt ekki sé um hliðstæð próf að ræða. Próf þeirra eru að sumu leyti erfiðari, eins og þeg- ar bíllinn er látinn keyra með annað hvort framhorn sitt á vegg sem gefur að- eins eftir. Þarf bíll- inn að vera á 64 km hraða og er þarna verið að líkja eftir algengri tegund árekstra þeg- ar bílar eru að mætast. Allir góðir Nýlega mátu þeir fimm smábíla og fjölskyldubíla í millistærðar- flokki og þar fengu allir bilarnir góða útkomu, auk þess að fá gæða- stimpilinn „Bestu kaupin". Bílarn- ir sem stóðu sig svona vel voru Suzuki Aerio (Liana í Evrópu), Toyota Corolla, Mini Cooper, Honda Accord og Audi A4. Greini- legt er að árekstrarvamir bíla hafa batnað mikið því þegar 14 millistærðarbílar voru fyrst próf- aðir af IIHS árið 1995 fengu aðeins þrír þeirra einkunnina „Góður“. Allir bílar sem prófaðir hafa verið á þessu ári hafa hins vegar fengið þessa nafnbót. IIHS hefur prófað fyrri kynslóðir ofantalinna bila og fengu Honda Accord og Toyota Corolla þá einkunnina „viðun- andi“. -NG Fyrirrennari jepplingsins X3 frumsýndur á Detroit bílasýningunni Miklir spádómar bílablaðanna um komu X3-jepplings rættust í vik- unni þegar BMW frumsýndi til- raunabílinn xActivity, sem er grunnurinn að væntanlegum X3. Bíilinn veröur frumsýndur á bíla- sýningunni í Detroit í janúar en eins og sjá má af myndunum líkist hann stóra bróður nokkuð. Til- raunabíllinn er með opnanlegu stál- þaki en óvíst er hvort það nær í framleiðslu. Lausnin er nokkuð sniðug. Fremsti pósturinn í yfir- byggingunni, svokallaður A-biti, nær alla leið aftur og því er ekki þörf á B- eða C-bitum. Þetta gefur honum líka sportlegt útlit. Innrétt- ingin er líka full af tækninýjungum og má þar nefna rafstýrð sæti sem stilla sig eftir þrýstingi ökumanns- ins. Tilraunabíllinn er með þriggja lítra sex strokka línuvél, sem ætti að gefa þessum litla bO gott upptak, og spólvöm tO að auka getu hans utan vega. -NG BOasýningunni í Forum BeUa Cent- er í Kaupmannahöfn, sem vera átti 3.-6. aprO, hefur verið aflýst. Hún þykir ekki tímabær. Aftur á móti hef- ur BeUa Center komist að samkomu- lagi við danska bflainnflytjendur um þrjár stórar bflasýningar með fjög- urra ára mUlibUi og verði sú fyrsta árið 2004. Hinar þrjár samkvæmt því 2008 og 2012. En 13.-16. febrúar á næsta ári verður haldin umferðar-, hjóla- og mótorhjólasýning í Bella Center, Trafik og Sport pá to hjul. Þessi sýning er í samvinnu við dönsk mótorhjólaumboð. Fjórhjóladrifinn Smart á teikni- boróinu Mercedes er að íhuga jepplingsút- gáfu af hinum vinsæla Smart örbU en fjórhjóladrifin útgáfa hans verður byggð á Tridion-tUraunabUnum sem sjá má á þessari mynd. BUnum verð- ur aðaUega beint á Bandaríkjamarkað og verður hann mikið stílfærður. Daimler Chrysler mun skaffa fjór- hjóladrifið en bUlinn sjálfur verður smíðaður í HoUandi. Líkt og fýrir- rennarar hans, City Coupé og Cabrio, er yfirbygging hans bæði úr stáli og plasti. Búast má við bUnum á markað eftir að City Coupé og Cabrio koma á markað árið 2004. -NG , Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna i bilinn en meira i sjalfan þig og þma. Kynntu þér tilboö Avis á bílaieigubílum. Hringdu í Avis sími 5914000 | UPD Við qerum betur ISLAND-SÆKJUM ÞAÐ HEIM Knarrarvogur 2-104 Reykjavík - www.avis.is <r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.