Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNÍ 1977. t Kristján Pétursson um ritskoðunartilhneigingu dómskerfisins: Ríkissaksoknaraembættið, dómsmálaráðuneytið og Sakadómur Reykjavíkur þola ekki gagnrýni — rannsóknir á meintu misferli okkar Hauks hóf ust strax í kjölfar gagnrýni okkar á störf þeirra í tilefni þess að ríkissaksókn- ari hefur nú undir höndum niðurstöður rannsókna nokk- urra mála er varða meint mis- ferli Kristjáns Péturssonar toll- varðar og Hauks Guðmunds- sonar rannsóknarlögreglu- manns í störfum sagði sá fyrr- nefndi í viðtali við DB að þess- ar furðulegu rannsóknir stæðu ótvírætt í beinu sambandi við gagnrýni þeirra á störfum ríkis- saksóknaraembættisins, dóms- málaráðuneytisins og Saka- dóms Reykjavíkur. Kristján sagði orðrétt: „Eins og kunnugt er höfum við Haukur gagnrýnt verulega sl. tvö ár meðferð ýmissa dóms- mála í landinu. Þessi gagnrýni hefur aðallega beinzt að ríkis- saksóknaraembættinu, dóms- málaráðuneytinu og að nokkru að Sakadómi Reykjavíkur. Hér er fyrst og fremst um að ræða harða gagnrýni á málsmeðferð ákveðinna brota, flokka eins og fíkniefnamál, tollalagabrot. fullnustu refsinga o. fl. Svo virðist sem almenningi hafi fyrst orðið ljóst hversu al- varlegt ástandið var í þessum éfnum þegar við Haukur kom- um fram í sjónvarpsþættinum Kastljósi í maí 1975 ásamt Þórði Björnssyni rikissaksóknara og Þóri Oddssyni, aðalfulltrúa Sakadóms Reykjavíkur. Þar tilgreindum við Haukur mörg dæmi um hiiTa ósamræmdu málsmeðferð dómsyfirvalda og greindum m.a. frá málum, sem höfðu fyrnzt á rannsóknarstigi eða beinlínis týnzt í meðferð dómara. Viðjrkenndu mistök Þeir urðu að viðurkenna umrædd mistök i þættinum óg þar með hafði þjóðin fengið opinbera viðurkenningu á dómsmálaóreiðunni. Þeirri . ábreiðu, sem hulið hafði sið- lausa og rangláta málsmeðferð, var svipt frá Auk þess að upplýsa þjóðina um rangláta málsmeðferð vissra fyrri mála tókum við einnig til við að upplýsa ýmis ný stór sakamál, sem af „tor- skildum“ ástæðum höfðu orðið útundan eða hin árvökulu augu sakadóms höfðu ekki komið auga á. Reynt að klína mistökum a okkur í staðinn -Hófst nú meiriháttar dóms- rannsókn á hendur okkur Hauki skv. fyrirmælum ríkis- saksóknara og var hvorki meira né minna en þrem setu- og umboðsdómurum falið að rannsaka meinta ólöglega rannsóknahætti okkar. Hafa þessar dæmalausu dóms- rannsóknir á hendur okkur staðið sleitulaust í á annað ár, en er nú væntanlega að mestu lókið án þess að neinar ávirðingar hafi komið í ljós. Fróðlegt væri að vita hvað þess- ar rannsóknir hafa kostað ríkis- sjóð. Tíminn leggur dómskerf- inu lið gegn okkur Þá sá ritstjóri Timans, Þór- arinn Þórarinsson, ástæðu til að birta í blaði sínu svívirðilega rógsgrein á hendur okkur Hauki. Höfum við stefnt honum fyrir það. Samrœmdar aðgerðir til að gera okkur ódrifa- lausa Svo virðist sem umræddar dómsrannsóknir á hendur okkur Hauki hafi verið samræmdar aðgerðir og til þess ætlaðar að gera okkur áhrifa- og aðgerðalausa í löggæzlumál- um. Þegar beiðnir höfðu borizt til ríkissaksóknara um rann- sóknir á hendur okkur Hauki í umræddum málum virðist hann ekki hafa framkvæmt eðlilega og jafnframt sjálfstæða könnun á efni og aðdraganda kæru- málanna áður en hann fyrir- skipaði dómsrannsókn. Hin opinbera gagnrýni okkar Hauks hefur ávallt verið rökstudd og ábyrg en hið ósjálf- stæða og sjúka dómsvald, sem virðist vera gegnsýrt af pólitískum áhrifum, enda sam- tvinnað framkvæmdavaldinu, þolir hana ekki, í stað þess að bregðast rétt við henni. Dómsmálin enn í sömu niðurlœgingunni Því eru dómsmálin enn í sömu niðurlægingunni