Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST2003 DV HELGARBLAÐ 35 breiðband, ætli að dreifa henni þar. Breið- bandið er aðeins annað form á ríkissjónvarpi. Þetta er einfaldlega samkeppni sem við munum mæta." - Nú segja margir að ekki sé pláss fyrir tvær áskriftarstöðvar á íslenskum markaði og sameining Stöðvar 2 og Skjás eins sé óumflýj- anleg. Er þetta svo? „Sjónvarpsheimili á fslandi eru nú um 102 þúsund og þeim fjölgar um 1-2% á ári. Það er áreiðanlega hægt að reka fleiri en eina áskriftarsjónvarpsstöð ef Ríkisútvarpið fer af þessum markaði eins og það er í dag. Samkeppnisum- hverfi einkastöðvanna við Ríkisútvarpið er auðvitað absúrd, án þess að ég geti kennt RÚV um fjárhagsvanda Norðurljósa. Ég þreyt- ist aldrei á að benda á að það getur ekki verið að ríkið geti tryggt RÚV áskrifendur og leyft stofnuninni að selja aug- lýsingar án þess að skylda þá til þess að stunda ekki undirboð á auglýsingamarkaði. Meðan samkeppnin er svona skökk þá hlýtur ástandið vissulega að kalla á hagræð- ingu hjá einkafyrirtækjum." Norðurljós til sölu? - Eru Norðurljós þá til sölu? „Þú verður að ræða það við eigendurna." - En ert þú ekki einn þeirra? „Ég á örlítinn hlut." - Er hann til sölu? „Það er allt til sölu ef verðið er rétt." - En er ekki mjög líklegt að þeir sem koma inn með nýtt hlutafé vilji samruna stöðvanna til þess að losna við samkeppnina? „Það er alltaf gott að losna við samkeppn- ina en það er alveg sama hvað menn kaupa margar stöðvar - alltaf verður pláss fyrir nýj- ar stöðvar. Þótt sjónvarpstíðnir séu ekki margar í boði í augnablikinu þá eru margvís- legir möguleikar á því sviði á næsta leiti. Það er alltaf verið að boða tilkomu nýrrar stöðvar sem heitir Stöð eitt en ekkert gerist. Síðasti bjartsýnismaðurinn er vonandi ekki fæddur í þessum bransa." Að kaupa samkeppnina - Nú hafa Norðurljós oft stundað það að kaupa upp samkeppnina og nægir að benda á Stöð 3, Sýn og Fínan miðil sem dæmi. Mun- uð þið ekki gera þetta enn einu sinni? „Stöð 3 var ónýt og komin að fótum fram og þar skiptu menn aðeins á hlutabréfum og það fóru engir peningar út í því dæmi fyrr en Norðurljós voru stofnuð. Fínn miðill var seld- ur okkur árið 2000 eftir tveggja ára barning og verðið lækkaði stöðugt allan tímann. Sýn var aldrei komin í neina samkeppni við Stöð 2 þegar hún var keypt," segir Sigurður og er augljóslega ekki sáttur við þá söguskoðun að Norðurljós hafi stundað uppkaup á sam- keppni. Það er ekkert upp á hann að klaga - Síðasta uppsögnin á Stöð 2, þegar Árna Snævarr fréttamanni var sagt upp, hefur vak- ið nokkra athygli. Líklega tengja flestir upp- sögn hans við upphlaup sem varð á frétta- stofu Stöðvar 2 þegar uppskátt varð að einn eigandi Norðurljósa, Sigurjón Sighvatsson, hafði reynt að stöðva útsendingu fréttar um að Kaupþing Búnaðarbanki hefði boðið Geir Haarde fjármálaráðherra í lax. í framhaldinu lýsti Sigurður þvi yfir að sá sem lekið hefði þeim atburðum til netmiðla yrði látinn fara samstundis. Var Árni Snævarr sá sem kjaft- aði? „Þetta eru algerlega óskyldir atburðir. Það var þannig að í vor, þegar menn fóru að skoða tillögur um breytt vaktafyrirkomulag sem myndi