Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1976. 7 \ Biðlisti eftir litsjónvarpstœkium höft á sölu þeirra hvatning til smygls ,,Það er eitthvað um að pöntuð hafi verið litsjónvarps- tæki hjá okkur,“ sagði Rafn Jónsson framkvæmdastjóri hjá Heimilistækjum. Hann sagði að siðast hefðu litsjónvörp komið í verzlunina í júlí og þau hefðu selzt upp á rúmlega þrem vik- um. Hann vissi ekkert hvenær þau kæmu næst aftur. Rafn sagði að það væri for- kastanlegt að skrúfa svona fyrir sölu á litsjónvörpum eins og gert hefði verið. Til dæmis hefðu þeir í Heimilistækjum pantað yfir 200 litsjónvarps- tæki í fyrra þegar sjónvarpið hefði .farið að senda út í lit. Enn hefðu þeir ekki getað selt nema um það bil helminginn því að salan væri háð leyfum sem eng- inn vissi hvenær væru veitt eða hvað mörg tæki mætti selja í það og það skiptið. Hin hundrað tækin væru í Tollvörugeymsl- unni eða á afgreiðslum skipa- félaganna. Á meðan væru Heimilistæki í vanskilum er- lendis og vaxtakostnaður ykist stöðugt. Svona væri ástatt með fleiri fyrirtæki en Heimilis- tæki. Það væri miklu viturlegra að eðlileg þróun væri á sölu litsjónvarpstækja. Rafn sagðist hafa heyrt því fleygt að þetta ýtti undir smygl á litsjónvörp- um. Rafn sagði að menn keyptu alltaf eitthvað af svarthvítum sjónvarpstækjum og þá helzt tæki af minni gerðunum. Lit- sjónvarpstæki hjá Heimilis- tækjum kosta 270—300 þúsund kr. Halldór Laxdal yngri hjá Radíóbúðinni sagði að aðeins væri kominn biðlisti hjá sér eftir litsjónvörpum. Fólk vildi ekki kaupa svarthvít tæki síðan hægt væri að sjá ýmsa dag- skrárliði í lit. Sumir borga inn á litsjónvarpspöntun sína og sagði Halldór að ekki væri laust við að fólk yrði óþolinmótt þegar það drægist að litsjón- vörpin kæmu í verzlunina. Það vildi jafnvel komast fram fyrir í röðinni. ,,En auðvitað viðr gengst það ekki,“ sagði Halldór og bætti við að svona höft á sölu litsjónvarpa, eins og væru hér, væru bara hvatning til smygls eins og hann hefði oft heyrt getið um í sambandi við litsjón- vörp. Litsjónvarpstæki hjá Radíóbúðinni kosta 160—300 þús. kr. —EVI Þeir eru oft ekki öfundsverðir dyraverðirnir þegar múgurinn vill með góðu eða illu komast inn í dýrðina. Á myndinni eru lögregluþjónar að telja gesti út úr danshúsi. Tíu þjsund íslendingar komu „heim I ágústmánuði komu hingað nær tvö þúsund færri erlendir ferðamenn en í saman mánuði í fyrra. Hingað komu 11.427 út- lendingar í ágúst, en í sama mánuði i fyrra 13.352. Alls hafa þá komið hingað 55.680 erlendir ferðamenn, það sem af er þessu ári, en á sama tíma í fyrra voru þeir aðeins fleiri eða 56.866. ' í ógúst íslendingar auka hins vegar sífellt utanferðir sínar. I ár hafa komið hingað tii lands 46.148 Islendingar að utan, en 32.445 í fyrra. I hópi útlendinganna eru menn frá þjóðum, sem lítt hafa heimsótt Island eins og til dæmis Bahama- búar, Thailendingur, Egypti og einn frá Singapore. —BÁ Dyraverðir vilja stof na eigið félag Nokkurrar óánægju hefur gætt hjá dyravörðum um alllangt skeið vegna mismunandi kjara. Var það ein af ástæðunum fyrir því að á miðvikudaginn var haldinn undir- búningsfundur að stofnun félags dyravarða. Hingað til hefur ekki verið samið sérstaklega við dyraverði þegar gerðir hafa verið samn- ingar við starfsfólk á