Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2003, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 M agasm DV John Cusack leikur eítt aöalhlutverkið í Identity: Með metnað- í góðu lagi Bíómolar Leikstjóri fundinn Veriö er að ganga frá síð- ustu samn- ingsatriðum um að leik- stjórinn Curt- is Hanson leikstýri mynd sem byggð er á skáldsögu Michaels Fabers, The Crimson Petal and the White. Columbia-kvik- myndaverið gengur út frá því við þróun verkefnisins að Kirst- en Dunst leiki aðalhlutverkið en enginn samningur er í höfn við leikkonuna. Sögusviðið er London á 7. áratug 19. aldarinn- ar og fjallar myndin um 19 ára gamla vændiskonu sem ber nafnið Sugar. Hún þráir betra líf sem verður smám saman að veruleika þegar hún gerist leyni- leg hjákona manns sem tilheyrir voldugri og einni af finni fjöl- skyldum borgarinnar. Matrix 2 slær öll met í fyrsta sinn hafa komið inn meira en 100 milljónir dala utan Banda- ríkjanna á að- eins tveimur myndum. Um er að ræða sýningu á The Matrix Reloaded í 62 löndum. í Banda- ríkjunum var hún á toppnum í aðeins eina viku. Það þótti sæta tíðindum því kvikmyndaáhuga- menn höfðu beðið lengi eftir myndinni en sú fyrsta í röðinni var sýnd árið 1999. Myndin, sem gerði hið ómögulega, er heldur ekki af verra taginu, nefnilega grínmynd með Jim Carrey að nafni Bruce Almighty. í henni leikur hann mann sem fær að vera Guð í einn dag. Ekki aftur Dirty Harry Clint Eastwood hef- ur verið hvattur af kvikmynda- jöfrum í Hollywood til að endurvekja hlutverk sitt sem hinn harðsvíraði Dirty Harry. Eastwood mun hafa neit- að þar sem honum sjáifum fannst hann vera of gamall, en hann er 72 ára. Hann lék rannsóknarlög- regluna „Dirty“ Harry Callahan í 5 kvikmyndum árin 1971 til 1988. Hann sagði frá þessu þegar hann svaraði spumingum blaðamanna á Cannes-kvikmyndahátíðinni, þar sem hann frumsýndi nýja mynd, sem hann leikstýrði, Mystic River. Hún segir frá vin- skap þriggja manna, sem Sean Penn, Kevin Bacon og Tim Robb- ins leika, sem rofnaði í æsku þeirra þegar einum þeirra var rænt af bamaníðingi. Of ögrandi fyrir Cannes Danski leikstjórinn Lars von Tri- er sagði að myndin sín, Dogville, hefði verið of „ögrandi" fyr- ir Cannes- kvikmyndahátíðina. Myndinni hafði verið spáð mikilli velgengni en hún hlaut engin verðlaun þeg- ar uppi var staðið. Nicole Kidm- an lék aöalhlutverkið í myndinni sem var sú fyrsta af þremur um aðalsöguhetjuna, en Kidman mun einnig leika í hinum tveim- ur myndunum. Sigurvegari há- tíðarinnar var hins vegar banda- ríski leikstjórinn Gus Van Sant fyrir mynd sina, Elephant. Hún fjallar um fjöldamorð í mennta- skóla í Bandaríkjunum. -esá Það er vitað mál að ákveðinn stigsmunur er á leikurum í Hollywood. Sumir vinna með það að leiðarljósi að þéna eins mikinn pen- ing og hugsanlegt er en aðrir hafa listræn markmið í hávegum og minni áhyggjur af fjármálunum. Vissulega þurfa menn sem tilheyra síðari flokknum að komast yfir ákveðinn fjárhagslegan hjalla en eft- ir að þeir hafa náð ákveðinni kjöl- festu er þeim frjálst að gera það sem þeir vilja. Einn þeirra er vissulega John Cusack, sem leikur i einni frumsýningarmynda helgarinnar, spennutryllinum Identity. í myndinni koma saman 10 ólíkir