Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.08.1977, Blaðsíða 2
 ■ DACBLAÐHJ. ÞRIÐJUDAGUK 2. ÁGtlST 1977. ÞYÐIÐ OG BIRTIÐ VIÐTAL JÓNASAR VIÐ YFIRLÆKNI FREEPORT-S J Ú KR AHÚSSINS Jói hringdi: Mér finnst eiginlega skylda min — fyrst enginn annar hefur oröið til þess — að vekja athygli á skínandi góðu viðtali, sem Jónas Jónasson átti við yfirlækni Freeportsjúkrahúss- ins í New York í útvarpinu um daginn. Viðtalið var á ensku og þess vegna hefur það kannski farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum en mér er að detta í hug hvort ekki væri hægt að þýða þetta viðtal yfir á íslenzku og birta það, t.d. í Dagblaðinu. Hinn þjóðkunni útvarpsmaður Jónas Jónasson. Raddir lesenda Dóra Stefánsd, DUR- ÍGVÉL íeygjanleg að þau passa á flésta fœtur rERÐ AÐEINS KR. 9950 JLITIR: I SVART BRÚNT MILLIBRÚNT Feikllegt úrval af leöurstígvélum og götuskóm Póstsendum Laugavegt 69 sími 16850 ft/líðbæíannarkadf — stnit 19494, Leggurinn til hœgri : er 42 cm sver og leggurinn til vinstri ler 29 cm sver. Sm, seglr bréfrlta Hver ber ábyrgð á týndum pósti? Lelgubilstjórl hrlngdl: Eg bý úti á landi og er mjög óhress yfir lélegri þjónustu Pósts og slma. Þó finnst mér bögglapósturinn . verstur. Eg pantaði fyrir nokkru varahlut I , bllinn minn, sem er atvinnu- taeki, en hluturinn hefur af ein- á póstinum þó útséð um það ennþá að böggullinn, sem leigu- bllstjórinn átti von á, vteri end- anlega tapaður. Hann gæti t.d. hafa lent á vitlausum stað og gæti átt eftir að koma til skila. ÞETTA ER EKKI ALLT PÓSTINUM AÐ KENNA Starfsmaður Bögglapóststof- unnar í Reykjavik hringdi vegna lesendabréfs er birtist í DB á mánudaginn og fjallaði um týndan böggul. Böggullinn fannst á mánudaginn og sást þá að það hafði gleymzt að skrifa ákvöfðunarstað á hann. Hann var kyrfilega merktur eiganda sem býr á Skúlagötu í Stykkis- hólmi en kaupstaðarnafnið hafði fallið niður, þannig að böggullinn var flokkaður eins og hann ætti að fara á Skúla- götu í Reykjavík. Fylgibréfið var hins vegar rétt áritað og komst það því fyrr til rétts við- takanda. Bögglapóststofan vildi einnig minna menn á það almennt, að rita rétt utan á sendingar, þannig að þær berist fljótt á rétta staði. Því miður er al- gengt að þetta sé ekki gert og sendingar tefjast því oft og þá er póstinum kennt um allt sam- an. Pósturinn er allur af vilja gerður til að veita sem bezta þjónustu en hann er vitaskuld ekki fær um að bæta úr mistök- um sendanda. Hugleiðing um presta og kirkju Gamall maður að austan skrifar: Nýlega skrifuðu tveir Esk- firðingar, þeir Emil K. Thorar- ensen og Guðni Þór Elísson, grein í DB og kölluðu hana ,,Upp og niður með prestana." Grein þessi er hressilega skrifuð og fóru bréfritarar ekki dult með álit sitt á þeirri stétt manna sem fengið hefur það hlutverk að vísa sálum manna til betri vegar. Ekki er ég nú alveg sammála þeim félögum í að skera niður prestastofninn svo duglega og fráleitt finnst mér að ætlast til að blessaðir guðsmennirnir komi svífandi í þyrlum þó gifta þurfi eða jarða einhvers staðar úti á landsins byggðum. Bréf- riturum þykir dýr útgerðin á kirkjunni en þá ættu þeir að líta á fjárlögin og sjá þar hversu lítill hluti fer til kirkju- mála. DB hefur kynnt sér hvað kostar að skrýða prest og mun það vera um 500 þúsund. Þannig mundi það kosta ykkur Eskfirðinga 7/16 af kaupverði elliheimilisins að setja nýjan cand.teol. inn í embætti. Bréfritara finnst biskupi bera brýna skylda til að brýna nógu hressilega fyrir cand. teolum að gleyma ekki Faðir vorinu. Þetta finnst mér ekki ósa«ngjörn krafa og er illa farið ef menn fá ekki Faðir vor á sunnudögum eftir að þeir eru búnir að dubba sig upp í jakka- föt og komnir til kirkju. En mannleg mistök geta alltaf átt sér stað og ekki þurfa nú að vera nein pokaprestsefni á ferðinni þótt einhver gleymi Faðir vori svona einu sinni ef hann reynir bara að muna betur næst. Göngubraut milli Árbæjar og efra Breiðholts Kona í Breiðholti skrifar: Er ekki hörmulegt að fólk í efra Breiðholti verður að taka rándýra leigubíla til að heim- sækja vini sína í Árbæjarhverfi sem segja má að sé í nokkurra metra fjarlægð? Það mundi kosta borgina lítið og örva fólk til að nota fæturna og ganga meira, ef lögð yrði göngufær braut á milli. Öllum er ráðlegt að ganga töluvert vegna heilsunnar. Talað er um akbraut á milli en það er einhvern tíma í fram- tíðinni ef að líkum lætur, ekki nærri strax. Ungt fólk getur nokkuð auð- veldlega klifrað yfir urðina á milli en hinir eldri eiga ekki auðvelt með það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.