Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 10

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 10
Helgar 10 blaðið Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjóm og hönnun: Sævar Guðbjömsson. Ritstjórar og ábyigðarmenn: Ámi Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifmg: Sveinþór Þórarinsson. HeimiUsfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasimi: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Sigur lýðræðisins Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku um Maastricht- samkomulag- ið hafa vakið verðskuldaða athygli. Danska þjóðin hefur þannig tekið völdin af valdaelítunni í samfélaginu, stjóm- málaleiðtogum, atvinnurekendum, verkalýðsfrömuðum, íjölmiðlum og fleirum og sagt einfaldlega - nei. Þessi niðurstaða er ánægjuleg fyrir þá sök sérstaklega að þjóðin vill eki láta ráðskast með sig endalaust, hún vill hafa sitt að segja og eiga síðasta orðið. Óháð því hvort menn eru fylgjandi Maastricht- samkomulaginu eða ekki hljóta þeir hleypidómalaust að geta tekið undir með Margréti Thatcher sem segir að lýðræðið hafi sigrað skriffæðið. Og umfram allt em úrslitin umhugsunarefni stjómmála- manna, en samkomulagið var samþykkt í danska þinginu með 138 atkvæðum gegn 25. Eðlileg viðbrögð við úrslitunum era að stjómin segi af sér og boðað verði til þingkosninga. í því efni skiptir engu þótt stærsti flokkur landsins og stjómarand- stöðunnar, Jafnaðarmannaflokkurinn, hafi verið fylgjandi samningnum. Stjóm- málamenn, bæði úr stjóm og stjómar- andstöðu, ættu sóma síns vegna að vilja fá dóm þjóðarinnar um störf sín að öðra leyti. Þar með gæfist þjóðinni einnig kostur á að segja hveijum hún treystir best til að framfylgja niðurstöðunni í EB-málinu. Fyrir okkur Islendinga skiptir þessi niðurstaða vitaskuld máli þótt utanrikis- ráðherra vilji gera lítið úr því. Mikilvæg- ast er að við geram okkur skýra grein fyrir því hvert framhald EES-samnings- ins verður þegar flest Efta-ríkin verða komin inn í EB, hvort sem það verður eftir þijú, fimm eða sjö ár. Ef menn telja að EES- samningurinn leiði okkur að lokum inn í Evrópubandalagið, þá eigum við að hafna EES og þá ákvörðun á þjóðin sjálf að taka. Á krossgötum Fyrirsjáanlegur samdráttur í þorskafla á næsta fiskveiðitímabili vekur mikinn ugg meðal fólks vítt og breitt um landið. Það er skiljanlegt því fjölmörg byggðar- lög byggja afkomu sina að veralegu leyti á botnfiskafla og þykir flestum varla bætandi á erfitt atvinnuástand sem fyrir er. Atvinnurekendur hafa þegar hafið upp raust sína um launalækkun og hag- ræðingu sem að jafnaði þýðir fjöldaupp- sagnir. Þótt Hafrannsóknastofnun hafi ekki enn gert grein fyrir sínum tillögum og stjómvöld eigi því eftir að taka ákvörðun um heildarþorskkvóta á næsta veiðiári, má ljóst vera að samdrátturinn verður mikill. Á þessum tíma hlýtur að verða að spyija hvort við séum aflögu- fær um 3 þúsund tonn af karfa sem til stendur að afhenda EB. Það blasir því við enn meira atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Þótt ekki megi gera of lítið úr þeim erfiðleikum sem ffamundan era, má heldur ekki mála skrattann á vegginn og láta eins og við höfum aldrei séð það svartara. Eilífl sífur atvinnurekenda um að skerða verði kjörin, telur ekki kjark i fólk nema síður sé. Meginverkefni stjómvalda nú er að sýna þor og hugmyndaauðgi til að takast á við vandamálin í samvinnu við