Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 19TÍ. 2 Verður vegurínn í Hókihverfí raunhœf somgöngubóf? — lesandi spyr hvort vegurinn i gegn- um Hólana verði lagfœrður til að íbúi i Hólahverfi hringdi: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar Hólahveríis hafa verið mjög afskiptir hvað snertir samgöngur. Þeim hefur verið gert að aka Reykjanes- brautina endilanga og síðan upp Breiðholtsbraut. Þaðan hafa ökumennirnir beygt inn í Þórufell, síðan inn Vesturberg og loks blasir við Hólahverfið, fyrirheitna hverfið þar sem hvergi er fallegra útsýni í allri Reykjavík og þótt víðar væri leitað. Þessi langi mikii og strangi krókur hefur rýrt gæði hverfisins, jafnvel svo að skyggt hefur á útsýnið þar sem sólin sezt bak við Snæfellsjökul svo engu er líkara en þetta ómótstæðilega eldfjall logi. Nú veit ég, að samgöngur standa til bóta. Verið er að leggja veg, sem á að tengja Hólahverfi við Stekkjarbakka. Það er ágætt, þar sem það styttir leiðina verulega. Þessi vegur bætir samgöngur mjög og væntanlega geta íbúar Breiðholts komizt heim á snjó- þungum vetrarkviiidum. En ég nef verió að velta fyrir mér, hvernig þessi nýja sam- gönguæð tengist Reykjanes- brautinni. Verður íbúum Hólahverfis gert að aka Stekkjarbakkann á enda og síðan inn á Álfabakka, þar sem verið er að byggja bensínstöð OLIS? Ef svo verður þá er hinn nýi og glæsilegi vegur upp i Hólahverfi til lítils, eða að minnsta kosti styttir það vegalengdina lítið. Til er önnur leið upp á Reykjanesbrautina. Sú er nefnilega frá Stekkjarbakka og gegnum Hólana og inn á Verið var að vinna við veginn upp í Hólahverfi þegar DB-menn voru þar á ferð og kynntu sér framkvæmdina. Reykjanesbraut. Þar er nú malarvegur, illa undir það búinn að taka við þungri umferð. En sú leið styttir verulega leiðina upp í Hólahverfi og því fyrirsjáanlegt að vegurinn verður mikið notaður ef honum verður ekki lokað, því þar mundi beinlínis skapast mikil slysahætta, sérstaklega á veturna þegar hálka er mikil. Bæði er vegurinn hlykkjóttur og miór. Það veit ég, og ég veit ég tala þar fyrir munn margra Breiðholtsbúa, að yrði af- skaplega vinsæl framkvæmd og alls ekki dýr, ef vegurinn væri lagaður og ökumenn þyrftu ekki að aka upp fyrir bensínstöð OLIS, þó glæsileg sé.“ taka við aukinni umferð Dagblaðið sneri sér til Inga U. Magnússonar gatnamála- stjóra í Reykjavík og tjáði hann okkur að þrátt fyrir að vegurinn gegnum Hólana væri ekki á aðalskipulagi, þá yrði hann lagaður og væntanlega lagt á hann varanlegt slitlag, það myndi borga sig. Því geta íbúar Hólahverfis og raunar víðar í Breiðholti III andað léttar, því vegurinn í Hóla- hverfi verður þar með raunhæf samgöngubót. Ingi tjáði okkur að þessi framkvæmd yrði gerð nú í haust en hins vegar væri ekki jafnvíst með slitlagið. Hlykkjóttur og bugðóttur liggur vegurinn upp í Stekkjarbakka frá Reykjanesbraut. Greiniiega ekki undir það búinn að taka við mikilli umferð. DB-mynd Arni Páll. V, Gosbrunnurinn himinmiga í grúma suðauslanóttar! — segir lesandi, sem vill að skrúfað verði fyrir hann þegar svo er óstatt. Hins vegar ó stilltum kvöldum og góðviðrisdögum mó gjarna hafa skrúfað fró Fegurð, j;i sönnkölluð fegurð á stilltu sumarkvöldi. Gosbrunnurinn baðaður Ijósum nýtur sín vel. Vesturbæingur hringdi: „Mikið hefur verið rætt um gosbrunninn fræga, sem fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna á Isiandi gaf Reykjavíkurborg. Borgaryfirvöld ákváðu að stað- setja gosbrunninn sunnan við brúna og er í sjálfu sér ekkert út á þá staðsetningu að setja, nema hvað hann hefði mátt vera úti í miðriTjörninni svo að hrekklausir Reykvikingar gætu gengið um grasivaxna bakka vestan gosbrunnsins án þess að fá yfir sig skæðadrífu af tjarnarvatni Sannleikurinn er afskaplega einfaldur í okkar vindasama landi. Sárasjaldan er logn og enda þótt sagt hafi verið að gosbrunnurinn hafi einhverja sjálfstillingu eftir stvrkleika vindsins þá hefur hann alls ekki getað stillt sig um að senda skæðadrífu af tjarnarvatni upp á bakkana. Jafnvel hefur kveðið svo rammt að, að gos- brunnurinn sendir iðulega skæðadrífu norður fyrir brúna á Skothúsvegi. Ur því að gosbrunnurinn hefur verið svo iðinn við að ausa Reykvíkinga vatni, jafnt réttláta sem rangláta, langar mig til að koma með tillögu, sem ég vona að borgaryfirvöld sjái ástæðu til að taka til athug- unar. Nefnilega að skrúfað verði fyrir gosbrunninn nema þegar stillilogn er á góðviðrisdögum. Þá nýtur hann sín vel en hins vegar má gjarna hafa skrúfað Himinmiga — já, sannköiluð himinmiga á þessari mynd og skæðadrifu tjarnarvatns leggur norður Tjörnina og á Tjarnarbrú: frá á stilltum kvöldum í Reykjavík því þá er gosbrunn- urinn fallegur, já mjög fallegur þar sem ljóskastarar lýsa upp vatnsstrókinn. Sannleikurinn er sá. og ég get vel skilið Þorgeir, — gos- brunnurinn er sannkölluð himinmiga í gráma suðaustan- áttar í Reykjavík." 1 1 laddir esenda | Hríngið i 1 síma 83322 millikl. 1 3 og 15 eða skrifið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.