Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 24
Afhassmálum: HÖFUÐPAURINN ÚR „STÓRA MÁLINU” AFTURÍGÆZLU —og helzti innf lyt jandinn sagður f angelsaður í Kanada Fjórir menn á þrítugsaldri sitja nú í gæzluvarðhaldi í Reykjavík vegna rannsóknar fíkniefnamála. Var sá síóasti handtekinn aðfaranótt laugar- dags og úrskurðaður í allt að þrjátíu daga gæzluvarðhald eins og hinir fyrri. Rannsókn þessi er enn á frumstigi en helzt er hallazt að því að um að minnsta kosti tvö aðskilin mál sé að ræða. Er sá I !■— er fyrstur var handtekinn og hnepptur í gæzluvarðhald tal- inn standa sér að sínu máli en hinir þrír eiga hlut að öðru. Málin gætu síðan tengzt inn- byrðis, að sögn Arnars Guð- mundssonar, fulltrúa við Saka- dóm í ávana- og fíkiefnamálum. Þremenningarnir, sem taldir eru eiga aðild að sama málinu, komu allir við sögu stóra hass- málsins sem var í rannsókn nær allan sl. vetur. Er höfuðpaurinn þar á meðal en hann var hand- tekinn um miðja síðustu viku. Þa hafa borizt hingað til lands óstaðfestar fregnir um handtöku og fangelsun íslenzks manns á þrítugsaldri í Kanada. Samkvæmt þessum óstaðfestu fregnum var maður þessi hand- tekinn með nær þrjú kíló af kannabis-efnum í farangri sín- um í næst síðustu viku og bíður' hann nú dóms. Maður þessi bíður einnig dóms hérlendis fyrir innflutn- ing á miklu magni af hassi og marijuana — megninu af því sem dreift var í „stóra málinu“ fyrrnefnda. Hvorki dómsmálaráðuneytið né Sakadómur í ávana- og fíkni- efnamálum hafa getað veitt DB upplýsingar um þessa fangels- un Islendingsins í Kanada. -ÓV ---------- Nú er þyngdin úr sögunni en senti- metrar teknir við kostar 5920 kr. fyrir umf ramsentim til New York og 7100 til Chicago Framvegis munu sentimetra- mál ferðataskanna, sem ferða- menn héðan fara með til Banda- ríkjanna, ráða hvort viðkomandi farþegi þarf að borga umfram- gjald en þar til fyrir helgi gilti hins vegar þungaregla og var miðað við 20 kg farangur á mann. Töskurnar eru hins vegar vigtaðar áfram til að fá nákvæma vitneskju um þunga flugvélarinn- ar. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er þetta gert skv. bandarískum reglum sem gengu í gildi um síðustu mánaðamót og eru sagðar eiga að koma viðskiptavininum til góða, þótt skiptar skoðanir séu um það að sögn Sveins. Samanlagt mega tvær töskur eins farþega ekki vera nema 270 cm, sem finnst með að mæla kanta, hliðar og gafla taskanna og leggja saman tölurnar. Á sams- konar hátt má farþeginn vera með 100 cm tösku með sér inn í farþegaryhminu. Búnaður eins og skíði og golfsett reiknast 140 cm svo taskan má þá ekki vera nema 130 cm, annars greiðast 5.920 kr. umfram til New York og 7.100 til Chicago. Að sögn Sveins kemur ekki til þess að starfsmenn afgreiðsl- unnar á Keflavíkurflugvelli þurfi að vera á þönum með málbönd og tommustokka, heldur hefur verið haldið námskeið fyrir þá og á fyrst og fremst að treysta á sjón- minni þeirra svo afgreiðsla á ekki að tefjast að neinu marki. Þá er það að frétta af banda- rískum töskuframleiðendum að þeir eru farnir- að framleiða töskur sem falla nákvæmlega að þessum málum, í tveim stærðum eftir því hvort um er að ræða; fyrsta eða annars farrýmis far- þega, en þeir fyrrnefndu mega hafa stærri töskur. Er meira að segja í bígerð hjá þeim að merkja töskurnar greinilega eftir flokk- um til að auðvelda greiningu. 20 kg reglan gildir áfram á Evrópu- leiðum Flugleiða. - G.S. Þessi ungi herramaður var nú reyndar ekki að bregða sér vestur um haf, heldur í sveit- ina. Kannski á hann þó eftir að ferðast með töskuna sína til Ameríku og þá passar stærð töskunnar vonandi vel við staðlana sem Flug- leiðir hafa í sambandi við töskustærðir. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1977. 