einstaklingar á vegahóteli einu í miklu ofsaveðri. Við fyrstu sýn virðast þau. eiga fátt sameiginlegt annað en að hafa leitað sér skjóls undir sama þakinu þegar óveðrið mikla gengur yfir. En eitt af öðru deyja þau á grunsamlegan hátt og gera þau sér fljótt grein fyrir að eitt- hvað meira hljóti að búa að baki því að þau eru þarna saman komin. Leikarabörn John er eitt fimm barna hjónanna Richards og Nancy Cusack. Faðir hans er ekki ókunnugur skemmt- anabransanum en auk þess að hafa starfað í auglýsingum hefur hann unnið til Emmy-verðlaunanna fyrir heimildamyndagerð sína og þá hef- ur hann einnig leikið í nokkrum kvikmyndum. Móðirin Nancy er stærðfræðikennari sem tók sér reýndar hlé frá störfum til að ala bömin sín upp. John er næstyngstur systkinanna sem öll hafa komið nálægt leiklist. Þekktust eru þau John og Joan, sem oft hafa leikiö í sömu myndunum. Sú elsta, Ann, hefur einnig gert leik- listina að sínu aðalstarfi en þau BOl og Susie hafa aðeins tekið þátt í fá- einum verkefnum. Cusack-börnin ólust upp í Chicago og þar sem aðeins 10 ára aldursmunur var á þeim var heimil- ishaldið oft skrautlegt. Greinilegt er þó að rauði þráðurinn hefur ætíð verið leiklistin því þau voru iðin við að setja upp eigin leikrit sem þau skemmtu sér og öðrum með. En fljótt varð grínið að alvöru og strax 8 ára gamall sótti hann leiklistar- skóla Piven-hjónanna sem voru vinafólk foreldra hans. Ann og Joan höfðu þá einnig sótt skólann sem og sonur þeirra Bumy og Joyce Piven, Jeremy. Með þeim John og Jeremy tókst mikill vinskapur og eru þeir bestu vinir enn í dag og hafa til að mynda leikið saman í hátt í tug kvikmynda. Ungur leikari á sviði Sem unglingur var hann ekki mikill námsmaður og hellti hann sér því í leiklistina. 12 ára gamall fékk hann hin ýmsu verkefni, til að mynda í útvarpi, auglýsingum og raddsetningu. Á þessum tíma kom hann einnig fram í fjölda leikrita og vakti í þeim þónokkra athygli fyrir góða frammistöðu. Fyrsta kvikmyndahlutverk Johns fékk hann í sumarfríinu sínu 16 ára gamall. Það var í myndinni Class þar sem hann lék nokkuð stórt hlut- verk miðað við að þetta var frumraun hans en með aðalhlutverk fóru þeir Andrew McCarthy og Rob Lowe. Líklegast var eftirminnileg- asta atriðið í þessari mynd, sem á sér stað á heimavist, þegar persóna Johns er nærri gripin glóðvolg reykjandi af einum kennaranum en nær að fela vindlingmn öfugan uppi í sér - á meðan enn er logandi í hon- um. Við tóku aukahlutverk í tveimur unglingamyndum í viðbót, Sixteen Candles og Grandview, USA. Fyrsta aðalhlutverkið fékk svo John þegar Rob Reinar réð hann í hlutverk Walter Gibson í The Sure Thing sem ræðst í þá för að keyra þvert um Bandaríkin til þess eins að kom- ast í bólið með stúlku einni. Á leið- inni kynnist hann annarri stelpu sem breytir öllu fyrir honum. Við tökur á myndinni kynntist hann manni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á feril hans, leikaranum Tim Robbins. Sá hefur verið einn af þeim sem láta listina ganga fyrir peningum og átti John eftir að taka upp þá lífsspeki síðar meir. En fyrst um sinn voru þeir drykkjufélagar og urðu margar kvöldstundimar ansi skrautlegar hjá þeim. Nýir glæpir Að loknu skyldunáminu sótti