Dagblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976 Guðlaug Pétursdóttir skrifar: ,,Á því herrans ári 1976, þegar tæknin er orðin svo mikil að allt er sjálfvirkt nema mannskepnan, ganga hundr- uð unglinga á Stór- Reykjavíkursvæðinu at- vinnulausir. Unglingar milli 16 og 18 ára fást ekki einu sinni skráðir í Kópavogi. Það hefur enga þýðingu var svar yfir- manns atvinnuleysisskráninga. Skólaunglingar fá ekki at- vinnuleysisbætur. Það er enginn skyldugur að sjá fyrir þeim. Við erum komin 50-100 ár aftur í tímann þegar menntun Var lúxus og barizt var um atvinnu. En þaó er mála sannast að eldurinn brennur heitast, er á sjálfum brennur. Enda hefur maður orðið áþreifanlega var við það á undanförnum vikum. Blað verkafólks, Þjóðviljinn (eða svo hefur maður haldið), hefur minnzt á það í framhjá- hlaupi að það væri vist eitthvert atvinnuleysi meðal mennta- skólanema. Auðvitað getum við fávíst verkafólk ekki búizt við þvi að blaðamenn eða annað Unglingarnir uppi í Árbæ voru önnum kafnir við að snyrta umhverfið þegar Árni Páll ljósmyndari DB átti þar leið um. 17.JUNI 1976 Þj66hátí6 Reykjavíkur DAGSKRÁ I. DAGSKRÁIN HEFST: Kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10.00 Ólafur B. Thors, forseti borgarstjómar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiöi Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Lúðrasveit verkalýðsins leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjómandi Ólafur L. Krístján^son. II. VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 10.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur ættjarðaríög á Austurvelli. Kl. 10.40 Hátíðin sett: Már Gunnarsson, formaður þjóðhátiðamefndar. Karíakórínn Fóstbræður syngur: Yfir voru ættariandi. Söngstjórí Jónas Ingimundarson. Forseti Íslands, dr. Krístján Eldjám leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn. Ávarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar. Karíakórínn Fóstbræður syngur: ísland ögrum skorið. Avarp fjallkonunnar. Lúðrasveit verka- lyösir.s leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: ólafur Ragnarsson. Kl. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prestur sóra Úlfar Guömundsson. Dómkórínn syngur Ragnar Bjömsson leikur á orgel. Einsöngvari: Guðmundur Jónsson. III. LEIKUR LÚÐRASVEITA: Kl. 10.00 Við Hrafnistu. Kl. 10.45 Við Elliheimilið Grund. Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjómendur: Páll Pampichler og Stefán Stephensen. fastráðið fólk viti að fleiri hundruð pilta og stúlkna ganga atvinnulaus á höfuðborgar- svæðinu. Blöðin eru uppfull af fréttum af einkariturum sem tæla þing- menn til fylgilags við sig, brúðkaupi kóngafólks og þess háttar kjaftæði, sem er ætlað til þess að láta okkur gleyma hvað er raunverulega að gerast. í kringum okkur. Bæjarfélögin hafa ekki gegnt sínu hlutverki að útvega unglingum atvinnu. Ef spurt er um atvinnu fyrir unglinga, þá verða þeir annaðhvort að vera börn fastráðinna bæjar- starfsmanna eða einhverra hátekjumanna. Börn verka- fólks eru sko alls ekki tekin í vinnu þegar þröngt er á vinnu- markaði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að foreldrar sjái um þau, svo að þau geti svo hækkað skatta á þessum sömu foreldrum fyrir það að ala önn fyrir unglingum, sem bæjar- félögin eiga að sjá fyrir at- vinnu. Það er kvartað um þjófnaðar- faraldur, við hverju búast yfirvöldin? Þau bjóða upp á innbrot og alls kyns afbrot þegar hundruð dugmikilla ung- menna ganga um iðjulaus. Yfir- völd eru svo