Dagblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1976 Útvarpsmenn vilja hœrra kaup: Listahátíðin rann út í sandinn hjá útvarpshlustendum Lesandi blaðsins hringdi: „Mikið er ég sár út í þá hjá útvarpinu. Að þetta yfirvinnu- bann þeirra þurfi að bitna á okkur alsaklausum hlust- endum. Það gekk nú út yfir allan þjófabálk, þegar við vorum svipt öllum upptökum frá listahátíðinni. Það hafa ekki allir tök á því að sjá þessa listamenn og ég er einn af þeim. Ég var búinn að bíða og hlakka óskaplega til að hlusta í rólegheitum á útvarpið mitt. Njóta góðrar tónlistar frá lista- hátíð og láta hugann reika á meðan. Sem sagt eins og þeir segja: lifa mig inn í þetta allt saman. Þetta eru miklir listamenn og við áttum þess kost að fá að taka þetta upp. Svo missum við af þessu öllu saman vegna þess að fámennur hópur vill fá hærra kaup. Þetta finnst mér ekki hægt. Það eru þúsundir hlustenda sem verða fyrir þessu. Þetta er engin einka- stofnun starfsmanna.”: Raddir lesenda í— B 1—IA1 1 1 IR p' _ íj 9 ! HALLSSON iL 1 Stuðningur við útvarpsmenn — en samt húrra fyrir yfirvinnubanninu! Anneliese Rothenberger var einn þeirra listamanna sem var ætlunin að útvarpshlust- endur fengju að heyra i. Svo varð ekki raunin vegna yfir- vinnubanns starfsmanna út- varps. Anægður útvarpshlustandi skrifar fyrir sig og nokkra aðra: „Til að byrja með vil ég taka undir stuðningsyfirlýsingar til útvarpsmanna sem þeim hafa borizt í kjarabaráttu sinni, en um leið vil ég taka fram að ekkert mál er svo slæmt að það hafi ekki sínar ljósu hliðar. Ein af ljósu hliðunum á þessu yfirvinnubanni kom fram í dagsljósið á sunnu- daginn. I stað hins árlega og hálfleiðinlega ræðustagls úr Nauthólsvík á sjómannadaginn þá flutti útvarpið okkur létta sígilda músik I umsjá Guð- mundar Gilssonar. Þarna var á ferðinni sannkallaður af- þreyingarþáttur, I þessum þætti safnaði Guðmundur saman léttri og skemmtilegri músik, hæfilegri blöndu. Takk fyrir Guðmundur-” STULKUR A HRAKHOLUM — snyrtiaðstaðan aðeins einn kamar IHEIÐMORK |4^túlku^krifuði^ndir bréfið sem DB fékk sent frá stúlkum sem| Ivinna í Heiðmörk. Hér sést hluti nafnanna. & ll&l6 <5^ f •20 S'fsjc /L- ftdjtiéuc / t/JccúCOi/ci/a: b.U a k/ý/í- -/c< ci éafliam. e/ikl/rf /O/MCO&'I C'ydj Jta/uiif)'. , c/{jd/a. J\íoicoioLaÁ ( TbccjdJ/i (Tmi/sof- c J/lsCcj u. /3 cJU >-■>'> S/Q r'l > / OölXíAa'S (^LA^VV^V.Ök/Y ^jCÍÖ^AÁW' o /JJ&b Gfoioo. yartdasJ Skrifað í Kópavogi á Trinitatis 1976. Selma Hjörvarsdóttir skrifar fyrir hönd stúlkna i vinnuskóla i Heiðmörk. „Ég læt þessi orð frá mér fara vegna þess slæma aðbúnaðar sem ungar stúlkur þurfa að búa við í Heiðmörk. Um 60 stúlkur og 4 flokks- stjórar eru í tveim skúrum þarna á svæðinu í matar- og kaffitímum. Flokkstjórar eru í minni skúrnum sem er númer 53. í honum eru tveir bekkir með mjúkum sessum, borð og maskina. Stúlkurnar eru í skúr númer 34. Hann er hriplekur og er að hrynja í sundur. I honum eru þrír harðir trébekkir og maskína, en ekkert annað. Snyrtiaðstaða er svo að segja engin , aðeins; einn kamar. Stúlkurnar eru oft látnar bíða úti í hellirigningu, sem kemur oft úr lofti á íslandi, eftir því að r.útan komi til að flytja þær heim. í hana komast þær ekki allar fyrir i sætum og verða því að standa eða sitja þrjár í tveim sætum. Þetta finnst okkur ósæmilegur aðbúnaður að ungum stúlkum í Heiðmörk á vegum Reykja- víkurborgar. Vonandi verður hér bót á.” W A meðan yfír- völdin sofa G.E. skrifar: „Nú hefur Stórstúka Islands lýst yfir stuðningi sínum við Kristján Pétursson deildar- stjóra í baráttu hans gegn smygli á eiturlyfjum og áfengi. Fleiri mættu á eftir koma. Daglega berast fréttir i blöðum af eiturlyfjasmygli. Hver er tilgangur þess inn- flutningo? Hann er ætlaður til eyðileggingar æsku þessa lands, með öilu því böli sem eiturlyfjaneyzlu fylgir. Er ekki kominn timi til að almenningur láti til sín heyra? Það hata verið haldnir borgara- fundir og mótmælagöngur af minna tilefni. Hvar eru for- eldrar og vandamenn ung- linganna? Ætla þeir óátalið og aðgerðalaust að láta það við- gangast að fíkniefni séu flutt inn í stórum stíl og þeir, sem þeim smygla, séu látnir lausir eftir nokkra daga og geti þá byrjað á nýjan leik, meðan yfirvöldin sofa.“ Þetta er mynd af hassi sem smyglað var til landsins. Það var pressað og sett í plötuum- slag, en það dugði nú ekki samt. Spurning dagsins Ætlarðu ísveit ísumar? Guðmundur Jónsson, 12 ára: Nei, ég fer nú ekki i sveit en ég ætla í hálfan mánuð til Danmerkur að leika mér með pabba og mömmu. Iris Bjarnadóttir, 8 ára: Ég á nú eiginlega heima í sveit þvi ég á heima á Seyðisfirði. Þetta er bara sumarfrí hjá mér núna, hérna hjá afa og ömmu. Arnór Guðmundur Bieltvedt, 13 ára: Nei, en ég ætla til Noregs með fjölskyldunni í tæpar 3 vikur. Við ætlum að heimsækja ættingja okkar og svo ætlum við lika að taka bílaleigubíl til að ferðast á. Jóhann Einarsson, 11 ára. Ég fer nú bara svona upp i sumar- bústað um helgar með pabba og mömmu. Gunnar Gray, 9 ára. Nei, en kannski fer ég með Jóhanni (að ofan) í sumarbústaðinn stundum. Og svo kannski lika 1 ferðalag með fjölskyldunni. Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, 10 ára. Já, ég hugsa að ég fari í sv.eit til Hnifsdals og líka í ferðalag með pabba og mömmu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.