Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 28
28 MíBEUGdmMB. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 Islendingar hafa aldrei átt mikið af myndastyttum og þær þeirra sem eru á almannafæri eru flestar af frakka- klæddum karlmönnum á ríflega miðj- um aldri. Fyrir vikið halda sjálfsagt margir þegar höggmyndir berast í tal að þá sé verið að tala um slíka minnis- varða. Svo er auðvitað alls ekki. Högg- myndalist eða skúlptúr er sjálfstætt listform sem hefur þróast á margvís- legan hátt síðustu 100 árin og er í raun- inni komin afskaplega langt frá körlun- um í frökkunum. Margir myndhöggvarar heimsins eins og Rodin og Degas eða Giacometti eru nefndir í sömu andrá og Picasso, Van Gogh eða Erró. Slík er stærð þeirra í heimi listarinnar. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til þess að sjá á einni sýningu höggmyndir eftir alla helstu meistara 20. aldarinnar til þessa dags en í dag, 28. júní kl. 15, verður sýningin „Meistarar formsins: Úr höggmyndasögu 20. aldar“ opnuð í Listasafninu á Akureyri, en hún er gerð f samvinnu við Ríkislistasafnið í Berlín (Nationalgalerie Berlin). Meistarar formsins Líklega hefur aldrei áður verið haldin sýn- ing á höggmyndum á íslandi sem endur- speglar á jafnhnitmiðaðan og yfirgripsmik- inn hátt þróun vestrænnar nútímamyndlist- ar og þessi sýning í Listasafninu á Akureyri. Þótt verkin séu mörg ekki stór í sniðum eru þau skýr dæmi um helstu sviptingar í menn- ingu okkar og listum síðustu hálfa aðra öld- ina. Sendiherra Þýskalands, Dr. Hendrik Dane, og yfirsýningarstjóri Hamburger Bahnhofssafnsins í Berlín, sem heyrir undir Ríkislistasafnið, Britta Schmitz, verða við- stödd opnun sýningarinnar. Þá verður gefín út 90 síðna bók á íslensku og ensku um lista- mennina og verkin á sýningunni. Alls eru verk eftir 43 listamenn á sýning- unni en þar af eru ellefu íslendingar og eru verkin um hundrað talsins. Listamennirnir eru: Alberto Giacometti, Alexander Archipenko, Alfred Lörcher, Aristide Maillol, Auguste Renoir, Axel Lischke, Ásmundur Sveinsson, Bogomir Ecker, Carl Andre, Dani- el Buren, Donald Judd, Edgar Degas, Einar Jónsson, Emy Roeder, Emst Barlach, Ewald Mataré, Finnbogi Pétursson, Fritz Schwegler, Georg Kolbe, Gerður Helgadóttur, Henri Laurens, Henry Moore, Hreinn Friðfínnsson, Jón Gunnar Árnason, Karl Hartung, Karl Schmidt-Rottluff, Káthe Kollwitz, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Manolo, Marino Marini, Per Kirkeby, Raffael Rheins- feld, Reiner Ruthenbeck, Renée Sintenis, Ric- hard Long, Rosemary Trockel, Rudolf Belling, Sigurður Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson, Sol LeWitt, Walter De Maria og Þorvaldur Þorsteinsson. Safnið stækkaði til austurs DV hitti Brittu Schmitz sýningarstjóra og Hönu Streicher forvörð yfír morgunverði í Reykjavík skömmu áður en þær flugu norður. Þótt Schmitz sé mikill heimshornaflakkari sem fer um heiminn þveran og endilangan og setur upp sýningar þá hefur hún aldrei áður komið til íslands en segist vera mjög hrifín og telur að tengsl landanna eigi eftir að aukast. En hvernig er þessi höggmyndasýn- ing til komin? „Hamburger Bahnhof safnið, sem heyrir undir Ríkislistasafnið í Berlín, á mjög mikið af höggmyndum og einhverjar sýningar úr eigu safnsins em stöðugt á ferðinni en aðallega innan Þýskalands en einnig víða um heim- inn. KONURNAR