Dagblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 9
OAGBLAÐIÐ. — LAUGARDACUR 7. A(iUST 1976. FRA MILLISVÆÐAMOTINU I BIEL Þegar þetta er skrifaó á eftir að tefla þrjár umferðir og bið- skákir á millisvæðamótinu í Biel í Sviss. Það virðist sem Bent Larsen sé að glata forskoti sínu, hann tapaði fyrir Petrosian og á nú verri biðskák á móti Robert Byrne. Hiibner er nú hálfum vinningi á undan Larsen, og Tal, Petrosian, Smyslov og Portisch koma allir rétt á eftir, þannig að svo virðist sem hart verði barist þessar siðustu þrjár umferðir. Því miður hef ég ekki ennþá séð neina af skákum Bents Larsens en eftirfarandi skák var tefld í 5. umferð og verður ekki annað sagt en að loka- staðan sé í hæsta máta kyndug. Hv. Sosonko (Holland). Sv. Csom (Ungverjaland). 1. d4 2. c4 3. g3 4. Bg2 5. Rf3 6. 0-0 7. Dc2 8. b3 9. Hdl 10. Rc3 11. Rd2 12. e4 13. exd5 14. Rxd5 15. Bxd5 Rf6 e6 d5 Be7 0-0 c6 Rbd7 b6 Bb7 Ba6 Hc8 c5 exd5 Rxd5 cxd4 Hér bauð hvítur jafntefli, sem svartur þáði ekki þar sem hann sá fram á mikla kóngs- sókn. Framhaldið varð: 16. Bb2 Rf6 d3 b5 Db6 Hfd8 Hc5 Hh5 Hxh2 Rg4+ Bf6? Hér hefði verið nær að drepa strax á f2. Svartur sér greini- lega ekki fram á hin snjöllu endalok, sem hvítur er að brugga honum. 26. c5 De6 17. Bg2 18. Dc3 19. Bfl 20. Bxd3 21. Bf5 22. Bh3 23. Bg2 24. Kxh2 25 Kgl Staðan eftir 26. leik svarts. 27. Re4!! Þessi leikur sér við öllu. Svartur gafst upp. Hann má ekki drepa drottninguna vegna mátsins i borði, og ef hann drepur ekki drottninguna verða mikil mannakaup og hvítur vinnur auðveldlega hrók yfir. í þeirri skák, sem hér fer á eftir eigast við rússnesku stór- meistararnir Tal og Smyslov. Tal nær undirtökunum i skák- inni og virðist sem hann eigi aðeins eftir að innbyrða vinn- inginn, þegar honum verða á afdrifarík mistök sem kosta hann skákina. Hv. Tal (Rússland). Sv. Smyslov (Rússland). Spánski leikurinn. 1. e4 ' éó. 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. c3 d6 5. d4 Bd7 6. dxe5 dxe5 7. De2 Bg7 8. Be3 Rge7 9. Rbd2 a6 10. Bc4 Dc8 11.0-0 0-0 12. b4 Rd8 13. a4 Re6 14. Rg5 Rc6 15. Rxe6 Bxe6 16. Rb3 Rd8 Smyslov teflir byrjunina mjög ,,passivt“, og Tal tekst fljótlega að ná yfirhöndinni. 17. Hadl b6 18. Bd5 Bxd5 19. Hxd5 Re6 20. Hfdl De8 21. a5 Da4 22. Dc2 Rf4 23. H5d2 Dc6 24. g3 Lítur vel út þar sem 24... Re6 leiðir til peðsvinnings fyrir hvitan 25. axb6 cxb6 26. Hd6. Svartur neyðist þvi til að fara út í þá leið, sem hann velur. 24. Rh3+ 25. Kg2 f5 26. axb6! 26. Kxh3 f4 hefði gefið svörtum hættuleg mótfæri. 26. f4 27. Bc5 f3+ 28 Kfl Eftir 28. Kxh3? hefði hvitur orðið mát eftir 28... De6+ 29.g4 Hf4 30. Hgl Hxg4 31. Hxg4 h5. 28. cxb6 Svartur sér þann kost vænstan að gefa skiptamuninn. Honum leist ekki á 29. Ra5 sem varla var von. 29. Bxf8 Hxf8 30. Dd3 Kh8 31. Dd5? Hér er tímahrakið farið að segja til sín heldur betur, það var algjör óþarfi að gefa þetta peð. Tal hefur líklegast álitið stöðu sína það góða, að það væri sama hverju hann léki, skákin ynnist alltaf. En Smyslov er ávallt erfitt að vinna, jafnvel þó maður hafi unna stöðu á borðinu. 31. Dxc3 32. b5 axb5 33. Dxb5 Dc8 34. Dd7 Dc4+ 35. Hd3 Með 35. Dd3 á Tal öruggt jafntefli a.m.k. en iiann v'ill meira, og leikur þvf þennan vafasama leik. 35. * Rg5 36. Rd2 Dc2 37. Kel? Afleikur, sem ríður Tal að fullu. Hér átti hann að leika 37. Hel og skákin gat farið á hvorn Staðan eftir 37. leik hvíts. 