Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 Menning______________________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Piltar og stúlkur Sýning íslenska dansflokksins, Lát hjarta ráða för, var frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudagskvöldið. Þrjú verk voru á efnis- skránni, Symbiosis eftir Itzik Gaiili, Stingray eft- ir Katrínu Hall og Black Wrap eftir Ed Wubbe. Dans Sýningin hófst á notalegu verki Galili þar sem vel þekkt tónlist eftir Bach bauð gesti velkomna. Dansverkið var dúett, dansaður af Katrínu John- son og Yaron Barami sem gengið hefur til liðs við flokkinn fram á vorið. Þau komust fimlega frá hlutverkum sinum en dansinn byggðist að mestu á hreyfingum sem kviknuðu af snertingum og því að dansaramir dönsuðu hvort í annars rými. Samkvæmt höfundi fjallar verkiö um ástarsam- bönd hversdagsins og órökrænu eða fáranleika þeirra. Nafnið Symbiosis vísar síðan tfl hvemig tvær ólíkar lífvemr geta sameinast í heild sem er báðum til hagsbóta. Þessi hversdagslega sam- vinna/samhjálp komst vel til skila og hjálpaði þar ekki síst látlaus og hlý umgjörð verksins. Symbiosis var áferðarfallegt og skemmtilegt verk sem myndi sóma sér vel í dansuppfærslu á Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. mannsgaman Dans í fyrirrúmi Þriðja og síðasta verkið var af enn öðrum meiði. Black Wrap eftir Ed Wuppe var bjart og létt og á allan hátt fágað dansverk þar sem hreyf- ingin og dansinn voru í fyrirrúmi. Dansaramir nutu sín vel og hefur Ed Wuppe laðað fram það besta í hverjum þeirra. Nadia Banine, sem ein- göngu tók þátt í þessu verki, sýndi mjög fallegan dans, framkoma hennar var afslöppuð en sterk. Tinna Grétarsdóttir, sem einnig sýndi aðeins í þessu verki, kom sínu líka vel til skila. Katrín Ingvadóttir átti sterkan leik og Peter Anderson kom á óvart hvaö fágun varðaði og sýndi miklar framfarir frá fyrri sýningum. Guðmundur Elías, sem réð tæpast við hlutverk sitt í fyrra verkinu vegna tæknilegra takmarkana, átti hér fina spretti þar sem hans mýkri og Ijóðrænni hliðar fengu að njóta sín. Á heildina litið var sýning dansflokksins íjöl- breytt og fín skemmtun. Miklar mannabreytingar hafa verið undanfarin misseri og vantar enn nokkuð á að dansflokkurinn hafi náð sínum fyrri styrk. Þátttaka Yarons Barami var því mikilvæg í þessari sýningu. Flokkurinn er samt greinilega fær um að gera góða hluti. Sesselja G. Magnúsdóttir Gredda, víma og grimmd í Stingray Katrínar Hall kvað við allt annan tón. Þar var engin sveitarómantik í gangi heldur svellkaldur nútímixm eins og hann birtist helst í myndböndum á MTV og næturklúbbum stórborg- anna. Gredda, einhvers konar vímuástand og grimmd voru áberandi og undirstrikuð af dökk- um búningum og dökkri lýsingu. Hreyfingar dansaranna voru oft á tíðum dýrslegar auk þess sem tvídansar dansara af gagnstæðu kyni með kynferðislegum undirtón voru mikilvægur partur Ur Stingray Meö kynferöislegum undirtón. íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu: Symbiosis. Danshöfundur: Itzik Galili. Aöstobardanshöfundur: Yaron Bara- mi. Tónlist: Johann Sebastian Bach. Sviösmynd, búningar og lýsing: Itzik Galili. Stingray. Danshöfundur: Katrin Hall. Tónllst: Daníel Ágúst Har- aldsson og Birgir Sigurösson. Sviösmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýslngarhönnun: Lárus Bjömsson og Benedikt Axelsson. Black Wrap. Danshöfundur: Ed Wubbe. Tónlist: Allan Strange. Sviösmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsingarhönnun: Lárus Björnsson og Benedikt Axelsson. Úr Symbiosis Ástarsambönd hversdagsins. DV-MYNDIR E.OL af verkinu. Stingray er áleitið og sterkt verk sem vakti viðbrögð hjá áhorfendunum. Mörgum þótti þaö áhrifamikið og flott, öörum fannst nóg komið af drunganum og þeirri kynlífsmenningu sem gegnsýrt hefur samfélagið að undanfómu. Danshöfundurinn lætur setninguna „Með frels- ið að leiðarljósi..." lýsa verkinu í sýningarskrá. Erfitt er að skynja þetta frelsi nema þá sem leið til tortímingar. Sjónrænt var verkið sterk upplif- un og átti sviðsmynd Elínar Eddu ekki sístan þátt í því. Tónlistin studdi líka vel það sem var að ger- ast á sviðinu. Kóreógrafian var grípandi þannig að byrjunarsenan fangaði athyglina og hélt henni til loka, samspil karldansarans Yarons uppi á pallinum og Guðmundar Elíasar sem dansaði niðri á gólfinu var sterkt og lokaatriðið, þegar búið er að loka einn kvendansarann ofan í gler- kistu með vatni og blómum, kom af stað ónota- hrolli. Dansaramir stóðu sig ágætlega. Dansinn eða hreyfmgamar voru samt ekki grunnatriði