og þau hafa verið undanfarin ár. Á þetta bæði við um rannsóknir mála, fullnustu refsinga, fang- elsimál o. fl. og er fjöldi dæma tiltækur. Aðgerðaleysi tollvarða- og lögreglufélaganna nónast vítavert Aðgerða- og sinnuleysi lög- reglu- og tollvarðafélaga íslands varðanda málaferli okk- ar Hauks eru nánast vítavert. Vitanlega áttu þessi starfs- mannafélög, sem við erum félagar í, að fylgjast náið með málarekstrinum og veita okkur eðlilegt liðsinni og óska m.a. eftir fullri aðstoð frá BSRB til að flýta rannsókn, jafnframt að krefjast rannsóknar á orsökum og eðli umræddra dóms- rannsókna. Þegar ég nefndi slíkt við formann Tollvarða- félags Islands, sagði hann mér að ekki væri samstaða innan Krlstján Pétursson nýstaðinn upp af sakamannabekknum i Hegningarhúsinu við Skólavörðustig eftir yfirheyrslur vegna meints misferlis við rannsóknir sínar. stjórnarinnar um neinar aðgerðir mér til handa. Einhver kann nú að spyrja hvernig hin- um almenna löggæzlumanni líður vegna þeirra átaka og ágreinings sem við Haukur höfum átt við dómsvaldið. Ég held að langflestir lög- gæzlumenn hafi fagnað því að farið var að ræða þessi mál opið og hispurslaust og þeim fan sífellt fækkandi sem vilja læð- ast með veggjum og hvíslast á. Dómsmál eru að sjálfsögðu ekki hafin yfir opinbera gagnrýni Flestir löggæzlumenn eru mér sammála um lélega og oft rang- láta meðferð dómsmála og telja beinlínis borgurunum mis- munað gagnvart lögum og því valdi fyrst og fremst pólitískar og persónulegar ákvarðana- tökur dómsyfirvalda á hverjum tíma. Dómsyfirvöld vilja nokk- urs konar ritskoðun Dómsyfirvöld telja að hafa beri hljótt um þessi mál og forðast gagnrýni, ella geti svo farið að þjóðin hætti að treysta dómsyfirvöldum, og stundum hafa sömu aðilar sakað fjölmiðla um að þeir væru að grafa undan fullveldi og sið- menningu þjóðarinnar. Þeir hinir sömu, sem viðhafa slík rök, gagnrýna einmitt harðast kommúnista- og einræðisríkin fyrir harða ritskoðun og skerðirigu á skoðana- og rit- frelsi. Þeir vilja þó sjáanlega taka sér slíka einræðishætti til fyrirmyndar þegar það hentar þeim. Löggœzlumenn verða líka að standa vörð um rétt sinn Löggæzlumenn hafa verið vitni að þrem meiriháttar saka- málarannsóknum á hendur okkur Hauki á sl. tveim árum. Þær eiga allar sameiginlegt að vera framkvæmdar eftir að við hófum opinbera gagnrýni á dómsyfirvöld 1975. Við höfðum þó unnið áður árum saman að hvyrs konar sakamálarann- sóknum án þess að fá neinar aðfinnslur eða ávirðingar á störf okkar. Löggæzlumönnum er þvi hollt að hugleiða hvaða orsakir liggja því til grundvallar að við Haukur skulum nú þurfa að sitja meira og minna á saka mannabekkjum vegna meintra brota, enda þótt vitað væri fyrirfram, að um engar ávirðingar væri að ræða. Ég tel að enginn löggæzlumaður megi láta slík mál afskiptalaus. Það er tvímælalaust bæði borgara- leg og starfsskylda hvers lög- gæzlumanns að standa vörð um lög og rétt og ekki síður varðandi starfsfélaga sína en aðra aðila. t dag erum það við Haukur sem fáum þessa meðferð dómsyfirvalda, hvað unt ykkur hina í framtíðinni?“ Þess má að lokum geta að væntanlega mun ríkissak- sóknari lítið eða ekkert aðhaf- ast í málum Kristjáns og Hauks fyrr en í haust, en Haukur er á hálfum launum stðan hann var leystur frá störfum í fyrra á meðan mál hans eru rannsökuð. -G.S. Áhrif iðn- kynningarárs: íslenzkar iðnaðarvörur vinna á gagnvart erlendum - könnun sýnir 6% söluaukningu í 10 vöruflokkum sem eiga í harðri samkeppni við erlendar vörur „Iðnkynningarárið hefur fram til þessa aukið mjög á jákvæðan skilning fólks og valdamanna á iðnaði og mikilvægi hans,“ sagði Hjalti Geir Hristjánsson form. verkefnaráðs íslenzkrar iðn- kynningar á hlaðamannafundi í gær. „Innkaupavenjur Islendinga hafa breytzt íslenzkum iðnaði í hag. Samkvæmt könnun sem gerð var á tíu vöruflokkum íslenzkra vara, sem eiga í harðri samkeppni við sams konar erlenda vöru, hefur sala islenzku varanna á þeim tíma, sem af er iðnkynning- arári aukizt um 6%.