fólkið í landinu. Það versta sem fyrir okkur getur komið er að ffjálshyggjuöflin fái að leika lausum hala með sönginn um sölu ríkisfyrirtækja, einkavæðingu, niður- skurð í velferðarkerfinu og mátt fjár- magnsins. Atvinnulífinu veitir ekki af þeim fjármunum sem þar kunna að vera á lausu og þá er rangt að setja þá í kaup á ríkisfyrirtækjum. Riki og sveitarfélög þurfa að örva atvinnulíf með ýmiss kon- ar framkvæmdum og uppbyggingu á sviði iðnaðar og þjónustu, ekki síst í ferðaþjónustu. Á erfiðleikatimum eins og blasa nú við er brýnt að draga mjög úr einkaneyslu en auka samneyslu af þeim toga sem hér hefur verið nefnd til að draga úr atvinnuleysi og hjálpa þeim byggðarlögum sem verst verða úti. Átök um Lánasjóð íslenskra námsmanna Síðastliðinn sunnudag vora úthlut- unarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykktar á storma- sömum fundi stjómarinnar þar sem fulltrúar námsmanna báru ffam van- trauststillögu á stjómarformanninn, Gunnar Birgisson. Þær skerðingar á námslánum sem ganga í gildi með þessum úthlutunarreglum era þær síðustu í röð skerðinga sem gengið hafa yfir síðastliðið ár eftir að Ólafur G. Einarsson varð menntamálaráð- herra og skipaði núverandi stjóm. Fyrir um það bil ári þegar stjóm LIN, þá undir formennsku Lárusar Jónssonar núverandi ffamkvæmda- stjóra sjóðsins, samþykkti úthlutun- arreglur var grunnffamfærslan skert um rúm 17% auk annarra atriða sem breytt varþá. Sumarið 1991 skipaði Ólafur G. Einarsson síðan nefnd til að endurskoða lög um lánasjóðinn og þrátt fyrir fogur fyrirheit sín um samstarfsvilja við námsmenn og beiðni námsmannahreyfinganna um að fá aðild að þessari nefhd, skipaði menntamálaráðherra eingöngu sína menn í hana. Nefndin skilaði síðan Skútuvogi 10a - Sími 686700 áliti haustið 1991 sem var gagnrýnt mjög harkalega af námsmannahreyf- ingunum, m.a. vegna hugmynda um álagningu 3% vaxta á námslánin og fleiri atriða, svo sem að LÍN ætti kröfu í dánarbú lánþega er þeir féllu ffá. Menntamálaráðherra fól síðan nefndinni að semja ffumvaip til laga um LIN og það var loks eftir mikinn þrýsting að hann gaf samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna, sem era málsvari allra námsmanna ofar ffam- haldsskólastigi, kost á að tilnefna einn fulltrúa auk þess sem Vaka, lítið pólitískt félag úr Háskólanum, fékk einn fulltrúa. Nefhdinni var gefin ein vika til að skila ffumvarpinu af sér og hélt hún fimm fundi. Það gefur auga leið að ekki var um mikið sam- ráð að ræða enda lögðu fuiltrúar menntamálaráðherra ffam nær full- búið ffumvarp á þriðja fundi sem námsmenn gátu engan veginn sætt sig við. Fulltrúi námsmannahreyf- inganna skilaði því séráliti sem var m.a. annað framvarp þar sem lagðar vora til breytingar á endurgreiðslum námslána sem myndu gefa sjóðnum um 500 miljónir á ári ef greitt væri eftir þeim í dag. Eins og flestir vita varð framvarp menntamálaráðherra að lögum á Al- þingi í vor eftir miklar umræður og var þar um að ræða algera grundvall- arbreytingu á lánasjóðnum. Nú bera námslánin, sem ætluð era náms- mönnum til ffamfærslu, allt að 3% vexti umfram verðtryggingu og skulu þessir vextir ákvarðast við námslok. Með öðrum orðum, náms- maður sem hefúr 4 ára nám í haust, t.d. til að verða framhaldsskólakenn- ari, veit ekki hvort hann kemur til með að borga 1% vexti eða 3% vexti af öllu láninu að námi loknu því ef ríkisstjóm sú er situr á þeirri önn er