Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 24
MIKIL LOÐNA FINNST UNDAN SNÆFELLSNESI OG GRINDAVÍK „Þetta getur alltaf gerzt”, sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í viðtali við Dag- blaðið um loðnugöngu þá, er vart varð við í gær. „Loðnan er búin að hrygna, en á meðan á því stendur liggur hún við botninn og sést alls ekki. Ef bátarnir geta beðið er auðvitað möguleiki á því að þeir fái eitt- hvað eins og raunin varð í gær”. Gísli Árni og Eldborg urðu fyrst varir við loðnuna undan Snæfellsnesi í gær og fékk Gisli Árni 300 tonn í fyrsta kasti. Flestir bátanna voru þá farnir heim, — höfðu gefizt upp á biðinni og töldu flestir, að nú væri vertíðinni lokið. Þá fékk Börkur NK rúmlega 250 tonn af loðnu út af Grindavík, svo nú virðist sem góður kippur ætli að koma í veiðarnar. Sagði Andrés að búast mætti við að bátarnir færu að tygja sig til veiða strax og veður lægði. Heildarafli loðnu, sem borizt hafði á land áður en þessar veiðar hófust, var orðinn 333 þúsund tonn —HP. 7 sinnum siglt á Tý Brezku freigáturnar gerðu níu <lukkustundaaðför aðvarðskipinu rý í gær og sigldu sjö sinnum á skipið. Engir togarar voru í grennd, ;vo að Bretar voru ekki að .vernda” neinn. Skemmdir á Tý urðu litlar, en tvö göt munu hafa komið á frei- gátuna Tartar, sem voru lagfærð fljótlega. Að aðförinni stóðu freigáturnar Salisbury og Tartar. Hún hófst um klukkan ellefu í gærmorgun. —HH Frá fundi Stúdentafélagslns: Gestur Guðmundsson les upp tillögu um stuðning við stjórn Garðars Mýrdal, sem er lengst til hægri á myndinni. Stúdentaóeirðirnar: DB-mynd: Björgvin Lögbann sett á aðaKundinn Jónas Gústafsson fulltrúi borgarfógeta lagði í gær lög- bann á aðalfund þann í Stúdentafélaginu, sem vinstri menn höfðu boðað til. Þá voru allmargir mættir á fundinn, og létu þeir Jónas lesa úrskurðinn upp þrisvar. 100 þúsund króna trygging var lögð fram fyrir lögbanninu og sá Verzlunar- banki Islands um útvegun þeirra peninga. Kjartan Gunnarsson og félagar hans í hægri stjórn Stúdentafélagsins eru ábyrgir gagnvart t>ankan- um. Eftir að lögbann hafði verið sett á aðalfundinn var honum breytt í almennan fund. Þar voru siðan rædd fjárreiðu- og bollumál, auk þess sem Gestur Guðfinnsson lagði fram þá ályktunartillögu, að funduTinn lýsti stuðningi við Garðar Mýrdal og stjórn hans. Hún var samþykkt með 199 atkvæðum gegn tíu. Kjartan Gunnarsson og stjórn hans verður innan viku að höfða slaðfesiingai mál fyrir lögbanninu i B.vjarþingl Keykjavíkur —AT— Pokinn fullur af stórri rækju innbyrtur í Þingey Þ.H. 102 —Ljosm. A.B. MEÐ 127 T0NN AF STÓRRI0G GÓÐRIRÆKJU Á 5'k MÁNUÐI Góð rækjuveiði hefur verið á Axarfirði í vetur. Rækjan er stór og góð, svo stór að oft fara ekki neina 121 slykki i kilóið. Algeng stærð er 130-140 i kíló. Veiðarnar á Axarfirði stunda 6 bálar frá Kópaskeri og er Þingey Þ.H. 102 aflahæst með 127 tonn frá þvi um miðjan október til mar/.loka. Skipstjóri er Auðunn Benediklsson. i sluttu samtali við Auðun. ssgði hann að sex bátar hefðu leyfi til að veiða á þessum slóð- um og teldi hann óráðlegt að veita fleiri bátum veiðileyfi. Rækjan væri á mjög takmörk- uðu svæði í firðinum. Reynsla frá öðrum stöðum hefði sýnt að græðgi manna og oftrú á magnið hefði gereytt góðum miðum. Bátarnir sem leyfi hafa mega veiða 6 tonn á viku. Rækjuvinnsla hófst á Kópa- skeri 31. ntarz og veitir Gunnar Páll Ólafsson henni forstöðu. AB/ASi írfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976. Alvarlegt slys ó Raufarhöfn Alvarlegt slys varð fyrir nokkru á veginum milli flug- brautarinnar á Raufarhöfn og þorpsins. Ekió var á mann, sem var þar á ferð I nátt- myrkri. Tvíbrotnaði maðurinn á fæti og skarst mikið og illa á höfði. Hinn slasaði var fluttur til Akureyrar og liggur þar enn í sjúkrahúsi. Daginn áður en þetta slys skeði á Raufarhöfn, voru tveir menn teknir ölvaðir við akstur. Þykir það mikið og tíðindum sæta á: jafn fámennum stað og Raufarhöfn er. -AB/ASt. Togarakoman boðar ógnaröld Á Raufarhöfn horfir til vandræða 1 hvert skipti sem togari staðarins, Rauðinúpur, kemur í höfn. Upphefst þá hinn mesti drykkjuskapur og má segja að ógnaröld ríki í þessu fámenna þorpi. Á lögreglumaður staðarins oft í mestu erfiðleikum, þvl hann má vart við margnum og ræður takmarkað við þann óróleika og spennu sem ríkir. AB/ASt. Atli Steinars- son aðstoðar- fréttastjóri Dagblaðsins Atli Steinarsson hefur tekið við starfi aðstoðarfréttastjóra á Dag- blaðinu. Þetta er nýtt starf, sem kemur til vegna sívaxandi umsvifa Dagblaðsins. Atli hefur starfað sem blaða- maður á Dagblaðinu síðan um miðjan september. Hann hafði áður verið blaðamaður á Morgun- blaðinu í rúm 24 ár og öðlazt mikla reynslu í flestum greinum blaðamennsku. Atli Steinarsson er 46 ára. Hann tók stúdentsprof við Verzlunarskóla Islands árið 1950. Dagblaðið býður hann velkominn til hins nýjastarfs. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.