37. Rxe4! Tal má auðvitað ekki drepa manninn vegna mátsins á e2. 38. Hal Rc5 Hvítur gafst hér upp. Sorglegur endir fyrir Tal, sem virtist á tímabili vera með gjör- unna stöðu. Eins og skot ég í eplið beit, 1 þessum þætti ætla ég að leyfa ykkur aó sjá hvernig þrír frændur yrkja um sama efni en það er syndafallið. I fyrstu bjó Adam í Edenslundi og átti þar góða daga. Þó fannst honum jafnan, að mörgu og miklu mætti þar betur haga. Og alltaf fannst honum einveran leið, og erfitt í fötin að staga. Hann nennti ekki stundum að gera sér graut og gekk þá með tóman maga. Einu sinni hann Adam fór aó ympra á þessu við Drottin, hve það væri erfitt að hirða um hey og hugsa líka um pottinn, og þurfa að staga og stagla 1 skó, og stunda svo fataþvottinn. — Þótt skaparinn vildi ekki veita honum lið hann var ekki af baki dottinn. Hann nuddaði um þetta nótt og dag og neytti til allra ráða. Hann drattaði stundum á Drottins fund, þegar Drottinn var genginn til náða. og kvaðst ekki geta gengið lengur götuna þyrnum stráða. Og það væri hans að hugsa upp ráð til hagsældar fyrir báða. En Drottni leiddist hið sífellda suð og sagði með nokkrum þjósti: „Ég gaf þér bæ, svo þú hefðir það hlýtt og huggulegt, þó að hann gjósti, og kynstur af fötum og kenndi þér svo að klæða þig ofan frá hósti. — En nú er ég reiður og ríf því í burt eitt rifið úr þínu brjósti." Úr síðu Adams hann rifið reif og rauk með það út I smiðju. Það leyndi sér ei, honum leiddist mjög að lenda í slíkri hryðju. Þó gleymdist reiðin. Hann gladdist á ný er gekk hann til sinnar iðju. Hann skrapaði beinið og skóf það upp og skapaði úr því gyðju. Hann fór til Adams, en Adam var fár og uppi með steytta hnefa. EnmeðsérkvaðstDrotti'nnhafaeinnhlut og nonum ætla að gefa. Og þessi hlutur — ja, það væri víst, þrautir hans mundi sefa. „Það er vera sem hugsar um heimili þitt, og hún á að kallast Eva.“ Þá upp úr vasanum Drottinn dró einn dýrlegan fatastranga. Hann fletti klæðum frá öðrum enda svo Adam sá rjóðan vanga. Og heift hans þvarr. En að handfjalla gripinn hann fór talsvert að langa. En undrandi varð hann þó fyrst og fremst, er fór hann að tala og ganga. Drottinn hélt sfðan heim á Ieið, til himins frá Edenslundi. Hann vissi að konan kunni sitt verk og karlinn sinn gleðja mundi. Nú hafði hann búið til bjargráð á jörð og brátt hann af velsæld stundi. — En síðan liðu ein sex þúsund ár. Hann svaf þau í einum blundi. Með Evu síðan hann Adam bjó við alls konar list og fræði. Hún gaf honum indælis ullarföt og ól hann á besta fæði, og hamaðist síðan að hreinsa og fága svo húsin léku á þræði. 1 húmi nætur þau sofnuðu sætt á sömu dýnunni bæði. Svo tók hann Adam lífinu létt í lukkunnar sælustandi. Og honum virtist það voða gott að vera í hjónabandi. í byrjun ríkti í bænum hans hinn blessaði friðarandi. Og afbrýðisemi var ekki til ennþá í þessu landi. En birgðirnar þrutu og búið varð snautt, og bóndinn fékk aldrei næði. Þvi Eva reif sig og rausaði margt og rauk svo á dyr í bræði. Þú heldur kannski um hennar raus honum á sama stæði? En hann hafði Evu elskað heitt og erfiðað fyrir þau bæði. í neðsta horninu á heimsins byggð sig hringaði ljótur maður, sem spýtti út úr sér eiturlegi og