John um skólavist í New York-há- skóla og fékk. Hann entist þó ekki lengur en í eina önn því hann vildi frekar halda áfram að gera kvik- myndir. Á þeim tima voru unglinga- myndir vinsælar og John hafði skapað sér orðstír sem litríkur ung- ur leikari sem átti vel heima i þeim myndum. Það kunni hins vegar ekki góðri lukku að stýra að flestar þær myndir sem John tók þátt í vora frekar þunnar og áttu þær ekki eftir að lifa lengi. Árið 1988 kúventist það allt sam- an þegar hann lék í mynd að nafni Tapeheads. Þar lék hann aftur með Tim Robbins sem kynnti hann þá fyrir leiklistarhópi sinum í Los Ángeles. John hreifst af þeirri til- raunastarfsemi og ævintýrasemi sem átti sér stað þar og ákvað að mynda eiginn hóp, ásamt þeim Jer- emy Piven og skólafélögunum Steve Pink og DV DeVincentis, sem hlaut nafnið New Crime Theatre. Þetta var framsækinn hópur sem stóð fyr- ir nokkrum leikhúsuppfærslum sem vöktu nokkra eftirtekt, meira að segja John sjálfur var farinn að skapa sér nafn sem leikstjóri. í kjölfarið komu nokkur góð hlut- verk í myndum sem John þótti vænt um, þar sem þær gerðust í heimaborginni hans, Chicago. Fyrst ber að nefna Eight Men Out sem fjallar um mesta hneyksli sem upp hefur komið í bandarískri hafna- boltasögu, þegar 8 leikmenn Chicago Red Sox urðu uppvísir að mútuþægni árið 1919. Þá kom Shadowmakers þar sem John lék eðlisfræðing við Chicago-háskóla sem vann að gerð atómsprengju. Siðasta unglingamyndin En það var erfitt að hrista af sér unglingaímyndina og var honum boðið aðalhlutverkið í Say Anyt- hing. Upphaflega hafnaði hann til- boðinu en eftir að leikstjóri mynd- arinnar, Cameron Crowe, hafði sannfært hann ákvað hann að slá til. Þetta var án efa stærsta hlut- verki hans til þessa og komst hann afar vel frá því. Myndin fjallar um strák sem reynir að vinna ástir hinnar fögru og gáfuðu Diane Court og er atriðið þar sem hann stendur fyrir utan húsið hennar, með kassettugræjur í höndunum spilandi In Your Eyes eftir Peter Gabriel er löngu orðið frægt. En nú var kominn tími til að full- orðnast. Og John fékk vissulega sitt tækifæri til þess og nýtti það vel. Með myndum eins og The Grifters, True Colors, Bob Roberts, Bullets over Broadway, City Hall og Map of the Human Heart tókst honum að sýna það og sanna að þama væri á ferð leikari sem gæti leikið hvað sem var. En enn átti eftir að koma að þeim myndum sem gerðu hann að því sem hann er í dag. Snemma á 10. áratugnum stofnaði hann kvik- myndaarm New Crime Theatre og gerði tveggja ára samning við kvik- myndaverið Paramount. Það vildi hins vegar gera myndir í anda Sli- ver (Sharon Stone) sem Cusack og félagar voru ekki spenntir fyrir. Þeir þrjóskuðust við og skrifuðu handritiö að Grosse Point Blank, gamanmynd um leigumorðingja sem fer aftur til síns heimabæjar til að verða viðstaddur 10 ára útskrift- arafmælið sitt. Þeir buðu Disney að framleiöa myndina á „aðeins“ 15 milljónir dala með því skilyrði að þeir fengu að gera myndina eftir eigin höfði. Sem og þeir gerðu og hefur myndinni verið haldið á lofti sem miklu snilldarverki. Hinn gullni me&alvegur John Hawkes, Ray Llotta, Amanda Peet og John Cusack i Identity.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.