Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTM LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST2003 Ósáttir við frestun línuívilnunar FRESTUN: Sjávarútvegsráð- herra, Árni M. Mathiesen, hefur ákveðið að fresta línuívilnun dagróðrarbáta fram til fisk- veiðiársins 2004/2005 en hún átti að taka gildi á næsta fisk- veiðiári sem hefst 1. septem- ber nk. Fulltrúar stjórnarflokk- anna í sjávarútvegsnefnd Al- þingis eru óánægðir með þá ákvörðun ráðherra og viðruðu hana á fundi á ísafirði í gær. Þeir telja m.a. að ráðherra fari ekki eftir stjórnarsáttmálanum hvað það varðar. Einar K. Guð- finnsson segir þetta hafa verið eitt afstóru baráttumálunum og líklegt til að styrkja byggð- irnar og bið í eitt ár sé einfald- lega of löng. Kristinn H. Gunn- arsson sagði m.a. að ráðherra hefði ákveðið þetta án sam- ráðs við þingmenn Framsókn- arflokksins en boðað til sín m.a. fulltrúa Landssambands smábátaeigenda og kynnt þeim að línuívilnunin yrði m.a. á kostnað núverandi byggða- kvóta. Samþykktir stjórnarsátt- málans séu skýrar í þessu sam- bandi, svona ákvörðun verði að taka i samráði við stjórnar- flokkanna. Haldið til haga Björk Vilhelmsdóttir vill árétta vegna fréttar DV um útigangs- menn að hún vefengi ekki fjölda utangarðsfólks sem fram hefur komið í fjölmiðlum und- anfarna daga af hálfu Byrgisins og Geðhjálpar. Hún telur hins vegar rétt að fagfólk á sviði fé- lags- og heilbrigðisþjónustu fari yfir fjölda þeirra sem þurfa aðstoð og þá hvaða aðstoðar sé þörf áður en farið er út í að- gerðir. Það sé enda skylda okk- ar að veita fólki aðstoð sem það vill og getur nýtt sér. Þá segir Björk umræðu um að „hreinsa burt" fólk úr höfuð- borginni ekki eiga rétt á sér- flestir þessara einstaklinga eigi við alvarlega sjúkdóma að stríða og ákveðið umburðar- lyndi sé nauðsynlegt. Einkaspæjarar teknir til starfa hérlendis Einkaspæjarar hafa tekið til starfa hér á landi og bjóða þeir upp á alhliða einkaspæjara- þjónustu eftir þörfum hvers og eins. Spæjararnir starfa tveir saman en þeir vilja ekki segja til nafns af ör- yggisástæðum. Þegar DV hafði samband við annan spæjarann í gærdag sagði hann þá félagana þegar hafa tekið að sér tvö verkefni og að þau hefðu að mestu gengið vel fyrir sig. „Það er auðvitað mjög misjafnt hvað það er sem viðskiptavinirnir vilja en það sem við tökum helst að okkur er að finna krakka sem hafa strokið að heiman og rannsaka alls konar hluti, s.s. framhjáhald. Svo getum við líka rannakað innbrot, grafið upp fortíð fólks hér og er- lendis og jafnvel hjálpað fjölskyldu- EINKASPÆJARIAÐ STÖRFUM: Fólksem hefur eitthvað að fela fyrir náunganum ætti að hafa varann á því hér á landi hafa einkaspæjarar nú tekið til starfa. Hægt er að setja sig í samband við spæjarana og ráða þá m.a. til að njósna um fólk eða til að grafa upp fortíð einstaklinga. meðlimum að ná ástvinum sínum út úr slæmum félagsskap, s.s. öfga- fullum sértrúarsöfnuðum. Það sem við höfum samt mest gaman af að gera er að koma upp um hvít- flibba,“ segir spæjarinn og bætir því við að þeir félagarnir hafi ágæt- is reynslu af störfum sem svipar til einkaspæjarastarfsins. Félagarnir eru vel búnir öllum helstu græjum sem þarf til starfans og hafa á síðustu misserum kynnt sér margt sem að starfinu lýtur. Hægt er að kynna sér og panta þjónustu einkaspæjaranna í síma 696 6587 en þeir segja þjónustuna reyndar kosta sitt. „Verðið er bara eitthvað sem við ræðum við fólk um hverju sinni enda er umfang verkefnanna mjög misjafnt,“ segir spæjarinn að lok- um. agust@dv.is Utimálning d steln d uewsleupu uttmhún- StOFN b 4.990 10 lítrar hágæða akrýlmálning á stein. Framleiðandi HarpaSjöfn. Ný stórverslun Smáratorgi. