Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 14

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 14
Á yfiHits- sýningu Gests og Rúnu getur a& lita verk fró si&asta óri auk verka sem þau hafa unnib ó undanförnum fjórum áratugum. Helgar 14 blaðið________________ Gestur og Rúna í Hafoarborg Yfirlitssýning á ijörutíu ára starfsferli hjónanna Gests og Rúnu, Gests Þorgrímssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur, verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Þau hjónin hafa ætið unnið náið saman að listsköpun sinni, allt frá þvi þau stofnuðu leirmunagerðina Laug- amesleir árið 1947 og gerðust þar með brautryðjendur í íslenskri list- munagerð. Leirmunagerðin er ekki eina list- formið sem þau hafa unnið saman því í sameiningu hafa þau skapað mörg útilistaverk sem prýða ýmsar byggingar, bæði hér á landi og er- lendis. Má neíha verk sem prýðir áhorfendastúku Laugardalshallar, Fiskmarkaðinn í Hafnarfirði, íþrótta- hús Ólafsvíkur, Fjölbrautaskólann i Breiðholti og skreytingu á nýbygg- ingu við Hasselby-höll i Sviþjóð. Þótt Gestur og Rúna hafi unnið saman að ýmsum verkefnum hafa þau líka vakið verskuldaða athygli hvort fyrir sig fyrir eigin verk. Rúna hlaut árið 1974 fyrstu verðlaun í samkeppni sem þjóðhátíðamefnd efndi til um teikningar á veggskildi. í ffamhaldi af því gerði hún samning við postulínsfyrirtækið Bing & Grön- dal í Kaupmannahöfn um hönnun á fleiri verkum. Seinna gerði hún svo samning við þýska fyrirtækið Vill- eroy & Boch um myndir á veggflísar. A undanfömum arum hefúr hún fengist mikið við teikningar unnar með kínversku bleki á japanskan pappír. Gestur hefúr með árunum snúið sér meira að steinhöggi og unnið höggmyndir í marmara, gabbró og granít og er hann einn örfárra ís- lenskra listamanna sem fást við það um þessar mundir. Á sýningunni i Hafnarborg verða annarsvegar verk sem þau hafa unnið á siðasta ári, en einnig verk sem spanna listferil þeirra i fjóra áratugi. Auk þess verður sýnd heimildar- mynd á myndbandi sem Halldór Ámi Sveinsson hefúr unnið fyrir Hafhar- fjarðarbæ um störf Gests og Rúnu. Palestína í nútíð og fortíð Hinn griski e&a hellenski menningararfur birtist okkur í myndlistinni í natúralisma. Listasafn íslands: 2000 ára litadýrð Sýning á mósaíkmyndum og búningum frá Jórdaniu og Palestinu Sýning Listasafns íslands á bý- sönskum mósaíkmyndum frá 6. öld í Jórdaníu og hefðbundnum skartklæðum kvenna frá Palestínu og Jórdaníu á 19. og 20. öld er til þess fallin að vekja okkur til um- hugsunar um það fólk og þann menningararf sem margir vildu strika út úr menningarsögunni eflir helför gyðinga í Evrópu og stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Hún minnir okkur á að hið fyrirheitna land gyðinga var og er byggt þjóð sem hefúr verið svipt sjálfsákvörðunar- rétti og hrakin á vergang, þjóð sem á sér engu að síður menningararf, sem er bæði glæsilegur og mikil- vægur þáttur í þeirri menningar- hefð, sem varð til fyrir botni Mið- jarðarhafsins fyrir 2000 ámm og við rekjum okkar eigin kristnu sið- menningu gjaman til. Mósaíkmyndimar ffá Jórdaniu em flestar frá 6. öld, en það var skrifar blómaskeið Býsanska rikisins á valdatíma Jústiníans I sem ríkti í Konstantínópel á ámnum 527-565. En Jústinían I átti bæði fmmkvæði að byggingu Sofiukirkjunnar í Konstantínópel og San Vitale dómkirkjunnar i Ravenna á Italíu, enda náði riki hans allt frá Italíu og suðurhluta Spánar í