Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 24
Rannsókn nýja hass- málsins miðar áfram Haldió er áfram rannsókn nýs fíkniefnamáls sem upp kom í Reykjavík i síóustu viku. Var hjálfþrítugur Reykvík- ingur úrskuróaóur í allt að tuttugu daga gæzluvarðhald vegna rannsóknarinnar sl. fimmtudag, en hann var handtek- inn deginum áóur. Samkvæmt upplýsingum saka- dóms í ávana- og fíkniefnamálum er talið að eingöngu sé um kanna- bis-efni að ræða (þ.e. hass og/eða marijuana) og að málið sé ekki mjög umfangsmikið. Verjast starfsmenn dómstólsins og fíkni- efnadeildar lögreglunnar allra frétta af málinu, enda er rann- sóknin á frumstigi. Gæzluvarðhaldsfanginn hefur áður komið lítillega við sögu fíkniefnamála. - ÖV Missti hægri handlegg eftir vinnuslys Sextán ára gömul stúlka varð fyrir alvarlegu vinnuslysi i gær. Var hún að vinna við marningsvél i frystihúsi Miðness í Sandgerði er hægri hendi hennar og hand- leggur fóru í vélina. Stúlkan var í skyndi flutt í Borgarspítalann í Reykjavík en handleggur hennar var svo illa farinn að taka varö hann af um olnboga. Slysið varð stundarfjórðungi fyrir klukkan fimm í gær. -ASt. Kuldálegt á Norðurlandi Kuldalegt er nú víðast á Norðurlandi og allmikið frost. Á Húsavík var i morgun 7 stiga frost og noröan nepja og leit út fyrir kuldalegan dag. Á Akureyri var í morgun 5 stiga frost og þar snjó- aði i nótt. Stytt hafói upp í morgun og gægðist sólin fram milli skýjabakkanna. Snjókoman var ekki það mikil að færð spillt- isl og var sæmilega greiðfært um allt nágrenni Akureyrar. -ASt. Vilja eiga gömlu stríðs- vélarnar sem leikföng —Tvær Sky-Rader vélar höf ðu hér næturgistingu í nótt fijáJst, úháð dagblað í gær komu hingað frá írlandi tvær flugvélar af gerðinni Douglas Sky-Rader og höfðu þær næturdvöl á Reykja- víkurflugvelli í nótt. Ferjuflug- menn eru á vélunum en eig- endur eru bandarískir og festu þeir kaup á vélunum í Afríku en hugmyndin mun sú að hafa vélarnar sem ,,leikföng“ í Bandaríkjunum. Vélar þessar eru byggðar sem herflugvélar og eru, eða réttara sagt voru, vel búnar byssum og þær geta einnig borið mikið af sprengjum undir búk og vængjum. Það eru einkaaðilar í Banda- ríkjunum sem fest hafa káup á þessum vélum og þær fara að sjálfsögðu vopnlausar yfir haf- ið. Hugmynd eigendanna mun sú að eiga þær til minningar um ýmis afrek er vélarnar hafa unnið. Slíkar vélar voru t.d. mikið notaðar í Kóreustríðinu og í Víet-Nam stríðinu. Vélar þessar þykja hinir beztu farkostir og vinnuhestar hinir mestu. Burðarþol þeirra er með eindæmum mikið og sögðu okkur menn í flugturnin- um á Reykjavíkurflugvelli að þær mætti hlaða þannig að þær litu út fyrir að vera allt annað en flugvélar. Einn flugmaður var i hvorri vél, en ekki var hægt að fá upplýst hver eða hverjir vélarnar áttu. -ASt. Sky-Rader vélarnar á Reykjavíkurflugvelli. DB-mynd Hörður. 17 ára unglingur dæmdur í fangelsi fyrir 1500 kr. skuld „Eg spurði stúlkuna hvort ég gæti ekki fengið að fresta þessu einu sinni enn, núna yfir pásk- ana, vegna þess að ég hef loforð um vinnu en hún sagði nei. Þá spurði ég hvað yrði gert. Hún sagði að ég yrði að sitja inni í tvo daga.“ Þetta er frásögn 17 ára gamals unglings sem dæmd- ur var til tveggja daga fangelsisvistar vegna fimmtán hundruö króna skuldar við ríkissjóð fyrir brot á umferðar- lögunum, nú fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að pilt- urinn, sem er fæddur 1960, var tekinn próflaus á skellinöðru fyrir rúrnu ári. Var hann kvaddur fyrir dómara og gert að greiða 2500 króna sekt. Vildi hánn reyna að greiða sektina sjálfur og fékk stuttan frest til þess. „Síðan líðu nokkrir mánuðir án þess að nokkuð gerðist og þá fékkégannaö bréf frá þeim þar sem mér var gert að mæla til viðtals. Þá var gerð sátt í mál- inu og sektin lækkuð um eitt þúsund krónur. Ég lofaði að reyna að