náminu lýkur ákveður að setja vext- ina í 3% gildir það þótt núverandi rikisstjóm hafi lýst yfir við umræðu um ffumvarpið á Alþingi að vextir skyldu vera 1%. Frumvarpið fól einnig í sér verulega þyngingu end- urgreiðslna þannig að ffamhalds- skólakennarinn kemur til með að greiða 7% af útsvarsstoíni til LIN, sem er um 10% af ráðstöfunartekj- um, alla sína starfsævi og munu margir ekki hafa lokið endurgreiðsl- um við starfslok um 67 ára aldur. Þá voru með þessu frumvarpi stigin fyrstu skrefin í þá átt að flytja lána- sjóðinn inn í bankakerfið með því að námslán era nú borguð út eftirá þeg- ar önn eða í sumum tilfellum skóla- ári er lokið og námsmönnum gert að fjármagna þann tíma með bankalán- um. Þettajafngildirþví maikaðs- vöxtum á námslánin á námstíma. Það sem ríkisstjómin gerði með þessu er að flytja öll námslán fyrir haustönn 1992 yfir á næsta fjárlagaár þannig að fjárlagahallinn lítur betur út á þessu ári. Eftir að lfumvarpið varð að lögum héldu flestir að hér yrði staðar numið í skerðingum en námsmenn komust fljótt að því að lengi getur vont versnað. Tillögur meirihluta stjómar LÍN, sem lagðar vora ffam strax eftir fulltrúi SlNE í stjórn LlN að frumvarpið varð að lögum, áttu að ná ffam 500 miljóna króna spamaði á næsta skólaári sem þýðir um 13% skerðingu á námsaðstoð. Þessar til- lögur um úthlutunarreglur höfðu í för með sér verulegar breytingar fyrir námsmenn og mótmæltu þeir harð- lega flestum tillögum meirihlutans í stjóm LÍN. Ein stærsta breytingin er sú að nú er krafist námsffamvindu sem er 100% af skipulagi skóla, þrátt fyrir aðvörunarorð ffá mörgum, t.d. innan Háskóla íslands, sem telja ofl ekki raunhæft að krefjast slíks. Ef námsffamvinda er ekki 100%, t.d. vegna veikinda eða bamsburðar, skerðist lánið og getur jafhvel fallið alveg niður. Tökum dæmi af náms- manni í Háskólanum sem tekur bankalán í haust út á væntanlegt lán í janúar 1993. Allt gengur vel á önn- inni en þegar kemur að prófiim veik- ist námsmaðurinn og kemst því ekki í prófin. Þar sem ekki era nein sjúkrapróf fyrr en í september 1993 er námsárangur metinn sem 0 af LÍN þannig að ekkert námslán er veitt og bankalánið fellur á hann. Ekki fæst því væntanlega nýtt lán ffá bankan- um til að halda áfram námi á vorönn þar eð haustlánið er ógreitt, þannig að námsmaðurinn þarf að gera hlé á námi til að vinna fyrir áföllnu banka- láni. Hann tekur svo sjúkraprófin um haustið og getur hafið nám að nýju í janúar 1994, á nýju bankaláni eftir árs töf. Önnur stór breyting var sú að lán út á böm voru skert og það meira hjá einstæðum foreldrum en fólki í sam- búð. Þannig fá nú hjón í námi með t.d. tvö böm meira lán út á þau en einstætt foreldri með tvö böm fær út á sín. Þessu mótmæltu námsmenn harðlega og vildu að ffamfærsluþörf bama yrði metin sú sama, óháð því hvort foreldri era einstæð eða í sam- búð eins og tíðkast hefur. Fleiri breytingar má nefna svo sem að til að stunda sémám erlendis era skilyrðin þau að námið sé minnst 2 ár og verði alls ekki stundað hér á landi og námsmaðurinn verður að verða 20 ára á almanaksárinu sem lánið er veitt. Samkvæmt lista ffá LÍN era nú 3 námsmenn í sémámi erlendis sem fæddir eru eftir 1972 og era tveir þeirra í ballett. Ekki fengust nein haldbær rök ffá meirihluta stjómar LÍN fyrir setningu þessa ald- urstakmarks, þeir telja líklega annað hvort að betra sé að læra að dansa eldri eða þá er þetta einhver