Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAOUR 30. ÁGÚST2003 ÚTGAFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahllð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar: auglys- ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Styr um lax í Deildará - frétt bls. 4 Nýr vegur um Bröttubrekku > - frétt bls. 4 Skoðanakönnun um rjúpnaveiðibann - frétt bls.6 Páfagaukar slá í gegn - frétt bls. 6 Ungmenni í skuldafeni - bls. 8 Flugdagur á Selfossi -bls.8 Einvaldur Norður- Kóeru - Fréttaljós bls. 14 Hryggbrotinn eftir 2000 km ferðalag Fimmtán ára ítalskur piltur lagði á sig um tvö þúsund kfló- metra puttaferðalag til að hitta sumarástina sína í Svfþjóð en hafði ekki erindi sem erfiði. -Pilturinn hafði hitt 17 ára sænska stúlku í ffíi í Bandaríkj- unum og átti hún hug hans all- an eftir heimkomuna. Okkar maður greip til sinna ráða og húkkaði far langleiðina heim til stúlkunnar. Faðir hennar tók á móti honum og sendi piltinn rakleiðis út á flug- völl og upp í næstu vél heim. Dísin var nefnilega þegar búin að gleyma ástarævintýrinu. Áheitasund GEÐHJÁLP: Tveir bræður, Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir, ætla í dag, laugardag, að synda frá Áttæringsvör í Viðey í smá- bátahöfnina við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn, um 4,25 km, og hefst sundið kl. 12. Þetta gera þeir í minningu bróður þeirra, Kristjáns, sem í nóvem- ber á sl. ári framdi sjálfsvíg við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Áheitum vegna sunds bræðr- anna er hægt að koma á fram- færi ís. 517 3302 eða 517 3303. Frjáls framlög má leggja inn á reikning Geðhjálpar hjá Búnað- arbanka (slands, nr. 0313-26- 123456. Kt. 531180-0469. Ef hringt er í símanúmerið 907 2070 styrkir þú Geðhjálp með 1.000 kr. framlagi sem sjálfvirkt er skuldfært á símareikninginn. Nýr aðstoðarmaður UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ: Björn Ingi Hrafnsson hefurverið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og tekur til starfa fyrsta septem- ber næstkomandi. Björn nam sagn- og stjórnmála- fræði við Háskóla (slands og hefur að undanförnu starfað sem skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna og verið kynningarfulltrúi flokksins, Áður var hann blaðamaður og starf- aði við dagskrárgerð hjá útvarpi og sjónvarpi. Að sögn Björns er þetta spennandi tækifæri til að kynnast nýrri hlið stjórnmál- anna. „Ég hef unnið náið með Halldóri í flokksstarfi og kynnst honum vel og hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni." Bankarán í íslandsbanka á Eiðistorgi: Hugðist flýja með strætó Maður á þrítugsaldri gerði til- raun til bankaráns í íslands- banka við Eiðistorg um klukk- an hálf tvö í gærdag. Að sögn lögreglunnar stökk maðurinn inn fyrir afgreiðsluborð, greip peningabúnt, nokkra tugi þús- unda, og lagði síðan á flótta. Lögreglan brást hratt við og var nánast komin á staðinn um leið og atburðurinn átti sér stað, enda varðstöð í sama húsi og bankinn. Bankaræninginn náði þó að hlaupa út úr húsi og í strætis- vagnaskýli skammt frá en var handtekinn þar eftir að starfsmað- ur bankans, sem hafði fylgst með honum, sagði lögreglunni hvar hans væri að leita. Maðurinn, sem var óvopnaður og gerði enga til- raun til að hylja andlit sitt, hefur áður komist í kast