Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2003, Blaðsíða 18
42 MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 Skoðun DV Kvótakerfið gæti hrunið „Okkur hefur ranglega verið sagt síðustu árin að stór vandamái kæmu yfir okkur ef hér væri tekin upp evra. Þetta er ósatt. í dag eru vanda- mál okkar frekar þau að við ráðum ekkert við krónuna okkar og gengi hennar sem nánast hopp- ar og skoppar stjórn- laust.“ Samkvæmt fréttum þessa dag- ana áætla menn aö útgerðin geti tapað 13 milljörðum á þessu ári vegna gengistaps eins og það er orðað. Við þetta bætist svo tap á útgerðinni vegna dýrari olíu sem getur hækkað verulega og enn meira út af stríði sem er á næsta leiti. Ef allt fer á versta veg þá hefur stórútgeröin enga lausa peninga afgangs næsta árið eða lengur til að borga af öllum skuldunum vegna kaupa á kvóta. Daglegt tap verður svo mikið. Samkvæmt opinberum skýrsl- um skuldar útgerðin í dag sam- tals um 200 milljarða. Mjög stór hluti þess eru erlendar skuldir sem lækka að vísu í krónum með bandarískum dollara á svona 77 krónur. Það hjálpar. Samt fer allt um koll og núverandi kvótakerfi líka ef tap útgerðarinnar verður 13 miljarðar á þessu ári eins og spáð er. Svo gæti tapið orðið meira með dýrari olíu. Þá tapa allir aðrir líka á 77 kr. dollara sem selja útlendingum, svo sem ferðamannaþjónustan sem mjög margir lifa orðið á um allt land. Það eina sem mun áfram skapa arð á íslandi næstu árin með sama áframhaldi er álið og fram- leiðsla á því. Álið hér á landi er utan við okkar hagkerfi. Bæði Alcan í Straumsvík og Norðurál í Hvalfirði græddu mjög vel á síð- asta ári og munu væntanlega græða enn meira næstu árin. Er Stalm her? Guðjón Guðmundsson skrifar: Alltaf skulu vinstrimenn vera að vasast í kosningafyrir- komulagi hjá sjálfstæðismönn- um: Þeir eru með per- sónunjósnir, ætla að fylgjast með skráningu á kjörstað, við mótmælum, segja þeir. Þetta skeður kosningar eftir kosn- ingar. Og sjálfstæðismenn halda sínum vinnubrögðum, þeir halda utan um sitt fólk, sína kjósendur. Það m.a. þess vegna sem þeim helst á kjós- endum sínum. En auðvitað ekki bara þess vegna. Vesal- ings áhangendur vinstriflokk- anna, alltaf hræddir um að einhverjir séu að njósna um þá. Alveg eins og í Sovét hér áður. Alltaf á nálum, enginn má vita um fortíð þeirra, hún er þeirra leyndarmál. Ekki að furða. En Stalín er ekki hér. Ekki lengur. A kjörstað - ekki horfa á mig ... Stórútgerðir í vanda „verða að selja kvótann upp í skuldirnar '. Þessi fyrirtæki eru í hagkerfi bandaríska dollarans og innlend- ar sveiflur hér hafa lítil sem eng- in áhrif. Þeim kemur gengi krón- unnar varla við sem nokkru nem- ur. Dollaraverð á áli ræður öllu hjá Alcan og Norðuráli. Myndi evran bjarga? í dag er vandamál okkar það að við höfum ekki enn tekið upp evr- una. Ef við værum komin inn á evrusvæðið væru vextir hér helmingi lægri en þeir eru nú. Raunar væri allt annað verðlag líka lægra. í dag segja daglegar fréttir okkur að vextir bankanna hér á landi séu helmingi of háir. Svo eru stýrivextir Seðlabanka okkar líka tvöfalt hærri en stýri- vextir evrunnar eru hjá Seðla- banka Evrópu í dag. Okkur hefur ranglega verið sagt síöustu árin að stór vanda- mál kæmu yfir okkur ef hér væri tekin upp evra. Þetta er ósatt. í dag eru vandamál okkar frekar þau að við ráðum ekkert við krónuna okkar og