ögun eins og aðstoðarmaður fjámiálaráð- erra komst að orði þegar rætt var um framvarpið um LIN í vor. Þá er heildamámstími sem ætlaður er í framhaldsnám styttur og öll skóla- gjöld í fyrrihlutanám erlendis afhum- in, nema hvað hægt er að fá 10 ára lán ffá sjóðnum á markaðsvöxtum fyrir þeim. Ein mestu svikin era þó lán til skólagjalda á íslandi. Menntamála- ráðherra lýsti því yfir á Alþingi að lánað yrði fyrir skólagjöldum í Há- skólann. Það kemur svo í ljós að í út- hlutunarreglunum á að lækka lán til skólagjalda á íslandi ffá því sem ver- ið hefur og eingöngu lána fyrir því sem er ffam yfir 15.000 kr. Af hveiju sagði menntamálaráðherra ekki sannleikann á Alþingi, að eingöngu væri ætlunin að lána fyrir hluta af skólagjöldum. Ég tel að flestir hafi skilið hann svo að lánað yrði fyrir skólagjöldum að fullu en enginn bjóst held ég við að lán til skóla- gjalda á íslandi myndu lækka. Miklar umræður urðu í stjóm LÍN um þessar úthlutunarreglur en lítið tillit var tekið til þeirra athugasemda sem námsmenn gerðu. Helsta at- hugasemdin sem tekin var til greina var að ffítekjumark það sem náms- menn mega hafa í leyfi áður en lán skerðast, var hækkað um 15-20% í stað upphaflegu tillögu meirihlutans um að 40% tekna umffam ffítekju- mark yrðu dregnar ffá láni í stað 50% eins og hefur verið. Það hefði þýtt að námsmenn með eina miljón króna í tekjur heföu orðið lánshæfir. Við umræður um úthlutunarregl- umar fóra námsmannafulltrúamir í stjóm LÍN fram á að fá upplýsingar til að geta gert sér grein fynr áhrifum breytinganna og má þar nefna upp- lýsingar um hve stórt hlutfall nema við Háskóla íslands ljúka námi á þeim tíma sem skipulag skóla gerir ráð fyrir sem 100% námsárangri. Á sunnudaginn var, þegar sjómarfor- maður sjóðsins vildi ganga til at- kvæða um úthlutunarreglumar, lágu þessar upplýsingar og fleiri ekki fyrir og því fóra námsmannafulltrúamir ffam á að atkvæðagreiðslu yrði frest- að og samið um afgreiðsludag. Þess- ari sjálfsögðu beiðni hafhaði stjóm- arformaðurinn, sem era svo sem engin ný vinnubrögð í stjóm LÍN, og var því borin upp vantrauststillaga á stjómarformanninn sem hann felldi síðan sjálfur. Þegar námsmenn gerðu sig síðan líklega til að ganga af fundi hótaði stjómarformaðurinn að draga allar breytingar sem meirihlutinn hafði gert á tillögum sínum til baka og afgreiða reglumar í fjarveru minnihluta stjómarinnar. Mælirinn var einfaldlega fullur þegar van- trauststillagan var borin upp og námsmannafulltrúamir undu því ekki lengur að valtað væri yfir þá í stjóminni í skjóli meirihluta, því það hlýtur að vera krafa minnihlutans að fyrir liggi nauðsynlegar upplýsingar til að hægt sé að taka afstöðu til mála. Sem dæmi um þessi vinnu- brögð má nefna að á síðasta ári var sett vinnuregla um að frá áramótum 91/92 yrði ekki lánað í sémám er- lendis sem er styttra en 2 ár. Undir- ritaður bað þá um að áður en greidd yrðu atkvæði um tillöguna lægi fyrir listi yfir þær námsgreinar sem um væri að ræða. Þeirri beiðni var hafh- að og reglan samþykkt með atkvæð- um meirihlutans án þess að nokkur vissi hvaða áhrif hún heföi. Dæmi nú hver fyrir sig um þess háttar vinnu- brögð. Ég held að tími sé kominn til að menntamálaráðherra setji stjóm fundarsköp í reglugerð þar sem réttur minnihluta stjómar til eðlilegrar um- fjöllunar er tryggður. Föstudagurinn 5. júni

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.