við lögin. Að sögn lögreglunnar var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs íslandsbanka, segir fyrstu viðbrögð bankans hafa verið að huga að starfsfólkinu og veita því áf Jlahjálp. „Reynslan sýnir þó að áfallið sem fylgir svona atburði kemur yfirleitt eftir á og þeir starfsmenn sem vilja, geta leitað til sérfræðings í slíkum málum um helgina, óski þeir þess. Við fórum yfir málið eftir lokun útibúsins í gær og starfsmenn ræddu það sín á milli." Jón segir að þrátt fyrir að Maðurinn, sem var óvopnaður og gerði enga tilraun til að hylja andlit sitt, hefur áður komist í kast við lögin. starfsfólk íslandsbanka sé æft f viðbrögðum í svona málum þá sé raunveruleikinn alltaf annar og eðlilegt að mönnum bregði. „Það bendir allt til þess að ránið hafi verið skyndiákvörðun, ræninginn hafi ekkert hugað að því að það er AF VETTVANGI: Lögregla hafði hendur í hári bankaræningjans þar sem hann beið eftir strætó skammt frá ránsstaðnum. DV-myndir HARI. lögreglustöð við hliðina á bankan- um og honum hafi ekki verið sjálfrátt." Þegar Jón var spurður hvort bankinn ætlaði að gera einhverjar ráðstafanir í tengslum við ránið og jafnvel loka gjaldkerana inni, sagði hann að það myndi örugglega koma mönnum á óvart eftir hve litlu sé að slægjast við að ræna banka. „Það hljómar stórt og mik- ið en mönnum myndi bregða ef þeir vissu hversu lítið fé er í gjald- kerastúkunni. Við leggjum áherslu á að útibúin séu hlýleg og ég held að það orki tvímælis að loka gjald- kerana inni á kostnað þess. Því miður kemur svona lagað upp á annað slagið og við reynum að læra af reynslunni." kip@dv.is STUTT AÐ FARA: Þaö var ekki langur vegur fyrir lögregluna að fara á eftir bankaræningjanum, enda lögreglustöðin við hliðina á bankanum. HVERJIR ERU 0DYRASTIR? Svartar-Bláar-Dökkgraar-Ljósgráar SKOLABUXUR KR. 490 Opnunartími: Virkirdagar kl. 10-18 Laugardagar kl. 11-16 Sunnudagar kl. 12-16 FATALAND Fákafeni 9 * Reykjavík Dalshraun 11 • Hafnarfíröi Sigurvegari dreginn út í sumargetraun DV: Verðlaunin í Hafnarfjörð Dregið var í gær í sumargetraun DV en hún birtist í blaðinu þann 26. júlí. Þar var spurt nítján myndspum- inga um land og sögu en svarið við hverri og einni þeirra myndaði einn staf og fólst þar lykillinn að lausnar- orðinu: VERSLUNARMANNAHELGI. Aðalverðlaunin í getrauninni em gisting á einhverju Eddu-hótelanna. Til þeirra vann Helga Sigurðardóttir, búsett í Efstuhlíð 19 í Hafnarfirði. „Ég er þokkaleg í landafræði, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Þetta var ekki heldur mjög erfið gáta, að minnsta kosti ekki þegar stikkorðið var komið. Þá var hægt að geta í eyðumar," sagði Helga þegar hún tók við vinningnum í gær. Þá vom einnig veitt þrenn bóka- verðlaun frá Eddu - útgáfu. Ágúst Sæ- mundsson, Þrúðvangi 9 á Hellu, vann VERÐLAUNAHAFINN: Helga Sigurðardóttir tekur við verðlaununum úr hendi Sigurðar Boga Sævarssonar sem sá um sumarget- raun DV. DV-mynd E.Ói. bókina Ekið í óbyggðum efúr Jón G. Snæland. Ragnheiður G. Óskarsdótt- ir, Núpabalcka 23 í Reykjavflc, vann kortabók Máls og menningar. Þriðju verðlaunin ffá Eddu - útgáfu vom plöntukort sem Mál og menning gaf einnig út. Það fær Guðmundur Haukur Sigurðsson, búsettur á Mel- vegi 6 á Hvammstanga. sigbogi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.