Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.04.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDACUK 5. APKÍU 1976. 9 FINNSK-ÍSLENZK SKÍÐA- HÁTÍÐ Á HOFSJÖKLI — Tveir Finnar ganga suður Kjöl ó hótíðina ,,Það eru 10 ár siðan ég kom hingað síðast og þá var ég á leiðinni til Grænlands,” sagði Erik Pihkala frá Finnlandi i samtali við Dagblaðið. Erindið til Grænlands fyrir áratug var að ganga yfir Græn- landsjökul á skíðum. Erik og félagar hans lögðu jökulinn að baki og voru fimm vikur á leió- inni. „Nýjar leiðir eru alltaf spennandi og við viljum reyna okkur og þess vegna leggja á íslenzka hálendið," sagði Erik. Hann fer þessa ferð ásaníT Tage Strandström sem hefur fengizt við þessa íþrótt í niörg ár og farið ýmsar svaðilfarir víða um Evrópu. Þeir félagar ætla að fljúga til Akureyrar og ganga svo suður Kjöl og á Hofsjökli ætla þeir að hitta sex tslend- inga og halda finnsk-islenzka skíðahátíð. Erik fékk sína fyrstu þjálfun á gönguskíðum í finnsku skíða- hersveitunum sem börðust við Rússa í seinni heimsstyrjöld- inni. Æ .síðan hefur hann haldið þessari kunnáttu sinni við. Hann hefur margoft tekið þátt í Vasa-göngunni í Svíþjóð og öðrum svipuðum um alla Evrópu. „Ferðin .yfir Kjöl tekur svona 12 daga og við ætlum að heim- sækja fólkið á Hveravöllum, kannski fáum við kaffisopa,” sagði Erik að lokum. KP NÝ AÐFERÐ YIÐ ÚTREIKNING BYGGINGARVÍSITÖLU Vísitala byggingarkostnaðar hefur á undanförnum árum verið reiknuð út einu sinni á ári og þar sem vísitöluhúsið hefur staðið í Reykjavík hafa jafnvel hækkuð gatnagerðargjöld í Revkjavík valdið hækkun vísitölu byggingarkostnaðar. Nú hefur orðið breyting á þessu til batnaðar. Er vísitala byggingar- kostnaðar nú reiknuð út á þriggja manaða fresti og hafa aðrir liðir en þeir sem hafa áhrif á beina hækkun byggingarkostnaðar verið teknir út úr útreikningi vísitölunnar. Er nú hver liður fyrir sig reiknaður út við ákvörðun vísitölunnar eftir ákveðinni skiptingu sem búin var til af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Settu þeir vísitölu allra þátta byggingar- vísitölunnar fasta i hundrað stigum í október s.l. og var hún síðan reiknuð út í desember. Kemur þa í ljós að sáralítil hækkun hefur orðið á flestum þáttum byggingavísitölunnar, yfirleitt staðið í stað eða komizt hæst í 104 stig í þættinum ,,Ytri frágangur”. Einn þátturinn ..hreinlætisbúnaður" lækkaði niður í 99 stig. Síðan var aftur reiknað út í endaðan marz s.l. til ákvörðunar vísitölunni 1. apríl og höfðu þa flestir þættirnir hækkað í ea. 104-105 stig, og munu kjara- samningarnir nýgerðu valda þar mestu um. Heimsmarkaðsverð í byggingarefnum hefur aftur á móti staðið í stað upp á síðkastið. í grófum dráttum er visitala byggingarhluta eins og vísitala þessi nel'nist skipt niður i sjö aðalfl. Þeir eru Undirbygging, yfirbygging, frágangur, yfirbygg- ingar, innréttingar, útbúnaður, ytri frágangur og annað. Síðan er þessum flokkum skipt niður i aðra smærri til enn nanari á- kvörðunar á breytingu visitölu b.vggingarkostnaðar. -BH. Fyrir Hœstarétt Löngumýrar-Björn orustuglaður ennþá maður og oddviti að fram- kvæma skyldur sínar um eftir- lit í þessu efni. Yfirvaldið virðist hafa verið fúsara að hlusta á lygasögur viðvíkjandi mér heldur en líta eftir fram- kvæmd böðunarinnar. Mál þetta er nú komið til Hæsta- réttar og mun ég að s.tálfsögðu hlita þeim úrslitum sem þar verða, enda hef ég eigi reynt annað en réttsýni á þeim vett- vangi. Hins vegar er með öllu óþolandi fyrir bændur að una því, að opinberir starfsmenn eigi þátt í að útbreiða ósannar sögur í þessu efni og lepja þær síðan í yfirdýralækni sem öllu trúir, og eigi munu ákvarðanir hans of viturlegar þótt byggðar séu á sönnum heimildum. Blaðamaður spurði nú Björn Pálsson, hvort hann teldi að hægt væri að útrýma fjárkláða með öllu. Björn svaraði: ,,Eg hefi litla trú á því og alls eigi með þeim aðferðum sem Páll A. Pálsson notar. Þegar ég var drengur kom fjárkláði eigin- lega aldrei fyrir i minni sveit. Óþrif í sauðfé þróuðust hins vegar, þegar mæðiveikin var á ferðinni vegna þess að hlífzt var við að baða veikt fé. Engir dýralæknar voru þegar ég var ungur til að líta eftir, en sveitarstjórnir munu hafa séð um að baðað var á hverju ári. Það er ekki vandasamara að lækna einstök tilfelli af kláða en þvo sér um hendurnar. Og kláði veldur ekki bændum fjár- hagslegu tjóni. Eg held að hag- kvæmast væri að láta dýra- lækna ekkert vera að vasast í kláðamálum, en fela hins vegar sveitarstjórnum að sjá um böðun og láta baða einu sinni á ári. Eg er sannfærður um að kláði getur leynzt í rifum á timburgörðum og grindum í moldarveggjum og sauðataöi, jafnvel svo árum skipti, þótt yfirdýralæknir segði í útvarps- erindi árið 1949 að hann gæti eigi lifað nema sjö sólarhringa utan kindar. Kláðamaurinn er laus við yfirlæti og þjösna- skap, skýlir ser i litlum holum og það gildir einu þótt Páll yfir- dýralæ'knir láti baða tvisvar sinnum á ári. það verður ekki drepinn annar maur en sá er á fénu situr við böðunina og á efst.u skán taðsins. Þetta vita reyndir bændur, þótl dýra- Björn Pálsson á I.öngumvri. læknar virðist ekki gera sér það ljóst, enda eru þeir flestir reynslulausir í þessum efnum og sumir þeirra hafa trúlega aldrei baðað kind. Það er að mínu viti heimskuleg fúl- mennska og tilgangslaust gagn- vart mönnunt og skepnum að þvinga bændur til að ntargbaða heilbrigt fé, og óþolandi með öllu að hægt sé að siga lögregl- unni til að valdbaða h.já bænd- um i slíkum tilfellum. Þetta eru min lokaorð að sinni, en þótt ég hafi aldurs vegna frekar kosið að fá að vera í friði ntun ég þó eigi leiöa hjá ntér að halda leiknum áfram, en embæ'ttis- mennirnir óska þess. Utdregiö i 12. f/okki 6. april Furulundi 9a að söluverðmœti um 20 millj. kr. moguiMfci Nú má enginn gleyma að endurnýja. Söluverð á lausum miðum kr. 4.200 NÝIR HÖGGDEYFAR FRÁ meira öryggi aukin þcegindi betri ending fyrir flestar gerðir bifreiða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.