Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977. Allt í sátt og samlyndi John Warner og Liz Taylor í gönguferð á götunum i Gstaad. Múnderingin sem Liz er í er með eindæmum undarleg, í skær- rauðum lit. þessu sinni hafði þó orðið dálítil breyting á sambandi þessara nafntoguðu persóna, því nú var Liz með John og Riehard var með Susy. Liz og John komu fyrst á vettvang og settust að í húsi hennar, sem stendur á hæð fyrir ofan skíða- bæinn. Richard Burton og Susy komu svo í heimsókn til Liz og þau hjónakornin áttu saman tólf klukkustunda skemmtun þar sem þau dreyptu á staðar- víni og skemmtu sér hið bezta. Það voru fleiri sem þátt tóku í þessum veizluhöldum. Nokkuð af barnahóp þessa fræga fólks var þarna líka. Það voru Liza Todd og Michael Wilding, Elizabetharbörn, John og Mary, Johnsbörn og María Richardsdóttir. Richard Burton og Susy Hunt tóku sér einnig gonguferð í fjalla- bænum og ekki er hægt að neita þvi að Susy er miklu glæsilegri og smekklegar klædd en Liz. Fljótt á litið virðist manni að Susy og John passi miklu betur saman og Liz hefði bara átt að halda sig við Burton. Það var alveg eins og i gamla Richard Burton voru í fríi í daga. Elizabeth Taylor og skíðabænum Gstaad í Sviss. Að Britt Ekland og Rod Stewart hafa sætzt á ný. Afbrýðisöm —oglét þvíbrjóta upp lásinná íbúðinni Jafnvel þótt Britt Ekland taki ■því rólega að nýjasta viðhald hennar. söngvarinn Rod Stewart, eigi vingott við leikkonuna Susan Geormed, er afbrýðisemin ekki langt undan. Nýlega kom Britt til London eftir að hafa leikið i kvikmynd i Afríku. Hún fór beint heim í ibúð sína og Rods í Portland Place við Oxfordstræti. Það var ljós í glugg- unum, en dyrnar voru ekki opnaðar. Britt Ekland hélt að Rod væri heima og væri að skemmta sér með einhverjum kunningjum. Þess vegna náði hún í dyra- vörðinn sem náði í mann til að sprengja upp lásinn. Saman gátu þau opnað en þá kom í ljós að íbúðin var tóm. Britt og Rod hafa þó sætzt og eru orðnir hinir beztu vinir á ný, eða svo á að heita. Það er lika eins gott því nýjasta plata hans heitir A Night on the Town, sem mætti þýða Ut á lífið. Ajita mínus föt plús hvítmálning Innihaldið er ósköp einfalt. Takið amerísku ieikkonuna, Aj- ita, minus föt, plús svolítið af hvítri málningu og þú færð út svona meistaraverk, eins og þú sérð á myndinni og er köiluð sebra. Hin ameríska ieikkona hefur nýlega leikið í myndinni Nakta prinsessan, sem er um Ugandaprinsessuna Elísabetu Bagays. AÐDAANDI FORD-BÍLA Hubert Humphrey er mikill aðdáandi gamalla bíla og hefur mjög gaman af að gera þá upp. Humphrey keypti þennan Ford 1926 model árið 1955. Hann fékk jafnvel lánaða naglaþjöl konu sinnar til að „skrapa minnstu punktana", eins og hann sagði eitt sinn. Öldungadeildarþingmaður í híltúr. Hann a líka „1930 Model A Tudor“ og eftirlíkingu af „ÍO^S T Phaeton“. Ilér herðir llumphrey holta í ganila Ford.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.