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is MANNABEIN: Heilar beinagrindur birtast í gamla kirkjugarðinum í Norðtungu þegar Þverá grefur úr bakkanum. Þau eru grafin að nýju I nýja kirkjugarðinum. DV-mynd Karl G. Smith Þverá „opinber- ar" mannabein í Norðtungu Gamlar beinagrindur hafa verið að koma í Ijós við Þverá í Borg- arfirði. Áin hefur undanafarna áraatugi verið að grafa undan gamla kirkju- garðinum í Norðtungu í Þverárhlíð. Beinin hafa jöfnum höndum verið tekin og jarðsett að nýju í nýja kirkjugarðinum sem stendur ofar í túninu. Karl G. Smith veiðimaður rak nýlega augun í það að nokkuð heillega beinagrind er að sjá í bakk- anum. Sóknarprestur Stafholtspresta- kalls, sr. Bynjólfur Gíslason f Staf- holti, segir að reglubundið hafi þau bein sem Þverá „opinberar" verið tínd saman og nú sé greinilega þörf á því. Þetta fólk verði að fá að hvíla áfram í friði eins og aðrir. „Þetta ástand hefur varað áratug- um saman enda hefur Þveráin stöðugt sótt á. Ég hélt bara að nú væri ekki svo mikið vatn í ánni að hún væri að grafa þama úr bakkan- um. Ég veit ekki hvað mikið er eftir af garðinum, það mótar ekkert fyrir því þama, en það er meira en öld síðan þarna var síðast jarðsett," sagði sr. Brynjólfur Gíslason. gg@óv.is Hreindýraveiðitímabilið hafið: Um 800 dýr verða felld Hreindýraveiðitímabilið á ís- landi er hafið og þegar hafa nokkur dýr verið felld. Heimilt er að veiða hreindýrat- arfa frá 20. júlí á ári hverju en al- menn hreindýraveiði hefst þann 1. ágúst og stendur fram til 15. september. Það er Hreindýraráð sem skiptir veiðiheimildum eftir sveitarfélögum, í samráði við Náttúmstofu Austurlands en ef ekki tekst að veiða nægilega mörg dýr á veiðitímanum til þess að stofnstærð verði innan fýrir- hugaðra marka getur umhverfis- ráðherra lengt veiðitímabilið fram í nóvember. Þá getur um- hverfisráðherra einnig heimilað veiðar utan þessa veiðitíma í vís- indaskyni, að fenginni umsögn Hreindýraráðs og veiðistjöra. Heimilt er að veiða um 800 dýr á yfirstandandi veiðitímabili en veiðisvæðunum er skipt í níu mismunandi landsvæði. Flest dýrin verða veidd á svæðinu um Norður-Hérað, nálægt Grímsá, alls 318 dýr. Að sögn þeirra sem til þekkja hefur veiðin farið frekar hægt af stað en þó hafa nokkur dýr þegar verið felld. Einn hepp- inn veiðimaður hafði náð sér í 115 kílóa tarf sem þykir vera í stærra lagi. Tarfarnir taka venju- lega að þyngjast eftir því sem líð- ur á árið og því kjósa margir að veiða undir lok tímabilsins. Spekingarnir telja hins vegar ljóst að dýrin hafi haft nægt æti í vetur og vor vegna góðviðris og komi því betur undan vetri en vant er. VEIÐrTÍMABIUÐ HAFIÐ: Alls verða um 800 dýr felld en það er sá fjöldi sem Hrein- dýraráð telur æskilegt sé að fella svo stofnstærð verði innan fyrirhugaðra marka. DV-mynd Magnús Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.