Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 22
22 Helcjarblaö H>V LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 kíkt í snyrtibudduna i Líkamssprei frá Victoria’s Secret „Vinkona min keypti . þetta líkamssprei handa mér í á ® \ New York en það heitir Love spell w ''Wy~ * og er frá Victoria’s secret. Það er algjör sumarlykt af því, svona fersk ávaxtalykt, og ég mun sem sagt aldeilis geta ilmað vel með þessu í sumar.“ ti.O Hunangsgyllt sólbrúnka „Ég hef ekki prófað mörg sólbrúnkukrem enda var ég strax svo ánægð með Ho- ney glow sólbrúnkukremið frá Kanebo að ég hef haldið mig við það. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga svona sólbrúnkukrem til að hressa upp á húðlitinn i stað þess að fara í ljósabekkina." Juicy tub frá Lancöme „Þetta gloss frá Lancöme nota ég dagsdaglega. Það er á litinn eins og melóna og bragðast þannig líka.“ Texture mousse „Ég læt alltaf klippa mig á Mojo, enda besta stof- an í bænum að minu mati. Þar kaupi ég líka þessa hárfroðu sem gefur hárinu ferskleika og lyftingu. Það er einhvers konar fersk hárstofulykt af þessari froðu." Sólarpúður frá Guerlain „Þetta sólarpúður frá Guerlain nota ég á kinnarnar en dagsdaglega er ég lítið máluð. Ég legg meira upp úr þvi að ilma vel og set svo bara á mig gloss.“ Nína Björk Gunnarsdóttir kláraði Ijós- mijndanám hjá Sissu síðastliðið vor og hefur síðan þá verið að mgnda aðeins fgrir Fróða. Nína sést þó einnig hinum megin linsunnar þvíhún hefur starfað sem Ijásmyndafgrirsæta ímörg ár. Sjálf tekur hún aðallega svarthvítar mgndir og stefnir fljótlega á meira nám á sviði Ijós- mgndunar. DV fékk að kíkja ísngrti- buddu Nínu sem segist regndar leggja meira upp úr þvíað ilma vel en mála sig. DV-myndir Hari Anna og Erla taka á móti viðskiptavinum í nýju stílistastofunni sem var opnuð í gær. Þar er hægt að fá ráð- gjöf varðandi fatavalið. Allar konur geta verið dásamlega fallegar Ng stílistastofa tók til starfa íversluninni Debenhams ígær. Þar gefst konum kostur á að hafa stílista sér við hlið þegar fötin eru mátuð - og njóta leiðsagnar um fatastílinn. Markmið er að konum líði vel íþeim fatnaði sem þær velja. Verslunin Debenhams hefur verið með stílráðgjöf í rúmlega eitt og háift ár þar sem viðskiptavinir hafa fengið ráð- gjöf með snið, liti og fatasamsetningu sér að kostnaðarlausu. Viðtökumar hafa verið góðar og þess vegna var ákveðið að stækka aðstöðuna og auka þægindin með nýrri stílstofu, sem opnaði formlega í gær. Anna Toher, þjónustustjóri í Debenhams, segir nýju stí- ilistastofuna í raun útvíkkun á þeirri þjónustu sem hefur verið í boði. Ráðgjöf um fataval sé ekki ný af nálinni í versl- uninni og þekkt er að konur geta fengið nákvæma mælingu fyrir kaup á réttri stærð af brjóstahaldara. Anna segir engan vafa leika á því að stílistastofan eigi eft- ir að nýtast mörgum konum. „Margar konur þekkja þann vanda að velja réttan fatnað og því miður er alltof algengt að konur kaupi eitthvað sem þær nota svo aldrei. Við vilj- um koma í veg fyrir.það og aðstoða konur við að kaupa réttu fótin. Við leggjum mikið upp úr því að konunni líði vel á meðan hún er að máta og nýtur aðstoðar stíilista sem hjálpar henni að velja snið og íiti,“ segir Anna. Hægt verður að bóka tíma í nýju stíilistastofunni og segir Anna ekki óvarlegt að áætla að fyrsti tíminn taki allt að einni og hálfri klukkustund. Ef konur kjósa þá eru upplýsingar um þær færðar í spjaldskrá og þá getur næsta heimsókn tekið mun styttri tima. „Það gefur konunni lika möguleika á að hringja á undan sér og biðja okkur að frnna fatnað sern hentar einhverju sér- stöku tilefhi," segir Anna. Þá geta konur komið með stak- ar flíkur með sér, til dæmis upp- áhaldssparipilsið, og fengið að- stoð viö að flnna flíkina sem pass- ar við. Stílistinn veitir alla almenna ráðgjöf við heildarútlit og segir Anna að þaö hafi nokkuð oft komið fyrir að konan hafi gengið út sem „ný manneskja." „Það veitir okkur mikla ánægju að sjá konuna ganga ánægða út - hún hefúr kannski breytt alveg um fatastíl eða fúndið sinn rétta stíl aftur. Það er nefnilega býsna algengt að konur upp- götvi eitthvað nýtt þegar þær njóta að- stoðar. Sumar konur eru vanar að fara beint í svarta rekkann og veija eitthvað „öruggt." - en það þarf ekki endilega að vera sá klæðnaður sem fer konunni best,“ segir Anna. Konur á öllum aldri eru velkomnar á stilistastofuna enda segir Anna versiunina hafa það að markmiði að vera með fatnað fyrir alla hópa. Stór númer eru líka á sinum stað. „Við viljum að konur lifi lífinu lifandi og þeim líði vel í þeim klæðnaði sem þær velja sér. Það er engin spuming að allar konur geta verið dásamlega fallegar," segir Anna. Debenhams hefur auk þess tekið upp snyrtivörulínuna Mac sem nýtur nú gríðarlegra vinsælda erlendis og hefúr að sögn Önnu verið beðið með eftirvæntingu. Þar geta konur líka fengið góða ráðgjöf um allt er viðkemur fórðun. í snyrti- vörudeildinni er að fmna „vin“ sem er snyrtistofa Kanebo og þar er veitt öll almenn snyrtiþjónusta og húðmeðferðir fyrir sál og líkama. Anna Tolier, þjónustustjóri Debenhams, spjallar við viðskiptavin í nýju stílistastofunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.