Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977. Með þessum hjólum geta Arabar ráðið ferðinni í þróun Afriku. bandi við Suður-Afríku en þar eru ríkjandi stjórnmálaskoð- anir sem ríki eins og Guinea og Zaire, sem teljast mega vinveitt vestrænum ríkjum, vilja með öllum ráðum berjast gegn. Stjórnmálaleg eining er ekki- mikil, hvorki í Einingarsamtök- um Afríkuríkja eða Arabasam- bandinu, en það virðist vera mikill vilji fyrir því að koma á meira efnahagslegu samstarfi enda þótt erfitt muni reynast að ná lokatakmarkinu þar sem mikill skortur er á menntuðu fólki til slíkra starfa í löndun- um. Ef komið yrði á frekara sam- starfi um fæðuöflun innan Afríku mætti gera því skóna að Arabaríkin sem ennþá verða að mestu leyti að treysta á verzlunarsamstarf við vestræn ríki, myndu fagna þeirri þróun. Ef ríkin þyrftu að treysta á sérfræðinga frá vestri tækju iðnaðarríkin því ekki vinsam- lega og er talið víst að þeir reyni að finna einhverja aðra lausn á málinu. Hins vegar er vitað að það tekur langan tíma að mennta fólk til slíkra starfa og rikin eru í tímaþröng. Er þvi talið að erfitt muní reynast fyrir fulltrúana að komast að einhverju samkomu- lagi og talið er allt eins víst að eini árangur fundarins verði fordæmingaryfirlýsingar gegn kynþáttamisrétti og jafnvel sionisma. Kjallarinn SigurðurA. Magniísson meðalmennsku og þar fyrir neðan. eru af eðlishvöt andvíg vel unnum verkum og er fyrir- munað að skilja gildi þeirra fyrir heill og velferð þjóðar- innar. Nú eru afreksmenn að visu sem betur fer misjafnlega skapi farnir. Sumir þeirra láta sér lynda kjör sem eru þeim ósamboðin eða ganga á Hve miklar gjaldeyrís- tekjur eru af álvinnsl- unni í Straumsvík? 1. í samningi ríkis- stjórnarinnar við Swiss Aluminium Ltd. um byggingu og rekstur álvinnslunnar í Straumsvík í Hafnarfirði segir í 25. grein: „Með þeim undan- tekningum, er greinir í 31. grein, og í stað allra skatta nú eða síðar, venjulegra eða sér- stakra, sem greiða ber skilyrðis- laust eða i sérstökum tilgangi, samkvæmt íslenzkum lögum, skal leggja á ISAL og ISAL skylt að greiða eitt fram- leiðslugjald, er lagt sé á og greitt af hverri smálest áls, sem afskipað er frá bræðslunni eða sem telst umframbirgðir, eins og ráðgert er í 28. gr. („fram- leiðslugjald“).“ Um upphæð þessa framleiðslugjalds er nán- ar á kveðið í samningnum, en það hefur samt sem áður orðið nokkurt ágreinings- og samningsatriði á milli ríkis- stjórnarinnar og Islenska álfélagsins, ISAL, sem er í eigu Swiss Aiuminium Ltd. Þeir skattar, sem ISAL ber að greiða samkvæmt 31. gr. munu vera þessir: Stimpilgjald, þungaskattur, þinglýsingar- gjald, ýmis skrásetningar- og leyfisgjöld, skoðunargjald bif- reiða, öryggiseftirlitsgjald, leyfisgjöld, skipulagsgjöld, byggirfgarleyfisgjald, gatna- gerðargjald. Um þessa tilhögun skatt- lagningar álvinnslunnar í Straumsvík í Hafnarfirði segir í skýringum, sem fylgdu frum- varpinu til laga um staðfest- ingu samningsins á milli rikis- stjórnarinnar