leiða til fækkunar fréttamanna, þá lá fýrir að segja þyrfti upp 6-7 fréttamönn- um. í vor var sagt upp Olöfu Rún, Huldu Gunnarsdóttur, Margréti Stefáns og Bryndísi Hólm. Þá var engum karlmanni sagt upp en tveir karlmenn voru þá að fara í leyfi. Sumar- afleysingar í íslandi í dag gengu ekki upp og við ákváðum að biðja Árna Snævarr að taka það mál að sér, sem hann gerði og leysti það með prýði. - Miðað við tímasetninguna þá er þetta ekki mjög sannfærandi og því trúa áreiðan- lega fáir að þessir atburðir séu ekki tengdir. „Þetta er nú samt sannleikurinn, hvort sem það er trúverðugt eða ekki. Uppsögn hans hafði ekkert með þetta upphlaup á fréttastof- unni að gera. Ég hef ekkert upp á Árna Snæv- arr að klaga. Ég sagði á fundi með starfsmönnum að sá sem hefði lekið myndi fara út á stundinni, án launa á uppsagnarfresti, en Árni Snævarr verður á fullum launum hjá okkur út sinn uppsagnarfrest." Skoruðu sjálfsmark - En var þá uppivaðandi ritskoðun eigenda á fréttastofimni? „Mér er það vel ljóst hve mikilvægt er að fréttastofan haldi sjálfstæði sínu og hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með því hvað er í fréttum. Það sem ergði mig var að þegar þetta gerðist var eðlilegt að fréttastofan ræddi þessi mál við yflrmenn og innan fyrir- tækisins áður en því væri lekið í netmiðla. Það vissu engir um þetta nema þröngur hóp- ur inni á fréttastofunni og þaðan kemur lek- inn um efni þeirrar fréttar sem málið snerist um. Fréttamennirnir sjálfir kusu að skora þarna sjálfsmark. Þarna voru gerð mistök, bæði hjá fréttamönnunum og þeirh stjórnar- manni sem hringdi í fréttastjórann til að stöðva fréttina. Það er ekki rétt boðleið innah fýrirtækisins og þannig á ekki að fara að hlut- unum og það em ekki eðlileg vinnubrögð í neinu fyrirtæki. Það er enginn sigurvegari í svona leik, þar sem menn skora sjálfsmörk í stað þess að leysa málin í samningaviðræðum." - Varð einhver skaði hvað varðar trúverð- ugleika fréttastofunnar þegar upp er staðið? „Fréttin fór í loftið óbreytt svo ég tel að skaðinn sé enginn. Ég held að menn ættu bara að koma fram og skýra frá tilvikum af þessu tagi ef þeir telja sig hafa orðið fyrir þrýstingi eða ritskoðun frá eigendum fjöl- miðla og þá á ég ekki bara við Stöð 2. Sumar fréttir fara aldrei í loftið þótt þær séu tilbún- ar. Ég vona að þetta upphlaup hafi ekki skað- að fréttastofuna." - Sé það rétt að uppsögn Árna og „upp- hlaupið" á fréttastofimni séu óskyldir at- burðir, hefði þá ekki verið skynsamlegt að bíða með uppsögn hans til að varðveita trú- verðugleika fréttastofunnar? „Það verður að hafa verkefni fyrir alla starfsmenn. Árni er enn í vinnu hjá okkur og vinnuréttarsamband hans við okkur er enn í gildi. Sá trúnaður sem kveðið er á um í ráðn- ingarsamningi fellur síðan aldrei úr gildi." Ást við fyrstu sýn - Að lokum berst talið að málverkaeign Sig- urðar en sérstætt málverk eftir Hallgrím Helgason af Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, í hlutverki teiknimyndapersónunnar Grim, vakti athygli sjónvarpsáhorfenda þar sem það hékk á skrifstofu Sigurðar. Þegar Hallgrfmur opnaði sýningu sína í Gerðarsafni í Kópavogi fyrr á þessu