Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Page 33
LAU GARDAGUR 17. MAÍ 2003 Helqarblacf JZ>"V Flaggað á Flúðuin Anne, Vigdis, Else, Gunn Marit, Mildrid og Marit munu halda upp á þjóðhátíðardag Norðinanna á Flúðum í dag. Konurnar hafa búið mislengi á íslandi en eiga það allar sameiginlegt að eiga íslenska eiginmenn og ættir að rckja til Noregs. Norskir ríkisborgarar Það kemur í ljós að konurnar reyna flestar að halda í norska siði, t.d. hvað matarvenjur varðar, og eru aldrei ánægðari en ef geitaostur og lefsur eru á borðum, en slíkt gerist þó ekki í hverri viku, enda segja þær geitaostinn vera rándýran hér á íslandi. Börnunum kenna þær einnig norsku og fylgjast með fréttum frá heimalandinu á netinu. „Ég er norsk. Ég er norskur ríkisborgari og ég ætla aldrei að fá mér íslenskan ríkisborgararétt. Ég einfaldega þori það ekki því er ég er að biða eftir olíuauðnum,“ segir Marit og skellihlær, en hún segist þó alveg geta verið án geitaostsins á íslandi. Hún borði hann bara þegar hún fer til Noregs og Mildrid tekur undir það. „Ég held maður afsali upprunanum ekkert, sama hversu lengi maður býr hérna. Það eina sem maður græðir á því að fá sér íslenskan rík- isborgararétt er að geta kosið til Alþingis,“ segir Vigdis og það er greinilegt að þær hafa engan sér- stakan áhuga á því. Sveitarstjórnarmálin skipta þær hins vegar þeim mun meira máli. „Það mætti leggja meira í betri vegi og meira malbik," segir leigubílstjórinn Gunn. „Það er margt sem maður myndi vilja að væri öðruvísi hér en þegar meirihlutinn af tekjum sveitarinnar fer í skóla og leikskóla þá er náttúr- lega ekkert eftir til að gera rnikið," segir Marit og bendir á að henni finnist oft alltof mikið lagt í byggingu á slíkum stofnunum þegar hægt væri að eyða minna í húsakostinn og frekar styrkja starfsemina sem fram á að fara í húsnæðinu. Hún heldur áfram: „Það sem vantar hér á Flúðum númer eitt tvö og þrjú er betri ferðaþjónusta. Það vantar t.d. betri sundlaug hérna og almennilegt tjaldsvæði. Það er svo veðursælt hér að það er hægt að selja margt bara út á veðrið.“ Norsarargrínið orðið þreytt „Það hefur gríðarlega margt breyst hér á Flúð- um síðan ég kom hingað. Mér fannst ég t.d. vera alveg ofboðslega langt úti í sveit í byrjun en í dag skreppur maður bara í bæinn eins og ekkert sé, enda búið að malbika hingað upp eftir. Það er þó alls ekki víst að ég hefði komið hingað til Flúða hefði ég vitað að það væru 100 km til Reykjavík- ur. Ég hafði nefnilega talað við Marit í gegnum síma áður en ég kom hingað og hún sagt mér að Flúðir væru 10 km frá Reykjavík og mér leist mjög vel á þaö. En hún mismælti sig og sagði 10 km í stað 100 km þannig að þetta var hálfgert sjokk fyrir mig að koma hingað,“ segir Elsie en Marit toppar sögu hennar: „Þegar ég kom hingað fyrst þá var ekki einu sinni búð hérna og ég gat ómögulega séð fyrir mér hvernig maður átti að lifa af hérna. Tengda- mamma þurfti að hugsa heila viku fram í tímann hvað hún ætlaði að hafa í matinn og vera mjög skipulögð varðandi matarinnkaupin. Hún sendi mjólkurbílstjórann með lista í Kaupfélagið og hann skutlaði vörunum til hennar. Ég hefði aldrei getað verið svona skipulögð.“ „í dag höfum við allt sem við þörfnumst hérna og sveitin er í miklum blóma,“ segir Elsie og það er greinilegt að þær kunna allar vel við sig í sveitasælunni. Þær nefna að það sé gott bókasafn á staðnum, snyrtifræðingur, pitsustaður, tónlist- arskóli og mikil kórstarfsemi. Reglulega eru svo líka bíósýningar en flestar eru þær samt ánægðastar með hestamennskuna sem þær eru allar á kafi í, nema Marit og Mildrid, en í hreppn- um er rekið öflugt hestamannafélag og að þeirra sögn er endalaust af góðum útreiðarleiðum þar að finna. Ekki er þó hægt að sleppa konunum án þess að spyrja þær út í Norsaragrínið í Spaugstofunni en þar hefur frasinn „heia Norge“ verið fastur dag- skrárliður. „Þetta var mjög skemmtilegt til að byrja með en í dag er þessi brandari orðinn hundleiðinleg- ur og ofnotaður. Ég held að allir séu búnir að fá nóg af þessu, eða finnst ykkur þetta fyndið?" spyr Elsie hinar konurnar og Vigdis svarar: „Mér hefur aldrei fundist Spaugstofan skemmtileg yfirhöfuð. Ég hef bara aldrei skilið þennan íslenska húmor.“ „Þið eruð nú bara húmorsnauðar konur,“ segir Marit sem er greinilega orðin hvað íslenskust af þeim. „Norðmenn eru bara stærri, betri og ríkari og þetta er bara einhver minnimáttarkennd og öf- undsýki i íslendingum og þess vegna verða þeir að gera grín að þeim,“ segir Elsie og er greinilega að grínast og hinar taka hlæjandi undir þessa út- skýringu. -snæ ÍDSÍSlllíK BORGARNES ...alltaf í leiðinni laugard. kl. 10-19 sunnud. kl. 12-19 Sparaðu þér sporin og verslaðu í leiðinni... V Sími: 430 5533 Verið velkomin I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.