Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 15
táný Dskvu sigurvegarar í lokin koma sér fyrir á vellinum, þar sem 200 hvítklæddar stúlkur dönsuðu um. Mynduðu síðan olympíuhringina fimm — tákn heimsálfanna — og um leið breyttust litir fata þeirra í gult, rautt. blátt, grænt og svart — liti hringjanna. Glæsileg sjón. Mikil litadýrð var þegar Indián- ar, sem settu mikinn svip á lokaat- höfnina. dönsuðu um leikvanginn — tom-tom trommur þeirra yfir- gnæfðu rythma hljómsveitarinn- ar miklu, sem lék við athöfnina. Flögg Grikklands, Kanada og Sovétríkjanna voru á sérstökum heiðursfánastöngum á leikvang- inum. Þjóðsöngvar þessara þriggja landa voru leiknir — leik- arnir verða í Moskvu 1980. Killanin lávarður, formaður alþjóða-olympíunefndarínnar, gekk fram og sleit leikunum á hefðbundinn hátt og hét á æsku heimsins að mæta á 22. Olympiu- leikana í Moskvu. Um leið og hann mælti þessi orð voru ljós á leikvanginunt slökkt — og ólympíski eldurinn dó hægt út. Þá kveiktu áhorfendur á kertum, sem þeir höfðu fengið við inn- ganginn frá bandarísku fyrirtæki. og leikvangurinn var baðaður grænleitum ljósum kertanna. Þá hófu þúsundir dans á leikvangin- um. íþróttafólk, Indíánar, starfs- menn — völlurinn iðaði af lífi, þar sem fólkið hélzt í hendur í sameiningu. Hlátur, gleði, söngur yfirgnæfði á köflum hljómsveit- ina miklu — þjóðargrindverk féllu, málahindrun var úr sög- unni. Lokaorðin komu gegnum hátalarann. Vertu sæl Montreal — hittumst aftur i Moskvu. í Moskvu voru myndaðir olympíuhringir í litum og sendir gegnum gervihnött á ljósatöfluna miklu á leikvanginum. Þar sáust stúlkur og piltar mynda olympiu- hringina fimm og þau veifuðu síðan áhorfendum á leikvangin- um í Montreal. Eftir athöfnina dreifðist fólkið út á götur Montreal og þar var gleði fram á morgun. í olympfuþorpinu mátti sjá tár víða í auga, þegar kveðju- kossinn átti sér stað — koss kynna, sem tekizt höfðu með fólki af öllum kynþáttum á Olympiu- leikunum í Montreal. John Walker fyrstur í mark í 1500 metra hlaupinu og fagnar. Ivo Vandamme, annar, Paou Wellmann V-Þýzkalandi þriðji og á hæla þeirra Eamonn Coghlan og Frank Clement. Sigur Walkers í hlaupinu, „sem aldrei var háð" „Ég er feginn að guliið er mitt. Ég var því feginn að hiaupið var rólegt framan af því ég vissi, að flestir voru fljótari en ég í 800 metrunum. Samt hlýt ég að velta spurningunni um Bayi fyrir mér lengi, já mjög lengi. Hefði ég unnið Bayi?“ sagði heimsmethafinn í míluhlaupi og Olympíumeistarinn í 1500 metra hlaupinu á Olympíuleikunum, Xý-Sjálendingurinn John Walker eftir sigur sinn í 1500 metrunum í Montreal á laugardag. En hlaupið var langt frá því, að vera það sem vonazt var eftir fyrirfram,- Uppgjör Filbert Bayi frá Tanzaníu og John Walker — fremstu millivegalengda- hlaupara, sem nú eru uppi, varð aldrei. Bayi kom aldrei til Montreal, vegna mótmæia Afríku- þjóða við þátttöku Ný- Sjálendinga í leikunum. Ekkert varð af því, sem fyrirfram var búizt við, að yrði enn af hápunktum Olympíuleikanna — uppgjöri Walker og Bayi í 1500 metra hlaupinu. Þess í stað féllu 1500 metrarnir alveg í skugga hástökksins þar sem áhorfendur púuðu óspart á Dwight Stones. Já, vonbrigðin voru mikil og tíminn er hlaupararnir fengu var slakur — þannig var timi Walker, 3:39.17 heilum sjö sekúndum lakari en heimsmetími Filbert Bayi. Og gott betur — tími Walker í úr- slitahlaupinu