gengi hennar sem nánast hoppar og skoppar stjómlaust. Svíþjóð er á góðri leið með að taka upp evruna í dag - hefur í raun þegar lækkað vexti sina í samræmi við evruvextina. Við það lækkuðu þeir stórlega og eru í dag svona helmingi lægri en hér á landi fyrir vikið. Svo er engin verðbólga í Svíþjóð og hallalaus ijárlög. Þetta skapar stöðugleika og miklu lægra verðlag. Biðjum um evruna Núna standa yfir viðræður við Evrópusambandið um stækkun þess til austurs og áhrif þess á EES-samning okkar. ESB vill hækkun á greiðslum okkar til sambandsins með hliðsjón af því sem aðrir greiöa. Við eigum að samþykkja hærri greiðslu en fá evruna á móti. Það eru góð skipti. Milljarður sparast mánaðarlega Um leið og við fáum evruna greiðum við einum milljarði minna mánaðarlega í vexti til út- landa eða 12 milljarða minni vexti árlega - borgum þá innan- lands vexti evrunnar sem eru lág- ir þar sem við erum á evrusvæð- inu sjálfu. Einnig myndi þetta ok- urvaxtakerfi sem hér er rekið í dag hrynja á einum degi. Stóru skuldugu útgerðirnar gætu jafn- vel flotið áfram og borgað af kvótaskuldum sínum. Þær missa kvótann að óbreyttu í dag ef þær greiða ekki lengur af lánum vegna kvótakaupanna. Verða að selja kvótann upp í skuldirnar. Algengt er að stóru útgerðirn- ar skuldi hver um sig 8 milljarða. Engin útgerð bjargar þannig skuld lengi tekjulaus með 77 kr. dollara. - Það getur því farið svo að kvótamenn heimti evruna meira en allir aðrir sér til bjarg- ar. Eignaskatturinn er svo enn eitt dæmiö - Skatturinn tekur sitt áöur en fólk eignast eölilegt hlutfall í fasteign sinni, miöaö viö verðgildi hennar, samkv. mati. Úrbætur í skattamálum launþega Elín Birna Arnadðttir skrifar: Segja má að gelli hæst í tómri tunnu í skattamálunum. - Nú lofa stjómmálamenn sem fyrr skatta- lækkunum til hins almenna laun- þega hver um annan þveran, nái þeir til þess umboði í komandi kosningum. Sjálfstæðismenn gera út á það að við ofangreind - stærsti hluti launþega - séum svo fáfróð að við skiljum ekki hvernig skattamál hafa þróast á undan- fömum árum. Forsætisráðherra segir að um skatta“lækkanir“ hafi verið að ræða síðustu ár. En skoðum nú raundæmi þeirra „lækkana", því þar hefur hinn al- menni launþegi verið algjörlega sniðgenginn. - Stórfyrirtæki og fjármagnseigendur hafa notið skattalækkana - tekjuskattur þeirra hefur lækkað úr um 30% niður í 18%, um tæplega helming. Einnig lækkaði fjármagnstekju- skattur og eignaskattur þeirra. „Það erum við, almennt launafólk, sem höfum með aukinni skattbyrði staðið undir skattalækk- unum stórfyrirtœkja og fjármagnseigenda. “ Frá árinu 1995 hefur hins vegar skattbyrði launafólks og lífeyris- þega þyngst verulega, allt frá því að tenging persónuafsláttar og vísitölu var afnumin. Framreikn- að frá þeim tíma ætti persónuaf- sláttur einstaklinga nú að nema um 40 þús. kr. í stað 26 þús. kr. eins og nú er og skattleysismörk að vera um 90 þús. kr. í stað 70. þús. kr. eins og nú er raunin. Það erum við, almennt launa- fólk, sem höfum með aukinni skattbyrði staðið undir skatta- lækkunum stórfyrirtækja og fjár- magnseigenda. Er það réttlátt, að „litlu þúfurnar" séu skikkaðar til að standa undir svo þungu fargi? Þar fyrir utan hafa barnabætur verið svo skertar með tekjuteng- ingu að einungis örfáir njóta þeirra að fullu. Þar krækir skatt- urinn enn í milljarða króna