útbreiddi fals og þvaður. Þar leyndi hann sinni lymsku og slægð, en lést vera góður maður. Ýmsan hafði hann ósóma lært og alls konar glens og daður. Er Eva, hamslaus, að heiman gekk, til hennar á maganum skríður sá rækallans maður og réttir sig upp og reynir að sýnast fríður. Frá klofinni tungu í kjafti hans kjassyrðastraumur líður. Og Evu freistaði fjandi sá, henni fannst hann svo penn cg blíður. Hún Eva þagði. En þrællinn sá að þornuðu táralindir. Hann flekaði Drottins dýrðarverk og dró nú upp sínar myndir. Hann sagði við Evu: „Það sæirðu fljótt og sætlega til þess fyndir, hve ljúft er að njóta, og lífið er bjart, ef legðirðu stund á syndir." Að viðræðum loknum hún vendir heim og var þó á báðum áttum, því ekki var hún alveg viss, að við Adam hún næði sáttum. En hún hafði lært, að líf okkar er lagað af mörgum þáttum. — Hve heitt hún þráði, að Adam yrði eins og maður i háttum. Að Adam hlúði hún Eva á ný og umvafði kærleik sönnum. Þá upplukust karlsins augu fyrst, svo hann afneitar Drottins bönnum. Af ást og hamingju hefur hann oft haldið á líkama grönnum. — Vegna daðurs Adams er dauðinn vís og dafnar syndin hjá mönnum. En Drottinn rumskar og rannsakar fljótt, hvernig reynist hinn fyrsti maður. Hann sá þau Adam og Evu stunda ástleitni, kossa og daður. Þá hrópar Drottinn — og heyrist glöggt, að hann er alls ekki glaður: „Eg segi þér upp þinni íbúð í vor, því Eden er helgur staður." Þá kemur hér næsta ljóð sem heitir að sjálfsögðu líka Syndafallið. Hún Eva bjó forðum með Adam svo ánægð í Paradís. Og hún hafði allt það sem augun girnastr og allt það sem hjartað kýs. Það er ekki dregið í efa að Eden var bújörð góð, því matur var ærinn á aldintrjánum, og Eva var feit og rjóð. Um athafnafrelsið i Eden af umtali verður séð. Þar fannst aðeins eitt sem var fyrirbcðið, •— að fikta við Skilningstréð. r Hún Eva, sem fann þetta ekki, var ánægð og sæl um skeið, uns Kölski í höggormsham eitt kvöldið til hennar í garðinn skreið. Þar flutti hann ávarp til Evu í umboði kærleikans! Og Eva varð snortin af orðak.vngi hins ágæta ræðumanns. í seiðþrungnu ávarpi sínu hann sitthvað að Drottni fann, sem Eva gat ekki áður skynjað. Að endingu mælti hann: Ljóð á laugardegi Hvort finnst þér í einlægni, Eva, að algóður Drottinn sé sem tekur undan, til eigin nota, hið indæla Skilningstré. Nei, þar birtist auðkýfings eðlið, að arðræna snauðan mann, en öreigans hefnd er að heimta og „stræka" og hundsa hvert lagabann. Hann titlaði Adam og Evu sem öreigalýðinn þar, en Drottinn sem ágengan ihaldspoka, með auðkýfings hugarfar. Með hræsnarans fjasi um frelsið hann fall þeirra undirbjó. Svo dróst hann á burt, þegar dagaði aftur, og djöfullinn skellihló. Hún Eva var formóðir okkar, við erum því heimsk og blind. En Kölski er höfundur kommúnismans og „kommanna” fyrirmynd. Þá er komið að þriðja og síðasta Syndafallinu. 1 upphafi Adam vorn almáttug bað um eilífa vist meðal kvenna, því hann hélt i upphafi að þær væru það sem þyrfti svo ást mætti brenna. En þær settu samstundis syndina af stað og sögðu það Adam að kenna. Um karlmannsins eðli enginn veit. Ja, ekki að neinu ráði. Er ég var „Adarn" í „Edensreit" og „Eva“ þar við mig kjáði. Eins og skot ég í eplið beit að yfirveguðu ráði. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.