Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. r íslendingar myndu aldrei fá bjórvömb, sem þessa. Eða er það? Leyfum bjór! Örn Asmundsson skrifar: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að erlendir ferðamenn reka upp stór augu er þeir frétta að barir hérlendis eru lokaðir á miðvikudögum. Augu þeirra stækka enn frekar og verða eins og undirskálar er þeir frétta að engum má hleypa inn í veitingahús eftir kl. 11.30 — og öll veitingahús verða að loka kl. 1 á föstudögum og sunnudögum en 2 á laugar- dögum. Þó verða augu þeirra stærst, rétt eins og myndarlegir matar- diskar, er þeir frétta að hér á landi má ekki selja bjór. Það finnst þeim stórfurðulegt að þennan eðla drykk skuli ekki leyft að selja, þó ekki væri nema í vínbúðum. Já, margt finnst útlendingum undarlegt í fari okkar Islendinga, þó ef til vill bjórbannið og lokun sjónvarps í heilan mánuð veki mesta furðu þeirra. Það er bjargföst sannfæring mín að bjór ætti að selja í vínbúðum hér á landi. Þá fyrst minnkaði drykkja hér á landi enda samdóma álit erlendra aðila að svo færi. Það er ekki minnsta vafa undirorpið að ef bjórdrykkja væri leyfð hér á landi mytidi neyzla sterkra drykkja minnka stórlega. Þar með breyttust drykkjuvenjur Islendinga og ég held flestir hljóti að vera sam- mála mér um að þar er ekki vanþörf á. Jafnframt því myndi afbrotum vegna ofdrykkju fækka. Því hefur oft verið haldið fram af andstæðingum bjórsins að fljótlega yrði bjórvömb orðin einkenni íslendinga ef bjórinn yrði leyfður. tslendingar kunni sér ekki hóf og myndu þamba bjór í tíma og ótíma. Þarna er ég á öndverðum meiði því ég tel að aðstæður hér á landi komi einmitt í veg fyrir slíkt. Erlendis er mjög vinsælt að sitja úti í sólinni og drekka bjór. Veðurfarið hér á landi leyfir ekki slíkt og því fellur sú kenning um sjálfa sig. Nei, það væri íslendingum til góðs að leyfa bjórdrykkju hér á landi. Við framleiðum þegar einhvern bezta bjór í heimi og er synd að íslendingum skuli ekki leyft að njóta hans. Boð og bönn er ganga gegn réttlætis- vitund almennings leiða aldrei gott af sér. Það vita menn af reynslunni. Bjórbann á íslandi stríðir gegn réttlætisvitund al- mennings. Því ætti löggjafinn að sjá að sér og leyfa bjórinn. Þá er ég aldeilis viss um að Alþingi myndi öðlast hlut af þeirri virðingu er það hefur glatað undanfarin ár. Já, þarna er tækifæri til að gera eins og almenningsálitið vill Lög- gjafans er ekki að segja fólkinu hvað það vill, heldur gera eins og fólkið vill. Það er heil- brigður hugsunarháttur." Þeirra er mátturinn, dýrðin og hrokinn! — segir lesandi, sem nú flettir blöðunum eftir sumarfriið og finnst nðg um hvernig staðið er að útgáfu 10 þús. króna seðilsins Akureyringur sem hefur verið að fletta blöðum eftir sumar- leyfið skrifar: Hafi nokkur maður nokkurn tímann efazt um hvers er rikið, mátturinn og dýrðin hérlendis, þá ætti minnsti vafi að víkja eftir Iestur fréttar Dagblaðsins 7. ágúst sl. um tíuþúsundkall- inn. Björn einhver Tryggvason hjá Seðlabankanum segir þar frá undirbúningi að útgáfu seðilsins. Allt virðist klappað og klárt, utan eitt smáatriði: Ekki er enn búið að fá leyfi fyrir seðlinum. Er ekki lágmark að þessir embættismenn og nefndakóng- ar Seðlabankans starfi eftir settum reglum? Þeir eiga ekki landið ennþá þótt þeir geri tilkall til þess. Fyrst er að fá umboð þjóðar- innar, leyfi til að gefa seðilinn út, síðan geta þeir pantað frum- tillögur o.