verksins heldur partur af heildarupplifun tónlist- ar, sviösmyndar og hreyfinga. Staður til að fylla á Á litla staðnum á ströndinni stóð búð og seldi ekki margt. Þar var maður í dyrunum og horfði til hafs og haföi ýlustrá í munni sér. Söng þess utan lög úr safni Geirmundar og sló á lær sér flötum lófanum. Við kinkuðum kolli hvpr til annars. Ég fyllti á og spurði hann um storminn næstu nótt. Hann hélt að ekkert yrði af hon- um, tók tuggið stráið úr munni sér og sagði si sona að veður gerðust ekki fyrir fram. Ég borgaði með seðli og bað um haröfisk í leiðinni og hann var ekki frá því að þessi að vestan væri sá besti I heiminum. Já, ekkert minna en það. Svo benti hann á mynd á veggn- um; jú, hann væri þaðan, úr Draugsgili og heföi flutt þaðan 67. Sæi sumpart eftir því, ræt- urnar maður, ræturnar - og óvíða hlýrra sum- ar. Hann benti smuröum fingri sínum á mann á myndinni, þar væri faöir hans heitinn og eins mætti sjá bát -hans og gamlan kubb að draga drumbana. Já, ýmislegt væri að hafa úr hafinu og hvalspikið best, vel súrsað, aldeilis matur og yki mönnum líf. Ég gekk út í bílinn viö dæluna. Það var búið að fylla hann af bensíni. Og mig af sögum. -SER Fyrirlestrar Þremenningamir sem hér eru staddir vegna samvinnuverkefnis Listaháskóla íslands og Listasafns Reykjavikur og ætla að flytja gjöm- inga með nemendum skólans í Hafn- arhúsi um næstu helgi halda allir opna fyrirlestra nú í byrjun vikunn- ar í Listaháskóla íslands í Laugar- nesi. Sá fyrsti var í hádeginu í dag, þá talaði breski gjörningalistamaður- inn Brian Catling. í fyrramálið kl. 11.30 talar hollenski gjörningalista- maðurinn Wiliem De Ridder og á miðvikudagurinn kl. 12.30 talar breski gjömingalistamaðurinn Juli- an Maynard Smith. Þremenningamir em um þessar mundir gestakennarar við Myndlist- ardeild og i fyrirlestrunum munu þeir fjalla um eigin verk. Gjöming- amir bera yfirskriftina Ákveðin ókyrrð og era hluti af dagskrá Vetr- arhátíðar. Þeir verða framdir á kvöldin 28. feb - 2. mars og hefjast kl. 21. Ferö til New York Á miðvikudaginn 26. febrúar kl. 12.30 segja nemendur þriðja árs hönnunar- og arkitektúrdeiidar Listaháskólans frá ferð sinni til New York í máli og myndum i LHÍ, Skip- holti I, stofu 113. Þar heimsóttu þeir meðal annars vinnustofur hönnuða og hönnunarskóla. Hugur Hugur - tímarit um heimspeki - er komið út. Þar ræðir Mikael M. Karlsson prófessor við Donald Davidson, einn fremstan banda- rískra heimspekinga á okkar tímum. Verk hans ná meðal annars yfir málspeki, heimspekilega sálarfræði, athaína- fræði og þekkingarfræði. Meðal annarra höfunda í ritinu era Garðar Árnason, Þorsteinn Gylfason, Ólafur Páll Jónsson, Davíð Kristinsson, Svanborg Sigmarsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Kristján Amgrímsson. Félag áhugamanna um heimspeki gefur ritið út. Námskeið Námskeiðið Tölvur og tónlistar- kennsla er ætlað tónlistarkennurum og fjallar um notkun tölvutækninnar til tónlistarkennslu. Möguleikar Netsins verða skoðaðir og fjallað um framsetningu kennsluefhis í tölvu- tæku formi, unnin verða verkefni og áhersla lögð á hagnýta þekkingu og fæmi sem nýtist beint við nám og kennslu. Æskilegt er að þátttakendur hafi grannþekkingu á tölvuvinnu. Kennarar era Jón Hrólfúr Sigurjóns- son tónlistarkennari og Hilmar Þórð- arson tónskáld. Kennt verður í tölvu- veri LHÍ, Skipholti 1, stofu 301, föstu- dag 7. mars kl.18-22 og laugardaga, 8., 15. og 22. mars frá kl. 10-15. í námskeiðinu Tónlist - rytmi sem hefst 3. mars í húsnæöi Leiklistar- deildar LHÍ, Sölvhólsgötu 13, er spurt hvemig við getum búið til tónlist úr sjálfum okkur, rödd, klappi, stappi og líkamsáslætti (body percussion). Ýmsir möguleikar verða kannaðir í rytma-, hreyfileikjum og spuna, lög og textar útfæröir í rytmaverk og einnig unnið með lítið slagverk og trommur. Námskeiöið er opið öllum en hentar vel leikskóla- og tónlistar- kennurum. Kennari er Kristín Vals- dóttir tónlistarkennari. Ekki fyrsti flutningur Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari hafði samband við menningarsíðu vegna fréttar um tónleika Tríós Reykjavík- ur í Bústaðakirkju í gærkvöldi á veg- um Kammermúsíkklúbbsins. Þar stóð að þá yrði píanókvintett Cesars Francks fluttur í fyrsta sinn á tón- leikum hér á landi, en sú fúllyrðing var ekki rétt. Kammersveit Reykja- vikur flutti þennan kvintett á tón- leikum sínum í íslensku óperunni í janúar 1989, og hún flutti líka hluta úr honum á hátíðartónleikum Félags íslenskra tónlistarmanna í mars 1990. HUGl'K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.