vestri og aust- ur undir Mesópótamíu í austri. Sagnffæðingurinn G. Ostrog- orski segir í upphafi rits sins um Býsanska rikið að það hafi átt sér þrjár gmndvallarforsendur: ríkis- vald að rómverskri fyrirmynd, grískan menningararf og kristna trú. Þetta þrennt höfúm við fyrir augum okkar i þessum 1500 ára gömlu mósaíkmyndum ffá Jórdan- iu. Það sem réð úrslitum um yfir- burðastöðu býsanska eða aust- rómverska ríkisins gagnvart því vest-rómverska á þessum tíma var ekki sist sú staðreynd að Jústinían keisara tókst að tvinna svo saman andlegt og veraldlegt vald að það varð nánast óaðskiljanlegt og varð síðan gmndvöllur miðstýringar- hugmynda sem mótað hafa menn- ingu og sögu þessa heimshluta allt fram á okkar daga. Hinn griski eða hellenski menn- ingararfúr birtist okkur í myndlist- inni i natúralisma eða eftirlíkingu náttúmnnar þar sem myndrýmið er hugsað út frá rökfræðilegum for- sendum fremur en táknrænum. Sú myndsýn var einstakt framlag Hellena til menningarsögunnar, og endurspeglar þá rökvísi sem þeir lögðu til gmndvallar skilningi sín- um á stöðu mannsins i veröldinni. Fyrir tíma Hellena og löngum síð- ar hefur maðurinn túlkað skilning sinn á stöðu sinni í heiminum með einfoldun og afmörkun í stað þess að byggja á þeirri rökfræðilegu heildarsýn sem Hellenar leituðu eftir. Slík einföldun eða „abstrakt- sjón“ vemleikans í myndmáli þarf hvorki að bera vott um hnignun né fmmstæða menningu, heldur felur hún í sér vissa afneitun hreinnar skynsemishyggju, enda festi hin rökvísa myndbygging Hellena misdjúpar rætur á áhrifasvæði þeirra allt eftir skilningi og að- stæðum á hveijum stað. Um leið og vestrómversku keis- aramir vom að glata helgiljóma sínum og missa þá tiltrú er þeir höfðu haft í heiðnum sið sem guð- dómlegt yfirvald, lét Jústinían I gera helgimynd af sér og konu sinni í dómkirkjunni í Ravenna, þar sem hinu veraldlega valdi er skipað á bekk til hliðar við Frelsar- ann i Himnaríki, sem sérstakur umboðasðili Guðs á jörðinni. Slík- ur trúarlegur og samfélagslegur skilningur kallaði einfaldlega á myndræna einfoldun helgimymdar- innar, hún verður skematísk, „abst- rakt“ og táknræn, en þetta ein- kenndi síðan alla kristna Iist mið- alda. Mósaíkmyndimar úr kirkjugólf- unum í Jórdaníu hafa einnig þessi býsönsku einkenni. Það er horfið frá hinum hellenska natúralisma og myndimar em einfaldaðar og um Ieið er þeim gefin táknræn merking. I kirkjugólfi Jóhannesar- kirkjunnar er fléttað saman dýra- og veiðimótífum og kristnum tákn- myndum um frelsun sálarinnar. Á þessum tíma var alls ekki komin föst hefð á hvemig túlka mætti heilaga þrenningu í mynd og hvort það væri yfirleitt leyfilegt. Faðir- inn er yfirleitt ekki sýndur öðm vísi en hönd er birtist á himni, og Kristur yfirleitt ekki sýndur í frum- kristinni myndlist nema á táknræn- an hátt sem góði hirðirinn. í kirkjugólfi Jóhannesarkirkjunnar sjáum við aðeins andlitsmynd af ónefndum dýrlingi og öðmm vel- gjörðarmönnum kirkjunnar í ramma umhverfis megingólfið. Innst í meginmyndinni er skema- tísk mynd af grísku hofi á fjórum súlum og á milli þeirra em kerta- stjakar. Á þakinu era tveir hanar og tveir páfuglar og tvö aldintré til hliðar. Hanamir höfðu táknræna merk- ingu sólarinnar þar sem þeir standa vörð um sólamppkomuna með gali sínu. Haninn var tákn sólarguðsins Apollós í heiðni og hélt sólartákni sínu í frumkristinni myndlist. Pá- fuglinn var einnig tengdur sólinni og stjömuhvelinu þar