og Swiss Alumin- ium Ltd„ sem afgreitt var á Alþingi veturinn 1965-1966: „Loks er svo það sjónarmið, að æskilegt hefur verið talið að verja skatttekjum ál- bræðslunnar með öðrum hætti en skatttekjum fyrirtækja yfir- leitt. Öeðlilegt þótti t.d. að viðkomandi sveitarfélag fengi langdrýgstan hluta skattanna, þegar um er að ræða stórt fyrir- tæki í erlendri eigu sem stofnað er með sérstökum samningum við íslenska ríkið. Ríkisstjórnin hefur auk þess talið æskilegt, að tekjum af álbræðslunni verði varið að miklum hluta til að efla alhliða uppbyggingu at- vinnulífs landsmanna og að jafna atvinnuskilyrðin um landið með eflingu heilbrigðs atvinnurekstrar. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja til, að 70% af skatttekjum bræðslunnar fyrstu níu árin en 75% eftir það, verði látið ganga til atvinnujöfnunarsjóðs í sam- ræmi við frumvarp um það efni, sem hún hefur undirbú- ið.“ (Bls. 101). Hið umrædda frumvarp var lagt fram og sam- þykkt. 2. í samningi ríkisstjórnarinn- ar við Swiss Aluminium Ltd., 14. grein, er undanþegið að- flutningsgjöldum meðaí ann- ars: (i) „(I)nn-flutningur af hálfu ISALs eða fyrir þess hönd til neyslu, notkunar og vinnslu af hálfu ISALs á hráefnum, eldsneyti og smurningsefnum, vélum, búnaði, vistum, sérstökum prömmum, farartækjum og um- búðum, auka- og varahlutum, Kjallarinn Haraldur Jóhannsson sem ISAL þarf á að halda til rekstrar bræðslunnar;“(ii) „út- flutningur á áli framleiddu af ISAL í bræðslunni;" (iii) „út- flutningur á efnum útnýttum við framleiðsluna, þar með talið, án þess að tæmandi sé, anóður, anóðursstengur, málm- úrgangur og notaður búnaður, vélar og ökutæki, þar með taldir auka- og varahlutir." t samningi ríkisstjórnarinnar við Swiss Aluminium Ltd„ 16. grein, er álvinnslan í Straums- vík leyst undan þeirri kvöð að þurfa að skila íslenskum yfir- völdum söluandvirðiútflutnings síns (í erlendum gjaldeyri) og veittur umráðaréttur yfir því, eins og hérsegirj„(S)kal ISAL eiga rétt á (a)" að taka við, geyma, fjárfesta og endurfjár- festa f erlendum gjaldeyri í reikningum utan tslands, allar greiðslur eða upphæðir færðar ISAL til tekna, sem stafa annaðhvort frá fjárfestingar- viðskiptum eða viðskiptum í rekstri félagsins, og að inna af hendi greiðslur úr slíkum reikningum og (b) að taka við og geyma islenskan og erlendan gjaldeyri í reikningum á Islandi og að inna af hendi greiðslur úr slíkum reikning- um. í skýringunum með frum- varpinu til staðfestingar samningnum veturinn 1965- 1966 segir: „(E)r gert ráð fyrir því, að félagið megi eiga gjaldeyrisinnstæður erlendis og þurfi ekki að yfirfæra hingað aðrar greiðslur fyrir málm sinn en þær, sem til þarf við reksturinn hér á landi, meðan framangreindum skil- yrðum er fullnægt af þess hálfu. Horfir þetta til að gera einfaldara allt gjaldeyriseftirlit með félaginu, sem að sjálfsögðu verður viðhaft, og gjaldeyris- meðferð á þess vegum. í þessu sambandi er rétt að minna á, að félaginu er ætlað að inna af hendi margar af mikilvægustu greiðslum sinum til íslenskra aðila í Bandaríkjadollurum eða öðrum frjálsum gjaldeyri. Gildir það einkum um greiðslur fyrir rafmagn (málsgr. 