upptekin af að kjósa sig í nefndir, að þau gleyma öllu öðru. Þau sjálf og þeirra börn hafa nóg að éta. Hvern fjandann varðar þau um þessa verkafólkskrakka? Það er vissara að fara að svelta þetta pakk, það hefur haft það svo gott, hugsa þau ef til vill. Ég las í blaði um daginn frétt frá tryggingaráði þar sem auglýst var eftir tannlækni, en hann gat ekki fengið nema 120 þúsund á mánuði í kaup. Búizt var við að það þætti of lítið þar sem vikulaun tannlækna væru nálægt þessari upphæð. Tannlæknir hefur því á viku eins og verkakarl og -kona hafa samanlagt í mánuð fyrir 40 stunda vinnuviku. Þessi sama verkakona og verkakarl eiga svo ef til vill 2-3 unglinga, sem ekki hafa fengið vinnu vegna þess að þeir eru ekki af æðri stéttinni og foreldrarnir verða að sjá fyrir þeim og líklega yngri börnum. Ég reiknaði saman í síðustu viku hvað fjölskylda, hjón með 3 unglinga og 2 börn innan 16 ára færu með á viku í mat. Með ýtrustu sparsemi gátu henni enzt 20 þúsund. Þá var líka fiskur 5 daga vikunnar. Það er von að þjóðarbúið Sé að sligast undan kröfum okkar verkafólks og veslings kaupmennirnir þurfa alltaf að vera að fá smáhækkanir þeir hafa það svo erfitt. Aldrei hefir annar eins geymslukostnaður komið á landbúnaðarvörur okkar og þetta ár. Þær eru kannski bilaðar frysti- geymslurnar?" IV SKRÚOGÖNGUR Kl. 14.15 Safnast saman a Hlommtorgi, Miklatorgi og við Molaskólann. Frá Hlommtorgi vorður gengið um Laugaveg og Bankastræti á Lækjartorg. Lúörasvoit verkalýðains leikur undir stjóm Ótafs L. Kristjánssonar. Frá Miklatorgi verður gongið um Hringbraut, Sólayjargotu. Frikirkjuveg og Lækjargötu á Lækjartorg. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjóm Björns R.SinarssonasFrá Melaskóla varður gongið um Birkimel, Hringbraut, Skothúsvog, Tjamargötu, Aðalstræti og Austurstræti á Lækjartorg. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjóm Sæbjöms Jónssonar. Skátar ganga undir fánum fvrír skrúAgöngunum og stjóma þeim. V. BARNASKEMMTUN Á LÆKJARTORGI: Kl. 14.50 Lúðrasveitin Svanur leikur. Kl. 15.00 Samfelld dagskrá: Stjómandi Klemenz Jónsson, kynnir Gísli Rúnar Jonsson. Gunna og Nonni, gamanþáttur, loikendur: Guörún Ásmundsdóttir og Jón Hjartarson Diabolus In Musica, skemmta með söng og hljóAfœraleik. TöfrabrögA og fleira, sýnendur Baldur Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson. Tóti trúður skemmtir (Ketill Larsen). Gvendur fer í sveit, gamanþáttur, leikendur: Róbert Amfinnsson, Guðrún Stephensen og Gísli Alfreðsson. VI. SÍÐDEGISSKEMMTUN Á LÆKJARTORGI: Kl. 16.15 Kynnir Gunnar Eyjólfsson. Kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngur. Stjómandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. Dixílandhljómsveit Arna ísleifssonar, ásamt söngkonunni Lindu Walker skommta. Diabolus In Musica flytur nokkur lög. Hljómsveitin Paradís leikur. VII. LAUGARDALSSUNDLAUG: Kl. 15.30 Sundmót. VIII. MELAVÖLLUR: Kl. 16.00. 1 7. júnímótiA í frjálsum íþróttum. IX. KVÖLDSKEMMTANIR: Kl. 21.00 DansaA verður á sex stöðum í borginni, við Austurbæjarskóla, BreiAholtsskóla, Langholts- skóla. Melaskóla, Árbæjarskóla og Fellaskóla. Skemmtununum lýkur kl. 24.00. Sumir brostu við undirritun samningsins, aðrir voru mjög alvarlegir. Falskt sigurbros X. HÁTÍÐARHÖLD Í ARBÆJARHVERFI: Kl. 13.00 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæjarskóla, eftir Rofabæ að Árbæjarsafni. Barna- og unglingalúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjóm Ólafs L. Kristjánssonar. Fyrír göngunni fara