var lakari en tími 3amonn Coghlan í undanúr- slitahlaupinu! En snúum okkur að hlaupinu, sem för fremur rólega af stað. írinn Eamonn Coghlan réð ferðinni lengst af. Greinilega vantaði mann til að halda hraðanum uppi — greinilega vantaði Bayi. Þegar kom að síðasta hringnum fór Walker framúr Coghlan — og keyrði hraðann upp. Þá bjuggust áhorf- endur við auðveldum sigri Walker — en svo varð ekki. Honum gekk ekkert að hrista keppinauta sína af sér og þegar í mark kom var hann aðeins meter á undan Van Damme, frá Belgíu. Úrslit í 1500 metra hlaupinu 1. John Walker N-Sjál. 3:39.17 2. Ivo Van Damme Bel. 3:39.27 3. P. Wellman V-Þýzkal. 3:39.33 4. E Coghlan írlandi 3:39.51 5. Frank Clement Bretl. 3:39.65 6. R. Wolhuter USA 3:40.64 7. D. Moorcroft Bretl. 3:40.94 8. G. Grouch Ástralíu 3:41.80 9. J. Zemen Ungverjal. 3:43.02 Ný-Sjálendingurinn John Walker hafði unnið gullið eins og við var búist en áreiðanlega mun hann lengi velta því fyrir sér hvort hann hefði unnið Filbert Bayi. Já, vonbrigðin voru mikil. Walker hafði unnið gullið í hlaupinu, „sem aldrei var hlaupið." Montrcal-76 Skipting verðlauna í Montreal Hinni hörðu keppni um gull, silfur og brons á Olympíuleik- unum í Montreal er nú lokið. Sovétmenn fengu langflesta verð- launapeninga — 125, Bandaríkin 94, A-Þýzkaland 90. Hins vegar vinna A-Þjóðverjar 40 gullverð- laun — helmingi fleiri á síðustu Olympíuleikum. Hið mikla íþróttaveldi A-Þjóðverja hefur vakið furðu og aðdáun margra — þjóð, sem aðeins telur 17 milljón- ir manns, ógnar risunum bæði í austri og vestri. Éinnig er athyglisvert að af 10 efstu þjóðunum hvað verðlauna- peninga snertir þá búa 7 við kommúnískt þjóðskipulag. Stór- þjóðir eins og Bretland, Ítalía og Frakkland ná ekki að skipa sér meðal 10 efstu. Hins vegar má sjá Kúbu, Rúmeníu, Búlgaríu og auðvitað — A-Þýzkaland. Þátttakendur 26 þjóða unnu til gullverðlauna — en alls hlutu 41 þjóð verðlaun. Én lítum á skiptingu verðlauna, gull=g, silfur=s, brons=b: Sovétríkin A-Þýzkaland Bandaríkin V-Þýzkaland Japan PóIIand Búlgaría Kúba Rúmenía Ungverjaland Finnland Svíþjóð Bretland Italía Júgóslavía Frakkland Tékkóslóvakía Nýja-Sjáland S-Kórea Sviss Jamaica Noregur N-Kórea Danmörk Mexikó Trinidad Kanada Belgía Holland Portúgal Spánn Ástralía íran Venezúela Mongólía Brazilía Austurriki Bermúda Púertó Ricó Pakistan Thailand g s b 47 43 35 40 25 25 34 35 25 11 6 10 9 8 7 6 4 4 4 4 3 2 2 2 2 2 1. 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 17 10 11 9 3 14 12 0 0 5 4 3 5 4 1 4 2 0 0 0 2 1 0 6 3 3 0 0 4 1 0 0 2 1 1 1 1 1 Ja. margt má af tölum lesa. í f.vrsta skipti í sögu Olympíuleik- anna vinnur sú þjóð er þá heldur ekki gullverðlaun. Kanada hlaut engin gullverðlaun á Olympíu- leikunum — hins vegar 5 silfur og 6 brons.Nokkrum sinnumvoru Kanadamenn nærri hinu lang- þráða gulli þö aldrei eins og þegar einn róðrarmanna Kanada hafði forystu allt fram að mark- línu — þá fór Sovétmaður fram úr honum! Frá því leikarnir voru endur- reistir 1896 hafa gestgjafarnir alltaf náð að vinna gull. Þó íuunaði litlu að Grikkjuin ta'kiz.t ekki að vinna gull 1896 í Aþenu. Allt fram á síðustti grein hafði þeiin ekki teki/.t að sigra — en i luaraþonblaupinu náði griski geitahirðirinn Spyridon Louis að sigra. Þaunig bjargaði hann and- liti Grikkja. sem aúlað lúifðu sér stóra liluli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.