sparn- að sem bitnar á barnafólki. Eignaskatturinn er svo enn eitt dæmið, hvað varðar hækkanir á landsvísu og þess verðgildis sem einstaklingur eða hjón mega eiga umfram skuldir í sinni fasteign. Þar tekur skatturinn sitt, löngu áður en fólk hefur eignast eðlilegt hlutfall í fasteign sinni, miðað við verðgildi eignarinnar, samkvæmt mati. Nú eigum við, launþegar, að sitja fast við okkar kröfur um úr- bætur - leiðréttingu á okkar hag til jöfnunar. Ekki seinna en strax. Kristján Einarsson skrifar Arnar Sigurmundsson. Hann hefur ekki sést í háa herrans tíð á skjánum, for- maður Samtaka fiskvinnslunnar, hann Amar Sigur- mundsson, sem stjómaði grátkór gengislækkana hér áður fyrr. Nú er hann kominn í gagnið á ný. Hann var á skjánum í fréttum nýlega og boðaði hörmungar í landvinnslunni ef ekki rættist úr með að rýra krónuna á ný. Þetta væri voöalegt ástand, sagði hann, nú væm ríkisaðgerðir víst liðin tíð en þá væri að herja á Seðlabankann með lækkaða vexti og auðvitað helst að fá að bora enn frekar í krónuna því hún væri alltof sterk eins og hún væri. - Já, er ekki bara timi til kominn að fá okkar gömlu verð- bólgu og gengislækkun í gang aftur? Við verðum að „standa með“ fisk- vinnslunni, er það ekki? Olíuskjöldumírak Friðrik Guðmundsson skrifan Vlð íslendingar ætlum okkur gjaman stóran hlut í sögunni. Eins og núna, í miðju íraksmálinu, er ákveðinn hópur fólks á þönum, aðal- lega í Reykjavík, heldur fundi, og hamast við að hælbíta Bandaríkin. Einhverjir hafa farið héðan til að skakka leikinn í Austurlöndum nær, tveir til Palestínu til að hjálpa stríðshijáðum en hafa snúið heim aftur í velsældina. Og þykjast sleppa vel. Drengur einn fór til íraks til að gerast „mannlegur skjöldur". Vildi fá að vemda fólkið gegn sprengjum Amerikana. Honum var hins vegar skipað að standa annars staðar. Vera olíuskjöldur. Það vildi hann ekki. Og nú er hann farinn frá írak, drengurinn sá. Hann fór, sá og tap- aði. Tætbigsflð í fpamboð Sveinn Sveinsson skrifar: Ur grasrótinni - úr mann- mergðinni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. - Að fá almennilega og trausta fulltrúa inn á Alþingi! Og haldiði ekki að það auki traust manna á löggjafar- samkomunni þeg- ar þeir, eru komn- ir inn aftur, þeir Ingi Bjöm Alberts- son, Guðmundur G. Þórarinsson og Stefán Benediktsson (hvar hefur hann nú veriö allan tímann?)? Og svo allir hinir; Baltasar, Kristjana Samper, Valdimar Jóhannesson, Bárður Halldórsson og menningar- vitamir, Flosi, Bubbi og Sigurður A. Magnússon.. Yrði sannkallað heima- vamarlið, beint úr grasrótinni, og mannmergðinni. Ég myndi hins veg- ar kalla þetta tætingslið sem er búið að nýta til fullnustu, sem dugði ekki þá og dugar ekki nú. Gnein Árna Bergmanns Leiðrétting Grein Áma Bergmanns rithöfund- ar, „Þið emð á móti öllu“, sem birt- ist sL þriðjudag, varð fyrir því hnjaski í vinnslu að feitletrað upp- haf greinarinnar átti við mynd sem greininni fylgdi en sá texti sem und- ir myndinni stóð var í raun upphaf greinarinnar. Þetta skeði vegna mis- taka í vinnslu og era Ámi og lesend- ur DV beðnir afsökunar. Glöggir les- endur og áhugamenn um þjóðmál kunna hins vegar að hafa áttað sig á að þama mátti greina viðsnúning, og hann nokkuð augljósan. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 ReyRjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.