veitingahús- um. Hugmyndin með félagsstofn- uninni er ekki að sundra samtök- um þess fólks sem starfar á veitingahúsum og gistihúsum heldur sú að skapa aðstöðu til að semja fyrir þessa stétt. Mikill munur er á launum dyra- varða. Laun þeirra sem starfa á veitingahúsum eru til að mynda lægri en á mörgum hótelum þar sem mun minna er að gera. Þá er heldur ekki samræmi i því hvort dyraverðirnir fá lögð til föt og þá hversu oft. Dyraverðir vilja stuðla að því að þeir menn sem slasist í dyra- varðarstarfi, sem er undan- tekningarlítið aukastarf, fái greidd laun fyrir aðalstarfið ef þeir slasast í dyravarðarstarfi. Fyrirhugað er að stofnfundur verði haldinn eftir um það bil mánuð, en nokkrir menn voru kosnir á fundinum til að undirbúa stofnfund. —BÁ Halda af frumsýn- Enn gerir ingu til Júgóslavíu INÚKvareist Ekkert lát virðist á vinsæld- um INÚK-leikflokksins, sem ferðazt hefur víða um lönd undir stjórn Brynju Bendikts- dóttur. Á laugardagskvöldið verður enn haldið af stað til Júgóslavíu þegar að lokinni frumsýningu á „Sólarferð" sem Brynja Benediktsdóttir leik- stýrir. Nú hefur þeim verið boðið á geysimerka listahátíð í Belgrad í Júgóslavíu, þar sem margir frægustu leikstjórar og leik- flokkar heims koma með verk sín til sýningar. Upphaflega var þessi hátíð haldin árlega í Sara Bernhard- leikhúsinu í París, en síðan var ákveðið að halda hana annað hvert ár. Meðal gesta á hátíð- inni nú er Peter Brook og leik- flokkur hans, en hann er með sýningu sem nefnist IK og er talin keimlík Inúk, en kom þó fram síðar og gerist í Afríku. Margir gagnrýnendur hafa lokið lofsorði á þá sýningu, en þó talið Inúk betri og fullkomn- ari uppfærslu, þó hún sé ein- faldari í sniðum. Hlakka Inúk- leikararnir mjög til að sjá þessa sýningu. Fyrsta Inúk-sýningin verður 23. september, en hátíð- inni lýkur þann 26. Síðan verður farið í sýningarferð um stærstu borgir Júgóslavíu, en alls tekur ferðin tíu daga. Inúk- leikflokkurinn mun halda af stað strax að lokinni frum- sýningu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. —JB DJÖRF EN GÓÐ SÖGN Á fimmtudaginn var hófst, vetrarstarf Bridgefélags Reykjavíkur. Munu nú verða sýnd tvö spil frá keppninni. Norður 4k KD8 V KD972 0D2 * G76 Austub * 76 1065 0 103 + ÁKD832 SUÐUR AG1042 <9ÁG8 OKG8765 ♦ ekkert Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur Stefán G. Sigtryggur Símon Jón Ásbj 1 hjarta 21auf 31auf 5 lauf dobl pass pass pass Sögn Jóns Ásbjörnssonar, fimm lauf, er mjög góð, því að allir voru á hættu. Sögnin þrjú lauf yfir tveim laufum er ef til .vill ekki nógu góð. Jafnvel að segja tvo tígla í staðinn fyrir þrjú lauf bætir lítið. Fimm hjörtu standa ekki með réttri vörn. Það er að segja, ef út kemur lauf, þá á eftir að ná út tigulás og spaðaás. Vestur getur þá gefið fyrsta tígul og síðan er hægt að tvígefa spaða og spilið vinnst aldrei. Fimm tíglar standa að vísu, en það hefði gefið lítið í tvímenning, því að fimm og sex hjörtu unnust. Svo að fimm Iaufin, sem urðu tvo V——i niður, má kalla að hafi slegið menn út af laginu. Seinna spilið er góð æfing. Hvernig á að segja á spilin? Reyndu sjálfur með makker þínum. I spilinu sagði vestur hjarta. Norður * ÁK965 <2 2 O DG654 * 65 SllÐUK * D1032 <7 A965 OÁK + ÁG8 Nú er það spurningin: Tókst þér og makker þínum að ná sjö spöðum? Ef svo er þá eruð þið mjög góðir. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Vetrarstarfið hófst sl. fimmtudag með tvímennings- keppni, sem verður tvær um- ferðir. Spilað er í Snorrabæ Austurbæjarbíói. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: A-riðill 1. Ásmundur Pálsson — Guðmundur Pétursson 206 stig 2. Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 193 stig 3. Páll Bergsson — Jakob Ármannsson 185 stig B-riðill 1. Snjólfur Ölafsson — Guðmundur Magnússon 202 stig 2. Sverrir Kristinsson — Erlingur Einarsson 201 stig 3. Jón G. Jónsson — Óíafur H. Ólafsson 196stig C-riðill 1. Jón Ásbjörnsson — Sigtryggur Sigurðsson 205 stig 2. Stefán Guðjohnsen — Símon Símonarson 182 stig 3. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 179stig Meðalskor var 165 stig. Næsta umferð verður spiluð nk. fimmtudag. Frá Tafl- & bridgeklúbbnum Aðalfundur Tafl- & bridge- klúbbsins verður haldinn mánudaginn 20. september í Domus Medica. Venjuleg aðal- fundarstörf og lagabreytingar. Aðalfundurinn hefst kl. 20. Stjórnin. Frá Bridgefélagi Kópavogs Urslit í sveitakeppni meistaraflokks sl. vetur urðu þessi: 1. Sveit Ármanns J- Lárussonar 101 stig 2. Sveit Guðmundar Jakobssonar 87 stig 3. Sveit Kára Jónassonar 84 stig 4. Sveit Bjarna Péturssonar 79 stig. I. flokkur. 1. Sveit Kristins Kristinssonar 110 stig 2. Sveit Matthíasar Andrés- sonar 98 stig 3. Sveit Kristmundar Halldórs- sonar 86 stig 4. Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 79 stig Bridgefélag Kópavogs fór til Klakksvíkur í Færeyjum í sumar og var spilað við Færey- inga bæði sveitakeppni og tví- menningur. Úrslit urðu þessi í sveita- keppninni: 1. borð Klakksvík — Bridge- félag Kópavogs 7-13 2. borð Klakksvík — Bridge- félag Kópavogs 2-18 3. borð Klakksvík — Bridge- félag Kópavogs 0-20 4. borð Klakksvík — Bridge- félag Kópavogs 11-9. Úrslitin í tvímenningnum urðu þau að Færeyingar unnu annan riðilinn en Kópavogs- búar hinn. Ferðin tók átta daga og voru móttökur Færeying- anna stórkostlegar. Vetrarstarf Bridgefélags Kópavcgs hefst fimmtudaginn 23. september og verður spilað í Þinghóli eins og venjulega. Gamlir og nýir spilarar eru velkomnir. Frá Ásum Úrslit siðustu umferðar urðu þessi: A-riðill 1. Haukur Hannesson — Ragnar Björnsson 199 st. Vestur * Á953 V 43 0 Á92 + 10954 2. Heiðar Hólm — Haukur Ingason 192 st 3. Vilhjálmur Þórsson — Trausti Finnbogason 188 st. 4. Dröfn Guðmundsdóttir — Erla Sigurjónsd. 176 st. Meðalskor 165 st. B-riðill 1. Sigtryggur Sigurðsson — Sigurjón Tryggvason 195 st. 2. Kristján Blöndal — Friðrik Indriðason 188 st. 3. Guðmundur Arnarsson — Jón Baldursson 187 st. 4. Ingibjörg Halldórsd. — Sigríður Pálsdóttir 181 st. Meðalskor 165 stig. Nú er aðeins eitt kvöld eftir af sumarspilamennskunni, en svo hefst vetrarstarfið sem byrjar með Butler tvímenningi 27. sept. Skráning í þá keppni hefst næsta mánudag og eru spilarar beðnir að láta skrá sig þá svo komizt verði hjá töfum í byrjun keppninnar. Félags- menn Ása eru minntir á aðaF fundinn sunnudaginn 26. sept. i Félgsh. Kópavogs. Staða er óbreytt í sumar- stigum. 1. Ester Jakobsd. 15 st. 2. Þorfinnur Karlsson 14 st. 3. Guðmundur Pétursson 9 st. GAG V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.