Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 16
16 ; - Jagasín FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 DV Árinu eldri Páll Ara- son fjallabíl- stjóri er 88 ára 2. júní. Hann var frumkvöðull í fjallaferðum og skóp sér frægð sem slíkur. í seinni tíö hefur Páll, sem býr í Hörgár- dal, orðið frægur fyrir uppátæki eins og að ákveða að kynfæri sín fari á íslenska reðursafnið að sér látnum. Pétur Sig- urgeirsson, fv. biskup ís- lands, er 84 óra 2. júní. Hann fetaði ungur í slóð fööur sín's, bæði sem prestur og að verða síðar biskup, frá 1981 til 1889. í áratugi þjónaði Pétur sem sóknarprestur Akureyringa. Hann hefur talsvert fengist við skáldskap og ort fallega sálma. Páll Skúla- son, rektor Háskóla ís- lands, er 58 ára 4. júní. Akureyringur að uppruna, en fór eftir stúdentspróf i heimspekinám og þykir fær í þeim fræðum. Hann hefur siðustu ár stýrt æðstu menntastofnun þjóðarinn- ar. Bjarni Dagur Jóns- son verslunar- maður er 53 ára 29. maí. Þessi Króksari var einn af brautryðjend- unum þegar hinar frjálsu útvarpsstöövar fóru í loftið. Hann er auglýsingateiknari en hefur í seinni tið starfað á öðrum vettvangi. Jón Ás- bergsson, framkvæmda- stjóri Útflutn- ingsráðs, er 53 ára 31. maí. Hann var stýröi lengi Loðskinni á Sauðárkróki, en kom svo í bæinn og tók við rekstri Hagkaupa. í núverandi starfi stjómar hann landnámi íslend- inga á vomm dögum, það er út- rás á erlenda markaði. Margrét Frímanns- dóttir alþing- ismaður verð- ur 49 ára 29. maí. Stokks- eyrarstúlkan komst ung til metorða í sinni heima- byggö. 1987 var hún kjörin á þing. Hún vann á dögunum kosn- ingasigur fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi, jafnhliða bar- áttu viö krabbamein. Magnús Þór Haf- steinsson al- þingismaðm- er 39 ára 29. maí. Hann er norskmenntað- ur fiskifræð- ingur og var fram á síðasta ár fréttamaður á RÚV. En þá kom aö þvi að hann ákvað að hasla sér völl í stjórnmálum og var kjörinn á þing fyrir Frjáls- lynda flokkinn. Katrin Hall listdansstjóri er 39 ára 30. maí. Hún er listrænn stjórnandi ís- lenska dans- flokksins en var áður fyrr dansmær er- lendis. Hún hefur komiö með nýj- ar áherslur inn í listdansinn á Is- landi og gert dansflokkinn gild- andi í evrópskum dansheimi. Elfar Adal- steinsson, framkvæmda- stjóri Eskju hf. á Eskifirði, verður 32 ára 1. júní. Hann hefur tekið við veldi föður síns, Alla ríka, með því að reka frystihúsið á Eskifirði sem hann hefur nú gef- ið nýtt nafn. Hann er stærsti at- vinnurekandi bæjarins og hefur á sínrnn vegum mikinn skipastól og fjölda starfsmanna. Maki og böm: í sambúð með Guðrúnu Huldu Pálmadóttur. Böm: Rakel Bryndís 13 ára, Rúnar 7 ára og Kári 4 ára. Menntun og starf: Stúdents- próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Ritstjóri héraðsfrétta- blaðsins Skessuhoms og verktaki hjá RÚV sem fréttamaður útvarps og sjónvarps á Vesturlandi. í sumar er aðal aukastarfið að vinna sjónvarpsþættina Út og suður. Bifreið: Vinnubíllinn er Suzuki Ignis, árg. 2000, en heimil- isbifreiðin er Toyota Corolla, ár- gerð 1995. Fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka: Michelle Pfeiffer. Helstu áhugamál og hvað gerir þú í frístundum: Fornbók- menntir, fótbolti, kvikmyndir og starfið. -1 frístundum blaðra ég á árshátíðum og öðrum skemmtun- um fyrir þá sem hafa ekki betri smekk en svo, fer í sveitina þegar ég get (Lundarreykjadalinn, mína heimasveit), vinn i húsinu með mínum högu höndum eða fer á flakk með fjölskyldunni. Uppáhaldsmatiu-: Grillaðar lambalundir með aprikósufyll- ingu, grilluðum kartöflum, gulrót- um og jógúrtsósu. Mín uppáhalds- matvara er samt sennilega reykt- ur magáll. Annars borða með ég r ^ Gísli Einarsson fjölmiðlamaður sér um þættina Út og suður sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöldum í sumar. Hægt er að segja að hver og einn þáttur sé örstutt heimildarmynd um áhugarvert fólk um land allt. Dökkt romm í kókómjólk - segir Gísla Einarsson, umsjónarmabur þáttarins Út og suóur góðri lyst allt nema slátur sem ég læt ekki ofan i mig sjálfviljugur. Uppáhaldsdrykkur: Dökkt romm í kókómjólk. Fallegasti staður á íslandi: Undir jökli, þ.e. utanvert Snæ- fellsnes og þá Arnarstapi og Hellnar sérstaklega. Stórbrotið landslag í meira lagi. Eftirlætisstaður erlendis: Stirling kastali í Skotlandi. Gæti vel hugsað mér að dvelja þar í ná- grenninu langdvölum eða hvar sem er í skosku Hálöndunum. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: ÍA og Skallagrími. Hvaða bók ertu með á nátt- borðinu: Þjóðsögur Jóns Áma- sonar, 3. bindi, og Laxdælu. Eftirlætis rithöfundur: Þórar- inn Eldjárn er sá af núlifandi rit- höfundum sem ég ber mesta virð- ingu fyrir. Þar á eftir kemur Am- aldur Indriðason sem er eini spennusagnahöfundurinn sem ég legg mig eftir að lesa. Eftirlætis tónlistarmaður: Megas. Fylgjandi eða andvígur ríkis- stjóminni: Ég er afar hlynntur því að hafa rikisstjóm. Hvaða þjóðþrifamáli á ís- landi er brýnast að bæta úr: Jöfnun lífskjara milli landshluta. Hvað ætlaðir þú að gera þeg- ar þú yrðir stór: Fyrst og fremst að verða stærri, minnir mig. Persónuleg markmið fyrir komandi mánuði: Að vinna eins og vitfirringur en reyna að láta það ekki bitna á fjölskyldunni. Hver eru þín ráð til að krydda hvunndaginn: Að láta sér detta eitthvað fáránlegt í hug - og ffamkvæma það. Lífsspeki: Að stökkva fremur en hrökkva. _______________________________J dv.is 550 5000 Skaftahlíð 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.