þ.h. frá Wilkinson sjálfum i Englandi, en ekki fyrr. Kirkjur landsins setja mikinn svip á umhverfi sitt og Reykvíkingar myndu sjálfsagt sakna Hallgríms- kirkju ef hún hyrfi af sjónarsviðinu. ERUM VIÐ TRÚLAUSIR? Efnishyggjumaður skrifar: „íslendingar, margir ykkar eru trúlausir en þið eruð þrátt fyrir það í íslenzku þjóð- kirkjunni. Það er sagt kosta mikla fyrirhöfn að segja sig úr henni. I raun og veru þarf aðeins að fylla út eyðublað á Manntalsskrifstofunni í Skúla- túni 2. Fólk utan af lan’di getur haft samband við Hagstofu íslands. Sá fjöldi sem er í þjóð- h kirkjunni gefur alls ekki rétta mynd af trúnni. Drepið ykkur úr dróma og farið á Manntalsskrifstofuna, þá mun íslenzka þjóðkirkjan ekki standa lengi undir nafni.“ Hrói höttur slœm fyrirmynd borna Faðir hafði samband við DB: ,,Það er ekki ofsögum sagt af því hve sjónvarpið hefur mikil áhrif á börn. Myndirnar um Hróa hött komu af stað bogafaraldri hér í hverfinu, ef nefna má þetta svo. Hér ruku allir strákar upp til handa og fóta og útveguðu sér á einhvern hátt boga. Svo var örvadrífan i allar áttir. Drengirnir tálga þær þannig til að þær geta verið stórhættulegar og það hefur einnig sannazt. Fyrir nokkrum dögum var 9 ára drengur á leið heim til sín úr skólanum. Drengirnir voru með þessi leikföng sín og skutu í allar áttir. Ein örin hæfði drenginn í augað og það hafði hræðilegar afleiðingar, hann missti augað. Þetta er aðeins ein saga, sem ég þekki til, og við skulum bara vona að ekki sé til önnur sam- bærileg. En þessir háu herrar hjá sjónvarpinu ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir sýna okkur alls kyns vitleysu sem þeir eru ekki dómbærir á hvaða afleiðingar hefur í för með sér. Til starfa við val mynda mega ekki veljast óhæfir menn. Þar verður að vanda valið og sleppa allri frændsemi og kunningsskap. Það getur haft alvarlegar af- leiðingar.“ SIGURPÁLL EINARSSON BEÐINN UM AÐ SVARA — spurningar frá Jóni Kr. Ólsen úr Keflavik Jón Kr. Öisen í Kelavík sendi blaðinu eftirfarandi: ,,Ég vil koma á framfæri nokkrum spurningum til Sigur- páls Einarssonar skipstjóra úr Grindavík. Tilefnið er ummæli hans í DB þann 14. september sl. 1. Hverjir eru „þeir" sem sjómenn sjálfir treysta? 2. Hverjir eru „þeir“ eða „öðrum traustum mönnum"? 3. Var þátttaka sjómanna í síðustu atkvæðagreiðslu um bátakjarasamningana minni nú en verið hefur í atkvæða- greiðslu um kjarasamninga sjómanna t.d. síðustu 10-15 árin eða þá yfir lengra tímabil? 4. Hvaða rök færir þú f.vrir því að sjómönnum yrði betur ágengt í kjaramálum með samruna allra sjómanna í ein heildarsamtök? 5. Hvernig á sú pólitíska stjórn Sjómannasambandsins að vera sem taka á við stjórn svo sam- tökin klofni ekki? 5. Hvaða pólitísku öfl eru að vinna ákveðnum mönnum „fylgi" „sem sjómenn gætu ekki sætt sig við sem leiðtoga"? / Spurning dagsins Telurðu að það sé grundvöllur fyrir bvltingu ó íslandi i dag? Hafliði Halldórsson forstjóri: Nei, ég held varla, að Islendingar séu svo vitlausir að hafa áhuga á slíku. Bjartmar Pálmason, verk- fræðingur: Nei, ætli það. Það gæti þó þróazt f þá átt. Eiín Jóhannesdóttir húsmóðir: Nei, ég reikna ekki með því svona í nánustu framtíð. Olöf Vilhelmsdóttir, húsmóðir: Nei, það efast ég um. Það er bara viss þröngur hópur sem er þannig sinnaður, meirihlutinn er andvíg- ur byltingu. Þórir Dagbjartsson sjómaður: Ja, ég held að það sé alltaf grund- völlur fyrir byltingu á hvaða tíma sem er. Guðmundur J. Guðmundsson: Alveg ábyggilega ekki, en þörfin er brýn. Astandið er svo ferlegt að ég hefði feginn viljað skipta við flugræningjana sem lentu hér um daginn á farþegunum og ríkis- stjórninni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.