250 karl- menn sungu á Norður- landi 250 karlmenn sungu víða á Norðurlandi um síðustu helgi er samband norð- lenzkra karlakóra, Hekla, efndi þá til söngmóts. Mótið hófst á Hvammstanga á laugardaginn og um kvöldið sungu kórarnir aftur að Mið- garði í Skagafirði. Á sunnudaginn sungu kórarnir svo í Nýja bíói á Siglufirði og að sögn frétta- ritara var alstaðar húsfyllir. Kórarnir sem þátt tóku í mótinu voru sex, Karlakór Akureyrar, Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Geysir frá Akureyri, Kaéla- kórinn Heimir úr Skagafirði og Karlakórinn Vísir frá Siglufirði. Kórarnir sungu bæði hver í sínu lagi og saman en samtals eru félagar í Heklu sem þátt tóku í mótinu 250. Fjöldi einsöngvara kom fram. - Karl P./-G S, Löðrungaði lögregluþjón Atlaga var gerð að tveim- ur lögreglumönnum neðar- lega á Laugaveginum um tíuleytið í gærkvöldi. Voru þarna á ferð tveir menn við skál og eru þeir báðir vel kunnugir hjá lögreglunni og, þekkja vistarverur hennar.' Þessir kumpánar löðrung- uðu annan lögregluþjóninn og létu dólgslega. Leikurinn barst niður í miðbæinn og við Hótel Borg voru menn- irnir handteknir og settir í lögreglubíl. Til átaka kom síðan er setja átti annan mannanna í fangageymslu og hlaut hann skurð á enni við átökin. Varð að gera að sári hans í slysadeild áður en hann fór í fangaklefann. Þessi „kunn- ingi“ lögreglunnar er þekkt- ur fyrir að grípa til hnífa og sagt er að hann hafi veitt mörgum manninum skinn- rispur í tuski og átökum. ASt. ÞJÓFAR EYÐILEGGJA BÍL Þjófar hafa leikið Mercedes Benz bifreiðina hans Guðmund- ar Bergssonar æði hart undan- farna tvo mánuði. Bílinn keypti Guðmundur fyrir rúmum tveim mánuðum númerslausan og hugðist dunda við að gera bíl- inn upp. Lét hann bílinn standa fyrir utan húsið í Funahöfðan- um þar sem hann hugðist vinna að endurbótunum. Leið þá ekki á löngu þar til einhverjir bí- ræfnir þjófar uppgötvuðu bíl- inn og rændu undan honum öllum dekkjum á felgunum auk varadekksins. Má ætla að fimm ný snjódekk og felgur séu um 100 þúsund króna virði. Síðan gerðist það aftur í gær- morgun er Guðmundur kom að vitja bílsins að enn hafði verið gengið í skrokk á horium og nú var það innréttingin. Voru flestir mælarnir rifnir úr, klæðningin innan úr hurðunum og ein hurðin alveg fjarlægð. Einnig tóku þjófarnir með sér nýbólstrað aftursætið. Þjófnaðinn hefur Guð- mundur að sjálfsögðu kært til lögreglunnar en þar fær hann þau svör að tilviljun ein ráði hvort upp kemst um þjófnaði sem þessa. * - BH Guðmundur Bergsson hjá bíl sínum. Sjá má hvernig þjófarnir eyðilögðu stuðarann á bílnum þegar þeir tjökkuðu bilinn upp til að ná undan honum dekkjunum. (DB-mynd Ragnar) PRENTARAR FLYTJA ÚR LANDI —líklega flytjast 11 til Svíþjóðar áþessu ári Frá áramótum hafa 5 félagar í Hinu íslenzka prentarafélagi flutt úr landi og 6 eða 7 í viðbót hafa fullan hug á því. Þessar upplýsingar fengum við hjá Ólafi Emilssyni formanni H.Í.P. Prentararnir sem farið hafa úr landi og þeir sem óskað hafa eftir því við HÍP hafa allir Svíþjóð í huga. Þar í landi fá prentarar 1000 krónur sænskar (43 þúsund krónur íslenzkar) fyrir 40 stunda vinnuviku. Hér á landi eru hins vegar meðal- laun prentara fyrir sama vinnu- stundafjölda 22 þúsund krónur. Það munar því nærri því helmingi á laununum. Leigukostnaður er einnig greiddur niður í Svíþjóð fyrir þá sem hafa meðaltekjur eða minni. Prentarar eru í þeirra hópi og fá því svokallaðan húsaleieustvrk. Hann er mis- jafnlega hár eftir fjölskyldu- stærð en getur verið verulegur. Ólafur sagði einnig að lífskjör öll og afkoma í Svíþjóð væri mun betri en hér og menn hefðu þar nóg til að lifa af eftir 40 stunda vinnuviku og oft af- gang meðan launin hér hrökkva ekki fyrir nauðþurft- um. DS<

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.