21.04 I rafmágnssamningnumkgreiðslu á fastagjaldi vegna Straums- víkurhafnar (málsgr. 11.07 í hafnar- og lóðarsamningnum) og um framleiðslugjald þess til ríki'sins (málsgr.29.02 bls. 87).“ 3. Gjaldeyristekjur af ál- vinnslunni í Straumsvík eru samkvæmt framansögðu einvörðungu fólgnar í greiðslum hennar innanlands. Hafa þær 1969-1975 numið þeim upphæðum, sem sýndar eru á töflu I. Ef upphæðir þess- ara innlendu greiðslna ál- vinnslunnar væru færðar til núverandi gengis islensku krónunnar, mundu þær að sjálfsögðu hækka að miklum mun. Reykjavik, 1. mars 1977. Haraldur Jóhannsson Skipting „nett6gialdevrisfrajnlags" álvinnsl- unnar 1 Straumsvfk 1969 - 1975, FramLgjald og aörir skattar Hafnargjald Rafmagn Vinnulaun Farmgjöld AÖrar greiðslur Innlend fjárfesting Nettó gjald- eyris framlag M. kr. M. kr. % M. kr. M. kr. M. kr. % M. kr. % M. kr. % M. kr. % (1) T2) (3) (4) T5f (6) T7) (8) 1969 9,8 1,9 - - 40,0 7,5 68,0 12,8 6,2 1,2 10,5 2,0 396,0 74,6 530,5 100,0 1970 58,4 10,6 - - 160,0 29,2 171,4 31,2 18,8 3,4 * 54,5 9,9 86,0 15,7 549,1 100,0 1971 66,7 9,0 61,9 8,3 177,5 23,9 239,7 32,2 25,9 3,5 40,6 5,4 131,6 17,7 743,9 100,0 1972 27,5 3,5 34,0 4,3 200,7 25,8 277,8 35,7 44,3 5,7 53,5 6,9 140,7 18,1 778,5 100,0 1973 93,9 8,1 43,1 3,7 322,5 27,8 470,9 40,5 69,2 6,0 94,1 8,1 67,8 5,8 1.161,5 100,0 1974 277,9 14,7 52,7 2,8 349,2 18,4 765,4 40,4 111,0 5,8 215,3 11,3 124,5 6,6 1.896,0 100,0 1975 112,2 4,1 304,1 11,1 489,7 17,8 1.098,4 40,1 119,2 4,4 493,6 18,0 122,7 4,5 2.739,9 100,0 mála hjá því pólitíska sam- tryggingarkerfi sem hefur það að grundvallarmarkmiði að viðhalda andleysi og meðal- mennsku í landinu Þeir verða smámsaman samdaúna ' kerf- inu og tíðarandanum með þeim afleiðingum að hæfileikar þeirra nýtast ekki nema að hálfu leyti. Frumkvæði þeirra og framtak þverr eftir þvi sem dauð hönd kerfisins leggst þyngra á þá. Hinir, sem ekki hafa geð til að lúta forsjá skussanna, eiga þann úrkost einan að hverfa af landi brott og leita sér verkefna við hæfi þar sem von er til að þeir verði metnir að verð- leikum. Það hefur verið mér mikil raun á undanförnum tveim áratugum, frá því ég kom heim frá námi, að sjá á bak fjölda úrvalsmanna og hugsa til þess hvað þeir hefðu getað unn- ið landi og þjóð, ef þeir hefðu. fengið að njóta sín hér heima. Marga þessara manna hef ég hitt á erlendri grund og vitan- lega samglaðst þeim yfir starfs- aðstöðu og unnum afrekum, en undirniðri var ævinlega sár sviði fyrir hönd þjóðarinnar sem missti marga af sínum bestu sonum fyrir einskæra handvömm skammsýnna og hrokafullra valdsamanna. Hér er ekki einvörðungu um að ræða tilfinnanlegt menning- arlegt tjón, heldur einnig fjárhagslegt, því góða menntun og hæfileika má líka meta til fjár, þó það hafi skussunum, sem stjórna þessu landi og helstu stofnunum