Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 6
6 DACBLAÐIt). FÖSTUDAGUH 24. JUNl 1977. Bandslípivél óskast Vel með farin bandslípivél ca. 2,50 m á lengd óskast. Uppl. í síma 22087 Kosningabarátta Nixons: 1 Eiturlyfjapeningar í kosningasjdðinn milli kl. 18 og 20 í dag og á morgun. GARÐSHORN AUGLÝSIR' Sumarblómaútsala Sumarblóm og stjúpur aðeins 40 kr. stk. Eigum ennþá skrautrunna í .pottum, tilbúna tilgróðursetningar. Einnig petúníur á aðeins 250 kr. stk. Vorum að.fá fallegar pottaplöntur og bananaplöntur. Garðsiorn Fossvogi Sími 40500 Trésmiðir Hafnargeröin á Grundartanga óskar að ráða smiði til starfa við bryggju- gerð strax. Fæði og húsnæði er á staðnum. Upplýsingar gefur verkstjórinn, Guðmundur Hjartarson, í síma 93- 2162 milli kl. 17.00 og 19.00. Hofnamálastofnun ríkisins Fatamarkaðurinn Ármúla 5 Kápur frá 1000 krónum Kjólar frá 500 krónum Margs konar annar kvenfatnaður á ótrúlega lágu verði. Opið til kl. 8 í kvöld, föstudag og á morgun laugardag kl. 2-6 Fatamarkaðurinn Ármúla 5 ys&'iis Sigtúni 3 Uhevrolel Vega ’73, ekinn 73 þ. km, rauður. Mercedes Benz 22« ’69. Dalsun 1200 ’68. Buiek Le Sobre ’68. Datsun 2200 dísil ’71. Sunbeam 1500’72. Ford Corlina '68. Saab 96 árg. '73. Mercur.v Comel GT '72. Óskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 Þeir mcnn sem hafa starfað hjá bandarískum yfirvöldum í sambandi við Watergatemálið verða ekki verkefnalausir á næstunni. Nú er næsta yerkefni að taka fyrir greiðslur sem komu inn í kosningasjóð Nixons. Grunur leikur á því að þeir peningar sem komu í sjóðinn séu fengnir með eiturlyfjasölu. Þetta komst upp þegar var verið að rannsaka nokkur stór eiturlyfja- mál. Maiiurinn sem gaf í kosninga- sjóðinn er margfaldur milljónari að nafni Robert Vesco. Það er engin smáupphæð, sem hann lét Robert Vesco: Hann gaf stóra peningasummu i kosningasjóð Nixons. Hann á yfir höfði sér þungan dóm fyrir eiturlyfja- sölu. af hendi, eða um 40 millj. íslenzkar krónur Hann hefur verið kærður fyrir eiturlyfjasölu og sakaður um að hafa undir höndum peninga sem hann hefur komizt yfir vegna sölu eiturlyfja og upphæðin er um 44 milljarðar íslenzkra króna. Róbert Veseo hefur búið í Costa Rica í Mið-Ameríku, en nú er búið að reka hann úr landi. Vesco neitar öllum ásökunum og segist vera saklaus. Þeir peningar sem hann lét af hendi í kosningasjóð Nixons segir hann að hafi verið fengnir á heiðarlegan hátt. CARTER SEGIST —næsta skref ið er að hindra f rekari útbreiðslu kjarnorkuvopna Carter Bandaríkjaforseti sagði í nótt, að hann myndi halda áfram mannréttindabaráttu sinni, þrátt fyrir þá ólgu, sem hún hefur vakið víða um heim. Hann þakkaði bandarísku þjóðinni fyrir að styðja við bakið á sér í baráttunni og kvað það hafa leitt til þess, að nú væru Bandaríkin orðin vonarljós fyrir þá sem sættu kúgunum stjórnvalda eða sætu í fangelsum vegna stjórnmálaskoð- ana sinna. 1 ræðu sinni í gærkvöld sagði forsetinn, að mannréttindabar- átta væri eitt þeirra mála sem hann hefði sett sér, er hann tók við forsetaembættinu. Ræðuna flutti Carter í matarboði, sem efnt var til til að auka við sjóði Demó- krataflokksins. Hann viður- kenndi, að deila mætti um aðferð- ina, sem hann beitti, það er að tala hreint út opinberlega. Hann kvaðst þó ekki geta gert annað, því að fyrir tvö hundruð árum, er Bandaríkin voru stofnuð, var mál- frelsi komið á. Carter nefndi ekkert sérstak- lega þá miklu gagnrýni, sem Sovétmenn hafa látið frá sér fara vegna stuðnings hans við sovézka andófsmenn. Næsta skrefið kvað Carter vera það að sannfæra kjarnorkuveldin um að tafarlaust yrði að hefja baráttu gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna og þeirrar tækni, sem Bandarískir Gyðingar í New York mótmæla meðferðinni a anaois-- mönnum í Sovétríkjunum. þarf að viðhafa við smíði þeirra. Fyrir átta mánuðum, sagði Carter, var talið að nú væri of seint að snúa við. Hins vegar hefði á þeim tíma margt breytzt og nú berðust Kanadamenn, Bretar, Ástralíumenn og fleiri við hlið Bandaríkjamanna við að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. JIMMY CARTER — þjóðin stendur að baki mér í mann- réttindabaráttunni. HALDA ÁFRAM MANNRÉTTINDA- BARÁTTU SINNI Lockheed mútaði ekki Vestur-Þjdðverjum Dómsmálaráðuneytið í V- Þýzkalandi komst að þvi eftir miklar rannsóknir að enginn fótur væri fyrir að Lockheed verksmiðjurnar hefðu mútað háttsettum mönnum í. landinu til að sala flugvélarinnar gengi betur þar í landi. Rannsókn á mútum til þýzkra ,embættis- manna frá Lockheed flugvéla- verksmiðjunum hefur tekið um átta mánuði. Skjalabunkinn var orðinn stór. Dömsmálaráðuneytið þurfti að fara yfir hvorki meira né minna en um 4 þúsund skjöl til að komast að niðurstöðu, f.vrir utan allar yfirheyrslur. F.vrrverandi starfsmaður flugvélaverksmiðjanna hefur haldið þvi fram að formaður Kristilegra demókrata. Franz- Josef Strauss, og aðrir háttsett- ir stjórnmálamenn í Þýzkalandi hafi þegið mútur frá fyrirta'k- inu á árunum milli 1950 og '60. Þessi starfsmaður segir að það hafi haft sin áhrif á það að Strauss hafi valið Starfighter flugvélar fyrir þýzka herinn. þegar hann var varnarmálaráð- herra á sinum tíma. Yfirvöld í Þýzkalandi vilja hafa mikla og góða samvinnti vió Bandaríkin til að upplýsa öll viðskipti Lockheed verk- smiðjanna þar í landi. Þrátt fvrir að engar sannanir hafi fengizt f.vrir mútum. þá er ýmislegt gruggugt sem kom fram við réttarhöldin og ef til vill eru ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar Lockheed hneykslið i Evröpulöndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.