Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.03.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977. Hvaðer„Big band 77"? — svarið fæst í Glæsibæ á mánudagskvöld Meðal skemmtiatriða a næsta jazzkvöldi Jazzvakningar verður splunkuný stórhljóm- sveit sem hefur við skemmri skírn hlotið nafnið „Big Band 77". Hljómsveit þessi er undir stjórn gamalreynds blásara en bæði stjórnandinn og hljóm- sveitarmeðlimirnir kjósa að halda nöfnum sínum leyndum fram á síðustu stundu. Marzskemmtun Jazz- vakningar verður á mánudags- kvöld á sama stað og tíma og venjulega, það er í Glæsibæ kl. 9 um kvöldið. — Af öðrum skemmtiatriðum má nefna að síðar um kvöldið munu Viðar Alfreðsson og Gunnar Ormslev leiða saman hesta sína. þá Trompet og Tenórsaxa. Þeim til aðstoðar verða Kristján Magnússon píanóleikari, Helgi Kristjánsson á bassa og Guð- mundur Steingrímsson trommari. Discolnferno Trammps: Bezta diskó- hljóm- sveitin Enn er skipt um trommuleikara íParadís: Hrólfur Gunnarsson tók við af Ragnari 1976 Hljómsveitin Paradís hefur fengið nýjan trommuleikara, Hrólf Gunnarsson sem áður lék með Júdasi og Fresh. Ragnar Sigurjónsson. sem hafði samþykkt að ganga í hljóm- sveitina, tilkynnti daginn eftir samþykki sitt að hann hefði skipt um skoðun. ,.Við höfðum rætt við Hrólf um að ganga í hljómsveitina áður en við töluðum við Ragnar," sagði Pétur Kristjáns- son. ,,Hann gat þá ekki gefið ákveðið svar en sló svo til er hann frétti að Ragnar hefði hætt við að koma“ Hrólfur hætti að leika með hljómsveitinni Fresh um síðustu áramót og gerðist kokkur á bát. Hann var um nokkurn tíma óákveðinn í því hvort hann ætti frekar að standa í matarbrasi eða-setjast við trommusettið hjá Paradís. Hann tók síðari kostinn. Æfing- ar hófust síðasta sunnudag og í kvöld er áformað að Paradís komi fyrst fram í núverandi mynd — í Stapa í Njarðvík. Paradís er því svo skipuð núna: Pétur Kristjánsson söngv- ari, Björgvin Gíslason gítar- og hljómborðsleikari, Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari, Jóhann Þórisson bassaleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Hrólfur Gunnarsson trommari. -AT- Hljómsveitina Trammps skipa ellefu svertingjar. búsettir í Bandarikjunum. Músíkblaðið Billboard kaus þá beztu diskó- hljómsveit Bandaríkjanna á síðasta ári. Þó að vafalaust séu þar margir á sömu músíklínu lil að veita þeim harða samkeppni eru Trammps óumdeilanlega í fremstu röð á sínu sviði. Feril Trammps ætti að vera óþarft að rekja að öðru leyti en því að hljómsveitin er búin að starfa saman um nokkurra ára skeið og hefur farið stöðugt batnandi eftir því sem árunum hefur fjölgað. Þeir hafa sent frá sér fjölda af plötum. Einna þekktastir urðu þeir hér á landi fyrir lagið Shoout sem náði nokkrum vinsældum, eink- unt á diskóstöðum Reykjavíkur. Nýjustu LP plötu Trammps. Diseo Inferno tel ég mun betri en þá síðustu, sem þeir sendu frá sér. — Where The Happ.v People Go. Þar eru þróaðri lög og betur vandað til hljóðfæra- leiks en áður. Aðalsmerki Trammps er góður söngur. Sem soulplata er Disco Inferno frábær og tónlistin með góðum og þéttum danstakti. Platan kom út í lok síðasta árs og var hljóðrituð í Sigma Sound Studio í Phila- delphia. Utgefandi er Atlantic. Beztulögeru: Disco Inferno, Starvin Bod> Contract Contract. Vilhjálmur Astráðsson. Gullkálfum Fálkans umbunað —Fálkinn veitti Ríö tvær gullplötur Gullkálfar Fálkans. Ríó tríó, fengu umbun vinnu sinnar á þriðjudaginn var er forstjóri Fálkans. Ölafur Haraldsson. veitti þeim gullplötur fvrir góða sölu. Tríóið fær plöturnar f.vrir Allt i gamni sem kom út árið 1973 og Verst af öllu sem kom út í fvrra. Báðar þessar plötur hafa selzt i vfir tíu þúsund eintaka upplagi. Alls hafa komið út sjö LP- plötur með Ríó-trióinu — ein á ári frá því 1970. Að sögn útáfu- fyrirtækisins. Fálkans, hafa þær selzt i yfir 52.000 eintök- urn. Rió tríóið á sér orðið talsvert langa sögu. Upphaflega voru í því Helgi Pétursson. Halldór Fannar og Ólafur Þórðarson. Árið 1969 hætti Halldór og Agúst Atlason kom í staðinn. Þannig var trióið skipað á öllum LP-plötum sínum nema þeirri síðustu. Þá hætti Ólafur og vinnur hann nú að því að gera sína eigin plötu. Gunnar Þórðarson hefur meira og minna leikið með Ríó á öllum plötum þess og telst fullgildur meðlimur. Þá má ekki gleyma hlut hirðskáldsins góða, Jónasar Friðriks, sem einnig hlaut gullplötur fyrir sitt framlag. Ekki er Ríó trióið dautt úr öllum æðum ennþá því að nú er farið að hyggja að upptöku á nýrri plötu. Væntanlega verður hægt að skýra betur frá henni innan tíðar. -AT.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.