ári vakti það athygli gesta að þetta var eina myndin sem var þegar seld. Langaði þig svona mikið í mynd af Dav- íð, Sigurður? „Ég keypti þessa mynd ekki af Hallgrími heldur Friðriki Weisshappel sem var fyrsti eigandi hennar. Mér finnst þetta góð mynd og á fleiri myndir eftir Hallgrím. Mér finnst þetta góðjnynd." - Sigurður segist ekki kaupa málverk sem fjárfestingu heldur vilji hann aðeins eiga myndir sem honum fmnast góðar. Það eru fyrstu áhrifin sem heilla hann og hann segist hafa keypt fyrstu myndina sfna árið 1976, á sýningu í Norræna húsinu, þegar hann var lögfræðistúdent. Það var mynd eftir norskan málara, Viktor Sparre. Næsta mynd sem , hann eignaðist var lítil klippimynd eftir Þor- vald Skúlason. En hvaða listamenn er að finna í safni Sigurðar: „Hallgrím Helgason, Birgi Andrésson, Sig- urð Örlygsson, Sigurð Árna Sigurðsson, Krist- ján Davíðsson, Karl Kvaran, Önnu Jóelsdótt- ur, Gabríellu Friðriksdóttur, Karólfnu Lárus- dóttur, Vigni Jóhannsson og Jónas Viðar." - Ertu hrifnari af yngri listamönnum en eldri? „Ég kaupi bara af lifandi listamönnum." - Er þetta fjárfesting eða ástríða? „Ég hef aldrei hugsað um þetta sem fjár- festingu. Ég fer eftir þeim áhrifum sem myndin hefur á mig í fyrsta sinn. Það má segja að það verði að vera ást við fýrstu sýn." polli@dv.is MYNDIN AF DAVÍÐ: Sigurður segist kaupa myndir sem hann hrífst af við fyrstu sýn. Þessa mynd af teikni- myndapersónunni Grim í líki Davíðs Oddssonar mál- aði Hallgrímur Helgason. „Við höfum veríð menn til að takast á um hlutina, án þess að bera það á torg, þegar við erum ekki sammála. En við virðum skoðanir hvor annars og allar sögur um trúnaðarbrest okkar í milli eru þvættingur." Aldrei verið sagt upp Við förum að tala um fólk og þá 70 starfs- menn sem hafa hætt hjá Norðurljósum og Sigurður segir að fæstar þeirra uppsagna hafi verið fjölmiðlamál en segir að uppsagnir séu ótvírætt það erfiðasta sem nokkur stjórnandi gerir. En er til einhver aðferðafræði til þess að gera uppsagnir létt- bærari fyrir fólk? „Nei. Það er engin leið fram hjá því. Þetta er hörmulegt starf að þurfa að segja upp fólki sem maður hefur unnið með lengi. Flestir halda andlitinu meðan á þessu stend- ur en viðbrögðin eru yfirleitt þau sömu sem eru reiði og höfnunartilfinning." - Hefur þú staðið í þessum sporum? „Nei, það hef ég ekki. Ég hef yfirleitt unnið hjá sjálfum mér þangað til núna." - Hver segir þér upp ef til þess kemur? „Það kemur væntanlega í hlut stjórnarfor- manns, Jóns Ólafssonar." - Er samstarf ykkar alltaf jafn gott? „Samstarf okkar hefur alltaf verið gott þótt við séum ekki alltaf sammála." - Nú ganga sögur um það í viðskiptalífmu að milli ykkar hafi orðið trúnaðarbrestur vegna fjárhagsskuldbindinga sem ekki hafi verið staðið við. Er eitthvað hæft í því? „Við höfum verið menn til að takast á um hlutina án þess að bera það á torg þegar við erum ekki sammála. En við virðum skoðanir hvor annars og allar sögur um trúnaðarbrest okkar í milli eru þvættingur." - Hefur þú einhvern tímann séð eftir því að hafa skipt á Iögfræðinni og forstjórastólnum? „Ekki eina mínútu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.