Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 DV Fréttir DV-MYNDIR HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR Sumariö örugglega komlö Einmuna veöurblíöa var á Egilsstööum í gær. Fyrir nokkrum dögum ríkti hávaöavetur á Austurlandi og snjóaöi. En vet- ur konungur hefur losaö tökin á landsmönnum aö því er viröist og sumariö haldiö innreiö sína fyrir futtt og fast og þá getur oröiö heitt á Austuriandi. Þaö var létt yfir Austfiröingum í blíöunni. Þau Björn Malmquist, forstööumaöur Ríkisút- varþsins á Egilsstööum, og Edda Óttarsdóttir fréttamaöur tóku kaffibollana með sér út og gáfu sér tíma til aö slaka örlítiö á í góöa veörinu Hiti var rúmlega 15 stig á Egilsstööum og alls staöar var fólk aö njóta veöurblíöunnar. Pilturinn sem fannst látinn í Torfalækjarhreppi: Gagnrýnt hversu seint var bruðist við að hefja leit Nokkrar ábendingar hafa borist um aö óeðlilega seint hafi veriö brugðist við með að hefja leit að Viktori Guðbjartssyni, sem síðan fannst látinn skammt frá bænum Hæli í Torfalækjarhreppi á þriðju- dagskvöldið. Var Viktors saknað á laugardag, en lýst var eftir honum á mánudag. Félagar í Björgunarfé- laginu Blöndu voru síðan ekki kallaðir út til leitar að honum fyrr en um miðjan dag á mánudag. Zophonías Arni Lárusson, formað- ur Björgunarfélagsins, staðfesti í samtali við DV í gær að beðið hefði verið eftir ákvörðun lög- reglu um að hefja leit, en það var síðan svæðisstjórn sem óskaði eft- ir að sveitin yrði kölluð út. „Það var gert í fullu samráði og umboði lögreglu," sagði Zophonías. Hann segir að sveitin vinni alltaf í umboði lögreglu og fari ekki að eigin frumkvæði af stað í leit. - „Viö verðum að gera það í samráði við lögreglu og svæðis- stjóm.“ Hann vildi ekki kveða upp úr með hvort eðlilega hafi verið staðið aö útkalli eða ekki. Þaö væri hlutverk lögreglu að svara því. Kristján Þorbjömsson, yfírlög- regluþjónn á Blönduósi, vildi ekki tjá sig um hvort viðbrögö vegna leitar hafi verið með eðlilegum hætti eða ekki, en staðfesti að lög- regla hefði haft vitneskju um mál- ið á laugardag. Hann sagði að ver- ið væri að rannsaka dánarorsök piltsins. Heimildum DV her saman um að pilturinn hafi tekið bíl trausta- taki á Blönduósi aðfaranótt laug- ardags. Var síðan ekið í átt að Giljá á Húnavöllum og samkvæmt heimildum DV varð eigandinn ferða bílsins var og elti hann á annarri bifreið. Mun bíinum hafa verið ekið upp að sumarbústað skammt frá Giljá og síðan að Húnavöllum. Þegar eigandinn kom að bifreiðinni mun pilturinn hafa hlaupið út í móa þar í grenndinni. Er eigandinn þá sagð- ur hafa tekið bifreiðina og ekið á brott. DV hringdi í símanúmer eiganda umræddrar bifreiðar og var tjáð að þar yrðu alls engar upplýsingar veittar um þetta mál. Oljósar fregnir eru af því hvað varð um piltinn eftir þetta, en hann mun hafa verið illa klæddur til útiveru. Fullyrt er að ættingjar hafi svip- ast um eftir honum um helgina, en faðir piltsins er í stjórn Björg- unarfélagsins Blöndu. Samkvæmt upplýsingum DV, höfðu aðrir björgunarsveitarmenn þá vit- neskju um hvarf piltsins og settu sig í samband við lögreglu. Vildu björgunarsveitarmenn hefja leit mun fyrr en gert var, án þess þó að lögð hafi verið fram formleg beiðni um slikt. Það er svo ekki fyrr en á mánudag að lögregla til- kynnir að piltsins sé saknað og leit hófst sama dag. Var þá leitaö í nágrenni Húnavallaskóla. Var leit síðan haldið áfram á þriðjudag og fannst pilturinn eins og fyrr segir látinn um klukkan 6 á þriðjudags- kvöld. -HKr. Sjúkraflutn- ingamaður sýknaður Hæstiréttur sýknaði í gær sjúkra- flutningamann sem sakaður var um að hafa áreitt konu kynferðislega þegar hún var flutt með sjúkrabif- reið á sjúkrahús í ágúst 2001. Hann hafði verið dæmdur i níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári. Konan sak- aði hann um að hafa sleikt brjóst sín og káfað á kynfærum sínum í sjúkrabílnum á meðan var verið að flytja hana á spítala eftir að hún hafði reynt að svipta sig lífi. Konan bar fyrir dómi að hún hefði tekið lyf umrætt kvöld þar sem henni hefði liðið iiia og langað til að deyja. í niðurstöðu héraðsdóms sagði að framburður konunnar væri helsta sönnunargagniö í málinu og hún hefði verið staðfost í