skátar, íþróttafólk og hestvagnar. Kl. 13.30 Samfelld dagskrá. FormaAur Kvenfélags Árbæjar setur skemmtunina. Sóknar- presturinn flytur ávarp. Ávarp fjallkonunnar. Danssýning (táningadansar). Grínþáttur. Þjóðdansar. Gvendur fer í sveit, gamanþáttur, leikendur: Róbert Amfinnsson, Guðrún Stephensen og Gísli Amfinnson. Tóti trúður. (Ketill Larson). Hestaleiga verður fyrír böm aö deginum. Kl. 21.00 DansaA viö Árbæjarskóla til kl. 24.00. XI. HÁTÍOAHÖLDIN Í BREIÐHOLTSHVERFUM: Kl. 12.45 SkrúAgöngur: Safnast saman viö Stöng í BreiAholti I, gengiA um BreiAholtsbraut, NorAurfell. og Austurberg að iþróttavelli Loiknis. LúArasveitin Svanur leikur fyrír góngunni undir stjóm Sæbjöms Jónssonar. Safnast saman viA Vesturberg 78. gengiA um Vesturberg, SuAurhóla og Austurberg aö íþróttavelli Leiknis. LuArasveit Reykjavíkur fer fyrir göngunni undir stjórn Bjöms R. Einarssonar. Skátar, íþróttafólk ásamt sveit unglinga á vólhjólum, úr Vólhjólaklúbbnum Svarti Örninn fara fyrír göngunni. Kl. 13.30 Dagskrá á íþróttavelli Leiknis: HátiAin sett af séra Hreini Hjjitarsyni. Knattspyrnukoppni milli frjálsra fúlaga i BreiAholti 1 og 3. 17. júnímót BreiAholts i fijaiaum íþróttum. Felagar úr Vumjui«mu>t«Dnum Svarti Örninn sýna hæfnisþrautir á vólhjólum. Kl. 14.30 Dagskrá við Fellaskóla: Kynnir Þórunn Siyuróórduttii. Skatativoli á vegum skáta- fólaganna UrAarkettir og Hafernir. BrúAuleikhús Fellahellis sýnir brúöuleikrítiA Rebbi. Skemmti- atríöi frá skátafólögunum Hafernir og UrAarkettir. Gunna og Nonni, gamanþáttur. leikendur: Cuðrún Ásmundsdóttir og Jón Hjartarson. Töfrabrögð og grín, flytjendur: Gísli Rúnar Jónsson og Baldur Brjánsson. Táningadansar, pör frá dansskólum Sigvalda og HeiAars Ástvaldssonar sýna. Gamanþattur, flytjandi: Jörundur GuAmundsson. Diskotek, plötusnúður Skúli Biörnsson. Kl 21.00 Kvöldskemmtanir: DansaA viA BreiAholts- og Fellaskóla. Skemmtuninni lýkur kl. 24.00. Matthías Gunnarsson “krifar: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Framsóknarflokkurinn er hið öfluga þriðja afl sem ráðið hefur mestu um gang land- helgismálsins. Hann áorkaði því, að sú leið var farin, sem hyggilegust var. Það er engin tilviljun, að hann er eini flokk- urinn, sem hefur setið í öllum ríkisstjórnum, sem hafa fært fiskveiðilögsöguna út. Á engum mönnum hefur útfærslan í 50 mílur og síðar í 200 mílur hvílt meira en á þeim Einari Ágústs- syni sem utanríkisráðherra og Ölafi Jóhannessyni sem dóms- málaráðherra. Þjóðin hefur vissulega ástæðu til að þakka þ.eim fyrir farsæla forystu á þessu sviði.” Svo mörg voru þau orð (ÞÞ) Þórarins Þórarinssonar (ábm) í leiðara Tímans miðviku- daginn 9. júni. ÞESSI ORÐ SEGJA það fyrst og fremst, að Framsóknarflokk- urinn er alltaf tilbúinn til þess að semja við Bretann. Það. breytir engu að bókun 6 verði felld úr gildi, því eins og stendur orðrétt „sú leið var farin, sem hyggilegust var”. Þó svo að málsvari flokksins hefði áður lýst því yfir, að aldrei yrði samið við Bretann. Það skyldi þó aldrei vera, að Sjálfstæðisflokkurinn réði yfir Framsóknarflokknum. Mér er spurn Þórarinn. Á einum stað stendur orðrétt „Stjórnarand- staðan hafnaði strax öllum við- ræðum”. Hefði hún fengið að ráða væri þorskastríðið enn i fullum gangi og engin viður- kenning fengin. Skiptir viður- kenningin öllu máli? Það nægir okkur ekki að eitthvað sé skrifað á blaðsnepil, Bretinn verður að viðurkenna þetta I verki... Atvinnuleysi unglinga: EKKISITJA ALLIR VIÐ SAMA B0RD I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.