Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.09.1976, Blaðsíða 14
\r 14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1973. r 5 SKYGGNIR SPÁ FYRIR FRAMTÍÐ STÓRSTJARNA Eftir mikið ástarævintýri með ríkum Evrópumanni mun Liz að lokum finna varanlega hamingju í hjónabandi. Steve McQueen og Ali Mac Graw (sem lék í Love Slory) munu fara fram á skilnað fyrir árslok. Jackie Kennedy Onassis mun að nýju ganga í hjónaband. Það mun gerast á síðari hluta ársins 1977. Caroline Kennedy. Samband þeirra mun nú taka á sig ákveðnari blæ og innan tveggja ára munu þau ganga í það heilaga. Jackie Onassis Jackie giftist myndarlegum manni milli fimmtugs og sextugs. Sá maður tengist mjög stjórnmálabaráttu í Bandaríkj- unum á síðari helmingi ársins 1977. Spámennirnir telja að hjóna- band þeirra verði bæði hamingjusamt og endist lengi. Caroline prinsessa Hún mun gifta sig einhvern tímann á tímabilinu apríl til ágúst 1977. En það hjónaband mun ekki standa lengi. Vaéntan- legur eiginmaður hennar er auðugur Evrópumaður. Og jafnvel krúnuerfingi (Þá kemur varla nema Karl Breta- prins til greina). Þá er því og spáð að hún muni giftast aftur en það munu líða allmörg ár á milli hjóna- bandanna. Susan Ford mun opinbera trúlofun sina fyrir árslok 1976, en gifting hennar mun samt ekki verða að hætti Hvíta hússins. Ethel Kennedy mun giftast söngvaranum Andy Williams. Og söngkonan Cher (Sonny og Cher) mun skilja við Gregg Allman fyrir lok ársins. Hún mun finna hamingjuna á nýjan leik með manni sem er ótrúlega líkur fyrri eiginmanni hennar, Sonny Bono (Sonny). Þetta eru aðeins smásýnis- horn af hinum stórmerkilegu spádómum þeirra 5 skyggnu manna, sem fengnir voru til að spá fyrir um ástir og giftingar heimsfrægs fólks. Susan Ford. Lis Taylor, Jackie Kennedy Onassis og Steve McQueen Caroline af Monaco. Susan Ford Dóttir Bandaríkjaforseta mun opinbera trúlofun sína fyrir árslok. Hún trúlofast laga- nema eða lögfræðingi sem er eitthvað eldri en hún. Þau munu gjfta sig fljótlega. Brúðkaupið verður ekki jafn- glæsilegt og var þegar Nixon gaf dóttur sína en þetta verður fyrsta og eina gifting Susan Ford. Þá er því og spáð að hún eignist 3 börn. Ethel Kennedy Hún mun ganga í hjónaband með afar íþróttasinnuðum manni, helzta íþróttaáhugamál hans er tennis. Maðurinn mun vera söngvarinn Andy Williams. Þau hafa þekkzt í mörg ár og alltaf sézt saman öðru hverju. Ethel Kennedy og Andy Williams. algerlega misheppnað. En hann heldur það engu að síður út í eitt til tvö ár. Þá skilja þau og hann mun fara aftur til fyrstu konu sinnar Priscillu. Með henni á hann sitt eina barn. Liz Taylor Liz lendir í smáævintýri í apríl eða maí á næsta ári. Þetta verður með Evrópumanni sem er vellauðugur. Hún kastar honum frá sér fyrir mann sem er viðriðinn kvikmyndaheim- inn. Hún mun sennilega gifta sig eftir 3 ár. Þetta hjónaband á að hafa alla möguleika á því að endast þar til dauðinn aðskilur skötuhjúin. Karl Bretaprins Hann mun ganga að eiga konu af aðalsættum fyrir lok ársins 1977. Hún mun vera frá einhverju skandinavísku land- anna. Sambúð þeirra verður varanleg og þau munu eignast 3 börn. Konunni er lýst sem fallegri frá hendi náttúrunnar. Caroline Kennedy Hún mun giftast a.m.k. tvisv- EIvis Presley. Elvis Presley Hann giftist konu, sem er á ■milli 25 og 30 ára gömul. Elvis mun fljótlega gera sér grein fyrir því að hjónabandið er ar eða jafnvel þrisvar. Aður en hún verður tvítug giftist hún auðugum manni, sem er 25 ára gamall. Eiginmannsefnið mun þykja ótrúlega líkt hinum látna föður hennar. Elizabeth Taylor. N Demis Roussos hefur sigrað Evrópu ■ nú ó að reyna við Bandaríkin Söngvarinn Demis Roussos er vafalaust stærsta útflutn- ingsvara Grikklands. Kempan vegur eitt hundrað og sautján kíló. Hann hefur að undanförnu verið á söngferðalagi um Spán þar sem hann hefur alveg heillað lýðinn. Hann hefur sungið á stöðum sem íslending- um eru að góðu kunnir, þar á meðal í Tivoli Costa Del Sol í Torremolinos. Demis Roussos segist vera mjög ánægður með það hversu margir hafi ánægju af að hlýða á hann. Og næsta takmark hans sé að leggja Bandaríkjamenn að fótum sér. Þar er hann svo til óþekktur. En hann er ekkert hræddur um að hann nái ekki að verða frægur þar eins og annars staðar. Söngvarinn er þrítugur að Hannyrðaverzlunin Grímsbœ sími 86922 Kýmingarsala hefst mánudaginn 13. sept. 30-40% afsláttur. Karlar og konur. veljið grófflos- myndirnar el'tir unnum mótifum. Námskeiðin hafin, pantið tima sem lyrst. Sértímar fyrir karlmenn ef óskað er. Uönsku ruggustólarnir komnir aftur. pantanir óskast sóttar setn fyrst. atinars seldar öðrum. Simi 86922. Demis Roussos: Yfir 20 milljónir hljómplatna hans hafa selzt. aldri og það eru ekki nema 5 ár síðan hann lét fyrst frá sér heyra. Síðan hafa selzt í kring- um 20 milljónir hljómplatna. „Auðvitað er ég orðinn auðugur. Þó ég hætti að syngja á morgun ætti ég samt nóg af peningum og þyrfti ekkert að vinna það sem eftir væri ævinnar. En ég kæri mig ekki um að hætta,“ segir Demis Roussos. Þrátt fyrir að hann sé mikill búkur nýtur Demis Roussos mikillar kvenhylli. Meginhluti gesta sem mæta á hljómleika hans er kvenfólk. Sjálfur er Demis Roussos þekktur fyrir að hafa einstaklega mikinn áhuga á kvenfólki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.