ffamburöi sín- um en þó hefði ráðið úrslitum að samkvæmt DNA-rannsókn hefði munnvatn úr manninum greinst á vinstra brjósti hennar. Taldi héraðs- dómur aö önnur skýring en sú að maðurinn hefði sleikt brjóst hennar væri fjarlæg og var hann því sak- felidur. Bæði saksóknari og veijandi voru hins vegar sammála um þaö fyrir Hæstarétti að héraðsdómur hefði oftúlkað niðurstöður DNA-rannsókn- arinnar. Hæstiréttur taldi að þegar litið væri til lýsinga mannsins á því hvað honum bar aö gera og athöfh- um hans í greint sinn þætti ekki úti- lokað að eölilegar skýringar gætu verið á því að DNA-sniö úr honum hefði fundist á vinstra brjósti kon- unnar, hvort sem það væri komið úr munnvatni hans eða á annan hátt. Annarra gagna naut ekki við um ætlað áreiti mannsins og því taldi dómurinn að ekki yrði útilokað að konan hefði getaö mistúlkað athafn- ir hans. Hæstiréttur gerði nokkrar athugasemdir við mat héraðsdóms um sönnunargildi framburðar kon- unnar og taldi hugsanlegt að það væri ekki rétt að öllu leyti. Sagði í dóminum að hreyfa mætti við því að ómerkja ætti héraðsdóm og vísa málinu til nýrrar meðferðar þar fyr- ir dómi. Hins vegar þóttu ffaman- greind sönnunargögn málsins metin í heild ekki nægileg til þess að dóm- ur yrði á þeim reistur um sakfell- ingu mannsins og talið var aö end- urtekið mat héraðsdóms á sönnun- argildi ffamburðar hennar gæti ekki haft áhrif á þá niðurstööu. Hæsti- réttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt mannsins og var hann því sýknaður. -EKÁ Ný ásýnd Nýtt merki Loftleiöa lcelandic af- hjúpaö á Hótel Nordica í blíöunni í gær. Þaö geröi Grétar Br. Kristjáns- son, varaformaöur stjórnar Flug- leiöa, en Grétar var um árabil einn af æöstu stjómendum Flugleiöa. Meö honum er Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiöa. Nýtt merki Loftleiða lcelandic Afhjúpað á Hótel Nordica í gær var nýtt merki Loftleiða Icelandic afhjúpað við hátíölega at- höfn á Hótel Nordica í Reykjavík. Loftleiðir ehf. eru dótturfélag Flug- leiða og annast leiguflug víða um heim. Loftleiðir og Flugfélag íslands voru sem kunnugt er flugfélögin tvö sem sameinuöust 1973 í Flug- leiðum. Nokkur ár eru síðan innan- landsdeild Flugleiða var gerð aö sérstöku fyrirtæki sem heitir Flug- félag íslands og fyrir nokkru var leiguflugsdeild Flugleiða gerð aö sérstöku fyrirtæki sem hefur nú fengiö nafnið Loftleiðir Icelandic. Þessi tvö sögufrægu fyrirtækjanöfn eru því bæði komin aftur í umferð þó starfsemin sé ólík því sem var hjá Loftleiðum og Flugfélagi íslands fyrir meira en 30 árum. í dag eru liðin 33 ár frá því fyrsta DC-8 þota Loftleiða lenti á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðir Icelandic annast nú leiguverkefni.fyrir aöila í Evrópu og Norður- og Mið-Ameríku með samtals fjórum til fimm Boeing 757 flugvélum sem reknar eru á flug- rekstrarskírteini Icelandair. Þá hef- ur félagið gert tvo leiguflugssamn- inga um flug á Boeing 767-flugvél- um og mun fyrsta vélin af þeirri tegund bætast í flotann í næsta mánuði._________________-GG Pétur í stól Jóns? Skorast ekki undan „Ég mun ekki skorast undan, verði til mín leitað. Þetta er mjög spennandi málaflokkur,“ sagði Pétur H.Blöndal alþingismaður þegar DV spuröi hann í morgun hvort hann hefði áhuga á að setj- ast í stól heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðherra í næstu ríkis- stjóm. Málefnavinna stendur enn í viðræðum um áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Að henni lok- inni snúa menn sér að persónum og leikendum, þ.e. skiptingu ráðuneyta og hver gegni hvaða ráðherraembætti. Meðal fram- sóknarmaxma er töluverður þrýstingur á að Halldór Ásgríms- son verði forsætisráðherra, ef ekki strax þá á miðju kjörtíma- bili. Myndi Davíð Oddsson þá víkja úr stólnum á einhverjum tímapunkti. Hins vegar er ekki búist við miklum breytingum á skiptingu ráðuneyta. Þó hefur það oftlega verið nefnt að flokk- amir skiptist á heilbrigðis- og menntamálaráðuneyti. Hefur nafn Péturs H. Blöndals þá komið upp en hann segist hafa mikinn áhuga á heilbrigðis- og trygginga- málum enda tryggingafræðingur. Hefur Hjálmar Arnason verið nefndur sem mögulegur mennta- málaráðherra. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.