Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 I>V Fréttir Bláeygir íslendingar auöveld bráö útsjónarsamra fjárglæframanna. Samkvæmt tölum Ríkislögreglustjóra hafa auðgunarbrot á íslandi verið á ellefta þúsund á hverju ári, eða hátt í þrjátíu á dag. Fjársvjkamál j Iðngum röðum Fjárdráttur sem gjaldkeri Lands- síma íslands hefur játað á sig, og er að líkindum upp á að minnsta kosti 160 milljónir króna, þykir um margt með ólíkindum, ekki síst í ljósi mik- illar og endurtekinnar úttektar á fyr- irtækinu á umliðnum árum vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á sínum hlut í félaginu. ÖU þessi svik hafa árum saman farið fram hjá kjömum endurskoðendum fyrirtækisins, innri endurskoðun, utanaðkomandi endurskoðunarfyrirtækjum eins og PricewaterhouseCoopers ehf. og Rík- isendurskoðun. í fljótu bragði virðist þetta mál vera áfellisdómur yfir þeim sem hafa annast endurskoðun fyrirtækja á borð við Landssímann. Annaðhvort hafa þeir ekki unniö vinnuna sína, sem eflaust hefur þó kostað háar upphæðir, eða flárdrátt- urinn hefur verið svo vel falinn í bókhaldskerfmu að hreina snillinga hefur þurft til að uppgötva brotið. Ef svo er má ljóst vera að maðurinn, sem komst í þá miklu ábyrgöarstöðu sem aðalgjaldkeri í Landssímanum, hefði líklega sómt sér vel sem há- launaöur sérfræöingur við að benda á slíkar glufur. Nærri 30 brot á dag Fjárdrættinum í Landssímanum er vart á bætandi raunasögu að- draganda að sölu fyrirtækisins. Þarna viröist um stórafbrot að ræða, en er þó alls ekki einsdæmi í skrautlegri flárdráttarsögu ís- lenskra fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt tölum Ríkislögreglu- stjóra hafa auðgunarbrot á Islandi verið á ellefta þúsund á hverju ári, eða hátt í 30 á dag. Sum mjög stór í sniðum en önnur á borð við brot mannsins sem gripinn var í Kringlunni með eina dós af síld, ost og ólífur í dós samtals að and- virði 837 krónur. Fyrir brotið fékk hann 30 daga skilorðsbundinn fang- elsisdóm. Endurskoðandi ábyrgur Frægasta flárdráttarsaga hin síð- ari ár er án efa mál fyrrverandi þingmanns sem sætir nú refsingu fyrir margfalt minni sakir en nú eru sagðar í Landssímamálinu. Mörg fleiri mál hafa þó komið upp og má t.d. nefna Natan & Olsen mál sem komst upp 1996 þar sem gjald- keri félagsins hafði dregið sér 32 milljónir króna á tímabilinu 1992-1996. Þar höfðu svikin líkt og í Landssimamálinu farið fram hjá glöggum augum endurskoðenda PricewaterhouseCoopers ehf. sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.