Dagblaðið - 16.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.08.1976, Blaðsíða 13
FYRSTA ÍSÍ.INZKA THMIIKVIKMYWMN AÐ FÆÐAST •7 »;>..-v* «•> .? — Þetta hefur v'erið ákaflega 'skemmtilegt viðfangsefni og • tekið mun styttri tíma en ég bjóst við, sagði Sigurður Örn Brynjólfsson teiknari í samtali við DB. Sigurður hefur undan- farna mánuði unnið að gerð 15 mínútna langrar teiknikvik- myndar um Þrymskviðu en til þess fékk hann starfslaun lista- manna fyrir sex mánuði á siðastliðnu ári. Mun þetta vera fvrsta íslenzka teiknimyndin, sem framléidd hefur verið sem skemmtimynd. Sigurður rekur teiknistofu í Hafnarfirði en þar sem aðstaðan þar er ekki mjög góð og lítið pláss hefur hann flutt teikningarnar heim til foreldra sinna pg pangað heimsóttum við Arni PálKhann í gær. Það var auðséð strax i byrjun að bak við þetta verkefni liggur mikil vinna. Öllum teikningum er nú lokið en kvikmyndun og hljóðupptaka eftir. Alls er um rúmlega tvö þúsund myndir að ræða en um 1000 myndir verða notaðar í kvikmyndina, þar sem reynt er að nýta sumar hreyfingar og senur oftar en einu sinni. Stuðzt er við söguþráðinn í Þrymskviðu en aðstæður allar færðar yfir í nútímalegra form og persónurnar hálfgerðir ,,súpermenn.“ Teikningarnar eru ákaflega skemmtilegar og enginn vafi á að hér er um hressar alíslenzkar hetjur að ræða. — í byrjun skipti ég verkefninu niður í kafla.sagði Sigurður, og gerði skissur að verkefninu. Síðan eru gerðar nákvæmar teikningar á þar til gerðan pappír og þær síðan teiknaðar með filtpenna yfir á glærur. Þá er málað ofan í teikningarnar með sérstökum plast- eða vinyllitum, sem brotna ekki við snertingu eða meðhöndlun glæranna. Hver hreyfing er teiknuð mjög nákvæmlega. Eftir að teiknað hefur verið á filmu A, er filma B lögð ofan á og framhald hreyfingarinnar á filmu A teiknað þar. Síðan er A tekin burt og C lögð ofan á B og framhald teiknað þar, þar.nig koll af kolli þar til hreyfingin er orðin samfelld. Allir bak- grunnar eru hannaðir sér- staklega, ennfremur litlar hreyfingar, svo sent hreyfingar munns, augna og þessháttar. Þess má geta að hreyfingarnar verða fremur grófar þar sem notuð er ein teikning á hverja fjóra ramma í kvikmynda- filmunni en í „fínni“ myndum sem maður sér eru yfirleitt aðeins tveir eða jafnvel einn rammi á hverja mynd. En það þýðir líka tvisvar eða fjórum sinn um fleiri teikningar. Sigurður Örn hefur hannað teiknikvikmyndir fyrir sjónvarpsauglýsingar, t.d. bankaauglýsingarnar sem allir kannast við. Hann byrjaði að vinna að þessu verkefni í febrúar á þessu ári og lauk því í ágústbyrjun. Telur hann að hönnun teikninga hafi alls tekið rúma tvo mánuði, sem er mun styitra en búizt var viö. Næsta skref er að fá myndina framleidda en um það eru eng- ar ákveðnar áætlanir ennþá þar sem slikt er gífurlega kostnaðarsamt. Hefur helzt komið til greina að fá sjónvarpið til samstarfs en ekkert er ákveðið ennþá. Frá því að Sigurður lauk námi í Myndlista- og hand- íðaskólanum hefur hann unnið á teiknistofum hjá öðrum og sjálfstætt auk þess sem hann stundaði nám við hollenzkan listaskóla i eitt ár. — Mér finnst þetta mjög jákvætt fyrir listamenn að fá starfslaun til að vinna að ákveðnu verkefni, sem þeim annars væri ækki kleift, en þó með því skilyrði að fylgzt sé með að verkefninu verði lokið, sagði Sigurður Örn Brynjólfs- son að lokum. Þess má geta að Þrymskviða virðist vinsælt verkefni listamanna. Má i því santbandi nefna samnefnda óperu Jóns Ásgeirssonar og myndasöguna um kviðuna. -JB. BORGARH USGOGN VIKTORIA SAFÍR Úrval af áklœðum Lítið inn, það borgar sig BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi mn Sími 8-59-44 Utsölustaðir: Reykjavík: Borgarhúsgögn og JL húsið ísafjörður: Húsgagnav. ísafjarðar Akureyri: ÖrkinhansNóa Húsavík: Hlynursf. Neskaupstaður: Húsgagnaverzlun Höskulds Stefánssonar Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Bústoð SAVOY RÚBIN HORN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.