Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 DVHELGARBLAÐ 27 máttum ekki sækja. f Afríku gilda önnur sið- ferðisviðmið og þeirra menning er afskaplega ólík okkar. Það stuðaði mann íyrst en svo venst þetta. Þetta var ein stærsta aðgerð franska hersins síðan í Chad-stríðinu 1986 en mér skilst að þetta hafi ekki verið mikið í frétt- um héma heima." Einn íslendinga - Guðsteinn segist hafa orðið svo frægur að hitta einn íslending sem var að sækja um inn- göngu í sveitina en mun hafa enst skammt. Hann vissi eitt sinn af einum í verkfræðideild og telur sig hafa séð eitt sinn nafn á lista sem gat vel verið íslenskt. „Þetta er alþjóðlegur hópur og þarna bráðna saman menningaráhrif úr öllum hlut- um heims. Ég er með menn sem hafa alls konar bakgmnn, bæði úr sérsveitum ýmissa herja og íyrmm atvinnuhermenn, t.d. einn Rússa sem barðist allt stríðið í Afganistan en líka menn sem hafa borgaralegan bakgmnn þegar þeir koma inn. Ég veit ekki annað en ég sé eini íslendingurinn en það er ekki víst að það sé rétt.“ - Guðsteinn segist ekki hafa reiknað með því að koma lifandi heim aftur þegar hann hélt út á sínum tíma. Hann segist oft hafa lent í bardögum og tvisvar í því sem kalla mætti stóran bardaga en menn geti hæglega verið í sveitinni ámm saman án þess að lenda í bar- daga. „Þetta starf snýst um sjálfsaga. Agi sem er þvingað upp á fólk virkar aldrei. Þetta starf er fyrst og fremst langt ferli og bið eftir að eitt- hvað gerist. Venjulegur dagur hjá mér er hrikalega grár og byrjar á hlaupi og svo líður dagurinn fram til kvölds við fjölþættar æfing- ar, þrif á vopnum og búnaði og heræfmgar. Mér fannst fyrstu þrjú árin lengi að líða en síðan hefur tíminn liðið hratt." Hættulegt starf - Ætlarðu að vera í þessu alla ævi? „Við komumst á fyrsta stig eftirlauna eftir 15 ár og síðan á íúll eftirlaun eftir 21 ár. Ég gæti átt eftir 3-4 ár sem hermaður á vettvangi í mesta lagi. - En er ekki erfitt að stunda vinnu sem snýst um að drepa fólk? „Ég myndi ekki segja að hún snerist um það en þú getur lent í því í vinnunni. Það er erfítt að drepa mann en starfið snýst fyrst og fremst um að forðast það og bjarga sínu eigin lffi. Þetta er hættulegt starf. Ég hef aldrei særst á vettvangi en einu sinni misst mann við hlið mér og stundum hafa menn mínir særst. Eitt sinn í Kongó 1997 var trukkurinn okkar sprengdur í sundur og einn fékk kúlu gegnum munninn, annar gegnum herðablöðin bæði og einn stóð upp og fékk allan skammtinn og dó. Það var heppni og ekkert annað að við skyldum sleppa lifandi frá því. í síðustu að- gerð særðust fáir okkar manna og enginn al- varlega. Þarna vorum við staddir í miðri borg- arastyrjöld. Ég þurfti að hlaupa yfir akur með 15 kíló á bakinu án nokkurs skjóls og skotun- um rigndi yfir mig. Ég fann hvernig adrenalín- ið flæddi og þegar ég lá og bældi mig niður í kartöflugrasinu þá bölvaði ég á íslensku." Þarna stóðum við andspænis kornungum drengjum og stúlkum með Kalasnikov- riffla, útúrrugluðum, sem voru að myrða heilu þorpin. Teljum ekki fallna - íslendingar trúa á forlögin og Guðsteinn nefnir Valhöllu einhvers staðar í frásögn sinni að víkingasið. Er það aðferðin til að komast í gegnum þetta? „Þú storkar ekki örlögunum og við nýtum alla okkar þjálfún til að lifa af. Maður er ekki hræddur meðan það gerist en eftir á verður manni oft ljóst hve litlu mátti muna að dagur- inn manns væri kominn. Þegar maður er í miðri skothríð og stendur frammi fyrir því að drepa eða vera drepinn þá hugsar maður ekki. Þetta er bara þjálfun og viðbrögð en þetta er ekkert líkt því sem maður sér í bíó- myndum. Þú veist ekki alltaf hvort þú hittir þótt ég hafi lent í því að sjá í augu manns sem við felldum á 20 metra færi. Fyrst á eftir er maður svo hátt uppi að mað- ur fagiiar því að lifa en svo spyr maður sig hvaða rétt maður hafi til að taka líf ánnars manns. En við lítum ekki á okkur sem morð- ingja óg skerum ekki merki í byssuskeftin tii að halda tölu á þeim sem við felium. Það er al- gert rugl að menn geri það, nema í bíó." Bjór er áfallahjálp - Guðsteinn segir að fyrsta skiptið sem her- maður feilir andstæðing sé ekkert eftirminni- legra en önnur. „Það er ekki hægt að útskýra þetta fyrir fólki. Þeir sem ekki standa í þessu sjálfir munu aldrei skilja þetta." - Islendingar eru vanir því í dag að við minnsta mótlæti, hættuástand eða áfall séu HUGINN CX5 MUNiNN: Að hætti Óðins situr Guðsteinn með tvær tamdar uglur á öxlum sér en húðflúrið á bring- unni er mynd af Óðni. NAFNLAUSIR HERMENN: Guðsteinn er liðþjálfi í fallhlífarsveit. Hér sést hann með tveimur amerískum félögum sín- um á æfingu í Þýskalandi 1997. Borðinn yfiraugum annars þeirra er vegna sérstakra reglna sveitarinnar en í frönsku útlendingahersveitinni eru menn nafnlausir. Hinn hermaðurinn er þýskur. ANDLrí ÓVINAR: Uppreisnarmaður á Fílabeinsströndinni. allir sem lenda í erfiðum aðstæðum settir í áfallahjálp. Þegar banki var rændur í Kópa- vogi á dögunum kom prestur á staðinn og veitti áfallahjálp. Hvað gera atvinnuhermenn í þessum efnum? „Þeir fá sér bjór. Við setjumst niður og ég tala við mína menn um það sem gerðist til að tryggja að þeir skilji hvað gerðist. Ég verð að vera þeim fyrirmynd og byggja upp hjá þeim VILTU MJÓLK: Guðsteinn með kettling sem hann tók að sér meðan á dvölinni á Fílabeinsströndinni stóð. Kett- lingurinn var síðan gefinn flugfreyjum sem hersveitin bjargaði út úr landinu og óljóst er um afdrif hans. sjálfstraust meðan átökin vara en á eftir að fá þá til að tala um það hvernig þeim líður. Það er erfitt að sjá félaga sfna flutta í burt illa særða en þetta er hluti af verkefninu. Yfirleitt venjast menn þessu ótrúlega en við höfúm engan tíma til að heimta áfallahjálp sérstak- lega. Ég hef ekki lent í neinni spennitreyju út af þessu enn þá.“ poiii@dv.is ALLIR SAMAN NÚ: Guðsteinn situr við píanóið i húsi í Kongó 1997 eftir bardaga að hætti Porta, söguhetju Svens Hassels. FYRIR ÓDEIGA FRAMGÖNGU: Guðsteinn veitir viðtöku Valour Militaire-orðunni fyrir vasklega framgöngu innan vébanda útlendingahersveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.