Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 20
20 I)A(;m,At>It). MANUDACUK :i. MAI 1970. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir þríðjudaginn 4. maí. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Framkoma einhvers samstarfsaðila kann að gera þjg leiðan. Taktu ekki á þij* sök á ástandi sem er í enjju þér að kenna. Þú færð hvíld í kvöld ok krinKumstæðurnar eru mjög rómantískar. Fiskarnir (20. febr.—20. marz): Ef þú sleppir einu atriði af innkaupalistanum þínum í dag, mun það öllu breyta varðandi fjárhagsáætlun þína. Nær gleymd ráðagerð verður nú Krafin upp ok endurnýjuð. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Furðuleg breyting til batnaðar er boðuð sterklega á ástalifi þínu. Eitthvað gerist, sem veldur því að þú hugsar alvarlega um framtíðina. Taktu ekki of fljótráða ákvörðun. Nautiö (21. apríl—21. maí): Vertu eðli þínu trúr, jafnvel þótt aðrir reyni að hafa þig ofan af slíku. Ákveðin og einörð afstaða þín mun ávinna þér viðurkenningu fyrir góða greind. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Þú verður að taka til meðferðar bréf, sem hefur orðið þér til leiðinda, en ráðfa*rðu þig við aðra um hvernig svara ber því. Þú munt verða hlaðinn aukastörfum í dag, en greiðir auðveldlega úr öllu. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þú mætir einhverri mótspyrnu í sambandi við eitthvert fyrirtæki sem þú hugðist leggja út í, leggðu ekki fram peninga í vafa- sömum tilgangi. Líklega færðu óvæntan gest í kvöld og þú munt fá góðar fréttir. Ljónift (24. júlí—23. ágúst): Þú munt þurfa að hringja i kvöld vegna vinnu þinnar. Þetta verður allt skemmtilegra en þú hafðir þó gert þér í hugarlund. Þar mun kímnigáfa þín koma aðgóðum notum. Moyjan, (24. ágúst—23. sopt.): Þú kannt að verða kynntur fyrir einhverjum ókunnugum, sem virðist lengi hafa haft talsverðan áhuga á þér, láttu smávægilega gagnrýni ekki á þig fá. því þú crt í miklu uppáhaldi h'já flestum. Vogin (24. sept.—23. okt.): Flæktu vini þínum ekki inn í fjölskyldudeilur því afleiðingarnar geta orðið ófyrir- sjáanlegar. Breytt umhverfi gæti orðið til þess að þú sæir hlutina í réttu ljósi. Sporðdrokinn (24. okt.—22. nóv.): ÞÚ virðist í skapi til að hlusta á skynsamlegar hugmyndir um framtíðina. Sýndu dálitið meira ást þína til ástvinar þíns. Sliku tali yrði tekið af mikilli hlýju. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. dos.): Stjörnurnar eru þér i hag og nú ættirðu að geta lifað lífinu stórkostlega. Reyndu að dýpka áhugasvið þitt sem mest þú mátt. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Lausnin á langvarandi vandamáli mun verða í höfn í dag. Farirðu út á meðal fólks muntu verða var við að þú hefur aðdráttarafl svo um munar. Afmœlcsbarn dagsins: Félagslíf þitt eftir fyrstu vikur þessa afmælisárs ætti að verða ánægjulegt. Þú munt eignast nýja vini. Ástamálin munu verða svipuðog fyrr og þeir sem eru lausir og liðugir munu verða það áfram þetta árið.Fjármálin munu sannarlega þarfnast aðgerða allt árið. 30. apríl 1976. Eining Kaup Sala 1 Bandarfkjadollar 179,70 180,10 1 Sterlingspund 331,25 332,25* 1 Kanadadollar 183,15 183,65* 100 Dansk.-r krónur 2985,10 2993.40 100 Norska/ krónur 3275,90 3285,00* 100 Sænskar krónur 4094,35 4105.75 100 Finnsk mörk 4672.30 4685,30* 100 Franskir frankar 3854,50 3865,20* 100 Belg. frankar 162.50 463.80 100 Svissn. frankar 7152,25 7172,15 100 Gyllini 6688,90 6707.50* 100 V.-Þýzk mörk 7084,95 7104,65* 100 Lfrur 19,95 20.01* 100 Austurr. Sch. 989,25 992.05* 100 Eseudos 604.35 606,05 100 Pc*setar 266,60 267,30 100 Yen 60,07 60.24* Borgarspítalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30 — 19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30 — 14.30 og 18.30—19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30— 19.30. Faaðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30—20. Fœðingarheimili Reykjavíkur: Álla daga kl. 15.30— 16.30. Kleppspítalinn: Álla daga kl. 15 — 16 og 18.30— 19.30. Flókadeild: Álla daga kl. 15.30—16.30. Landakot: Kl. 18.30 — 19.30 mánud. — föstud.. laugard. og sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: KI. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvítabandið: Mánud. — föstud. kl. 19.—19.30. laugard. og sunnud. á sama tima og kl. .15—16. Kópavogshœlið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30—20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 — 16 og 19 — 19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15 — 16 alla daga. „Nú gciui'Au la*kkaA hitastillinguna mín vegna.’ „Kn sleppum því, ég get ekki verið að íþyngja þér með mínum áhyggjum.” Reykjavík: Lögreglan simi 11166. slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið sími 51100 Keflavík: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Akureyri: Lögreglan sími 23222. Slökkvi- og sjúkrabifreið sími 22222. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 3333. Sjúkra- bifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Rafmagn: í Reykjavík og Kópavogi, sími 18230. I Hafnarfirði i síma 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Símabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitu- kerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Kvöld-, nætur- og helgidagavarzla vikuna 30. apríl — 6. maí er í Borgarapóteki og Reykja- vikurapóteki. Það apótek. sem fyrr er nefnt. annast eitt vör/.Iuna á sunnudögum. helgidög- um og almennum fridögum. einnig nætur- vör/.lu frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9 að morg'ni virka daga en til kl. 10 á sunnudögum og almennum friddögum. Hafnarfjörður — Garðabær nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni í síma 51100. Á laúgardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur. sími 11100. Hafnarfjörður. sími 51100. Tannlæknavakt: er í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sími 22411. Orðagóta 25 (látan líklsl venjulegum krossgátum. Lausnir koma i láréttu reitina. en um leið kemur fram orðí gráu reitunum. Skýring þesser: Fjandi. 1. Arstíðin 2. Fjallakofinn 3. Afar reirt 4 Spiritismi 5. Dálitið af einhverju. hlutar •» (lusa 7. Herstjórnandi. Lausn á orðagátu 24: 1. Ballett 2. Ilryssan 3. Flautan 4. Snauður 5. Creiðan 6. Brugiað 7. Hollráð. Orðiðígráu reitunum: BRAUDID. Reykjavík — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánudaga, föstudaga, ef ekki næst í heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánudaga — fimmtudaga, sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru lækna- stofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjón- ustu eru gefnar i símsvara 18888. Árbær: Opið daglega nema á mánudögum frá 13 til 18. Ameríska bókasafnið: Opið alla virka daga kl. 13-19. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74: Opið daglega nema laugardaga kl. 13.30—16. Ásmundargarður v.ið Sigtún: Sýning á verkum er í garðinum en vinnustofan er aðeins opin við sérstök tækifæri. Dýrasafnið Skólavörðustig 6 b: Opið daglega lOtil 22. Grasagarðurinn í Laugardal: Opinn frá 8-22 mánudaga til föstudaga og frá 10-22 laugar- daga og sunnudaga. Kjarvalsstaðir við Miklatún: Opið daglega nema á mánudögum 16-22. Landsbókasafnið Hverfisgötu 17: Opið mánudaga til föstudaga frá 9-19. Listasafn Einars Jónssonar við Xjarðargötu: Opiðdaglega 13.30-16. Listasafn Islands við daglega frá 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga. þriðjudaga. fimmtudaga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut. Opið daglega frá 9-18 og sunnudaga frá 13-18. Sædýrasafnið við Hafnarfjörð frá lOtil 19. Þjóðminjasafnið við Hringbraut frá 13.30 til 16. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn Þingholtsst ræti 29B. simi 12308: Opið mánud. til föstud. 9-22. laugardaga 9-16. Bústaðasafn, Bústaðakirkju. sími 36270: Opið mánud. til föstud. 14-21. Hofsvallasafn Hofsvallagötu 16: Opið mánud. og föstud. kl. 16-19. Sólheimasafn Sólheimum 27. sími 36814: Opið niánud. til föstud. 14-21. laugard. 14-17. Bókabílar, bækistöð i Bústaðasafni. sími 36270. Hringbraut : Opið Opið daglega : Opið daglega Heimsmeisfarakeppnin er nú aó hefjast þessa dagana í Monaco — og þaö er því ekki úr vegi aö birta frægt spil frá keppninni 1959. Þaó kom fyrir í úrslitaleik Ítalíu og USA. Nor.Ður « KDG762 <?K86 0Á9 «32 Vestur «84 Al03 0 D<; 104:52 + G10 Austuk * 10953 <?942 0 K87 + 765 SUÐUR + A (7DG75 0 65 + ÁKD984 Þegar Fishbein og Hazen, USA, voru með spil n/s, varð lokasögnin 4 spaðar i norður. Ahorfendur Iétu í ljós óanægju en þulurinn — spilið var sýnt á sýningartöflu — var fljótur að segja að betra væri að vinna 4 spaða en tapa 6. Eina slemman í spilinu væri í hjarta en hvernig átti að ná henni? Því svöruðu ítalarnir Bella- donna og Avarelli. Vestur Norður Austur Suður 2 tigl. dobl pass 3 tígl. pass 3 sp. pass 4 lauf. pass 4 hj. pass 5 tígl. pass 5 grönd pass 6 hj. Fishbein vann 5 spaða á hinu borðinu (tíguli út) — og hjá Beiladonna, norður, kom út tígull i 6 hjörtum. Spilið er alis ekki einfalt. Belladonna tók á tígulás, síðan spaðaás og spilaði þremur hæstu í laufi. Vestur, Stakgold, trompaði með hjartatíu (bezt) en Belladonna yfirtrompaði með kóng. Tók spaðakóng og kastaði tfgli blinds. Síðan hjartasexi og þegar austur lét tvistinn Iét Bella- donna fimmið úr blindum!! Allt og sumt, sem vörnin gat nú fengið, var slagur á trompásinn. A skákmóti í Mar del Plata 1952 kom þessi staða upp í skák Wexler qg Garcia Vera sem hafði svart og átti leik. 1.-----d4!! 2. Bxh6—Bh2 + !! og hvítur gafst upp. Ef hvítur hefði leikið 2. Bf4 — Bxf4 3. Rxf4 — Hxe2 4. Rxe2 —De5 með vinningsstöðu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.