Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.06.1977, Qupperneq 17

Dagblaðið - 30.06.1977, Qupperneq 17
DACiBLAÐIÐ. FIMMTUDACUR :i(). JUNÍ 1977. 17 Flatey á Breiðafirði: Paradís á jörðu — Rætt við kennarahjón sem búa sumarlangt íFlatey í Flatey á Breiðafirði hittum við ung kennarahjón, Kristínu Valdimarsdóttur og Hörð Guðmundsson, en þau eiga hús í eynni og dvelja þar sumar- langt með tveimur dætrum sín- um, átta og tíu ára. Þau hjónin hafa gert upp svokallað Einars- hús og er það orðið mjög skemmtilegt. Húsið er oft kallað Skrínan því það er svipað í laginu og gamlar skrínur sem fariðvarmeð á sjó. Elzti hluti hússins var byggður um aldamótin, en siðan var byggt við húsið 1926. Það er augljóst að forfeður Flateyinga hafa ekki verið hávaxnir menn, því mjög lágt er undir loft. I húsinu eru ýmsir munir frá fornu fari, auk þess sem þau hjónin hafa kappkostað að endurnýja húsið í gömlum og göðum stíl. Yfir allri velferð vakir síðan Jón Sigurðsson for- seti uppi á vegg í svörtum rainma. „Hér á Flatey er paradís á jörð. Það er endurnærandi að dvelja hér á sumrin. Dæturnar bíða spenntar á hverju vori eftir því að komast hingað." Hörður stundar veiðar við ströndina, veiðir grásleppu lúðu og þyrskling, auk þess veiðir hann skarfa og lunda til matar. Þau hjónin eiga forláta olíumaskínu af Sólógerð. I henni bakar Kristín gæðabrauð og fengu blaðamaður og ljós- « Kristin og Hörður fyrir utan hús sitt, Einarshús. Sólóvélin góða. Fyrir utan góóa baksturseiginleika hitar hún upp allt húsið. DB-myndir Hörður. myndari að njóta þess. Það sem á vantar til matargerðar fá þau sent með flóabátnum Baldri. Kristín mælti sérstaklega með heilsteiktum selshrygg, uppfylltum með ávöxtum. Það væri mikið lostæti. Menning er að sjálfsögðu í heiðri höfð í Flatey. Böll eru stunduð í samkomuhúsinu oft á sumrin og er þá leikið fyrir dansi með harmóníku upp á gamla móðinn. A 17. júni var brugðið upp bíósýningu og Chaplin gamli skoðaður grimmt. Að vetrinum til er heldur minna um að vera. Þó var í vetur starfandi barnakennari I Flatey og kenndi hann um 10 börnum úr Flatey og Svefneyj- um. Síðastliðinn vetur voru um tuttugu manns í Flatey. -JH. Borgarnes: Hérna stéla allir á hann Halldór E. Magnús Thorvaldsson blikksmiður íBorgarnesi tekinn tali „Ég er aðfluttur frá Reykjavik fyrir 10 árum og það hefur gengió á ýmsu síðan,“ sagði Magnús Thorvaldsson blikksmiður í við- tali við DB nýlega. „Maður kom hingað á margföldu núlli og jafnvel negatífur. Menn höfðu ekki trú á svona hottintottum úr Reykjavík. Það var ekki beinn fjandskapur en sumir vildu að maður hefði verið um kyrrt fyrir sunnan. „En mér datt í hug að fara að syngja gamanvísur á skemmtun- um og þorrablótum. Það hélt í mér lífinu. Það var mín fæða. Menn fóru að lita mig öðru auga. Fólk hér um slóðir er eins og annars staðar, sumir gull af mönnum, aðrir hálfgerðir prump- hausar eins og gengur. En ég hef sem sagt komizt í góðan kontakt hér og tekið í nefið hjá flestum. Þessir sveitakallar eru allir með tölu stórfínir, meiri náttúru- börn en fólkið í plássinu. Ég er með þeim ósköpum gerður að vera alltaf í félags- inálum og var formaður Ung- mennafélagsins hér í 3 ár. Þetta tók mikinn tima og maður mætti á hverjum fundi. Það er ágætt ráð til þess að drepast ekki úr leiðind- um.“ Hvernig er að koma í Borgar- nes eftir að hafa dvalið Iang- dvölum í Reykjavík? „Það er ágætt. Maður saknar náttúrlega ýmissa kunningja. Ég er ekta KR-ingur. En daglegt líf er mikið skemmtilegra hér í Borg- arnesi en í Reykjavík. En það er íbúóarhús Magnúsar er elzla ibúðarhús í Borgarnesi. Þarna á kvistinum fæddist Ólafur Thors. kallinn DB-myndir Hörður. Magnús Thorvaldsson blikksmiður. gainan að fara til Reykjavíkur öðru hvoru og demba sér í djammið. Við komum hér upp golfvelli nokkrir félagar og erum þar öllum stundum. Mesta baráttan í þvi sambandi er við einstaka rollueigendur. Maður hefur oft óskað rollunum beint í slátur- húsið. Þetta skilja margir gamlir menn ekki. Þeim finnst óforsvar- anlegt að taka svona heil tún undir sportið. íbúðarhúsið mitt er elzta ibúðarhúsið í Borgarnesi. Það byggði Akra-Jón fvrir um 100 áruin. Síðan tók Thor Jensen við þvi og hér fæddist Ölafur Thors. Blikksmiðjan inín er í gamla Verzlunarfélagshúsinu. Allt þetta fékk ég hjá Búnaðarbankanum á sinuin tíina á góðum kjörum. Hér lifi ég eins og blóm í eggi. Það er mikill kraftur í Borg- nesingum. En hér hafa allir stólað á karlinn hann Halldór E. Hann hefur verið andskoti duglogur. það verður ekki at nonum skafið. Það verður kúvending hér þegar brúin kemur og ég held að breytingin verði meiratil góðs en ills. Þegar Borgarnes kemst í sam- band við hringveginn verður mjög aukin umsetning. Það er mikið byggt í Borgar- nesi, sem stendur örugglega á ein- hverju fallegasta bæjarstæði landsins. En stundum missa menn sambandið við móður nátt- úru í þeim efnum. Mörg hús eru ekki rétt staðsett hér, t.d. er íþróttahúsið á kolvitlausum stað.. Þá verður elliheimilið ekki á góðum stað, þegar búið verður að tengja brúna, en það er alveg á gatnamótunum. Þar verður alltof mikil umferð. Hér hefur fjölgað um 500 inanns undanfarin 8-9 ár. Vmsar þjónustustofnanir háfa þvi risið hér og hle.vpt lífi i plássið. En okkur vantar stórt samkomuhús eða hótel." -JH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.