þess, yfir- sést. Eg varpaði einhverju sinni fram þeirri óheyrilegu hug- mynd, að skylda bæri alla þá, sem hefðu hug á að takast á hendur ábyrgðarstörf á Islandi, til að dveljast um tveggja ára skeið erlendis í því skyni að mannast og losna við eitthVað af nesjamennskunni sem loðir við velflesta íslenska forustu- menn einsog skíturinn við sóðann. Geta má nærri hvernig slíkri hugmynd hefur verið tek- ið á æðstu stöðum! Heita má að einu gildi hvar niður er drepið á Islandi: hvar vetna situr meðalmennskan í öndvegi. Á löggjafarsamkundu þjóðarinnar situr þvílíkt sam- safn undirmálsmanna að leitun mun vera á jafnlitlausum 60 manna hópi. Þar má telja þá menn á fingrum annarrar handar sem eitthvað kveður að, og enginn þeirra er í þingliði tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna. Sömu raunasögu er að segja af ríkisfjölmiðlum, há- skóla og yfirleitt öllum helstu stofnunum ríkisins. Svipleysið er að verða óafmáanlegt auðkenni kerfisins. Það er orðin margjórtruð tugga, að allt eigi þetta ástand rætur sínar í sam- tryggingarkerfi stjórnmála- flokkanna. I landi þar sem hver einasta embættisveiting er flokkspólitísk og afturhaldsöfl- in 1 tveim stærstu stjórnmála- flokkunum ráða lögum og lof- um með braskara og bitlinga- snapa í broddi fylkingar, getur varla hjá því farið, að metnaður gufi upp, andleg reisn koðni niður, og sjálfsvirðing verði gamanmál hundingja. Eitt nöturlegt og þó kátbros- legt einkenni nesjamennsk- unnar, sem er tiltölulega nýtt af nálinni er hugtakið „at- vinnurógur" sem nú er veifað í tíma og ótíma.Þegar skósvein- um afturhaldsflokkanna hug- kvæmist að ráða vanmenntaða menn til vandasamra verkefþa og það er opinberlega gagnrýnt af kunnáttumönnum, sem er málið skylt, þá eru viðbrögðin þau, að réttast væri að kæra gagnrýnendur fyrir atvinnu- róg! Sömu hótanir eru uppi er braskarar og fúskarar selja svikna eða lélega vöru, okra á viðskiptamönnum í sambandi við byggingar, bílaviðgerðir eða aðra þjónustu, og menn voga sér að vekja athygli alþjóðar á ósvirinunni. Okur, brask og svindl skal vera lögverndað einsog fyrirgreiðsla pólitískra gæðinga! Hér áður fyrr var íslensk nesjamennska einkum fólgin í ákveðnu sakleysi og van- þekkingu, sem stafaði af einangrun þjóðarinnar og strjálum samskiptum við aðrar þjóðir. Nesjamennska nútím- ans er afturámóti fólgin í fylgi- spekt þjóðarinnar við spjllta og hálfmenntaða valdamenn, sem þverskallast við að læra sið- menningarlegt athæfi af starfs- bræðrum sínum í nágranna- löndunum. Pólitísk spillingar- öfl eru að verki í öllum sam- félögum, en í velflestum v'est- rænum lýðræðisríkjum er leit- ast við að hafa hemil á þeim og sporna gegn vaxandi áhrifum þeirra. A Islandi fá þau að mestu að leika lausum halda samkvæmt þeirri frónsku kenningu, að þegar öllu sé á botninn hvolft sér sáralítill munur á réttu og röngu, en fyrir öllu að „koma sér áfram“ með kjafti og klóm. Sigurður A. Magnússon rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.