SEM RÁÐA: Hana Streicher forvörður og Britta Schmitz sýningarstjóri komu til íslands til að setja upp höggmyndasýninguna á Akureyri. DV-mynd Sigurður Jökull KRISTJÁN GUÐMUNDSSON: gerði þessa mynd sem blandar saman fornsögum og pípulögnum en verkið heitir: Eyjólfr hét maðr. Safnið eignaðist mjög stóra viðbót við höggmyndasafn sitt þegar sameining Austur- og Vestur- Þýskalands varð að vemleika. Þá bættist mikið af höggmyndum frá Þýska al- þýðulýðveldinu við og má þannig segja að höggmyndaeign safnsins hafí verið komin aftur í það horf sem hún var fyrir seinni heimsstyrjöldina," segir Britta. Höggmyndirnar sem verða sýndar á Listasafni Akureyrar verða ekki metnar til fjár en þær eru tryggðar fyrir um 360 milljónir króna. Þetta eru verk eftir alla helstu listamenn síð- ustu aldar á þessu sviði og hafa verk sumra þeirra aldrei sést áður á íslandi. „Með þessu móti getum við sent heild- stæða sýningu úr eigu safnsins til íslands. Við eigum mjög mikið safn smárra höggmynda og Hannes Sigurðsson, forstöðumaður á Ak- ureyri, sýndi þessu verkefni mikinn áhuga og kom á staðinn og valdi af kostgæfni verk sem hann langaði til að væm hluti af sýningunni. Hannes vildi gefa sýningunni aukið vægi og þess vegna em verk eftir Degas með í för svo dæmi sé tekið. Á síðasta ári keypti Ríkis- listasafnið höggmyndasafn safnarans Matzonas sem var mjög vel þekkt og vandað og í því var mikið af höggmyndum og lista- verkum frá seinni hluta 20. aldar og það tók bæði til conseptlistar og mínimalisma. Verk úr þessu safni em einnig hluti af sýningunni og þess vegna má segja að hún sé einstök. Einstæð og spennandi sýning Ég er því að vona að við höfum sett saman ALBERTO GIACOMETTI: Kven- likneski án handleggja. EDGAR DEGAS: Þessi mynd af dansmey að skoða á sér ilina er eftir þann sem margirtelja meistara höggmyndalistarinnar, Edgar Degas. Höfuð eftir Rudolf Belling. einstæða sýningu," segir Britta og má segja að það endurspeglist í tryggingaverðmæti verkanna sem þær stöllur telja að sé í kring- um 4 milljónir evra. Britta sagði að það væri ekki venjulegt að setja upp sýningar þar sem innlendir lista- menn em látnir bætast í hópinn ef svo má segja þar sem verk íslenskra myndhöggvara verða sett upp á Akureyri sem hluti af þessari sýningu og jrannig sett í listsögulegt sam- hengi. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur og mjög spennandi," segir Britta sem viðurkennir að þekkja ekki þau verk íslenskra listamanna sem verða hluti af sýningunni en kvaðst vera viss um að þetta félli allt vel saman á staðn- um. „Tengsl Islands og Þýskalands í listaheim- inum hafa verið að styrkjast á undanförnum árum. Nokkrir íslenskir listamenn hafa verið að vinna í Berlín sem er miðstöð listalífs Evr- ópu um þessar mundir. Ég er sannfærð um að þessi tengsl eiga eftir að styrkjast enn frek- ar. Við Þjóðverjar lítum upp til skandinavísku landanna fyrir margra hluta sakir en við þekkjum Islendingana úr á nöíhunum sem enda á son eða dóttir. En þetta eru mest ung- ir listamenn svo við þekkjum ekki fortíð fs- lands á þessu sviði. En það er eitthvað sem ég hlakka til að kynnast." polli&dv.is 160 KG „FERÐATASKA' Alex Lischke (f. 1956) sem gerð er úr polyester og inniheldur handsprengjur, dínamít, skotvopn og drápshnífa - öll grunnáhöld hryðjuverkamannsins nú á dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.