Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 12
12 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 BNA dpaga úr orða- skakinu gegn Sýrlandi Colin Powell, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, reyndi í gær aö draga aðeins úr ótta manna í Mið-Austurlöndum um að Banda- ríkjamenn ætluðu sér að ráðast til atlögu gegn Sýrlandi og íran, í kjölfar auðunnins sigur í barátt- unni við íraksher. „Það er ekki til neinn listi, það eru ekki uppi nein áform um að ráðast á annað land, hvorki til að steypa stjórnvöldum né til að koma á lýðræðisskipulagi," sagði Powell við fréttamenn. Bandarískir ráðamenn hafa undanfama daga verið óþreyt- andi að hafa í hótunum við Sýr- lendinga sem þeir segja að séu að reyna að koma sér upp gjöreyð- ingarvopnum. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eft- ________irfarandi eign:____ Múlavegur 6, Seyðisfirði, þingl. eig. Björn Björgvin Halldórsson og Jón- borg Valgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Vá- tryggingafélag íslands hf., miðviku- daginn 23. apríl 2003 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á SEYÐISFIRÐI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- ______um sem hér segir.____ Árskógar 20, Austur-Héraði, fastnr. 217-5461, þingl. eig. Emil Jóhann Árnason, gerðarbeiðendur Austur- Hérað og íbúðalánasjóður, þriðjudag- inn 22. apríl 2003 kl. 14.00. Miðvangur 1-3 hl. 02.02, Austur-Hér- aði, þingl. eig. Karl Gústaf Davíðsson og Davíð Jóhannesson, gerðarbeið- andi Austur-Hérað, miðvikudaginn 23. aprfl 2003 kl. 11.00,______ Skálar, Vopnafirði, þingl. eig. Ægir Kristinn Sævarsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, þriðjudag- inn 22. aprfl 2003 kl. 16.30. SÝSLUMAÐURINN Á SEYÐISFIRÐI . REUTERSMYND Ulfaldinn hvílir sig í skjóli dáta Úlfaldargeta líka oröið þreyttir. Aö minnsta kosti þurfti úlfaidinn á þessari mynd aö leggjast á malbikiö viö gaddavírs- giröinguna sem bandarískir hermenn hafa sett upp nærri einni af höllum Saddams í Bagdad. Sex féllu í átökum gærdagsins á Gaza ng Uesturbakkanum - Sharon boðar viðræður við nýkjörinn forsætisráðherra Palestínu Aö sögn talsmanns Israelska hers- ins féllu þrír ísraelar og þrlr Palest- ínumenn I átökum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum I gær og þar á meðal liðsforingi úr ísraelska hern- um. Liðsforinginn mun hafa fallið þeg- ar til skotbardaga kom milli ísra- elskar hersveitar og þriggja palest- ínskra liðsmanna Al-Qassam-her- deildarinnar snemma í gærmorgun, en ísraelska hersveitin hafði um- kring hús þeirra og skipað þeim að gefast upp. Þegar Palestinumennirn- ir gengu út úr húsinu dró einn þeirra upp byssu og skaut liðsfor- ingjann til bana auk þess sem hann særði annan ísraelskan hermann. Eftir skothríðina tókst honum að flýja inn I nálæga byggingu þar sem hann var loks yfirbugaður og skot- inn til bana eftir nokkurra klukku- stunda umsátur. Tveir palestínskir borgarar munu einnig hafa særst í átökunum. Á Gaza-svæðinu féllu tveir ísra- elskir verkamenn þegar palestínskur byssumaður hóf skothríð við ísra- elska varðstöð en að sögn sjónar- votta mun honum einnig hafa tekist að kasta handsprengjum að varð- stöðinni áður en ísraelskir öryggis- verðir skutu hann tO bana. Annar Palestínumaður var skot- inn til bana í bænum Rafah á Gaza- svæöinu í gær og að sögn talsmanns ísraelska hersins var þar um að ræða háttsettan liðsmann hinna her- skáu Jihad-samtaka. Annars staðar í Nablus handtók ísraelsk hersveit Kamil Abu Hnesh, helsta foringja hinnar herskáu Al- þýðufylkingar, PFLP, á Vesturbakk- anum. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagði í blaðaviðtah í gær að hann stefndi að því að bjóða Mahmoud Abbas, nýkjörnum forsæt- isráðherra palestínsku heimastjórn- arinnar, til viðræðna strax og Abbas hefði formlega tekið við embætti. -20% afsláttur af dekkjum Ef þú lætur umfelga hjá okkur fyrir Páska þá færðu -20% afslátt af dekkjum. Líttu við, það borgar sig. Allra augu beinast að Chirac og Blair í dag Þegar leiðtogar Evrópuríkja hittast í Aþenu á Grikklandi í dag, í fyrsta skipti frá því Banda- ríkjamenn og Bretar réðust inn í írak, munu allra augu beinast að þeim Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Jacques Chirac Frakklandsforseta til að sjá hvort þeir hafi grafið stríðsöx- ina vegna ágeinings um stríðið. „Handaband eða að minnsta kosti góð líkamstjáning þegar þeir hittast fær okkur alia til að anda léttar," sagði grískur emb- ættismaður í gær. Ýmislegt þykir benda til að vel muni fara á með þeim Blair og Chirac í dag. Þar skal fyrst telja að í gær töluðust þeir Chirac og Bush Bandaríkjaforseti við í síma, í fyrsta sinn í tvo mánuði. Níu manns létust í Hong Kong í gær Alls níu manns létust úr SARS- lungnabólgunni i kínversku borg- inni Hong Kong í fyrradag og hafa dauðfóll á einum sólarhring ekki verið fleiri í borginni tU þessa. Þrjú hinna látnu voru ungar konur innan við þrítugt og að sögn heUbrigðisyfírvalda voru þær áður við góða heUsu. Ein þeirra var ófrísk og mun hafa gengist undir keisaraskurð eftir að hafa greinst með flensuna tU þess að bjarga baminu. Yfirvöld hafa af því miklar áhyggjur að mun yngra fólk smitast nú af SARS-vírusnum en áður. Slettumenn enn í steininum Mennirnir tveir sem slettu rauðri málningu á And- ers Fogh Rasmus- sen, forsætisráð- herra Danmerkur, fyrir skömmu hafa verið úr- skurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald næstu fjórtán daga I héraðsdómi Kaup- mannahafnar. Kjarnopkuviönæöun ettip páska Sendimenn Bandaríkjanna, Norður-Kóreu og Kína munu hitt- ast í Peking í næstu viku til að ræða meint kjarnorkubrölt Norð- ur-Kóreumanna. Öl og peykup tæma buddup Bjór og sígarettur eru þeir vöruflokkar sem Norðmenn eyða mestum hluta tekna sinna í, að sögn blaðsins Nationen. Vantap fé til matvælakaupa Matvælaaðstoð SÞ hefur þegar keypt mikið af matvælum handa írökum en stofhunina bráðvantar meira fé til kaupanna. Mopöinginn fékk 18 áp Morðingi hollenska stjórnmála- mannsins Pims Fortuyns var dæmdur til 18 ára fangelsisvistar í rétti í Amsterdam í gær. Bush á leið í páskafpí George W. Bush Bandaríkjaforseti heldur til búgarðs síns í Crawford í Texas í dag til að eyða þar páskafrí- inu. Áður en hann heldur af stað mun hann þó und- irrita og gera að iögum fjárveit- ingu til stríðsins í Irak upp á 79 milljarða dollara. Njésnafopingi í Sýplandi Fyrrum yfirmaður írösku leyniþjónustunnar er talinn hafa leitaö hælis í Sýrlandi, að því er bandarískur embættismaður greindi frá í gær. Rumsfeld hyggup á ípaksfepð Donald Rums- feld, landvarna- ráðherra Banda- ríkjanna, hyggst leggja land undir fót og heimsækja írak á næstunni til aö kanna að- stæður af eigin raun. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvenær farið verður. Danadpottning í beinni Margrét Þórhildur Danadottn- ing hélt upp á afmæli sitt í morg- un með því að koma fram á sval- ir Marselísborgarhallar til að taka á móti kveðjum almennings. Athöfnin verður í beinni útsend- ingu í sjónvarpi. Blix spáip í fpamtíðina Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlits SÞ í írak, gengur á fund Ör- yggisráðsins í næstu viku til að reifa þar framtíö vopnaeftirlits- ins. Margir stjórnarerindrekar vilja ólmir að eftirlitsmenn fari aftrn- til íraks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.