sem menn þóttust sjá mynd þess í mynstrinu í útbreiddu stéli hans. Páfuglinn fékk táknræna merkingu ódauð- leikans í frumkristinni list og hélt heilagur Ágústínus því fram að hold hans gæti ekki rotnað. Páfugl- inn er mjög algengt tákn í frum- kristinni list, og þá gjaman sýndur drekkandi af bikar eða krús sem er eins konar uppspretta lífsins. I þrí- hymingnum yfir súlunum er einnig sólartákn. Meginmyndin sýnir Móður jörð í miðju með allsnægtakörfú sína og síðan em dýra- og veiðimyndir og fólk sem ber ávaxtakörfúr. Á sama hátt og haninn og páfúglinn í efri hluta myndarinnar tengjast ímynd Krists, Apollós, sólarinnar og ódauðleikans, þá tengist veiði- senan Artemis/Díönu, tunglinu, jörðinni og heilagri guðsmóður. En Artemis var systir Apollós, veiði- gyðja, boðberi einlífis og tákn jarðar og tungls í grískri goða- fræði. Kirkjugólfið er því dæmi- gert fyrir það hversu órofa sam- band er á milli hins heiðna grísk/rómverska hugmyndaheims og kristinnar heimsmyndar. Þótt mósaíkmyndimar frá Jórd- aníu séu mjög merkilegar bæði frá sögulegu og fagurfræðilegu sjónar- homi, þá standast þær engan sam- anburð við þær býsönsku mósaík- myndir frá sama tíma, sem unnar em úr lituðu gleri og gulli og prýða dómkirkjuna í Ravenna og nokkrar fleiri kirkjubyggingar í þeirri borg. Þar er mósaíkin ekki í gólfi, heldur prýðir hún veggi og hvelfingar og þar getur tvímæla- laust að líta hátind býsanskrar mósaíklistar. Skartklæðin úr einkasafni Widad Kawar, sem fylla tvo neðri sali Listasafnsins, em vitnisburður um þá þjóðmenningu, sem var dæmd til útlegðar eftir stofnun ísraelsrík- is í kjölfar helfarar gyðinga í síðari heimsstyijöldinni. Þetta er einstök sýning, sem vekur margar spum- ingar um líf þessa fólks og örlög þess. Búningamir takmarkast við hátíðarbúning gjafvaxta og fúllorð- inna kvenna frá miðri 19. öld fram á síðari hluta þessarar aldar. Bún- ingar sem hafa fylgt eigendum sín- um úr hinum fögm og litríku þorp- um og bæjum landsins helga í gegnum styijaldir og óffið yfir í flóttamannabúðir og útskúfim úr samfélagi þjóðanna. Búningar þessir em eins og hrópandi spum- ing um það, hvemig slíkt geti gerst og hvers vegna slíkt sé látið við- gangast enn í dag. Þeir em líka betri vitnisburður en flest annað um þá röngu mynd sem fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa birt okkur af palestínsku þjóðinni á undanföm- um áratugum. Widad Kawar, sem safnaði þess- um búningum, er alin upp af kristnum foreldmm í Betlehem, en er nú búsett í Jórdaníu. Hún hefúr ekki átt afturkvæmt yfir á Vestur- bakkann, hvað þá til fæðingarborg- ar sinnar i Betlehem síðan 1967. Hún segir sjálf að safn sitt sé til komið vegna þess hve sterk bemskuminning hennar hafl verið ffá markaðstorginu í Betlehem og öðmm bæjum Palestínu, þar sem skartklæddar konumar komu sam- an einu sinni í viku hverri. Búning- ar þessir bera vott um einstakt list- fengi og sterka stöðu konunnar í hinu palestínska samfélagi. Þeir em líka gleggri vitnisburður en flest annað um rétt Palestínumanna til þess að snúa aftur til sinnar heimabyggðar. Því menningararf- urinn veitir hverri þjóð rétt til sjálfsstjómar umfram annað eins og við Islendingar eigum að vita manna best. Listasafn íslands og Listahátíð eiga þakkir skildar fyrir að færa okkur í návígi við þennan fjarlæga menningarheim, sem er okkur þó svo náskyldur. Föstudagurinn 5. júnl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.