borga fimmtán hundruð krónurnar eins fljótt og ég gæti,“ sagði ungi maður- inn í viðtali við Dagblaðið. Greiðslan fórst hins vegar fyrir, enda tekjurnar ekki miklar hjá venjulegum skóla- unglingi og núna 14. síðasta mánaðar fór hann enn til fundar við starfsmenn Saka- dóms. „Eftir að stúlkan sagði að ég yrði að sitja þetta af mér bað ég • um að fá að hringja. Ég náði hins vegar ekki i foreldra mína en vinkona min sagðist tnyndu reyna að ná sambandi við þá. Mér var ekki sagt hvert ætti að fara með mig en síðan komu tveir óeinkennisklæddir menn og óku mér niður á Skólavörðu- stíg,“-sagði pilturinn ennfrem- ur. Er þangað kom spurðu fanga- verðir hann hvort hann væri með einhverja hluti á sér en þegar hann sagðist ekki vera með neitt spurðu þeir hann hvers vegna hann væri þarna. „Ég sagði þeim, að ég hefði verið settur inn fyrir fimmtán hundruð króna skuld og það þótti þeim ári hart. En þeir gátu ekkert gert og ég var lokaður inni klefa númer 4." Stuttu sióar náði vinkona piltsins í móður hans og hófu þær nú mikla leit að honum. Fannst hann loksins og gat móðirin greitt sektina, fimmtán hundruð krónur. IIP. Ráðherra æf ir sig íorgelleik íNeskirkju Líklega hefði menn rekið í rogastanz ef þeir hefðu séð hver sat dag einn við kirkjuorgelið í Neskirkju. Þar sat iðnaðarráð- herrann, dr. Gunnar Thoroddsen, og.æfði organleik. Ráðherrann mun leika á þetta orgel 14. apríl nk„ þegar sóknar- kirkja hans á 20 ára afmæli. Mun hann þá leika eigið lag við Kvöld- bæn eftir Steingrím Thorsteins- son. Annar ráðherra, Ólafur Jóhannesson, flytur ræðu við sama tækifæri en á samkomunni verður mikið um söng og hljóð- færaleik. -JBP- Sjómanns leitað íEyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú sjómanns sem verið hefur á Vestmannaeyjabát i vetur. Maðurinn er aðkomumaður nær fertugur að aldri. Hinn týndi sást síðast á laugar- dagskvöldið og hugðist hann þá halda frá bát sínum upp í bæ og hitta skipsfélaga sína á dansleik þar. Þangað kom maðurinn aldrei og er helzt ætlað að hann hafi fallið í höfnina á leið sinni í land. . í gær var gerð tilraun til að kafa í Friðarhöfninni þar sem bátur hins týnda manns liggur. Ekki tókst að finna eitt eða neitt enda mjög erfitt um vik að leita í höfninni því kafarar sjá þar ekki nema 40—50 sentimetra frá sér. Hefur svo verið allt frá gosi í Eyjum. 1 dag verður gerð tilraun til að slæða á líkum slóðum og þar sem báturinn lá. -ASt. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1977.: var einmitt tekin á dögunum, þegar eitt skipanna fór með sendingu í Papey. Það er ekki heiglum hent að koma „pöntun- inni“ á réttan stað í þeirri fögru eyju. Nánar segir frá þessu á bls. 5 í blaðinu í dag. — DB- mynd Skúli Hjaltason. Lóan er komin — þykirvera öruggur vorboði Lóan er komin! Það heyrðist og sást til hennar fyrir hálfri annarri viku á bænum Fljótshólum í Gaul- verjabæ. Þrösturinn er einnig kominn. Þykja þessir fugiar vera nokkuð öruggir vorboðar. „Við lifum í voninni um gott vor,“ sagði Stefán Jasonarson hreppstjóri í Vorsabæ í samtali við DB. „PöntuiT til Papeyjar Halló! Var ekki verið að panta þetta hingað? Það er engu lík- ara en að varðskipsmennirnir tveir séu að kalla og fá staðfest- ingu á að þeir séu með gashylk- in á réttum stað. Varðskipin gegna mikilvægri þjónustu við vita landsins. Og þessi mynd „Við erum að vona að páska- hretið sé afstaðið með kuldakast- inu sem kom um daginn. Það er búið að flytja óvenju- mikið af áburói til bænda. Það hefur verið stefnt að því að nota þessa prýðisgóðu færð sem verið hefur á vegum á meðan frost er enn i jörðu,“ sagði Stefán. Bændur eru farnir að beita sauðfé úti við á daginn en taka það í hús á næturnar og gefa því einnig með. Eru bændur vel birgir af heyjum en þau eru nokkuð misjöfn að gæðum. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.