“ Síðan iðnkynningarárið hófst, 3. september 1976, hefuir verið efnt til „Dags iðnaðar“ á Akur- eyri, Egilsstöðum, Borgarnesi, Kópavogi og Sauðárkróki. A fimmtudaginn verður slíkur dagur á Selfossi og síðar á Isafirði og á Ilellu. Auk þessara iðn- kynningardaga var efnt til lala- sýnirigar í upphali kynningar- ársins og matvælakynningar i Reykjavík á úlmánuðum. Mat- vælakynningar heimsóttu 32 þúsund gestir og alls hafa um 82 þúsund manns heimsótt sýningar og kynningardaga iðnkynningar. Hjalti Geir nefndi sem dæmi um árangur kynningarinnar, að samkvæmt könnun Hagvangs 1. maí 1976 hefðu 16% fólks talið árangur iðnkynningar góðan og jákvæðan. I sams konar könnun 2. júní 1976 hefði 21% talið árangurínn góðan og jákvæðan. í könnun 3. febrúar 1977 hefðu 89% fólks talið kynninguna hafa verið góða og jákvæða, 2% töldu að áhrifin hefðu engin orðið, 9% voru hlutlaus, en iillum. sem til var leitað var kunnugt um iðn- kynningarárið og tilgang þess. Hjalti Geir sagði að áætlað væri að kostnaður Verkefnaráðs iðn- kynningar af kynningarárinu yrði 32 milljónir króna og taldi það lítið miðað við mikilvægi at- vinnugreinarinnar. í kostnaðar- tolliiini er ekki reiknað með kostnaði sem byggðarlögin sjálf leggja til iðiik.vniiingarinnar.-ASt. Iðnkynningarári lýkur með stórhátíð í Reykjavík: n Mesta sýning sem haldin hefur verið í Reykjavík — unnið að skipulagi 17 sérþátta til að kynna iðnaðinn „Borgarráðsnienn í Reykja- vík eru sammála um að loka- þáttur iðnkynningarárs, sem löngu er ákveðinn í Reykjavík, verði framkvæmdur með mynd- arlegu átaki. Lokaþátturinn á að verða þannig að hann tryggi skilning á mikilvægi iðnaðar fyrir borgina og þjóðfélagið í hoild." Þannig fórust Albert Guðmundssyni orð er hann sem formaður iðnkynningarnefndar Reykjavíkur skýrði frá iðn- kynningu í Reykjavik dagana 19. september til 2. október. Er nú hugað að 17 dagskrárat- riðuin varðandi iðnkynninguna og aðalþáttur honnar er sýning i Laugardalshöll og viðar um horgina, sem verður liklega viðamesta sýning sem hér hefur verið haldin. Sýningin, sem ber nafnið „Iðnkynning í Reykjavík", verður 23. sept. til 2. október. Sýna þar 90-100 aðilar og eru það bæði einstök fyrirtæki og samtök iðnaðarmanna. Þar verða sérsýningar á húsgögn- um, innréttingum. fötum mat- vælum, byggingariðnaði og deild iðnverkafólks, auk annars. Auk þessarar viðamiklu sýningar er stefnt að iðnminja- sýningu að Arbæ. sérstakri kynningu íslenzkra vara i verzlunum. heimsóknum al- mennings í iðnfyrirtæki. hóp- ferðuin skólafólks í fyrirlæki og til kynningar iðngreina i Iðnskólanum. umbúðasam- keppni, útisýningum, m.a. í Austurstræti og á Lækjartorgi og ýmsu öðru. Meðan iðnkynning stendur verður borgin skreytt með fán- um, skiltum og veggspjöldum. Farandsýning iðnkynningar verður á þrernur stöðum í borg- inni og Lúðrasveitir munu koina fram við ýmis tækifæri. Auk borgarráðsmanna eru í iðnkynningarnefnd Reykja- víkur fulltrúar Fél. tsl. iðnrekenda. Landssambands iðnaðarmanna og Iðju. Fulltrúar kaupmanna hafa og lagt sitt til málanna og er hugur i niönnum að halda nú glæsi- lega iðnkynningarhátið i Reykjavik á haustnóttum. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.